Tíminn - 02.07.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. júlí 1988
„Þar sem sundurlyndi ríkir
viljum við koma á samlyndi"
Þegar Margaret Thatcher tók við
embætti vitnaði hún í heilagan Frans
af Assisi um að þar sem sundurlyndi
ríki viljum við koma á samiyndi, þar
sem efi ríki viljum við koma á trú,
þar sem örvænting ríki viljum við
efla vonina.
Hún kom hinum menntuðu í vont
skap með orðum sínum og gerðum.
Þar má t.d. nefna að ríkisstjórn
hennar dró úr ríkisútgjöldum til
menntunar og menningarmála,
leikhús og háskólar eiga að leita eftir
fjárframlögum hjá einkaaðilum.
Síðan eru auglýsingar þessara stofn-
ana eftir stuðningsmönnum og
styrktarfélögum daglegt brauð.
Konunglegi Shakespeare leikhópur-
inn hefur gert samning við trygging-
arfélag. Somerville College í Oxford
- skólinn sem Margaret Thatcher
gekk í - slær sér fé í Bandaríkjunum
hjá öflum vinveittum Thatcher og
safnar þar peningum ti! „Bandaríska
Margaret Thatcher sjóðsins".
Oxford-háskóli móðgaði
forsætisráðherrann
Forsætisráðherrann léði nafn sitt
til sjóðsins þó að háskólinn í Oxford
hafi niðurlægt hana hræðilega 1985
en þá féllu atkvæði deildaforseta
738:319, gegn því að sæma hana
heiðursdoktorstitli, þar sem forsæt-
isráðherrann hefði „valdið opinbera
menntakerfinu þungum og kerfis-
bundnum skaða“.
„Ég hefði svo sem ekkert kært mig
um titilinn," sagði hún kokhraust.
En hún hefndi sín aftur á móti á sinn
hátt. Þó að ríkisstjórnin hefði oft
áður leitað til menntamanna til að
taka sæti í nefndum, og leitað álits
háskólanna á þróun í þjóðfélagsmál-
um, hefur frú Thatcher nú ákveðið
að hún treysti betur eigin nefnd í
Downing Street til þeirra mála. Það
er sem sagt ekki bara á fjárhagssvið-
inu sem hún hefur valdið mennta-
stofnunum hnekki, heldur líka með
því að svipta þær stöðum og áliti.
Forsætisráðherrann leggur heldur
hlustir að því sem fólk í viðskipta-
heiminum hefur til málanna að
leggja.
Á stéttarþótti
og menntahroki sinn þátt í
ádeilunum á Thatcher?
Þetta kann að skýra hina taum-
lausu reiði margra andans manna í
garð forsætisráðherrans. Miller leik-
stjóri espar sig yfir „andstyggilegu
og smáborgaralegu höfðingjadekri
og viðkvæmnislegri og vellulegri
þjóðernishyggju, sem sleppi lausum
verstu atriðum hugmyndafræðinnar
sem sveiflist frá einum öfgunum til
annarra". Heimspekingurinn War-
nock barónessa er hneyksluð á lakk-
bornu útliti forsætisráðherrans sem
ávallt er í nýjum fötum og með
nýlagt hárið. „Versta útgáfa af lægri
miðstétt, ekki beinlínis óvönduð, en
auvirðileg".
Þar sameinast stéttarþótti og
menntahroki gagnvart konu á upp-
leið, sem, svo að vitnað sé í orð
málarans Francis Bacon, hefur „aft-
* ur komið landinu á réttan kjöl“. 7
Þessi vinsæli listamaður, sem á ekki
pólitíska samleið með menningarúr-
valsdeildinni í Englandi, lítur svo á
að það skipti engu máli hvort forsæt-
isráðherrann kann að meta málverk
eða ekki.
En að menntamönnunum frátöld-
um hafa breskir kjósendur sýnt og
sannað að þeir kunna að meta Mar-
garetThatcher. Innan Verkamanna-
flokksins aftur á móti styrkist sú
ónotalega tilfinning að þar verði
menn líka að fara með sigur af hólmi
í siðferðilegri umræðu gegn and-
stöðu menntamanna, vinstrifrjáls-
lyndum og kirkjunnar mönnum.
Einhver verður
að stjórna búðinni
Fólk, sem þekkirallaraöalpersón- £
urnar úr „Ættarveldinu“ og „Dal-
las“, en kærir sig að öðru leyti
kollótt um menningu og stjórnmál, í
segja skv. orðum rithöfundarins
Germaine Greer: „Einhver verður
þó að stjórna búðinni og sjálfsögðust
í það er kaupmannsdóttirin frá
Grantham."
HELGIN | 17
A
Gamlar
og góðar
Lalli hafði veikt hjarta og var
honum bannað að drekka kaffi.
Eitt sinn er honum var boðið kaffi,
afþakkaði hann það með þessum
orðum: Ég má ekki drekka kaffi,
hjartað meltir það ekki.
Jóni refaskyttu, sem skotið hafði
tófu, var mikið í hug er hann vildi
segja frá, hvernig hún væri útleik-
in og komst þannig að orði: Hún
er beinbrotin á þremur rifjum og
lærbrotin á báðum handleggjum.
Guðmundur kom að Hallorms-
stað og sýndi prestsfrúin honum
staðinn og kirkjuna. Þegar þau
komu inn í kirkjuna benti frúin
Guðmundi á fagra altaristöflu og
sagði: „Þetta er nú mynd af
Maríu mey, þér kannist við hana
Guðmundur minn.“ Guðmundur
svaraði hirðuleysislega: „Já það
getur vel verið að ég hafi séð
hana á Seyðisfirði."
HJÓLA-
RAKSTRARVÉLAR
Múgavélar með áratuga reynslu við íslenskar aðstæður. - Þar fer saman
gæði og rekstraröryggi.
Mest seldu múgavélar hérlendis. - Gott verð og greiðslukjör.
Acrobat
HKX 620 4ra hjóla
Lyftutengd.
Atleet
H 820 5 hjóla
Lyftutengd.
Sprintmaster
H 1020 6 hjóla
Dragtengd.
Hafið samband
við sölumenn
UMBOÐSMENN OKKAR — YKKAR MENN UM LAND ALLT
yétabesr hf., Ancfakílahr. S. 93*51252
Ólafur Guðmundsson
Hrossholtl Engjahr. Hnapp. S. 93-56622
Dalverk hf. Búðardal S. 93-41191
Guðbjartur Björgvinsson
Kvennahóll, Fellsstrandarhr. Dal. S.
41475
Vélsm. Húnv. Blönduóal S. 95-4198
J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119
Bilav. Pardus. Hofsósl S. 95-6380
Bílav. Dalvíkur, Dalvlk S. 96-61122
Dragi, Akureyri S. 96-22466
Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540
Víkurvagnar, Vík S. 99-7134
93- Ágúst Ólafsson
Stóra-Moshvoli, Hvolsvelll S. 99-8313
Vélav. Slgurðar, Flúðum S. 99-6769
Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu S. 99-6840
G/obus?
Lágmúla 5
Reykjavík Sími 681555.
Mátt þú sjá af
369 krónum
á dag?*
Skutlan er eins og sniðin fyrir nútímafólk. Hún er
sparneytin, 5 manna og sérlega létt og lipurí um-
ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það
tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum
sem til þekkja.
* LANCIA SKUTLA kostar kr. 356 þús.kr. stgr.
Útborgun kr. 89.000 eftirstöðvar greiðast á 30
mánuðum, kr. 11.251 pr. mánuð að viðbættum
verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu
er ekki innifalinn.___________ ________(Gengisskr. 23.6.88)
Ef svo er þá getur þú eignast
splunkunýja LANCIA SKUTLUI
BÍLABORG HF.
FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99
Opið laugardaga frá kl. 1 - 5.
>