Tíminn - 05.08.1988, Side 3
Föstudagur 5. ágúst 1988
Tíminn 3
Danskir karlar tvöfalt og þrefalt stressaöri en íslenskir:
Er stutti vinnutíminn
og bjórinn stressandi?
AUar starfsstéttir karla á hinum Norðurlöndunum eru
margfalt stressaðri en íslenskir karlar sem vinna í sömu
starfsgreinum - og munu í flestum tilfellum skila 10-30
stundum lengri vinnutíma á viku.
Einna verst eru danskir karlar
haldnir að þessu leyti. Alþekkt er
(frá öðrum löndum) að atvinnulausir
eru allra manna stressaðastir. Því
vaknar sú spurning hvort íslenskir
karlar kunni kannski að geta þakkað
sínum langa vinnutíma þau 3 ár sem
þeir lifa að meðaltali lengur en
danskir karlar - sem setjast gjarnan
að bjórsumbli um það leyti dags sem
íslenskir frændur þeirra byrja í eftir-
vinnunni.
Eins og nýlega kom fram í könnun
Landlæknisembættisins eru þeir ís-
lendingar sem púla lengst og mest
hvað minnst þjáðir af stressi. Þótt
fjöldi stressaðra íslendinga hafi tvö-
faldast síðustu tvo áratugina benti
landlæknir á að skýringanna væri
annarsstaðar að leita en í löngum
vinnutíma. Alkunna er (í öðrum
löndum) að atvinnulausir eru allra
manna stressaðastir.
Háskólamenntun
tekur á taugarnar
Þótt hlutfall karla í Danmörku,
Finnlandi og Svíþjóð, sem þykja
störf sín andlega erfið, sé miklu
hærra en meðal íslenskra karla, þá
kemur fram greinileg fylgni að einu
leyti: Eins og sjá má á meðfylgjandi
súluriti, sem byggt er á upplýsingum
frá landlæknisembættinu, þá eru það
háskólamenntuðu karlarmr sem eru
lang stressaðastir í öllum þessum
löndum.
Danirnir eru þar þjakaðastir allra.
Nær 8 af hverjum 10 dönskum
háskólamönnum telja starf sitt reyna
á taugarnar. í Finnlandi og Svíþjóð
kvarta um 6 af hverjum 10 háskóla-
mönnuni um það sama en aðeins
innan við 3 af hverjum 10 á fslandi.
Verslunar- og skrifstofustörf virðast
sömuleiðis þenja taugar danskra um
þrefalt meira en íslenskra starfs-
bræðra þeirra.
Þeir „hávaxtaokuðu“
öðrum hressari
Þegar kemur að sjálfstæðum at-
vinnurekstri eru það hins vegar Finn-
ar sem hæst barma sér undan and-
legu erfiði. Langt yfir helmingur
finnskra atvinnurekenda er í hópi
þeirra stressuðu, en aðeins rúmlega
fjórðungur „hávaxtaokaðra"
starfsbræðra þeirra hér á landi, sem
þó nálgast íslenska háskólamenn í
taugastrekkingi. f Svíþjóð eru at-
vinnurekendur aftur á móti sá hópur
sem ber sig lang best ef iðnaðar- og
verkakarlar eru undanskildir.
Stritvinnukarlarnir
afslappaðastir
f öllum þessum löndum eru ein-
mitt iðnaðarmenn og verkakarlar
öllum öðrum afslappaðri. En einnig
í þessum stéttum eru stressaðir þó
hlutfallslega nær tvöfalt fleiri í Dan-
mörku og Finnlandi heldur en hér á
Fróni - hvar afslappaðir verkakarlar
skila fæstir undir 60 vinnustundum á
viku, langt fram á áttræðisaldurinn,
og keppa að lokum við lúsiðna
Japana um það hvorir teljist elstu
karlar í heimi.
„Ligeglad“ en...
Á hinn bóginn sýnist athyglivert
að Danir - sem okkur er svo tamt að
telja eindæma léttlynda og „ligegl-
ad“ - skuli sýna hvað versta niður-
stöðu í stresskönnun, eins og ráða
má af framangreindum upplýsing-
um. Og að þeir skuli lifa 2-3 árum
skemur að meðaltali en frændur
þcirra á fslandi, Færeyjum og
Skandinavíu. -HEI
Íþróttahátíð
að Sólheimum
Sunnudaginn 7. ágúst verður hald-
in íþróttahátíð fyrir þroskahefta,
fatlaða og aðstandendur þeirra að
Sólheimum í Grímsnesi. Tilgangur-
inn er að fá sem flesta til að koma
út, hreyfa sig svolítið og skemmta
sér á eftir.
Dagskráin hefst með Sólheima-
göngu kl. 12.00. Þátttakendur geta
valið um þrjár vegalengdir, 5 km, 10
km og Sólheimahring, 24 km. Verð-
laun verða veitt fyrir hverja vega-
lengd. Þátttakendur komi eigi síðar
en kl. 11.30 til skráningar.
Að loknu þessu létta heilsubótar-
labbi (já, eða rúlli) verður öllum
boðið í risaútigrillveislu með tilheyr-
andi meðlæti.
Því næst gefst tækifæri til að
skreppa á hestbak, prófa minigolf,
kíkja á allskonar furðuverur,
skreppa í sund, í heita pottinn eða
gufu og margt annað verður að
gerast.
Allt endar þetta með stórdansleik
í íþróttahúsinu okkar, þar sem við
fáum góða gesti.
Sætaferðir verða frá B.S.Í. kl.
9.00 fyrir þá sem ætla að vera með í
göngunni og fyrir aðra gesti kl.
11.30. Ferðir verða til baka að
loknum dansleik um kl. 18.45.
Þátttaka og aðgangur ókeypis.
Allir velkomnir. Nánari upplýsingar
í síma 98-64430.
Háskólagráða ■ Svíþjóð virðist vafasamt keppikefli ef miðað er við þá niðurstöðu að nær 80% þeirra eru þjakaðir
af andlegu erfiði eftir að þeir koma út á vinnumarkaðinn. Stöplaritið sýnir það hlutfall karla, skipt niður í fimm
starfshópa, sem finnst starf þeirra andlega erfitt. Könnunin nær til íslenskra karla á aldrinum 30-61 árs, en karla á
aldrinum 20-64 ára í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. í nær öllum starfshópum er hlutfall taugatrckktra íslendinga
um tvisvar til þrisvar sinnum lægra en meðal hinna þjóðanna. Þessi samanburður við Norðurlönd virðist renna enn
frekari stoðum undir þá niðurstöðu landlæknis að ástæðan fyrir streitu sé annarsstaðar að leita en í löngum vinnutíma.
HOLLAND
HEYBINDIVÉLAR
NEW HOLLAND heybindivélarnar hafa verið mest
seldu vélarnar hér á iandi í 20 ár.
Ný sending var að koma til landsins og
er verðið óbreytt.
Tegund - 935 kr. 398.000.- - 940 kr. 467.000.- - 945 kr. 507.000.-
5% staðgreiðsluafsláttur eða greiðslukjör við allra
hæfi.
UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND ALLT
Vélabær hf., Andakílshr. S. 93-51252
Ólafur Guðmundsson
Hrossholti Eyjahr. Hnapp. S. 93-56622
Dalverk hf. Búðardal. S. 93-41191
Guðbjartur Björgwjnsson
Kvennahóli, Fellsstrandarhr. Dal. S. 93-
41475
Vélsm. Húnv. Blönduósi. S. 95-4198
J.R.J. Varmahlíð. S. 95-6119
Bílav. Pardus, Hofsósi. S. 95-6380
Bílav. Dalvíkur, Dalvík. S. 96-61122
Dragi, Akureyri. S. 96-22466
Vélsm. Hornafjarðar hf. S. 97-81540.
Ágúst Ólafsson
Stóra-Moshvoli, Hvolsvelii. S. 98-78313
Vélav. Sigurðar, Flúðum. S. 98-66759
Vélav. Guðm. og Lofts, Iðu. S. 98-68840
Lágmúla 5
Reykjavík Sími 681555