Tíminn - 03.11.1988, Síða 20
RIKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu
S 28822
Átjan man. 1: Dinding
,5%
| SAMVINNUBANKINN |
I L A S 7*^
'A/
ÞRDSTUR
68 50 60
VANIRMENN
Tíminn
Finnur Ingólfsson flyturfrumvarpertryggirstöðunámsmannagagnvart peninga-
valdinu og vill tryggja að:
Ráðherra komi ekki
aftan að námsmönnum
Sjálfstæðismenn hafa átt menntamálaráðherra í undan-
förnum þremur ríkisstjórnum. Á því tímabili hefur reikn-
aður framfærslukostnaður námsmanna verið skertur um
20%. Þetta hefur leitt til þess að margir námsmenn hafa
þurft að hrökklast frá námi og lent í vandræðum vegna
fjárhagsvandræða. Á sama tíma og ráðherrar Sjálfstæðis-
flokksins skertu með reglugerðum framlög til lánasjóðsins
gerðu þeir námsmönnum með háar tekjur kleift að taka
lán úr lánasjóðnum. Aukning á Iánum til hátekjumanna
nam því sem næst sömu upphæð og skerðingin á fram
færslukostnaði þeirra sem þurftu á lánunum að halda.
hans. Þetta er gert til að mennta-
málaráðherra geti ekki fyrirvara-
laust komið aftan að námsmönnum
og skert námslánin án nokkurs
samráðs við þá eins og gert hafur
verið. í ákvæðum tii bráðabirgða-
laga sem fylgir frumvarpinu er gert
ráð fyrir að nefndin taki þegar til
Petta kom fram í máli Finns
Ingólfssonar varaþingmanns, en
hann situr nú á þingi fyrir Guðm-
und G. Þórarinsson þingmann
Framsóknarfiokksins í Reykjavík.
Hann mælti fyrir frumvarpi í neðri
deild um breytingu á lögum um
námslán og námsstyrki sem hann
flytur ásamt Páli Péturssyni og
fleirum. Það gerir ráð fyrir að
skipuð skuli nefnd er fjalli um
tillögur um breytingar á útreiknuð-
um framfærslugrunni námsmanna
áður en þær taka gildi. í nefndinni
skulu sitja fulltrúi menntamála-
ráðuneytis, fulltrúi námsmanna
auk hagstofustjóra eða fulltrúa
starfa og leggi mat á framfærslu
námsmanna eins og hún er við
gildistöku laganna samanborið við
framfærslu námsmanna eins og hún
var í maí 1982 þegar lög um
námslán og námsstyrki tóku gildi.
Við umræðurnar kom fram mikil
gagnrýni á fyrrverandi mennta-
málaráðherra Birgi ísleif Gunnars-
Finnur Ingólfsson varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík
gagnrýndi framkomu menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins í garð
námsmanna á undanförnum árum, á Alþingi í gær. En þeir hafa skert lán
til framfærslu námsmanna um 20% að raungildi síðan 1982.
son fyrir að hafa gengið á megin
markmið Lánasjóðs íslenskra
námsmanna með því að hækka
tekjuhámark lántakenda og færa
þannig peningana frá þeim fátæku
til hinna ríku, eins og Finnur
orðaði það. Þá gagnrýndi Svavar
Gestsson núverandi menntamála-
, ráðherra sjálfstæðismenn fyrir hug-
myndir þeirra um að taka vexti af
námslánum og lýsti stuðningi sín-
um við frumvarpið. Það vakti
einnig athygli að þegar Finnur
hugðist leggja þetta sama frumvarp
fram síðastliðinn vetur, lagðist þá-
verandi ráðherra menntamála
Birgir ísleifur eindegið gegn því að
það yrði gert og taldi slíkt persónu-
lega móðgun við sig. Verður slíkt
að teljast furðuleg afstaða þar sem
að með þessu er einungis farið
fram á að almennir mannasiðir
verði viðhafðir í samskiptum
námsmanna og ráðuneytisins, eins
og Páll Pétursson benti á. Þeir sem
tóku til máls voru sammála um að
hér væri á ferðinni tímabært mál og
bæri að flýta afgreiðslu þess svo
sem unnt væri. -ág
Hugsjón undirbýr framleiðslu á fræðslu-
myndum um kynlíf:
Kynlífsfræðsla
í fimm þáttum
Fimm fræðslumyndir um kynlíf
eru nú í undirbúningi hjá kvik-
myndafyrirtækinu Hugsjón. Áætl-
að er að myndirnar verði að hluta
til leiknar og að hluta tii teikni-
myndir og taki um 45 til 60 mínútur
í sýningu. Fyrsta myndin sem fjall-
ar um öruggara kynlíf er væntan-
leg þann 1. mars og er ætlunin að
hinar myndirnar fjóra fylgi fast í
kjölfarið.
Hinar myndirnar fjóra fjalla um
Unglinga og kynlíf, Fatlaða og
kynlíf, Aldraða og kynlíf, og að
gera gott kyniíf betra.
Hugsjón hefur fengið helstu kyn-
fræðslusérfræðinga hér á iandi, þær
Jónu Ingibjörgú Jónsdóttur kyn-
fræðing og Sóley Bénder hjúkrun-
arfræðing, sem m.a. hefur unnið
kynfræðsluefni fyrir landlækni, til
aðstoðar við gerð handrits að
myndunum. Þá hefur Hugsjón
fengið Dr. Mark Schoen til liðs við
sig til ráðgjafar, en hann rekur nú
eigið dreifingarfyrirtæki sem leigir
og selur kynfræðslumyndir.
Að sögn Sonju B. Jónsdóttur
hjá Hugsjón er ekki ráðið hvort
íslendingar komi til með að leika í
myndunum. Ætlunin mun vera að
nota mikið til teikningar og jafnvel
að fá erlendis frá efni í myndirnar,
þar sem þá væru erlendir aðilar í
hlutverkunum. Hún sagði að nú
væru þau að skoða myndir sem
Schoen hefði komið með og væri
ætlunin að taka mið af því hvernig
þeir hefðu leyst þessi mál og miða
við það sem vel hefði tekist til,
enda væri ekki hægt að bjóða fólki
hvað sem væri.
Kynlífsfræðslumyndirnar eru
ætlaðar til fræðslu í skólum, heil-
brigðisstofnunum sem og til al-
mennrar fræðslu. Hugsjón hyggst
ná samningi við bókaforlag um að
dreifa myndinni í gegn um bóka-
Kirkjuþing tekur ekki endanlega afstööu til frumvarps um skipan prestakalla:
Verði kynnt meðal
presta og safnaða
Aðalmál kirkjuþings, frumvarp til
laga um skipan prestakalla og próf-
astsdæma og um starfsmenn þjóð-
kirkjunnar kom til annarrar umræðu
á kirkjuþingi í gær. Gert er ráð fyrir
að frumvarpið verði sent til kynning-
ar til safnaða og presta, og að
kynningu lokinni mun kirkjuráð
taka til athugunar hvort það sér
ástæðu til að leggja það að nýju fyrir
kirkjuþing. Þá er einnig gert ráð
fyrir allt að tíu ára aðlögunartíma.
„Þess ber að gæta að ekki er gert
ráð fyrir því að fækka prestsembætt-
um á landsbyggðinni þegar til heild-
arinnar er litið, heldur koma svo
kallaðir farprestar í staðinn, sem
hefðu þá þjónustu í prófastsdæmun-
um,“ sagði sr. Jón Einarsson.
Nefndin sem vann að frumvarpinu
gerði ráð fyrir að prestaköllum yrði
fækkað um sjö og þar af átti að
fækka um tvö í Rangárvallarpróf-
astsdæmi. Þá var Iagt til að tekið yrði
upp eitt prestakall í Þorlákshöfn. Sr.
Jón sagði að þeir hefðu neitað því
alfarið að fækkað yrði um tvö í einu
í Rangárvallaprófastdæmi og átti
hann ekki von á að það yrði ofaná.
Ýmsum málum var vísað heim í
hérað, s.s. var hugmyndinni um
skiptingu Reykjavíkurprófastsdæm-
is vísað til presta í prófastsdæminu.
Mjög skiptar skoðanir munu vera
um þetta meðal presta prófasts-
dæmisins, hvort eigi yfir höfuð að
vera að skipa því og þá hvað þau eigi
að heita.
Helsta nýmælið er að vígslu-
biskuparnir fái aukin störf og sitji á
hinum fornu stöðum á Hólum og
Skálholti. Þeir yrðu þjónandi prestar
á stöðunum, en hefðu jafnframt
ákveðin biskupsstörf, yrðu eins kon-
ar aðstoðar biskupar. Þá biskupi
fyrst og fremst til ráðuneytis og
aðstoðar. Menn voru mjögsammála
um þetta mál, nema það ef umdæmið
verður látið ná yfir allt hið forna
umdæmi Skálholts, þ.e. einnig yfir
Reykjavík og Reykjanes, sem prest-
ar í Reykjavík gerðu athugasemd
við.
Kirkjuþingi verður slitið í dag og
mun ofangreint frumvarp verða tek-
ið til atkvæðagreiðslu.
-ABÓ
1