Tíminn - 07.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.09.1988, Blaðsíða 14
Miðvikudagur 7. september 1988 14 Tíminn'i Var Lyndon B. Johnson með ofsóknaræði? - ný bók eftir fyrrum ráðgjafa hans gefur það til kynna Lyndon B. Johnson var 36. for- seti Bandaríkjanna og gegndi em- bættinu árin 1963-1969, tók viö því eftir morðið á John F. Kcnnedy 22. nóvember 1963 enda var hann varaforseti Kennedys. Til þessa hefur Johnson fengið að hvíla í friði fyrir rithöfundum nútímans, sem velta sér upp úr svonefndum „kiss and tell“ frásögnum úr innsta hring forseta, þarsem ekki er hlífst við að birta á prenti allt það sem telja má valdamiklum mönnum þar til vansa. Nú er búið að bæta úr því. Um þessar mundir cr að koma út í Bandaríkjunum bók cftir Richard Goodwin, fyrrum ráðgjafa Johnsons, sem segir því sem næst berum orðum að forset- inn hafi verið haldinn ofsóknar- brjálæði! Bókin ncfnist „Remem- bering America“. Ráðfærði sig við sálfræðing um framferði forsetans Nú eru Iiöin 23 ár síðan Richard Goodwin sagði upp starfi sínu sem sérlegur ráðgjafi Lyndons Baines Johnson forseta. Öll þessi ár hefur hann þagað þunnu liljóði um þenn- an vinnuveitanda sinn þó að ýmis- legt framferði forsetans hafi valdiö aðstoðarmanninum nógu miklum •áhyggjum til þess að hann hélt dagbók þar sem hann punktaði niður hjá sér ýms atriði í fari forsctans sem honum þótti athug- unarverð. Goodwin segist m.a.s. hafa fundið hjá sér þörf til að ráðfæra sig við sálfræðing vegna hegðunar forsetans á sínum tíma og hið sama liafi annar ráðgjafi forsetans, Bill Moycrs líka gert. Bill Moyers hvorki neitar né játar þessari fullyrðingu Goodwins. Aðspurður segist Goodwin hafa ákveðiðað láta ekki áhyggjursínar í Ijós á sínum tíma af ótta við að enginn legði trúnað á vitnisburð hans enda sé hann svo sent enginn sérfræðingur í sálfræði. Og það hafi líka sýnt sig nú að tryggir stuöningsmenn Johnsons mótmæli kröftuglega þeim gögnum um að geðheilsu forsetans hali verið ábótavant scm hann beri fram. Forsetinn gekk fram af fréttamönnum: „Þetta var skelfilegt“ bað var Víetnamstríðið sem öðru frcmur varð Lyndon Johnson crfitt í forsetaembætti. Þó hafði Iramkoma hans stundum komið Iréttamönnum óþægilcga á óvart fyrir þann tíma sem Víctnamstyrj- öldin átti hug hans allan. í fyrsta sinn sem alvarleg gagnrýni kom Iram á utanríkisstefnu lians var árið 1965, þegar hann scndi 20.000 manna hcrliö til Dóminíska lýð- veldisins til aö bæla niður innan- landsóeirðir. Þcgar sú gagnrýni kom fram kallaði Johnson saman fámennan hóp fréttaritara í hádeg- isvcrð til viðræðna sem ckki áttu að koma opinbcrlega fram. Hádeg- isvcrðarboðið hófst kl. 13.30 og því lauk ekki fyrr en kl. 17.30. Þessa fjóra klukkutíma gekk for- setinn um gólf og lét dæluna ganga eins og hann væri mcð óráði, þar sem liann rcyndi að réttlæta gerðir sínar. Þcgar þessum langa fundi var lokið lögðu fréttamennirnir leið sína á næsta bar, því sem næst dofnir af áganginum. Sá reynslu- mcsti í hópnum tautaði ofan í glasið sitt: „Þetta var virkilega skelfilegt". 1 bók Goodwins heldur hann því fram að Johnson hafi á stundum verið geggjaður og að tímabundin vitfirring hans hafi átt sinn þátt í því að þeyta Bandaríkjunum í „þarflausan sorgarleik sem dró svo gífurlegan dilk á cftir sér (Víet- nam) að jafnvel enn þann dag í dag leiki vafi á því að líkur séu til að bæta megi úr því aftur.“ Goodwin hiktir ckki viö að grcina stórbrotna sérvisku Johnsons sem „ofsókn- aræðisköst". Áhyggjuf ullir og hneyksl- aðir starfsmenn Hvíta hússins þegja Hvað sem segja má um sálfræði- lega þekkingu leikmannsins hefur hann vogað sér inn í dimman afkima í sögu æðstu valda í Was- hington, þar sem þaggað hefur verið niður hvísl og gulnaðir minnismiðar sem skrifaðar eru á lýsingar áhyggjufullra og hneyksl- aðra starfsmanna á Johnson, stik- andi um ganga Hvíta hússins bak- dyramegin og æsandi sig upp yfir óvinunum scm hann sá allt um- hverfis sig. Reyndar hefur verið hvíslað manna á milli um svipað atferli fleiri forseta. T.d. átti Ric- hard Nixon í mestu erfiðleikum með að einbeita sér á fundum á síðustu dögum Watergate-hneyksl- isins. Hann ráfaði þá um ganga Hvíta hússins á næturnar og féll á kné ásamt Henry Kissinger utan- ríkisráðherra til að biðjast fyrir. Það þótti sumum bera vott um að Nixon væri ekki lengur sjálfrátt. Dustað rykið af dagbók- um og minnispunktum Goodwin segir frá ýmsum skrítn- um siðum Johnsons, sem fleiri kunna að segja frá, s.s. viðræðum við forsetann þar sem hann sat á salerninu eöa fundi um stjórnar- stefnu sem haldinn var í yfirhitaðri sundlaug Hvíta hússins og þátttak- endur voru kviknaktir. En það var einkum um atfcrli forsetans á af- drifaríku árunum 1964-1967 sem Goodwin sá ástæðu til að raða niður minnispunktunum í dagbók- um sínum. auk þess sem hann styðst við minni, til að ná saman í heildarmynd þeirri hegðun forset- ans sem honum fannst ógnvekj- andi. Hann segir t.d. frá því þegar Johnson hætti við að taka á móti ' þjóðhöfðingjum Indlands og Pak- istans af ótta við að þeir færu að núa honum Víetnamstríðinu um nasir. Og einu sinni var hann kominn á fremsta hlunn með að reka öryggismálaráðgjafann McGeorge Bundy fyrir að hafa komið fram í sjónvarpi án leyfis forsetans. Og þegar á árinu 1965 segir Goodwin að forsetinn hafi rifist og skammast stjórnlaust við andstæðinga sína í fjölmiðlum og þinghúsinu þar sem hann lýsti því yfir að þeir ættu hlut að samsæri kommúnista. Reyndar byggir Goodwin kenn- ingu sína um ofsóknaræði forsetans á þráhyggju hans um að heimurinn væri á hraðri leið inn í herbúðir kommúnista. í hópi erkifjenda Johnsons voru ekki aðeins skæru- liðaforingjar í fjarlægum löndum heldur líka „þessir Kennedyar" og „þessir Harvardar". Johnson hélt því fram að kommúnistar hefðu þegar töglin og hagldirnar í þrem stærstu sjónvarpsstöðvum Banda- ríkjanna og yfir 40 af voldugustu fjölmiðlum landsins. Flestar sögurnar hafa áður birst - hvers vegna fjaðrafokið nú Þó að Goodwin þyki taka djúpt í árinni í bókinni hafa margar sögurnar af framferði Lyndons Baines Johnson áður verið sagðar. Reyndar eru þó nokkrar þeirra raktar í ævisögu Johnsons, „Lyndon Johnson and the American Dream" sem út kom 1976. Höfundur þeirrar bókar er kona Goodwins, Doris Kearnssem um tíma var sérstakur trúnaðarvin- ur Johnsons. Hún segir t.d. í bók sinni frá því að forsetinn hafi verið haldinn þráhyggju og ranghug- myndum. Hann hafi séð óvini í hverju skoti og spurt ráðherrana hvers vegna þeir væru ekki á víg- vellinum að „berjast gegn óvinum mínum". Tveir aðalráðgjafar Johnsons höfðu áhyggjur vegna atferlis for- setans. Richard Goodwin (lengst t.v.) og Bill Moyers (fyrir niiðju) leituðu ráða hjá sálfræðingum. Lyndon Baines Johnson átti áhyggjusama daga í forsetaem- bætti. Einkum var Víetnamstríðið honum erfitt viðureignar. Það má þess vegna spyrja hvers vegna bók Goodwins hafi valdið slíku fjaðrafoki nú, því að eins og Goodwin bjóst við hafa orðið snörp andmæli tryggra stuðnings- manna Johnsons við bókinni. Þeir segja ranga þá skýringu Goodwins á því að hann hefur ekki komið upplýsingum sínum á framfæri fyrr að hluta til vera trúnaður við rangan málstað og að öðru leyti eigin heigulsskap. Þeir segja skýr- inguna einfaldlega liggja í tveim orðum, peningum og frægð. „Lyndon Johnson var náttúruafl og sérvitur En hann vissi alltaf hvað hann var að gera“ En kannski liggur einhver skýr- ing á persónunni Lyndon B. John- son og Bandaríkjaforseta með sama nafni í orðum Jack Valentis, sem var tryggur vinur hans og starfsmaður hans í Hvíta húsinu í þrjú ár en er nú forseti Sambands kvikmyndafélaga Ameríku. Hann segir flugufót fyrir flestu því sem skrifað hafi verið um Johnson. Það sem Goodwin skrifar í bókinni geti 't.d. vel hafa gerst einhvern tíma. En Lyndon Johnson hafi verið eins og fleiri mikilmenni sögunnar, „Lincoln, Napóleon, Churchill og aðrir miklir leiðtogar. Hann var náttúruafl. Hann var sérvitur. Hann notaði orð og líkamstjáningu sem vopn. Hann kom fólki stöðugt á óvart. En hann vissi alltaf hvað hann var að gera!“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.