Tíminn - 02.07.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.07.1988, Blaðsíða 6
Breskirlistamennogmenningarvitar eru ekki ýkjahrifnir af stefnu Margaret Thatcher og segja hana hafa rænt menntamenn fé, störfum og áliti. Þeir sýna álit sitt á henni hiklaust í verkum sínum. Laugardagúr 2. júlí 1988 16 W HELGIN Margaret Thatcher á ekki upp á pallborðið hjá enskum mennta- og listamönnum „Nauðrakaðir pönkarar berja á fólki. Kynþáttaóeirðir blossa upp. í skúmaskotum eru afgreidd eiturlyf. Takmarka- litlar opinskáar kynlífslýsingar, í undarlega miklum mæli þunglamalegar og villidýrslegar.“ Á þennan afbakaða hátt segir blaðamaður Sunday .Times, Norman Stone, breska kvikmyndagerðarmenn sýna hið blómlega land sitt. Blaðamaðurinn hefur líka sitt- hvað að setja út á málaralistina sem nú er höfð í frammi í Englandi. Hann segir frá sýningu samtímamál- ara í Hayward Gajlery þar sem sýndir eru ruddalegir lögreglumenn, blóðugir breskir fánar og Margaret Thatcher með geislabaug 'ggcðan úr kjarnorkuflaugum. í gfein í þýska tímaritinu Spiegel nýverið er tekinn upp hanskinn fyrir forsaftisráðherr- Menntamenn vilja ekki „Thatcherisma" sem þjóðartrú Mennta- og listamenn í Bretlandi eru ekki ýkjahrifnir af forsætisráð- herranum sínum sem setið hefur lengur í þeim valdastóli en nokkur forveri hennar á þessari öld og hefur breytt þjóðfélaginu á fóttikari hátt en nokkur annar. forsgifisráðherra á undan henni. Menntamennirnir afneita harð- lega öllum tilraunum til að gera Thatcherisma, sem forsætisráðherr- ann vill kalla lýðræðislegan kapital- isma, að nokkurs konar þjóðartrú, reyndar að siðferðilegum boðorð- um. Þeir óttast að Bretar geti átt eftir að verða þjóð hreinna efnis- hyggjumanna-ágjarnir, miskunnar- lausir og eigingjarnir. Sir Peter Hall, leikhússtjóri þjóð- leikhússins breska, álítur að „yfir 90% þeirra sem fást við listir, mennt- un og störf þar sem sköpunargáfan nýtúr. sín,“ séu andsnúnir forsætis- t'dbherranum. Þeir sem telja sig til fnennta- og listamanna „láta sig hverfa fyrir horn,“ þegar þeir heyra nafn hennar nefnt, kom fram ^ könnun á vegum Lundúnablaðsins „Sunday Telegraph", sem Velti vöngum yfir því hvernig stæði á þessum „sjúklega illvilja" í garð Thatchers. Jonathan Miller leikstjóri lýsir rödd forsætisráðherrans „eins og hljóði frá fingurnöglum sem skrapa skólatöflu". Warnock barónessa, heimspekingur við háskólann í Cam- bridge verður að eigin sögn „ofsareið þegar hún hugsar til Margaret Thatcher". Þessi ofsareiði sprettur af ráðþrota tilfinningu hins fótum troðna. And- leg úrvalsdeild Bretlands varð að horfa á, án þess að fá aðgert, hvernig sú Margaret Thatcher sem þeir hafa fyrirlitningu á vann kosningar þrisv- ar sinnum í röð með miklum yfir- burðum og er þegar farin að tala um fjórða kjörtímabilið eins og sjálf- sagðan hlut. Og þessi kosningasigur-. vegari lætur ekki liggja í láginni það sem stefna hennar hefur fengið áork- að. Efnahagslífið blómstrar, sterl- ingspundið er öflugt, atvinnuleysi fer þverrandi, dregið hefur úr skatt- heimtu. í fyrsta sinn á undanförnum 20 árum hefur bresk ríkisstjórn get- að haldið þjóðarbúskapnum í jafn- vægi. „Lýðræðisþjóð fjármagnseigenda" „Við erum lýðræðisþjóð fjár- magnseigenda," gortar forsætisráð- herrann og segir Bretland „fyrsta þjóðfélag eftir tilkomu sósíalism- ans,“ þar sem 65% allra fjölskyldna búi í eigin húsnæði og fjöldi hluta- bréfaeigenda hafi vaxið úr 2,5 millj- ónum í meira en 9 milljónir. í augum Margaret Thatcher er þetta líka merki um siðferðislegar framfarir. Enginn tali lengur um „ensku sýk- ina“, nú sé það efnahagsbatinn sem veki undrun í öðrum löndum. í þessu þjóðfélagi sem Thatcher hefur skapað, þar sem atvinnurekst- ur nýtur meiri virðingar en nokkur önnur grein þjóðlífsins, er nú minna tillit tekið til hópa sem fram að þessu hafa notið dálætis yfirvalda. Marga- ret Thatcher hikar jafnvel ekki við að núa listamönnum um nasir „ómagahugsunarhætti". Háskóla- menn mega hlusta á þá athugasemd hennar, sem sjálf er með lyfjafræð- ingspróf, að hún þekki ekki einn einasta milljónamæring af eigin rammleik, sem hafi gengið í háskóla. Og prestar ensku biskupakirkjunn- ar, sem hafa haft á stefnuskrá góð- verk og félagslega aðstoð ríkisvalds- ins til handa þurfandi, mega þola að hlusta á hennar eigin útleggingar á trúarkenningum. „Ekkert rangt við að vera ríkur“ Hún segir að það sé ekkert rangt við að vera ríkur. „Sá sem ekki vinnur, á ekki heldur að fá neitt að borða," segirhún. Kirkjunnarmenn skýla sér á bak við hina helgu bók þegar þeir snúast til varnar gegn guðfræði Margaret Thatcher og . vitna til þess að það sé auðveldara fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga en ríkan mann að ganga inn í guðsríki. En Thatcher lætur ekki slá sig út af laginu og bendir biskupunum hávært á að litast um í hálftómum kirkjunum hjá sér. Smáborgarinn Margaret Thatch- er, sem ólst upp í smáborginni Grantham, er ekki lengur fulltrúi gamaldags íhaldsmanna með félags- lega samvisku. Með tilkomu hennar hefur sá hluti íhaldsflokksins sem vill eigin veg sem mestan lagt undir sig völdin, sem að áliti andstæðinga hennar.hefur breytt bresku þjóðfé- lagi úr dýragarði í frumskóg. Fyrir bí er líf, sem að vísu var takmörkun- um háð en bauð upp á öryggi. Nú á hver og einn að berjast fyrir sjálfan sig á ruddalegum frjálsum markaði sem lýtur lögmálum samkeppninnar. Markaðsorðaval í háskólaskýrslum! Prófessor segir miður sín frá nýju orðavali í skjölum frá ríkinu varð- andi fjárframlög til háskóla. Þar sé orðavalið eins og í úttekt á fyrirtækj- um, þ.e. „framleiðendur, neytend- ur, markaðir“ o.s.frv. Margaret Thatcher er álitin broddborgaraleg. Bitrir listamenn vísa til sérkennilegs munar á síðustu tveim forsætisráðherrum íhalds- flokksins. Edward Heath hafi lesið nóturnar að sinfóníum, Margaret Thatcher aftur á móti velti sér upp úr skáldsögum spennusagnahöfund- arins Frederick Forsyth. Smásagnahöfundurinn Jonathan Raban gerir ekki mikið með próf- skírteini Thatchers frá Oxford, hann segir pungapróf í lyfjafræði „undir- búnings-menntun“. Thatcher hafi engan skilning á því í hverju mennt- un felist, margræðni, mótsögnum, hæðni, óvissu. Hún sýni ertandi og ósveigjanlegt sjálfsöryggi. Hún vandi sig á þetta fas þegar á unga aldri. „Amma mín frá Vikt- oríutímanum ól mig upp,“ sagði Margaret Thatcher einhvern tíma í blaðaviðtali. „Þá lærði ég að vera ströng við sjálfa mig í vinnu, að sækja alltaf fram á við og að lifa ekki um efni fram. Þá lærði ég að hrein- læti er allt að því eins mikilvægt og guðsótti.“ Allt frá þessum tínia hafa pólitískar og trúarlegar grunnkenn- ingar verið óaðskiljanlegar í hennar augum. „Stórveldið Bretland á tímum Viktoríu varð hornsteinn áætlunar frú Thatchers," segir rithöfundurinn Peter Kellner. Þegar á árinu 1979, þegar hún tók við stjórnartaumun- um, kvað Þjóðverjinn Karl Heinz Bohrer, sem er gerkunnugur Bret- landi og breskum málefnum, upp þann dóm að hún væri „einföld og saklaus og sæi alla hluti í hreinum litum siðferðisins". Hann bætti því reyndar við að kannski væru vanda- mál Bretlands svo mikil að „það væri ekki lengur hægt að treysta hinum vitru, menntuðu og reyndu" til að finna lausn á þeim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.