Tíminn - 05.08.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.08.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 5. ágúst 1988 Laxeldisstöðin í Kollafirði. Lána um 800 milljónir til fiskeldis á tveimur árum Lagt er til að lánsheimildum til fiskeldisfyrirtækja í ár verði varið til að stækka stöðvar sem þegar hafa hafið rekstur, segir í niðurstöðum nefndar sem skipuð var til að gera tillögur um skiptingu lántökuheimilda til fiskeldisfyr- irtækja. Ríkisstjórnin ákvað fyrr í sumar að veita allt að 300 milljóna króna lántökuheimildir til fiskeldisfyrir- tækja eða lánastofnana þeirra vegna. Ennfremur ákvað ríkis- stjórnin að leitað yrði heimildar í lánsfjárlögum 1989 um allt að 500 milljóna króna viðbót í þessu skyni. Jafnframt var þá skipuð nefnd til að gera tillögur um nánari skiptingu heimildanna. Nefndin telur að hagkvæmasta ráðstöfun viðbótarlánsheimilda í ár fáist með því að beina lánsfé að stækkun eldisstöðva þar sem áform liggja fyrir, fremur en að nýfram- kvæmdum. Með því er talið að þekking og reynsla sem og búnaður sem þegar eru fyrir hendi í fiskeld- isstöðvum muni nýtast best. Jafn- framt er talið brýnt að stöðvar nái sem fyrst hagkvæmri stærð til að samkeppnisstaða þeirra á alþjóð- legum markaði sé sem styrkust. Nefndin segist leggja á það meg- ináherslu að ákvarðanir um lán- veitingar til fjárfestingar í fiskeldi séu teknar á grundvelli arðsemis- og viðskiptasjónarmiða, en í því felst meðal annars að gera verði kröfur um eiginfjármögnun fram- kvæmda að a.m.k. þriðjungi fram- kvæmdakostnaðar þar sem fiskeldi er áhættusamur atvinnurekstur. Jafnframt eru gerðar kröfur um fullnægjandi veð og tryggingar fyrir lánum auk þess sem eldisstöð verð- ur að hafa tryggt sér viðunandi rekstrarlánafyrirgreiðslu í við- skiptabanka. Flest fiskeldisfyrirtækjanna sem vitað er að hyggja á stækkun eru þegar í viðskiptum við fjárfesting- arlánasjóði eða aðrar stofnanir sem útvega stofnfé. Nefndin telur eðli- legast að slík viðskiptasambönd haldist, sé það vilji beggja aðila. Framkvæmdasjóður og Byggða- sjóður hafa með sér samkomulag um skiptingu lánveitinga til fiskeld- isfyrirtækja eftir landshlutum. Framkvæmdasjóður lánar fyrst og fremst til stöðva sunnanlands og vestan, en á því svæði eru stærstu fiskeldisstöðvarnar. Byggðastofn- un lánar til stöðva í öðrum lands- hlutum, en þar er fiskeldi yfirleitt smærra í sniðum. Nefndin hefur dregið upp grófa skiptingu milli fjárfestingarlána- sjóða, en tekur fram að á þessu stigi sé ekki ráðlegt að njörva lánsheimildir niður um of þar sem síðar kynnu að koma fram mál sem væru fýsilegri en þau sem nú liggja fyrir. Hugmyndir nefndarinnar um grófa skiptingu heimilda til lánveit- inga, ábyrgða eða milligöngu um bein erlend lán milli fjárfestingar- lánasjóða er á þessa leið: Framkvæmdasjóður: 125 milljónir. Byggðastofnun: 75 milljónir. Fiskveiðasjóður: 50 milljónir. Iðnþróunarsjóður: 50 milljónir. Þessi skipting er sett fram með þeim fyrirvara að ekki liggur fyrir ákvörðun stjórnar Fiskveiðasjóðs um frekari þátttöku í fjármögnun fiskeldisstöðva. Nefndin telur að sjóðir eigi ekki að vera bundnir við að ráðstafa þessum heimildum fyrir lok ársins, enda gæti slík tilhögun stuðlað að óhagkvæmri ráðstöfun lánsheim- ilda. Gera verður ráð fyrir að ein- hverjar þeirra fiskeldisstöðva sem hafa hafið rekstur gætu átt kost á stofnlánum sem þær tækju beint frá erlendum bönkum. í því sam- bandi koma einkanlega til greina Norræni fjárfestingarbankinn og Den norske Creditbank, sem þekkja vel til ýmissa íslenskra fiskeldisfyrirtækja. Nefndin telur rétt að stefna að því að afla lánsfjár frá þessum fjármálafyrirtækjum beint og án ábyrgðar innlendra fjármálastofnana. IDS HVAÐ ER FORSETINN MEÐ í TÖSKUNNI? Eins og mönnum er enn í fersku minni fór Vigdís Finnbogadóttir forseti í opinbera heimsókn til Vest- ur-Þýskalands fyrr í sumar og vakti koma hennar þangað mikla athygli heimamanna. Obreyttir íbúar landsins, jafnt sem fyrirmenn, sýndu forsetanum okkar vinsemd og virð- ingu hvar sem hún fór, og þá ekki síður blaðamenn sem fylgdu hverju fótmáli hennar. Ýmislegt í fari Vigdísar kom gest- gjöfum hennar skemmtilega á óvart. Eitt af því sem þeir veltu vöngum yfir var hvað handtaska forsetans væri úttroðin. Hvað gat forseti ís- lands verið með svo mikilvægt í handtöskunni, sem hún skildi aldrei við sig? Gæti það verið vopn? Þeim þótti skýringin skemmtileg, og kannski segja margt um forsetann og þjóð hans, þegar sendiráðsmaður upplýsti að í töskunni bæri forsetinn litla, samanfellda skóflu, og trjáfræ. Það væri nefnilega siður hennar þegar hún færi í opinberar heim- sóknir að sá trjáfræjum! Vigdís Finnbogadóttir forseti fór í opinbera heimsókn til Vestur- Þýskalands fyrr í sumar við góðar undirtektir. Hér gengur hún framhjá heiðursverði í fyigd með forseta Vestur-Þýskalands, Richard von Weizsácker.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.