Tíminn - 16.07.1988, Síða 2
5 i
r HELGIN
Ié <l t 4 « « » 14 4 4 4 M t i M t
441 44444 44Í M 4 i 4 4 M i i i i i i i Li i i
..........Láúgardagur16,jvl,í,i;g8a
Ósiðaðar...
orðum að þeir séu heilsugóðir,
glaðværir og frjálslyndir og hafi
lengstaf verið án allra læknis-
lyfja. Hann segir íslendinga
jafnvel tóra yfir hundrað ár,þ>eir
grípi til vopna af litlum osökum
og heyi allgrimmar styrjaldir.
Bjarndýrsfeldi segir Olaus
Magnus að veiðimenn gefi kirkj-
unum og á þeim standi prestarn-
ir á vetrum svo að þeim verði
ekki kalt á fótum. Hvítir hrafnar
eru að sögn Olaus fleiri á íslandi
en í nokkru öðru landi og séu
þeir stórhættulegir því þeir drepi
bæði lömb og smágrísi. Olaus
lætur þess getið að unglingar
skjóti gjarnan hrafnana með
boga og sýni fyrirmönnum nef
þeirra þrædd upp á snæri og fái
fyrir það dágóðan skilding í
verðlaun.
Menn geta sér þess til að
Olaus hafi aflað sér vitneskju
um Norðurlönd, þ.m.t. ísland,
á ferðum sínum til Noregs og
þýskra Hansaborga. Það verður
ekki sagt með sanni að uppdrátt-
ur Olaus af íslandi sé mjög
réttur en þó er athyglisvert að
hann setur fjölda réttra örnefna
á íslandi inn á kortið.
Kerlingabækur
og furðusögur
Áður en lengra er haldið í að
rekja bernskuskrefin í korta-
sögu íslands er rétt að huga að
því hvaða hugmyndir fólk úti í
hinum stóra heimi gerði sér um
' ísland og birtist í erlendum bók-
um á þessum tíma.
Ljóst er að bróðurpartur
þeirra er eingöngu byggður á
keriingabókum og furðusögum
hins ólesna almúga þessa tíma.
Skáldagáfunni hefur verið gef-
inn laus taumurinn og hið ólík-
legasta hnoð látið á prent um
ísland og íslendinga. Þessar
sagnir hafa síðan að nokkru
leyti náð til kortagerðarmanna
og skekkt verulega myndina af
eyjunni í norðurhöfum. En snú-
um okkur þá að íslandslýsingun-
um.
Ég er fæddur á íslandi,
eins heimskur og dýr
Fyrst er hér til að taka stór-
' brotna lýsingu Bretans Andrews
Boorde á íslandi sem birtist á
bók hans, „The First Book of
the Introduction of Know-
ledge“, árið 1547. í stuttu máli
sagt er þessi lýsing mjög rætin í
garð íslendinga og er engan
veginn ljóst hvað Boorde hefur
.gengið til með að skrifa slíkan
texta. Þó er rétt að geta þess að
hann var talinn mikill óknytta-
maður. Boorde leggur Jóni
Jónssyni íslendingi orð í munn
og segir: „Égerfædduráíslandi,
eins heimskur og dýr; að eta
kertisstubba er hátíð fyrir mig;
ég er sólginn í tólg og hráan
harðfisk; það þykir dágóður
matur í mínu landi; hráan fisk
og hrátt kjöt et eg, er eg
þarfnast; svona matur þykir mér
góður. Lítið hirði eg um morg-
unsöngva eða messu, og um
góðan klæðnað kæri ég mig
aldrei. Gott þykir mér að klæð-
ast dýraskinnum, hvort sem það
eru úlfa- eða bjarnaskinn.“
íslendingar eta tólgar-
kerti og kertisstubba
Og áfram lætur Boorde móð-
an mása og lýsir íslandi á þennan
hátt; „ísland er fyrir utan Noreg;
það er stórt eyland, umkringt af
íshafinu; landið er furðanlega
kalt; á sumum stöðum er sjórinn
frosinn og fullur af ís. F*ar vex
ekkert korn; lítið brauð hafa
þeir eða ekkert; í stað brauðs
eta þeir harðfisk; þeir eru vanir
að eta hráan fisk og hrátt kjöt;
þeir eru dýrslegar skepnur, ósið-
L//0/.A, altrra
rpfcojtalii^
^4 Hiaka 'Datur^
^Hrljur dalur f
'SORDLtN |
kDlNOA FIOR I
VOJ'A'G
'orurrr ranrl
funrlOutJ
7J) TcJma luip'iu
rrmhm Wn
GrllanJj íokul
Skialbrrd .
'BMíokul
ÍMtHSTLENDlN
GAEIORDVNG
'anjo cb Jcm:rrLi.
_ r.l— m
'fý’/ukj'
P-jfSVN/DLES*-
prDINGfl FIORt
Wl'NG/
tOKVl
O’Jurrtnn*.
A Evrcríat
rorhrUr^
F TcntrsjrrutJý
~^4vi.ros
rfafíterJrrrj
/fjanparj
njta vOula, iarrtJuí Pola Auttco
ícm rt Borcam m lc.^ntujmr,
•ntrianr ATcnJirm 'Vtrfur púu ranur
frrman. halrt mtnnna pan mcnt.
Hér gefur að líta eina af eftirprent-
unum af íslandsuppdrætti Guð-
brands biskups á Hólum. Eftirtekt-
arvert er að umdæmi biskupsins,
norðurhluti landsins, hefur fengið á
sig nokkuð rétta mynd en suður-
ströndin er að sama skapi teiknuð
víðs fjarri raunveruleikanum.
aðir og fákunnandi. Hús hafa
þeir engin, en liggja í hellum
saman eins og svín; þeir selja
íslenzka hunda og gefa burt
börn sín; þeir eta tólgarkerti og
kertisstubba og gamlafeiti, þráa
tólg og annan óþverra. Þeir
ganga klæddir í villidýraskinn-
um og eru líkir fólkinu í hinu
nýfundnalandi, er heitirCalyco.
Á íslandi eru mörg villidýr.
íslendingar eru góðir fiskimenn;
mikið af fiski sínum láta þeir í
skiptum við enska menn fyrir
mjöl, bönd, skó og aðra smá-
muni. Þeir hafa enga peninga í
landinu, en þeir láta einn hlut í
skiptum fyrir annan. Þar eru
nokkrir prestar, sem eru blá-
snauðir, en halda þó frillur. Á
sumrum er þar að nokkru leyti
engin nótt og á vetrum er þar á
líkan hátt fárra stunda dags-
birta. Mál þeirra get ég ekki
talað, nema eitt eða tvö orð á
Evrópumanna á þessum tíma
með téikningum af spúandi fjalli
og ýmsum kynjaverum því
tengdar. Þorvaldur Thoroddsen
vitnar í bók sinni, Landfræði-
sögu íslands, til ýmissa skríb-
enta á sextándu öld sem létu
ýmis orð falla um Heklu. Meðal
annars vitnar hann í ítalann
Hieronyus Cardeanus sem skrif-
ar um tengsl draugagangs á ís-
landi við Heklu. Svo segir Car-
deanus; „íslendingar halda, að
þeir sjái ættingja sína, serrf dánir
eru, og að þeir faðmi þá, en
segja, að þeir þá hverfi. Á
íslandi er mjög mikið af jarð-
biki; menn lifa þar enn á ávöxt-
um, rótum, möluðum fiskum og
vatni; með því eyjan liggur í
íshafinu, getur korn eigi þrozk-
ast þar sökum ógurlegs kulda,
hvað þá heldur vín. Þar verða
svipirnir sökum mataræðisins,
loptsins, jarðvegsins og kuldans
einna áþreifanlegastir. Sökum
þéttleika loptsins og gufunnar,
sem samandregin er af kulda,
reika svipirnir þar ekki síður en
í skýjunum; þessum svipum,
sem eru tilkomnir af villu, ótta
og umhugsun, heldur hið þétta
menn, af því þeir vita, að lifandi
menn eru þar eigi, og af því þeir
; hverfa, er þeir eru faðmaðir, því
enginn ætlar, að ókennd mynd
t.d. chimæra eða hippocentaur-
us sé í skýjunum, því öll mynd-
breyting verður eptir þekktum
hlutum. En hvers vegna svara
vofur þessar, að þær ætli til
Heklufjalls? Hekla er fjall á
þessari ey, sem brennur við og
við á sama hátt og Etna á
Sikiley; þess vegna hafa þeir
myndað sér þá sannfæringu, að
Gefum Caspari orðið: „Á ís-
landi er fjallið Hekla; þar er
ógurleg gjá eða öllu fremur
vítisdjúp; þar kveður við af
eymdarlegu og grátlegu veini,
svo raddir hinna kveinandi heyr-
ast rúma mílu allt um kring.
Kring um þessa gjá fljúga hópar
af kolsvörtum hröfnum og
gömmum, og ætla íbúarnir, að
þeir verpi þar. Á því fjalli
spretta upp tvær lindir; er vatnið
í annarri svo kalt og í hinni svo
óþolandi heitt, að yfirgengur
stangli, og þess vegna sleppi ég
að skrifa um það.“
Hekla vinsælt
umfjöllunarefni
Hugmyndir fyrrialdaspekinga
um Heklu voru margvíslegar og
sumar í hæsta máta spaugilegar.
Þessar sögur komu skýrt fram á
ýmsum kortauppdráttum Suður-
„Húsin eru grafin niður í jörðina og
er þar ekki hægt að verja sig fyrir
lúsum; tíu eða fleiri sofa saman í
hrúgu, karlmenn og kvenfólk, og
liggja andfætis undir vaðmálsvoð-
um...“
og jarðlega lopt, þar til þeir
verða skynjanlegir; af því
ímynda þeir sér, að þeir sjái þá
og tali við þá. Þeir ætla, að þeir
sjái kunningja og framliðna
sálir hreinsist þar, en aðrir bæta
ósannindum við söguna, svo að
þeir verði ekki álitnir óáreiðan-
legir og komist í mótsögn.“
Niðurgangur til helvítis
Að sögn Þorvaldar Thor-
oddsen minnist annar spekúlant
þessa tíma, Caspar nokkur Peu-
cerus, á Heklu í sínum skrifum.
Björn Gunnlaugsson átti að vonum
í mestum erfiðleikum með mælingar
á hálendinu. „Veður eru oft óstöðug
á fjöllum og hindrar það fcrðalög og
athuganir,“ sagði hann meðal annars
um hálendismælingar sínar.
allt eðli náttúrunnar. Alþýða
manna er sannfærð um, að þar
sé niðurgangur til helvítis, því
þeir vita það af langri reynslu,
að ef orustur eru háðar einhvers-
staðar í heiminum eða þegar
blóðug víg eru framin, þá heyrist
þar ógurlegur hávaði, óp og
ýlfran.“
Drukkið á meðan
eitthvað ertil
Ekki er unnt að skilja svo við
kynjafrásagnir af íslandi og ís-
lendingum að ekki sé getið um
framlag Gories Peerse til þeirra.
í bók sem út kom í Þýskalandi
árið 1561 er Peerse mikið niðri
fyrir og talar um íslendinga í
heldur niðrandi tón. Gories seg-
ist sjálfur vera íslendingur en
flestum mun þó þykja það held-
ur ódýr lygi. Þorvaldur Thor-
oddsen telur líklegt að Gories
hafi komið til íslands og þá
trúlega haft þar viðkomu á
nokkrum höfnum og heyrt þar
ýmsar munnmælasögur og fært
þær síðan í stílinn.