Tíminn - 16.07.1988, Page 13
Laugardagur 16. júlí 1988
13
\MÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL ,SAKAMÁ
HELGIN X
sta
stefnumót við elskhugann á knæpu.
- Við vitum að minnsta kosti að hún
var ekki myrt í íbúðinni.
Steenhouven kipptist við. - Nú
man ég, sagði hann hissa. -í>að fólk,
sem kynntist henni á knæpunum,
sagði allt, að hún hefði verið bind-
indismanneskja og aldrei snert
áfengi. Hún drakk gosdrykki heilu
kvöldin.
- Ekki í þetta sinn. Hún hlýtur að
hafa innbyrt töluvert fyrst læknirinn
gat fundið leifar áfengis eftir allan
þennan tíma. Ertu alveg viss um
hitt?
- Ég hélt mig vera það, svaraði
Steenhouven. - Annars ætla ég að
tala við Amelinckx. Hann hlýtur að
vita, hvort kona hans drakk áfengi
eða ekki.
Jean-Paul vissi það. Hann sagði
að Yolande hefði aldrei á ævi sinni
bragðað áfengi. Þetta fékkst staðfest
hjá foreldrum hennar og frænku.
Nú var rannsóknin strönduð á
einkennilegum staðreyndum, sem
stönguðust mjög á. Þrátt fyrir bind-
indið, virtist Yolande hafa verið
alldrukkin, þegar hún var myrt.
Lausn þeirrar gátu lá ekki Ijós fyrir.
Hins vegar þótti auðsýnt, að Yo-
lande hefði gert sér upp höfuðverk-
inn til að þurfa ekki að fara í hina
venjulegu sunnudagsheimsókn til
foreldra sinna. Um leið og maður
hennar var farinn, tók hún að pakka
niður föt sín og verðlausa skartgripi.
Annaðhvort hafði hún síðan verið
sótt heim til sín, eða farið út og hitt
elskhuga sinn, verið myrt í bíl hans
eða íbúð. Par sem læknirinn gat ekki
séð nákvæmlega hvenær líkinu var
fleygt í höfnina, gat það hafa beðið
þar til hentugleikar leyfðu.
Vandamálið við þessa kenningu
var það að ekkert benti til neinnar
ástæðu fyrir morðinu.
Dularfullur sjómaður
Graaf velti þessu fyrir sér, en
sagði svo: - Verið gæti að elskhuginn
væri geðbilaður og hún ekki haft
hugmynd um það. Þá gæti hann hafa
fengið eitthvert smáatriði svo á heil-
ann, að hann myrti hana bara að
ástæðulausu.
- Þá verðum við að finna ein-
hvern, sem sá þau saman, sagði
Steenhouven.
- Það er varla um aðra að ræða en
Jean-Paul og frænkuna. - Þau segj-
ast hafa séð þau í almenningsgarðin-
um og á kaffihúsum.
- Þá hlýtur einhver annar að hafa
séð þau líka, sagði Graaf. - Við
verðum að finna það fólk.
Nú var reynt að finna einhvem,
sem séð hafði Jerome Plessy, með
eða án Yolöndu Amelinckx, og hafa
uppi á honum gegn um sjómannafé-
lög og atvinnuleysisskrifstofur. At-
vinnuleysi er mikið í Belgíu, einnig
meðal sjómanna.
Hvomtveggja varð árangurslaust.
Þó að talað væri við mörg hundmð
manns, kannaðist enginn við Jerome
Plessy eða hafði séð mann sem
lýsingin átti við.
- Hans er hvergi getið, sagði
Steenhouven. - Það er skrýtið, því
nafnið er fremur óvenjulegt. Ég hef
aldrei heyrt nafnið Plessy fyrr, en í
borg af þessari stærð ættu þó nokkrir
að heita því.
- Það er meira en skrýtið, svaraði
Graaf. - Það bendir til að við
vinnum út frá röngum forsendum.
Útilokað er að maður búsettur í
borginni sé hvergi á skrá og enginn
hafi nokkumtíma séð hann né heyrt
hans getið nema Jean-Paul Ame-
linckx og Gerda Rousseau. Að ekki
sé minnst á að maðurinn á að vera
nógu brjálaður til að fremja morð að
ástæðulausu, en enginn læknir kann-
ast þó við.
- Plessy virðist svona maður,
sagði Steenhouven.
- Nei, hann er það ekki, svaraði
Graaf. - Eina skynsamlega skýringin
beina á veitingahúsi, áður en hún
gerðist bensínafgreiðslumaður, en
það var hún núna. Aðaláhugamál
hennar var lestur ævintýraskáld-
sagna.
Hins vegar kom ekki fram með
vissu að þau hefðu verið elskendur.
Vissulega höfðu tækifærin verið fyrir
hendi, en sannanir skorti alveg.
- Það er ekki hægt að handtaka
þau á grundvelli þessa, sagði Graaf
daufur í dálkinn. - Þá yrðum við að
sleppa þeim strax aftur. Raunar var
Graaf farinn að efast stórlega um að
kenning hans væri rétt. Ekkert benti
ótvírætt til að Jean-Paul og Gerda
hefðu nokkurn tíma átt ástarfund og
þó að svo hefði verið, gæti það varla
hafa verið hin mikla ást, sem réttlætti
morð.
Veiki hlekkurinn
- Einhver myrti hana, sagði
Steenhouven þrjóskur. - Kannske
þessi Plessy sé til, en heiti bara ekki
Plessy.
- Bíddu nú hægur, næstum hróp-
aði Graaf. - Hvernig gátu Jean-Paul
og Gerda vitað hvað hann hét? Við
finnum hvergi mann með þessu
nafni, en þau vissu bæði, hvað hann
hét.
Steenhouven yppti öxlum.
- Kannske Yolande hafi einfaldlega
sagt manni sínunt nafn elskhugans
og hann síðan Gerdu.
- Komdu með skýrslurnar um
framburð þeirra, sagði Graaf. - Ef
ég man rétt, töluðu þau bæði um
hann sem „leynilegan" elskhuga Yo-
löndu. Auk þess er næsta víst, að
hún átti alls engan elskhuga. Það
hefur ekkert komið fram, sem benti
til þess.
Svo var ekki og hitt var líka rétt,
að Jean-Paul og Gerda höfðu einmitt
talað um „leynilegan" elskhuga Yo-
löndu.
- Hvað gerum við nú? vildi Steen-
houven vita.
- Handtökum Gerdu, svaraði
Graaf að bragði.
- Ekki Jean-Paul?
- Gerda er veiki hlekkurinn, svar-
aði Graaf. - Hún er viðriðin málið,
en myrti ekki frænku sína. Það sem
meira er, hún er ekki í neinu ástar-
sambandi við Jean-Paul. Ef hún
teiur sjálfa sig í hættu, segir hún til
hans eins og skot.
Graaf reyndist góður mannþekkj-
ari. Þegar Gerda var handtekin og
ákærð fyrir aðild að morði, lýsti hún
sig þegar í stað reiðubúna til sam-
starfs við lögregluna, gegn vægari
dómi.
Þar sem Graaf hafði ekki vænst
neins meira, féllst hann á þetta og
gaf Gerdu vel í skyn, að elskhugi
hennar, Jean-Paul Amelinckx, hefði
myrt konu sína hennar vegna.
Tímdi ekki að skilja
Gerda leysti frá skjóðunni. Hún
hafði lengi vitað að Jean-Paul vildi
losna við Yolöndu, en fundist
skilnaður allt of kostnaðarsamur.
Hins vegar hefði hún ekki vitað að
hann ætlaði að myrða hana, fyrr en
hann sagði henni yfir kaffinu hjá
tengdaforeldrunum, að hann hefði
gert það fyrr um daginn, með meitli.
Þá hefði hún farið með honum
heim og hjálpað honum að brenna
skjöl Yolöndu, láta niðurföt hennar
og skartgripi sem Jean-Paul ætlaði
að fleygja í sjóinn. Hún hafði ekki
séð líkið, en talið að það væri í
geymslunni.
Þegar Jean-Paul var handtekinn,
hlustaði hann á framburð Gerdu af
bandi og bætti játningu sinni við.
Hann sagði morðið einungis hafa
verið hugmynd Gerdu, því hún hefði
hótað honum að ef hann myrti ekki
konu sína, skyldi hún segja henni
allt um samband þeirra.
Það var komið fram í mars 1985,
þegar Jean-Paul var leiddur fyrir rétt
og eftir viku réttarhöld var hann
sekur fundinn og dæmdur í lífstíðar-
fangelsi. Gerda var einnig fundin
sek og dæmd í tveggja ára skilorðs-
bundið fangelsi.
Jean-Paul áfrýjaði dómnum og þó
að áfengismagnið í blóði Yolöndu,
þegar hún var myrt, benti til að enn
væri atburðarásin ekki fullskýrð, var
dómurinn mildaður niður í 30 ár f
maí 1986.
lausnin
á þessu er sú að Plessy sé alls ekki til.
Steenhouven hugsaði um þetta
nokkra stund, en sagði svo: - Þá er
ekki um aðra að ræða en eiginmann-
inn og frænkuna.
Morðsamsæri?
Graaf kinkaði kolli. - Einmitt. Ef
Yolande átti engan elskhuga, eins
og foreldrar hennar halda fram,
hefur eiginmaðurinn einn haft ein-
hverja ástæðu til að losa sig við hana.
- Én hann hefði þá þurft að gera
það með vitund Gerdu Rousseau,
sagði Steenhouven. - Hún kom með
honum heim og sagðist ltka hafa séð
elskhugann.
- Einmitt, svaraði Graaf. -Gerda
Rousseau er ekki bara samsærismað-
ur, hún er líka ástæðan. Jean-Paul
stóð í ástarsambandi við hana og
kona hans vildi ekki veita honum
skilnað.
- Það verður erfitt að sanna þetta,
sagði Steenhouven efins. - Kenning-
in getur verið rétt, en hvaða sannanir
höfum við? Hvergi í íbúðinni finnst
vottur af sönnun þess að þar hafi
verið framið morð og ekkert á líkinu
bendir á eiginmanninn. Það er ekki
einu sinni hægt að vísa þessum
ímyndaða elskhuga á bug, fyrst þau
segja að hann sé til. Hvernig er hægt
að afsanna að maður sé til?
- Það mætti byrja á að sanna að
Jean-Paul og Gerda hafi verið elsk-
endur, sagði Graaf. - Láttu athuga
hvað þau hafa verið að gera eins
langt aftur og hægt er. Ef þau hafa
ekki verið öllum öðrum varkárari,
ætti eitthvað að finnast, að minnsta
kosti ástæða til morðsins.
Nú tóku margir lögreglumenn að
kafa í einkalíf Jeans-Paul og Gerdu
Yolande Amelinckx bragðaði aldrei
áfengi, en þó var áfengi í líki hennar,
þegar það fannst eftir mánuð í
höfninni í Antwerpen.
Rousseau, auk þess sem athugaður
var ferill hinnar myrtu.
Fjöllynt fólk
Fljótlega kom í ljós að Jean-Paul
var í meira lagi reikull í ráðinu
tilfinningalega og hafði átt ótal
ævintýri fram hjá konu sinni, næst-
um síðan þau giftu sig.
- Hann fór meira að segja að
heiman eftir árs hjúskap og flutti inn
hjá konu að nafni Marta Brinckhoff,
sagði Steenhouven. - Raunar var
hún varla nema krakki, 17 ára þá.
Jean-Paul vildi kvænast henni, en
þegar hann tilkynnti konu sinni það,
fór hún fram á meðlag og húsnæðis-
styrk frá honum, sem honum fannst
of mikið, svo hann hætti við og flutti
heim aftur.
- Hagsýnn, sagði Graaf. - Sé
þetta rétt, skil ég ekki að honum hafi
dottið í hug að skipta á konu sinni
og frænku hennar.
- Gerda Rousseau er stórfalleg,
sagði Steenhouven. - Að vísu dálítið
þybbin. Marta er hnöttótt núna, en
ég veit ekki hvemig hún leit út fyrir
10 árum. Ég gæti...
- Nei, svaraði Graaf. - Hún kem-
ur málinu ekkert við lengur. Hvað
um Gerdu?
- Reyndar mundi ég ekki fremja
morð fyrir hana, sagði Steenhouven.
- Hún hefur víða komið við. Hún
flutti inn til karlmanns, þegar hún
var 18 ára og þau voru bæði með
öðru fólki, eins og þeim sýndist.
Hann fór í herinn og kemur ekki
heim nema öðru hvoru, en þau
hittast þá og eru líka með öðrum. Ég
get ekki ímyndað mér að samband
hennar og Jeans-Paul risti djúpt.
Elskendur eða ekki?
- Rétt er það, sagði Graaf. - En
varla hefur hún þó myrt frænku sína.
Hún hefur bara verið samsærismað-
ur.
- Af hverju? spurði Steenhouven.
- Hún hafði ekkert á móti Yolöndu,
ég hef athugað það. Þeim kom vel
saman. Gerda er ekki af þeirri
tegund sem er leynilega ástfangin af
manni frænku sinnar. Guð veit að
ekki væri hann góður fengur fjár-
hagslega. Sjómaðurinn er skárri
þannig og þau búa enn saman, þó að
hann sjáist sjaldan.
Graaf andvarpaði. - Ég veit ekki,
viðurkenndi hann. - Mér finnst allt
fólk í þessu máli meira og minna
undarlegt. Ástæðurnareru ekki eðli-
legar. Hafi Jean-Paul myrt konu
sína, hlýtur Gerda að hafa vitað
það, vegna þess að falskur framburð-
ur þeirra er nákvæmlega eins. Það
bendir til að þau hafi soðið söguna
saman, áður en hann kom til lögregl-
unnar að tilkynna hvarfið.
Nú var haldið áfram að rannsaka
málið og athuga enn betur hvað
Jean-Paul og Gerda Rousseau höfðu
haft fyrir stafni undanfarin ár og
hvert smáatriði skoðað.
Þau reyndust bæði hafa starfað
sitt af hverju. Hann hafði verið
sendibílstjóri, vörubílstjóri og unnið
við bílaviðgerðir, áður en hann fór á
eyrina. Aðaláhugamál hans voru
rafmagnsjámbrautarlestir. Gerda
hafði starfað í þvottahúsi, verið á
kassa í stórverslun og gengið um