Tíminn - 07.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.09.1988, Blaðsíða 19
Miðvikuciágúr7. septemóér 1988 Tíminn 19 SPEGILL Aldarfjórðungur af ævintýrum Timothy Dalton, sem hinn nýi James Bond ásamt 9 fegurðardísum úr myndinni „The Living Daylights“. Hin ljóshærða Maryam d'Aho er aðalleikkonan á móti Timothy Dalton í Bond-myndinni „The Liv- ing Daylights“ - og sú eina sem kemst í bólið til hetjunnar! * A §4 * M Frá því að Sean Connery kom fyrst fram sem „James Bond 007“ fyrir um það bil aldarfjórð- ungi, hafa Bond-myndirnar hver af annarri farið sigurför um heiminn. Á eftir Sean Connery kom George Laazen- by, - í aðeins einni Bond-mynd, en þá tók Roger Moore við 007-hlutverkinu og í mörg ár fannst fólki hann vera „hinn eini sanni Bond“. Nú hefur nýr leikari tekið við að leika hetjuna, en það er breski leikarinn Timothy Dalton og fær góða dóma sem 007. Gagnrýnendur hafa oft velt því fyrir sér hvers vegna kvikmyndirnar um James Bond hafa öðlast svo miklar vinsældir, því að listrænt gildi þeirra hefur oft verið dregið í efa og söguþráðurinn þótt fjarstæðukenndur. „Alla karlmenn dreymir um fallegar stúlkur, og slíkar draumadísir eru alltaf fastur liður í hverri Bond-mynd,“ segir Rex Reed kvik- myndagagnrýnandi. Hann talar líka um að hinir æðislegu bílar og tæknibrellur hetjunnar James Bond veki upp barnalega drauma karlmanna á öllum aldri. En vinsældir James Bond hjá kvenþjóð- inni segir Rex Reed að séu ekki síst að þakka því, hve James Bond sé mannlegur þrátt fyrir allt. Hann hafi sína galla, - reyki, drekki og sé veikur fyrir kvenfólki. Hann kunni ekki að fljúga eins og Súpermann, - en enga konu langar til að eiga ástarævintýri með Súper- manni en miklu frekar breyskum og mannleg- um James Bond, segir Reed. Sú breyting varð á í nýjustu Bond-myndinni, þar sem Timothy Dalton leikur hetjuna, - að þrátt fyrir allar fallegu stúlkurnar í myndinni, þá er aðeins ein sem kemst í bólið til hans, en það er Maryam d'Abo, aðalmótleikari Daltons. Sagt er að stjórnendur myndarinnar séu með því að framfylgja stefnunni um „aðgát í kynferðismálum vegna eyðnihættunnar í heiminum". i'ýsaÞI ■ ; ■ Mayte Sánchez heitir ein af Bond-píunum í síðustu myndinni, en hún er 18 ára fegurðar- drottning „Ungfrú Gíbraltar" Karen Williams er ein af glæsilegustu stúlkunum í nýju Bond-myndinni, Hún er hér með gimsteinum prýdda byssu og ákveðin á svip

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.