Tíminn - 03.11.1988, Qupperneq 6

Tíminn - 03.11.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn £>íiP.c,t.<.'■*£< > scl-' Fimmtudagur 3. november 1988 Endurskipulagning í mannahaldi hjá markaðssviðí Flugleiða: Mannabreytingar hja Flugleiðum Tíininn hcfur eítir bladafulitrúa Flugleiða, Einari Sigurðssyni að nú sé unnið uð endurskipulagningu á sölu-, markaðs-, og þjónustu- starfi í samræmi við breyttar áherslur í stefnu fyrirttekisins. Eins og fram hefur komið koma nýjar Boeing 737-400 tlugvclar inná Evröpuleiðir fyrirtækisins, sem verður fyrsta skrefiö í endur- nýjun alls flugflotans. Eftir eitt og hálft ár er gert ráð fyrir að Flugleið- ir eigi yngsta millilandaflugflota í Evrópu. Oað gerir félaginu kleylt að mæta betur samkcppni erlcndra flugfélaga á flugleiðutn til og frá íslandi sem gert er ráð fyrir að fari vaxandi á næstu árum. Hluti af fyrrgreindum manna- breytingum eru eftirfarandi: Andri Hrólfsson verður for- stöðumaður innanlandsflugs, l'ór- arinn Stefánsson verður stöðvar- stjöri innaniandsflugs, Anna Birna 1 lalldórsdóttir verður deildarstjóri markaðsáætlanagcrðar og Gunnar Olsen verður stöðvarstjóri í Kcfla- vík. f Söludeild verða þessar breyt- ingar helstar: Guðrún Jóhanns- dóttir veröur deildarstjóri Farskrár, Jóhann D. Jónsson vcrð- ur sölustjóri á íslandi, Jón Óskars- son verður sölustjóri innaniands- llugs og Pétur Esrason verður sölu- stjóri í Mið-Evrópu, lil Bretlands, og yfir Norður-Atlantshaf. Sveinn Sæmundsson verður sölustjóri á Norðurlandaleiðum og tengiliður viö auglýsingastofur. í Pjónustudeild verður Sigríður Skagfjörð deildarstjóri og Ragn- hildur Gunnarsdóttir verður nýr fulltrúi. -áma Sambandið Sjávar- afurðadeild Framleiðsludeild okkar óskar eftir að ráða fimm starfsmenn. Um er að ræða ný störf svæðisfulltrúa og verða þrír staðsettir utan höfuðborgarsvæðis- ins. Starfið felur í sér meðal annars: ★ Uppbyggingu og viðhald gæðakerfa í frystihús- um. ★ Eftirlit með hreinlæti, búnaði og framleiðsluhátt- um. ★ Framleiðslustýringu og ýmsa leiðbeinenda- og fræðslustarfsemi. Við leitum eftir starfsmönnum með góða menntun og víðtæka reynslu á sviði fiskiðnaðar. Nauðsynlegt er að væntanlegir starfsmenn geti unnið sjálfstætt. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1988 og er óskað eftir að viðkomandi geti hafið störf í janúar 1989. Umsóknir skulu sendar til: Samband ísl. samvinnufélaga Sjávarafurðadeild c/o Jóhann Þorsteinsson Sölvhólsgötu 4 101 Reykjavík sem veitir allar frekari upplýsingar. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUN óskar að ráða BRÉFBERA hjá Pósti og síma, Kópavogi. Upplýsingar hjá stöðvarstjóra í síma 91-41225. Alúðarþakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, blómum, gjöfum og heillaskeyt- um á 80 ára afmæli mínu þann 17. október síðast liðinn. Anný Guðjónsdóttir Konur fleiri en karlar í Háskólanum, aöeins fjóröungur háskóla- nema utan af landi: Enn fjölgar ný- nemumviðH.Í. Nýnemum við Háskóla íslands heldur áfram að fjölga milli ára, og samkvæmt tölum frá Hagstofunni er ekki að vænta stórra breytinga á fjölda nýnema næstu sex til sjö árin. Rúmlega helmingur nemenda við Háskólann eru konur en fyrir tutt- ugu árum voru konur ekki nema fjórðungur nemenda skólans. Þessar upplýsingar birtast í nýút- komnum Stúdentafréttum sem Stúd- entaráð gefur út. Á sama stað kemur einnig fram að karlmenn eru enn í yfirgnæfandi meirihluta í greinum tengdum raunvísindum og verk- fræði. Kvenfólk er aftur á móti meira áberandi í greinum eins og hjúkrun, sjúkraþjálfun, tungumál- um og öllum greinum í félagsvísinda- deild nema stjórnmálafræði. Aðeins einn nemandi af hverjum tíu í verk- fræðideild er kona og í raunvísinda- deild eru konur aðeins þriðjungur nemenda. Kvenfólkið virðist vera að sækja á í lagadeild og eru nú fleiri en karlarnir í fyrsta skipti í sögu deildarinnar. Fyrir sjötíu árum sóttu 0,01% þjóðarinnar nám við Háskólann, nú eru nemendur 4300 eða um 2% þjóðarinnar og þá eru ótaldir þeir sem stunda háskólanám erlendis. Athygli vekur að miðað við lögheim- ili háskólastúdenta þá er aðeins fjórðungur utan af landi. Deildir Háskólans eru nú níu talsins og er heimspekideild stærst með 873 nemendur. Viðskiptadeild- in ásamt lagadeildinni hefurstækkað um helming á síðastliðnum tíu árum. Á síðustu tveimur árum hefur ný- nemum í þessum tveimur deildum fækkað en aftur á móti hefur fjölgun orðið í heimspekideild og félagsvís- indadeild. ssh Dagsferðir til Dublin njóta mikilla vinsælda og landinn notfærir sér óspart w að ná forskoti á bjórinn: Ahöfn við að gefast upp vegna fyllerís „Ég veit að þetta var slæmt flug heim, sem eflaust má að nokkru rekja til þess að fölkið hafði verið á þeysingi allan daginn,“ sagöi I lalldór Sigurðsson forstöðumaður þjónustusviðs Arnarflugs um flug frá Dublin á írlandi á föstudaginn fyrir um viku. Pá var þ'rsta eins dags ferðin farin frá fslandi til Dublin á veguni Samyinnuferða - Landsýn með Arnarflugi og virðist landinn heldur betur hafa notfært sér daginn og rasað út, ef marka má orð eins farþegans. Lýsingar farþegans voru á þá leið að þetta hefði eiginlega allt byrjað í ílughöíninni í Dublin, þegar halda átti heitn. Pá varð scinkun á vélinni og fólkið hélt áfrant að bæta á sig áfengi þrátt fyrir að hafa vcriö vel við skál eftir daginn. Pegar út í tlugvélina kom hafi fólkið verið orðið mjög drukk- ið og ekki hirt um almennar reglur í vclinni, s.s. um reykingar og fólk verið á sffelldu iði um gang flugvél- arinnar. Pá hafi líka tttargir kastað upp. Áhöfnin var að sögn farþeg- ans, að gefast upp, enda ekki lent t neinu líku þessu cf undan er skilið pílagrímaflug. „Petta var slænit flug. Það ntá kannski búast við því þegar fólk er búið að vera í svona dagsferð og ætlar að glcypa allan Jieintinn i einu hendingskasti, þá lætur nú kannski eitthvað undan. Hins vcg- ar held ég nú að flugfreyjumar hafi nú passað það aö ekki væri reykt, alla vega inni á klósettunum," sagði Haildór. Hann sagði að mjög lítið áfengi hafi verið selt í fluginu til baka. „Nú veit ég ekki hvernig fölkið kont unt borð. en þetta gæti hafa verið eitthvað óheppilega samansettur hópur. En það var enginn, svo ég viti til mcð einhvern hasar eða læti. Ég held að þetta hafi verið frekar þannig, að þegar taugarnar eru búnar að vera stemmdar og sfðan slökun í rest- ina, þá lætur citthvað undan eftir daginn og sennilcga maginn fyrstur," sagði Halldór. Vélinni seinkaði unt 45 mtnútur, en Halldór sagðist ekki vita af hverju sú seinkun stafaði. Hvort það hafi verið af því að erfiðlega gekk að koma farþegunt um borð, sagðist hann ekki vera kunnugur. Hann sagði að það lægi í auguni uppi að í svona dagsferðum rneð 120 manna hóp væru einhverjir óþekkir. „Petta gerðist í sólar- landaferðum fyrir ekki mörgum árum sfðan og gcrist enn þann dag í dag,“ sagði Halldór. Aðspurður sagði Halldór að jaetta hefði ekki verið tekið öðru vísi fyrir hjá þeim nema þannig að í ferðinni scm farin varsl. föstudag, þá var brugðist öðru vísi við. „Brýndum það fyrir fólki strax um morguninn að samkvæmt loft- ferðareglum mundum við ekki taka drukkið fólk um borð. Og ef fólk væri illa á sig komið þá ætti það ekki von á því að fá mikla þjónustu frá okkur í fluginu sjálfu,“ sagði Ffalldór. „Ég hcld að þetta hafi verið meira þannig að fólkið hafi bara ekki þolað daginn, verið búið að drekka rnikinn bjór og orðiö lasið þegar það settist niður. Það er ekki auðvelt fyrir aðra farþega og ekki síst áhöfnina sem þarf að standa f málunum og hafa marga veika. Það er ekki geðslegt fyrir flugvél- ina,“ sagði Halldór. ,.Við báðum fararstjórann í stðari feröinni að brýna það fyrir fólki aö fara var- lega. Enda var sú ferð alveg til sóma.“ -ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.