Tíminn - 05.08.1988, Qupperneq 19

Tíminn - 05.08.1988, Qupperneq 19
Föstudagurö. ágúst 1988 Tíminn 19 Góður strákur Haft er fyrir satt að söngvarinn Sting hafi nýlega gefið móður Theresu saxófóninn sinn. Ekki þó svo hún geti spilað á hann, heldur á hún að selja hann og verða sér þannig úti um dágóða fúlgu til hjálpar heimilislausu fólki í Englandi. Þá er einnig haft fyrir satt að læknar Stings hafi tilkynnt hon- um að best væri fyrir hann að halda sér saman, annars eigi hann á hættu að missa röddina. Sting kvað taka þetta alvarlega og þessa dagana gengur hann um og skrifar á bréfssnepla það sem hann vildi sagt hafa. Ekki vitum við hvort hann hefur skrifað þau boð, að hann væri raunar orðinn hundleiður á öllu sem kallaðist rokk. Að minnsta kosti er haft eftir honum að slík tónlist sé þrautleiðinleg. -Þó öll rokktónlist hyrfi á morgun, mundi ég ekki tárfella, sagði hann. -Ég kýs miklu frem- ur að hlusta á ástarhljóð brodd- galta. Ekki fylgdi sögunni hvort Sting hefur nokkuð sagt (eða skrifað) um þá skoðun rithöf- undarins Jackie Collins, að hann eigi tvímælalaust að leika aðal- hlutverkið í mynd eftir metsölu- bók hennar um ævi rokkstjörnu. Þess má geta, að Jackie hefur raunar látið hafa eftir sér að karlkyns rokkstjörnur séu dap- urlegar, hrútleiðinlegar mann- eskjur, flestar einmana og beri “nga virðingu fyrir kvenfólki. Mjaltastúlka og magadansmær! Barbara segir að magadans sé mjög góð hreyfing og í dansinum slakni á þreyttum vöðv- um eftir bústörfin. Á daginn gætir Barbara Schaefer kúa sinna á búgarði sínum í Georg- íu í Bandaríkjunum, - en á kvöldin dansar hún magadans og kemur fram á skemmtunum við ýmis tæki- færi. Stundum hefur hún líka verið fengin til að rísa upp úr þar til gerðri risa-afmælistertu og sýna listir sínar á veisluborðinu til að gleðja afmælisbarnið, - sem þá vanalega er einhver forstjóri eða pólitíkus, sem reiknað er með að hafi gaman af slíku. Dansað á golfvellinum „Einu sinni voru það skrifstofu- menn hjá stóru fyrirtæki, sem fengu mig til að dansa á golfvellin- um fyrir forstjórann sinn. Honum dauðbrá þegar ég stóð upp við 12. holuna í magadansbúningnum mínum. En hann varð mjög kátur og tók loks þátt í dansinum með mér,“ segir Barbara í viðtali um reynslu sína sem bóndi og dansari. Barbara hefur líka sýnt skemm- tiatriði á barnaskemmtunum og þá kallar hún sig „Regnbogakonuna" og er þá í allt öðru gervi en sem magadansmær. Hún hefur líka leikið „Frú Santa Claus“ á jóla- skemmtunum. Þegar bóndinn í Barböru varð yfirsterkari dansmeynni Barbara á 200 ekru búgarð ná- lægt Shiloh í Georgíu. Hún stundar búskapinn af kappi. Reyndar segir hún að komið hafi fyrir að störf sín sem bóndi og dansmær hafi rekist á. „Eitt sinn, þegar ég ætlaði að fara að aka til borgarinnar til að dansa," segir Barbara, „sá ég hvar ein kýrin mín átti í erfiðleikum við að bera. Ég gat auðvitað ekki annað en reynt að hjálpa til. Þá vék dansmeyjarstarfið fyrir bóndanum í mér og ég mætti aldrei á skemm- tunina til að dilla mér í magadans- inum. En kýrin náði að bera væn- um kálfi svo það fór allt vel. Ég tek magadansinn mjög alvar- lega, - en ekki tek ég búskapinn síður alvarlega," segir Barbara í lok frásagnar sinnar. „Það er stundum erfitt að koma sér á fætur á morgnana eftir skemmtikvöld og danssýningar fram á nótt, en kýrnar verða að fá sína umhirðu,“ segir Barbara, sem hér er að kalla kýrnar sínar heim í hús til mjalta. Það verður líka að halda girðingunum við, en hér er Barbara að- eins að kasta mæðinni

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.