Tíminn - 03.11.1988, Page 2
2 Tíminn
C , r r %. y I
„Ánægjuleg tilbreyting aö heimsækja fulltrúa launþega á heimavöll.“ Steingrímur og Ólafur Ragnar hjá BSRB:
Vitlausar Ijárfestingar
ástæður fjárhagsvandans
„Við erum ekki að sætta þá BSRB menn við neitt, við
ætlum bara að tala við þá“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra þegar hann kom til fundar við forystu
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja snemma í gærmorgun.
Ólafur sagði að það væri ánægju-
leg tilbreyting að ráðherrar kæmu til
samtaka launafólks á þennan hátt í
stað þess að boða þá á sinn fund eins
og yfirleitt tíðkast.
Þeir Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra og Ólafur Ragnar
gengu á fund Ögmundar Jónassonar
í gærmorgun í húsi BSRB og búist
var við að á fundinum yrði fjallað
um fjárlagafrumvarpið og þann sam-
drátt sem þar er fyrirhugaður í
ríkisrekstri.
Ögmundur Jónasson sagði frétta-
mönnum að þing BSRB hefði falið
formanni og varaformanni banda-
lagsins að koma á framfæri við
ríkisstjórnina eindregnum mótmæl-
um þess gegn afnámi samningsréttar
og hvernig gengið liefur verið á
gerða samninga. Á þetta hefði fyrst
og fremst verið lögð áhersla í sam-
ræðunum við ráðherrana í gærmorg-
un.
Viðræðurnar stóðu stutt og ráð-
herrarnir skýrðu fyrirætlanir ríkis-
stjórnarinnar og þá stefnu sem verið
er að móta og kom fram í fjárlaga-
frumvarpinu.
Ögmundur Jónasson og nokkrir
úr forystu bandalagsins ræddu síðan
við fréttamenn og sagði hann að
BSRB menn hefðu bent ráðherrun-
um á hversu alvarlegt það hlyti að
teljast þegar um íslensk innanrík-
ismál hefði á þinginu vérið rætt
undir liðnum „mannréttindamál",
en um afnám samningsréttar hefði
verið fjallað undir þeim lið og sam-
þykkt fordæming á því.
Ögmundur sagði að í öllu kreppu-
talinu og tali um samdrátt frá fyrra
ári væri staðreyndin sú að síðasta ár
væri það besta í íslandssögunni frá
upphafi vega og þá væri spurningin,
hvað hefði orðið um allt þetta fjár-
magn sem streymt hefur inn í landið.
Kjarni samþykkta þings BSRB
væri vegna rangrar fjárfestinga-
stefnu en sönnun hennar væri sú
staðreynd að a.m.k. ein Kringla væri
á floti í Reykjavík, þ.e.a.s. verslun-
ar- og atvinnuhúsnæði sem væri
ónotað og vitnaði um óskynsamlega
meðferð þess fjár sem inn í landið
hefur streymt.
TIL SÖLU
Jeep Cherokee
árg. 1986, 6 cyl., sjálfskiptur
með selec-tarc, sentrallæsingar,
cruise-control, veltistýri, dráttar-
kúlu.
EGILL VILHJÁLMSSON HF
Smiðjuvegi 4, Kópavogi, simar 77200 - 77202
BLIKKFORM
______Smiðiuveqi 52 - Sími 71234__
Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið-
gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla
bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælQnhúðaðir í
öllum litum.
Póstsendum um allt land
(Ekið niður með Landvélum).
Þarna lægi vandi þjóðarinnar og
taka þyrfti á honum.
Ögmundur var spurður um þann
hluta fjárlagafrumvarpsins sem snýr
að niðurskurði í ríkisgeiranum og
fækkun opinberra starfsmanna og
sagði hann að forysta BSRB hefði
ekki skoðað frumvarpið.
Þó væri hún samþykk þeim vilja
sem fram kemur í frumvarpinu um
að leita skuli leiða til launajöfnunar,
meðal annars með því að taka tillit
til fjölskylduaðstæðna við álagningu
skatta.
Varðandi samdrátt í ríkisrekstri
sagði Ögmundur að þensla hefði
verið minni hjá ríkinu en annarsstað-
ar í þjóðfélaginu á síðustu misserum.
Vegna þess hlyti að vera eðlilegra
að athuga hvar þenslan hefur verið
mest og hvort að sú þensla hafi
skilað sér til þjóðfélagsins. Að mati
BSRB hefði hún ekki gert það.
Hann sagði það nöturlega stað-
reynd að arðvænlegasta atvinnu-
grein á íslandi nú væri að lána út
peninga. Fjárfestingageirinn hefði
enda blómstrað. Þessi staðreynd yrði
vonandi ofarlega í huga stjórnvalda
og löggjafarvalds þegar tekið verður
á efnahagsvanda þjóðarinnar og
sparnaðarhnífunum brugðið.
-sá
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kemur á fund forystu BSRB í
morgunsárið í gær Timamynd: Gunnar.
63 ÞÚS. TONN VEIDD
Þrír loðnubátar tilkynntu um
samtals 4080 tonn í nótt, en það voru
Hólmaborgin með 1430 tonn á Eski-
fjörð, Sigurður með 1400 tonn til
Vestmannaeyja og Víkingur með
1250 tonn til Akraness.
Síðdegis á þriðjudag tilkynntu
sömuleiðis þrír bátar um afla. Það
voru Hilmir 11 með 570 tonn, Skarðs-
vík með 640 tonn og Bergur með 470
tonn. Þessir þrír bátar lönduðu allir
á Siglufirði.
Eftir miðnætti í gær hafði verið
tilkynnt um samtals 62.920 tonna
afla það sem af er vertíðar.
Sem kunnugt er hefur loðnukvót-
inn verið aukinn í rúmar 600 þúsund
lestir. í sumar var úthlutað 398
þúsund lestum af loðnu til íslenskra
loðnubáta. Sú úthlutun miðaðist við
500 þúsund lesta heildarkvóta, sem
ákveðinn hafði verið til bráðabirgða
til loka október. Nýlokið er endur-
mælingu á loðnustofninum og er lagt
til að heildarkvótinn verði aukinn
um 360 þúsund lestir og af því magni
koma 306 þúsund lestir í hlut Islend-
inga. Heildarkvótinn er því heldur
minni á þessari vertíð en í fyrra.
-ABÓ
Punktar úr fjárlögum
Auknu fé veitt
til kvikmynda
í nýju fjárlögunum er kvikmynd-
um gert hærra undir höfði en í
fjárlögum fyrra árs.
Fjárveiting til Kvikmyndasafns
Islands nemur 5.8 milljónum sem
er um 56% hækkun frá gildandi
fjárlögum. Hækkun umfram það
sem verðlagsforsendur gefa tilefni
til er vegna 2 milljón króna fram-
lags til varðveislu eldri mynd.
Gert er ráð fyrir að fjárveiting
ríkisins til Kvikmyndasjóðs verði
71 milljón króna sem er nokkur
hækkun að raungildi milli ára.
Lánasjóöur ís-
lenskra námsmanna:
Ráðstöfunarfé
LÍN hækkar um 5%-6%
að raungildi
Ráðstöfunarfé LÍN nemur um
2.5 milljörðum króna og er það
hækkun um 17% frá fjárlögum
1988. Þar af er fjárveiting rúmlega
1.6 milljarður en lántaka 915 millj-
ónir.
í nýju fjárlögunum kemur fram
að við afgreiðslu fjárlaga fyrir 1988
var hlutdeild fjárveitingar í ráð-
stöfunarfé sjóðsins aukin verulega
eða úr 54% í rúm 69%. Ástæða
þeirrar ráðstöfunar var einkum sú
að sjóðurinn fær með engu móti
staðið undir greiðslubyrði af háum
skuldum. Greiðslur sjóðsins 1989
af áhvílandi skuldum eru rúmum
476 milljónum umfram innheimtu
af veittum lánum.
Áætlanir um lánveitingar sjóðs-
ins á árinu 1989 gera ráð fyrir um
1% fækkun lánþega frá fyrra ári.
Happdrætti
Háskólans:
Mikilvægur tekjustofn
Tekjur Háskólahappdrættisins á
næsta ári eru áætlaðar tæpur einn
og hálfur milljarður króna, er þá
gengið út frá að verð á hverjum
happdrættismiða hækki úr 300
krónum í 400 krónur og að sala á
Happaþrennunni verði 10 milljónir
miða í stað 5 milljóna eins og gert
var ráð fyrir í fjárlögum 1988.
Rekstrarhagnaður ársins 1989 er
áætlaður 311.500.000 og verður
honum ráðstafað þannig að
62.300.000 renna í byggingasjóð
rannsókna í þágu atvinnuveganna
og 249.200.000 til byggingarfram-
kvæmda við Háskóla íslands og
stofnanir hans.
Háskóli íslands:
Fimm ný stöðugildi,
aukin rekstrargjöld
I fjárlögunum fær Háskóli ís-
lands heimild fyrir fimm nýjum
stöðugildum. Um er að ræða stöðu
rússneskukennara við heimspeki-
deild, prófessorsstöðu við hag-
fræðiskor viðskipta- og hagfræði-
deildar, lektorsstöðu í þjóðfræðum
við félagsvísindadeild, lektors-
stöðu við námsbraut í sjúkraþjálf-
un, einnig stöðu við upplýsinga-
þjónustu Háskólans, en starfsemi
upplýsingaþjónustu Rannsókna-
ráðs hefur verið flutt undir merki
Háskólans. Við þessar breytingar
eru stöður við Háskólann orðnar
347.
Önnur rekstrargjöld og laun
hækka alls um 16%. Hækkun þessi
stafar af því að nemendum hefur
farið fjölgandi undanfarin ár og
boðið er upp á fjölbreyttara nám.
Þetta krefst aukinna útgjalds auk
þess sem stærra húsnæði kallar á
hærri rekstrargjöld.
Framkvæmdir, viðhald og tækja-
kaup Háskólans eru fjármögnuð
með Happdrætti HÍ og gert er ráð
fyrir að tæpar 223 milljónir renni
til þessara fyrrnefndu liða.
ssh