Tíminn - 07.09.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.09.1988, Blaðsíða 2
\ Miðv.ikudagur 7. september;1088 2 Tíminn Ólafur Þ. Þóröarson, þingmaöur Framsóknarflokksins, um tillögur fjármálaráöuneytisins um fjárlög næsta árs: Sundurlaust hænsnaspark „Ég hcf engar tillögur séð af viti frá fjármálaráðuneytinu. Ég hef séð sundurlaust hænsnaspark,“ sagði Ólafur Þ. Pórðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Tímann í gær um þær tillögur fjár- málaráðuneytisins sem ætlað er að auka tekjur og skera niður útgjöld ríkissjóðs. Þessar tillögur hafa verið kynntar ríkisstjórninni og þingflokk- um stjórnarflokkanpa. „Þeir hafa aðallegla verið að dreifa tillögum til fjölmiðja til að ná ein- hverri athygli en égjget ekki séð að það liggi fyrir þær upplýsingar sent mest ríður á að fá. Ég hef t.d. ekki séð neinar tillögur cða áætlanir um það hverju þessi söluskattur sem á var lagður á að skila, ef innheimtan á honum er með eölilegum hætti. Það er lang stærsta málið sent við þurfum að fá að vita og það liggur því ekkert fyrir um allar þessar hugmyndir Jóns Baldvins um að það vanti nýja skatta. Við erum komnir með hæstu sölu- skattsálagningu í heimi og menn verða að gera sér grein fyrir því að hann skilar sér ekki sjálfur íkassann. Það er verkefni sem Jón hefði átt að snúa sér að á þessu ári og þá þyrfti hann ekki að hafa þessar áhyggjur," sagði Ólafur. Aðspurður um þær tillögur sem ncfndar hafa verið í fjölmiðlum sagðist Ólafur telja hugmyndir um skatt á fjármagnstekjur þær einu sem einhver hugsun væri á bak við. „En gjald á erlendar lántökur er hins vegar náttúrlega bara tvöföldun á gengi og viðhald á háum vöxtum og hugmyndin um að selja kvótann er viss nýlendustefna gagnvart lands- byggðinni. Það eru margir þcgar búnir að kaupa kvótann með skipum á uppsprengdu verði og það hefði verið nær að skattleggja það heldur en að láta þá fara að kaupa hann aftur. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig veð koma til með að halda ef kvótinn verður tekinn af mönnum. Það þýðir ekki að vera að hringla með þetta fram og til baka, þegar sjávarútvegurinn á í öðrum eins efnahagsþrengingum og í dag,“ sagði Ólafur. En hvað um tillögur um niður- skurð á útgjöldum ríkissjóðs? „Við höfum ekki heyrt aðrar til- lögur frá ráðherrum nema um fram- Ólafur Þ. Þórðarson segist ekki hafa séð neinar tillögur - einungis sund- urlaust hænsnaspark. kvæmdagleði. Mér skilst að það sé t.d. von á nýrri handboltahöll upp á 300 milljónir króna. Svona untræður um fjárlög út um víðan völl það gengur ekki upp. Það er samræmið sem skiptir máli og heildarmyndin. Ég vil fyrst fá sjá upplýsingar um innheimtu þeirra skatta sem á eru lagðir. Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, hefur lagt fram tillög- ur sínar varðandi fjárlagagatið. Mínar efasemdir frá því í vor eru að koma harkaleg í Ijós. Þá var verið að tala um efnahagsaðgerðir sem mundu skila árangri. Ég hcld að fáir muni halda því fram að það hafi gerst. Það eru nú meiri merki um það en áður að ríkisstjórnin, undir forystu Þorsteins Pálssonar, sé að þrotum komin,“ sagði Ólafur. jm Hagsveifluvog iðnaðarins: Erfiðleikar í innheimtu Sendinefnd er nú lögð af stað til Búdapest í Ungverjalandi til loka- viðræðna unt hönnunarverkefni á sviði hitaveituframkvæmda og er búist við undirritun rammasam- komulags innan fárra daga og í tengslum við opinbera heimsókn Steingríms Hermannssonar, utan- ríkisráðherra, til landsins um helg- ina. Þeir sem þegar eru farnir utan eru fulltrúar Búnaðarbankans, Heimir Hannesson, markaðsfulltrúi, og fulltrúar Virkis hf. þeir Svavar Jónatansson, stjórnarformaður, og Einar Tjörvi Elíasson, sem er fulltrúi Orkustofnunar í stjórn Virkis hf. Búnaðarbankinn hefur verið milli- gönguaðili fyrir Norræna fjárfesting- arbankann, en það er væntanlegur fjármögnunaraðili verkefnisins að hluta til. Háttsettur fulltrúi NF kem- ur einnig inn í viðræður næstu daga. Af hálfu ungverskra aðila verða fulltrúar samvinnufyrirtækisins Ge- othermal, ungverska viðskipta- og orkumálaráðuneytisins og ríkis- banka þar í landi. Ekki er gert ráð fyrir því að íslendingar standi á nokkurn hátt að fjármögnun á fram- kvæmdunum, heldur verði eingöngu um að ræða samvinnu á tæknilegum grunni og markaðssetning á tækni- þckkingu íslendinga í Ungverjalandi og víðar í áframhaldandi samstarfi þessara aðila. Rammasamkomulagið felur í sér að gengið verður frá tímasetningu og verkaskiptingu í þeim verkefnum sem ákveðin verða á næstunni. Til að byrja með er stefnt að því að íslendingar taki að sér hönnun ákveðinnar hitaveitumiðstöðvar fyr- ir borgarhluta í Búdapest sem er á stærð við hálfa Reykjavík, með áfranthaldandi samstarf hliðstæðra verkefna utan Ungverjalands í huga. Einnig er um að ræða annað verkefni innan sama rammasamkomulags varðandi markaðsetningar á tækni- þekkingu {slendinga vegna bygging- ar 10-15 heilsuhótela og heilsuhæla í Ungverjalandi. Um helgina verður Steingrímur Herntannsson, utanríkisráðherra, staddur í Búdapest í opinberum erindagjörðum. Munu fylgdarmenn hans og ráðherrann sjálfur koma inn í viðræðurnar á lokastigi og fylgjast með undirritun væntanlegs sam- komulags. KB Auknir erfiðleikar iðnrekenda á að fá greitt fyrir framleiðsluvörur sínar gengur eins og rauður þráður í gegn um niðurstöður hagsvcifluvog- ar iðnaðarins, þar sem aðstæður á 1. fjórðungi þessa árseru bornarsaman við síðasta fjórðung ársins 1987. Ekki síst átti þetta við hjá frant- leiðendum almennra neysluvara, þ.e. matvæla, sælgætis, drykkjarvara en einnig hjá húsgagnaframleiðend- um, prentsmiðjum, steypustöðvum og fleiri greinum. Sala hafði einnig minnkað hjá mörgum, og fjöldi þeirra sem framleiða neysluvöru hugði á fækkun starfsmanna á 2. ársfjórðungi. Fyrirætlanir unt fjölg- un starfsmanna á 2. ársfjórðngi komu nær eingöngu fram hjá fram- lciðendum vara fyrir byggingariðnað og í prentiðnaði. „Það er óneitanlega ýmislegt þarna sem bendir til samdráttar. Grafarvogur - Breiöholt: Ný leið hjá SVR Akstur á nýrri leið, Grafarvog- ur - Breiðholt III, leiðarnúmer 15C hófst hjá SVR á mánudaginn sl. Ekið verður á 60 mín. fresti á þessari leið mánud.-föstud. frá kl. 07-19. Aksturstími milli enda- stöðva Rey kj afoldar og Álftahóla er um 20 mín. Akstursleiðin verður sem hér segir: Reykjafold (tímajöfnun), Fjallkonuvegur, Lokinhamrar, Gullinbrú, Höfðabakki, Bílds- höfði, Breiðhöfði, Straumur, Strengur, Bæjarháls, Bæjar- braut, Rofabær, Hraunbær, Bæjarháls, Höfðabakki, Vestur- hólar, Suðurhólar og Álftahólar (tímajöfnun). Akstur hefst frá Álftahólum kl.07.18, fyrsta ferð frá Reykja- fold verður kl. 07.40. Þá verður einnig frá og með 5. september ekið á leið 15A á 30 mín. fresti öll kvöld og á laugar- dögum og helgidögum. -ABÓ Þótt þensluáhrif sjáist enn í sumum greinum leyna samdráttareinkenni sér tæpast þegar litið er á þessar niðurstöður f heild," sagði Harpa Halldórsdóttir hagfræðingur hjá Fé- lagi fsl. iðnrekenda. Vinna við næstu hagsveifluvog stendur nú yfir. Hagsveifluvogin byggist á könnun meðal iðnrekenda sem svara spurningum um varðandi framleiðslu, sölu, innheimtu, mann- ahald og fleira með; meira - óbreytt - eða minna. Harpa sagði niðurstöður frá 2. ársfjórðungi ekki liggja fyrir ennþá, en sjáanlegar breytingar bentu frem- ur í átt til aukins samdráttar. Varð- andi starfsmannafjölda bendi svör iðnrekenda t.d. annaðhvort til fækk- unar eða óbreytts mannafla, fáir ef nokkur hyggi á fjölgun starfsmanna. - HEI Leiðrétting: Rétt skal vera rétt Sú villa slæddist inn í frásögn Tímans á laugardag af réttum í haust að sagt var að Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árnessýslu, yrði mið- vikudaginn 19. september. Það er ekki rétt, enda er sá 19. ekki einu sinni miðvikudagur. Það rétta er að réttað verður í Klausturhólarétt miðvikudaginn 14. september, og leiðréttist það hér með. Auglýsingastofur: Sameining Auglýsingastofurnar Octavo og Svona gerum við, hafa sameinast og taka til starfa undir nafninu Islenska auglýsingastofan hf. Með samruna þessunt telja for- svarsmenn hins nýja fyrirtækis að hægt verði að gera auglýsingar á markvissari hátt en áður hafi þekkst á íslandi með því að láta sérmennt- aða markaðsráðgjafa kanna mark- aðinn í samráði við auglýsendur áður en byrjað er að birta auglýsing- arnar. Jónas Ólafsson er fram- kvæmdastjóri íslensku auglýsinga- Stofunnar hf. (Úr frcttatilkynningu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.