Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.07.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 5. júlí 1988 Tíminn 15 lllllll! MINNING RANNVEIG ÞÓR Faedd 10. júní 1903 Dáin 28. apríl 1988 Rannveig Þór (Rannveig Elísa- bet, eins og hún hét fullu nafni) var fædd á Reyðarfirði 10. júní árið 1903. Hún dó á Droplaugarstöðum í Reykjavík, 28. apríl sl. nær áttatíu og fimm ára gömul. Þar hafði hún dvalið síðustu ár ævinnar. Hún var jarðsungin frá Dómkirkjunni 10. maí að viðstöddu fjölmenni. Foreldrar hennar voru Jón Ó. Finnbogason, kaupmaðurá Reyðar- firði og kona hans Björg ísaksdóttir frá Seyðisfirði. Rannveig var yngst fjögurra syst- kina. Elzti bróðir hennar, Óskar, bjó lengst af í Kanada en er látinn fyrir nokkru. Albert og Borghildur lifa bæði systur sína, hátt á níræðis- aldri. Albert á Hallkelshólum í Grímsnesi og Borghildur á Akur- eyri, gift Jakobi Frímannssyni fyrr- verandi kaupfélagsstjóra KEA. Sjö ára gömul fluttist Rannveig með foreldrum sínum til Kanada og þaðan aftur til íslands tveim árum seinna. Árið 1914 fluttu þau til Akureyrar þar sem hún ólst upp frá ellefu ára aldri. Hún kynntist Vilhjálmi Þór í Ung- mennafélagi Akureyrar þar sem bæði voru virkir félagar. En UMFA var fyrsta ungmennafélagið, sem stofnað var á íslandi. Þau giftust 30. júlí 1926. Hann var þá nýlega orðinn framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga tíu árum eftir að hann byrjaði að vinna þar sem sendill. Vilhjálmur lét smíða hús við Eyr- arlandsveg 22, sem enn stendur uppi á brekkunni og er bæjarprýði. Þar áttu þau heima öll árin sín á Akur- eyri, sem urðu 13. Þar fæddust börn þeirra þrjú og óiust upp í frum- bernsku sinn: Elzt er Borghildur, gift Hilmari Fenger stórkaupmanni; Örn Þór, hæstaréttarlögmaður kvæntur Hrund Hansdóttur; yngst er Hjördís Ólöf McCrary, ekkja í Indianapolis í Bandarfkjunum. Þá voru miklar annir enda mikið að gera. Vilhjálmur var mjög dug- legur og lagði hönd að verki víðar en í Kaupfélaginu, sem óx og varð að stórfyrirtæki undir stjórn hans. Vegna framsýni hans, ráðdeildar og forystuhæfni var oft til hans leitað þegar mikið lá við. Sern dæmi, man ég í fljótu bragði eftir jarðskjálftun- um miklu á Dalvík 1934 og stofnun Flugfélags Akureyrar. En það var mun fleira og vonlítið að nefna það allt. En vegna þess þurftu margir að finna hann að máli og hann var oft að heiman. Árið 1938 fluttu þau burt frá Akureyri. Og þau áttu ekki aftur- kvæmt þangað til að eiga þar heima. Fjölbreytt og vandasöm störf, og meiriháttar verkefni biðu Vilhjálms í þágu lands og þjóðar. - Heimili þeirra var í Reykjavík oftast upp frá þessu. Húsið þeirra stóð við Flofs- vallagötu nr. 1. En þau voru líka erlendis oft og mörgum sinnum. Árið 1938 fóru þau til Ameríku þegar Vilhjálmur varð aðalfram- kvæmdastjóri fyrir þátttöku fslands í heimssýningunni í New York 1939. Hann varð fyrsti ríkisstjórnarfulltrúi íslands í Vesturheimi; verzlunarer- indreki í New York í sept. sama ár; aðalræðismaður fslands fyrir öll Bandaríki Ameríku í apríl 1940. Hann tók við starfi bankastjóra í Landsbanka íslands sama ár. Utan- ríkis- og atvinnumálaráðherra varð hann í utanþingsstjórn dr. Björns Þórðarsonar 1942-1944. Síðar for- stjóri Sambands íslenskra samvinnu- félaga í átta ár, frá 1946-1954. Hann varð fyrsti bankstjóri Seðlabanka íslands.1957-1964. Og í tvö ár þar á eftir var hann fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans í Ameríku. Þetta voru helstu störf hans. En auk þeirra hafði hann meiri og minni afskipti af mörgum, merkum og mikilsverðum málum - á Akureyri, í Reykjavík og erlendis. Hann sat í bæjarstjórn á Akureyri; var formað- ur sjúkrahúsnefndar þar, og við undirbúning að byggingu Kristnes- hælis til dæmis Hann var líka for- maður í samninganefnd fslands við Bandaríkin 1941 allt það ár og þannig er lengi hægt upp að telja. Hann þurfti mikið að ferðast og fór víða um lönd og Rannveig var oftast með honum. Að ofansögðu má nokkuð sjá hverslags maður Vilhjálmur Þór var. Hann var áberandi maður í þjóðlíf- inu um sína daga, vægast sagt eins og þeir vita bezt sem þekktu. Þótti sumum nóg um athafnasemi hans og var margt um skrafað og ekki allt vinsamlegt. Rannveig konan hans stóð með honum í blíðu og stríðu - á hverju sem gekk. Jafnan hefur verið minna á það minnst hve mikill hlutur hennar var í lífi hans ævinlega og alla tíð. Hann var ekki smár þó að erfitt sé að tjá sig um það. Mér hefur stundum fundizt eins og þessi orð í helgri bók ættu við hana: „Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hjarta manns hennar treystirhenni. Hún gjörir honumgott og ekkert illt alla ævidaga sína. “ Það verður stundum, þegar allt er komið í kring, og maður vill kveðja og þakka að makleikum, að manni verður orðs vant, þegar sízt skyldi. Þá iðrast maður kannski þess að hafa þegar áður notað öll beztu orðin yfir það sem minna var um vert, þó að rétt hafi þótt og verðugt á sínum tíma. En ef til vill er það ekki orðanna sök. Þegar maður í vanmætti og öng- þveiti eigin hugar, leitar til hinna djúpúðgu spekinga liðins tíma, og til skáldanna, þá sér maður amk. að þeir þurftu ekki hástigsorðin. Held- ur létu þeir venjulega orð duga til að segja það sem segja þurfti svo að ekki varð betur gert. „Án efa fáir, það er mín trú, sér áttu göfugra hjarta en þú. Það vakti mér löngum lotning. “ Þetta hefði ég viljað geta sagt, fyrstur manna, um Rönnu, eins og ég kallaði hana ævinlega. Allt frá bernskuárum og langt fram á fullorð- insár sýndi hún mér einstaka góðvild og hjartahlýju. Þegar ég eignaðist fjölskyldu naut hún hjartagöfgi Rönnu með mér, ekki sízt elsta dóttir mín, sem fæddist meðan ég enn var í skóla og var næstum heimagangur á heimili Rönnu og Vilhjálms. - Hún hjólar nú til vinnu sinnar í Hamborg í Þýzkalandi, á reiðhjóli, sem hún fékk í fermingar- gjöf frá þeim fyrir aldarfjórðungi síðan. Meðal ljúfustu bernskuminn- inga hennar eru jólasendingarnar með póstinum. Það voru nýmóðins telpukjólar, sem hún fékk fyrir hver jól frá henni, alla bernsku sína. Eins má ég muna frá námsárum mínum, og lengur, hvernig það varð næstum í hvert sinn og þau komu úr siglingu, að Vilhjálmur hafði í ógáti, keypt skó, sem voru honum of litlir. Þá vildu þau að ég reyndi hvort ég gæti kannski notað þá. Svonagáleysi henti ekki Vilhjálm hvað eftir annað. Þetta gerðist of oft til þess að geta verið tilviljun. Það brást heldur ekki að skórnir voru mér alltaf mátulegir. Svona var um margt. Góðvild þeirra var einstök. Vilhjálmur var mjög frændræk- inn. Og Ranna var mér löngum ímynd þeirrar móður, sem ég missti, barn að aldri. Og hún var meira. Mér fannst hún reyndar, allt frá fyrstu tíð, vera hefðarkona. Hún var svo falleg, fín og tignarleg svo fíngerð, kvenleg og þokkafull en undireins hlýleg, ljúflynd og hjarta- góð í fyrirmannlegri reisn. Hún var afburðakona hvernig sem á er litið. Það verður einlægt álitamál hve persónulegur maður má vera í svona minningargrein. Hvað um það. Ég sný ekki aftur með neitt og sleppi mörgu. Fáir hafa verið mér eins góðir og hún og enginn betri. Aldrei leiddi ég að því huga hvort það kynni að vefjast eitthvað fyrir henni að umgangast valdamenn og fyrirfólk, ráðherra og sendiherra og jafnvel þjóðhöfðingja í öðrum löndum. Mér fannst þvílíkt vera eins og sjálfsagður hlutur fyrir hana og að henni væri jafneiginlegt að ræða við mesta valdamann heims eins og vinnumann á Geldingalæk, og vera góð við útkjálkaprest á Vestfjörð- um. Góðvild hennar til mín og minna kom fram í mörgu. Allt er það eins og skínandi perlur í minningunni. Enginn lifir langa ævi án skugga og mótbyrjar. Og maður man eftir og lærir að meta hvað gott, sem mætir. Ég held það sé ekki um of að segja að hún hafi verið manni sínum meira virði en allt annað. Hún bjó honum heimili, sem var honum „griðastaður í baráttu lífsins“, eins og segir í hj úskaparformála. Hún var honum meira virði en perlur. Hið dýrasta djásn. Ég minnist lítillar styttu, sem stóð á áberandi stað í ytri stofu á heimili þeirra. Það var lítið líkan af sólúri. Ör stóð út úr stalli og benti á einhverja stund dagsins á málmhring, sem var merktur tölum eins og úrskífa. Á stallinum stóð á dönsku: „Gór som Jeg, tel kun de lyse timer“. Gerðu sem ég; mundu bara björtu stundirnar. - Þetta gátu allir séð, sem í húsið komu. Sjálf bar hún skærustu birtuna í lífi kappans, sem oft stóð einn gegn mörgum í lífsstríðinu, en var svo lánsamur að eiga þessa vænu konu og geta horfið til hennar þegar stund varð milli stríða. Þau voru mjög samrýmd og var jafnræði með þeim. Oft var ekki hægt að vita hvort hvatti hitt meir til góðverkanna. En margir fleiri en ég nutu þeirra. Ég man eftir korti, sem hún sendi konu minni frá fallegri borg, sem hreif hana. Hún sat við glugga og horfði út yfir borgarljósin, um kvöld eftir dýrlegan dag. Ég man ekki Afmælis* og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélrit- aðar. llllllllll orðin og kortið er týnt. En hún skrifaði svo fallega um friðinn og kyrrðina og fegurðina, sem var meiri en hún hafði áður séð, og líkti við paradís á jörðu; og um gleðina yfir því að þau skyldu fá að vera saman tvö ótrufluð af amstri daganna og öðru fólki. Þau voru saman á siglingu um Austurlönd í fríi, sem hann leyfði sér annars ekki að taka. - Lýsing hennar og frásögn var svo lifandi að maður hlaut að hrífast með. En því minnist ég á þetta kort að mér finnst það lýsa tryggð hennar og góðvild, að hún skyldi gefa sér tíma til þess á gleðidögum sínum að skrifa okkur um það. En svona var hún frá því fyrst ég man, barn að aldri á Akureyri, og allt þar til ég hitti hana seinast fyrir nokkrum árum á förnum vegi við Dómkirkjuna í Reykjavík. Það var ekki löngu áður en hún veiktist, er vitund hennar hvarf á bak við huliðs- tjald sjúkdómsins, sem tók hana föstum og æ þéttari tökum, en þó ekki hörðum né óblíðum. - Smám saman hvarf henni þessi heimur. hún var lögð af stað áleiðis til fundar við sinn hjartans vin þar sem þau tvö mundu aftur vera saman. Éins og listaskáldið góða segir í ástarkvæð- inu: Háa skilur hnetti heimingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldreigi eilífð aðskilið. Þórarinn Þór. TIL LEIQU í SÍÐUMULA Tvær efri hæöir Síðumúla 15, áður húsnæði Tímans, samtals 2x200 ferm eru nú til leigu. Laust strax. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Tímans í síma 68-63-00. Iþróttafulltrúi Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu íþróttafulltrúa. Umsóknir, er m.a. greini menntun og fyrri störf, skulu berast á bæjarskrifstofuna, Strandgötu 6, eigi síðar en 14. júlí n.k. Nánari upplýsingar gefa bæjarritari og íþróttafulltrúi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði A Baðvörður Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu baðvarðar við Sundhöll Hafnarfjarðar. Um- sóknir skulu berast á bæjarskrifstofuna, Strand- götu 6, eigi síðaren 14. júlí n.k. Nánari upplýsingar veita íþróttafulltrúi og forstöðumaður sundhallar. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði 1 Baðvörður Hafnarfjarðarbær auglýsir laust til umsóknar starf baðvarðar í íþróttahúsi Lækjarskóla. Umsóknir skulu berast á bæjarskrifstofuna, Strandgötu 6, eigi síðar en 14. júlí n.k. Nánari upplýsingar veitir íþróttafulltrúi. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.