Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. nóvember 1988
Tíminn 7
Fisksölur á Bretlands- og Þýskalandsmarkaði
vikuna 31. október til 4. nóvember:
Heildarverðmæti
um 174 milljónir
Ríflega 2710 tonn voru seld af
flski á Bretlands- og Þýskalands-
markaði í síðustu viku. Heildarverð-
mæti aflans var um 174 milljónir
króna. Þar af voru um 1403 tonn
seld úr gámum eða fyrir sem svarar
um 97 milljónir króna.
Fjórir bátar seldu afla á Bretlandi
í liðinni viku, samtals 631 tonn. Það
voru Sléttanes IS (220 tonn), Gullver
NS (155 tonn), Sigurey BA (137
tonn) og Þórhallur Danielsson SF
(117 tonn). Heildarverðmæti aflans
var tæpar 42 milljónir króna. Aflinn
var þannig samsettur að 558 tonn
voru af þorski, meðalverð 65 krónur,
54 tonn af ýsu, meðalverð 81,51
króna, 7,9 tonn af ufsa, meðalverð
44,43 króna, karfi 1,1 tonn, meðal-
verð 40,43 krónur, 2,7 tonn voru
seld af grálúðu, meðalverð 92,12
tonn og 6,6 tonn voru af blönduðum
afla og fékkst 51,87 meðalverð á
kílóið.
1.403 tonn voru seld á Bretlands-
markaði í síðastliðinni viku. Þar af
var þorskur 733 tonn, meðalverð
65,07 krónur, 340,6 tonn af ýsu,
meðalverð 75,44 króna, 28 tonn af
ufsa, meðalverð 48,78 krónur, 14
tonn af karfa, meðalverð 49,45
krónur, 189 tonn af kola, meðalverð
72,58 krónur, 14,8 tonn af grálúðu,
meðalverð 58,84 krónur og 82,8
tonn af blönduðu og fékkst 86,24
króna meðalverð á kíló. Heildar-
verðmæti gámasölunnar var rúmar
97 milljónir.
í Þýskalandshöfnunum Cuxhaven
og Bremerhaven lönduðu fjórir bát-
ar í liðinni viku, samtals676 tonnum.
Heildarverðmæti aflans var 34,8
ísað í gáma.
milljónir króna. Ögri RE landaði
167 tonnum, meðalverð fyrir aflann
var 59,66 krónur, Happasæll KE
landaði 98 tonnum, meðalverð 40,37
krónur, Snæfugl SU landaði 212,8
tonnum og fékk 49,92 króna meðal-
verð og Barði NK landaði 197 tonn-
um og fékk 51,90 króna meðalverð.
Aðaluppistaðan í aflanum var karfi
(354,7 tonn) og ufsi (247 tonn).
Meðalverðið fyrir karfann var 62,65
krónur og fyrir ufsann 39,24 krónur.
-ABÓ
Fjárlagafrumvarpið:
Heimildir til ráðherra
um kaup og sölur eigna
í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1989 sem lagt hefur verið fram
á Alþingi, er fjármáíaráðherra veittar heimildir til ráðstöfunar
á ákveðnum fasteignum í eigu ríkisins. Þá er ráðherra einnig
veitt heimild til að kaupa fasteignir og heimild til lántöku sem
standa eigi straum af þeim kaupum, svo dæmi séu tekin.
í 6. grein fjárlagafrumvarpsins
kemur fram að ríkisstjórninni er
heimilt:
Að breyta fjárhæðum tekju- og
gjaldamegin ef lög verða staðfest frá
Alþingi 1989 sem hafa í för með sér
tekjur eða gjöld fyrir ríkissjóð. Þá
eiga allar fjárveitingar, sem ekki eru
ákveðnar í lögum öðrum en fjárlög-
um, forsetaúrskurðum eða öðrum
gildandi ákvörðunum að gilda aðeins
fyrir fjárhagstímabilið.
Að ákveða að Landsíminn inn-
heimti ekki stofngjöld síma árið
1989 hjá allt að 50 blindum einstakl-
ingum, eftir tilnefningu Blindrafé-
lagsins í Reykjavík. Tilskilið er að
þessir einstaklingar séu fyrirvinnur
heimilis eða vinni einir á vinnustað.
Að ákveða að Landsíminn inn-
heimti ekki stofngjöld og afnota-
gjöld síma árið 1989 hjá allt að 50
fötluðum einstaklingum, eftir til-
nefningu Sjálfsbjargar, landsam-
bands fatlaðra.
í sömu grein fjárlagafrumvarpsins
kemur fram að fjármálaráðherra sé
heimilt:
Að stofna til tímabundins yfir-
dráttar á viðskiptareikning ríkis-
sjóðs í Seðlabankanum á árinu 1989
vegna árstíðabundinna sveiflna í
fjármálum ríkisins og semja ef með
þarf um greiðslu yfirdráttarskuldar
og um lánskjör.
Um eftirgjöf annarra gjalda en
aðflutningsgjalda og sölugjalds segir
að fjármálaráðherra sé heimilt:
Að endurgreiða upphæð jafnháa
skemmtanaskatti af fé sem aflað er
með samkomum og rennur til efling-
ar slysavörnum hér við land og til
byggingar dvalar- og hjúkrunar-
heimila aldraðra.
Að fella niður eða endurgreiða
stimpilgjöld af skuldabréfum sem
skipasmíðastöðvar eða útgerðaraðil-
ar gefa út til viðskiptabanka vegna
endurlána bankanna á erlendum lán-
um sem tekin eru með samþykki
Fiskveiðasjóðs til nýsmíði fiskiskipa,
endurbóta hvers konar, þar með
talin tækjakaup og vélaskipti.
Að fella niður stimpilgjöld af
veðskuldabréfum sem út kunna að
verða gefin vegna skipakaupa, enda
veiti Fiskveiðasjóður ekki lán til
kaupanna. Hámarksfjárhæð þeirra
skuldabréfa, sem heimilt er að fella
niður stimpilgjöld af, skal miðast við
sama hlutfall af verði skips og Fisk-
veiðasjóður lánar út á við kaup á
skipum er falla undir almennar út-
lánareglur hans.
Heimild fjármálaráðherra
til ráðstöfunar á eignum
Um ráðstöfun eigna í sjöttu grein
fjárlagafrumvarpsins segir að fjár-
málaráðherra sér heimilt:
Að selja fasteignina að Skútuvogi
7, Reykjavík.
Að selja húseignina Hrísholt 8,
Selfossi.
Að selja eignarlóð Rafmagns-
veitna ríkisins sem liggur að Gránu-
félagsgötu og Grímseyjargötu á
hafnarsvæði Akureyrar.
Að selja fasteignina Hafnargötu
11, Seyðisfirði.
Að selja húseignina Laugar-
brekku 22, Húsavík.
Að selja bóknámsdeildarhús Iðn-
skólans í Hafnarfirði við Reykjavík-
urveg.
Að selja eignarhlut ríkisins í fast-
eigninni að Hafnarstræti 6 á ísafirði.
Að selja grænfóðurverksmiðjuna
Fóður og fræ í Rangárvallasýslu.
Að selja verksmiðjuhúsnæði,
ásamt vélbúnaði og tækjum í eigu
Síldarverksmiðja ríkisins á Húsavík.
Að selja íbúðarhúsnæðið að Sig-
túni, Grímsey, Eyjafjarðarsýslu.
Að selja gamla skólastjórabústað-
inn á Bíldudal.
Að selja íbúð ríkisins í húseign-
inni að Bröttuhlíð 5, Hveragerði.
Að selja húseignina að Bæ III,
Andakílshreppi, Borgarfjarðar-
sýslu.
Að selja skrifstofuhúsnæði skatt-
stofunnar og bæjarfógetans á ísa-
firði, en eins og kunnugt er hafa
þessir aðilar nýlega flutt í nýtt stjórn-
sýsluhús sem byggt hefur verið
staðnum.
Að selja húsnæði ÁTVR að Eyr-
argötu 25 á Siglufirði.
Að selja húsnæði ÁTVR við
Laugarásveg f Reykjavík, en sem
kunnugt er hefur ÁTVR opnað nýja
útsölustaði í Mjódd og Kringlunni.
Að afhenda hlutaðeigandi sveitar-
félagi eða sveitarfélögum eignir
landshafnanna á Rifi, Þorlákshöfn
og f Keflavík og Njarðvík.
Að selja Reykjavíkurborg allt að
57 ha af landi Póst- og símamála-
stofnunarinnar í Gufunesi.
Að selja hlut Póst- og símamála-
stofnunarinnar í húseigninni Arnar-
bakka 9 í Reykjavík og húseign
stofnunarinnar að Blöndubyggð 10 á
Blönduósi.
Að selja húseign Rafmagnsveitna
ríkisins við Grundargerði í Ólafsvík.
Að selja húseignina Seljaveg 32 í
Reykjavík þar sem Vitamálaskrif-
stofan var til húsa og verja hluta
andvirðisins til að byggja upp að-
stöðu Vita- og hafnarmálastofnunar
í Kópavogi.
Að lokum er þess getið í þessum
kafla fjárlagafrumvarpsins að ráð-
herra sé heimilt að selja íbúðir í eigu
ríkissjóðs við Grænás á Keflavíkur-
flugvelli.
Fasteignakaup og
lántökuheimildir
í sjöttu grein fjárlagafrumvarpsins
kemur einnig fram hvaða fasteignir
og lántökur eru fjármálaráðherra
heimilar. Fjármálaráðherra erheim-
ilt:
Að kaupa húnæði fyrir Skattstofu
Norðurlands eystra og taka til þess
nauðsynleg lán.
Að kaupa jörðina Gunnólfsvík I
og II í Skeggjastaðahreppi í N-Múla-
sýslu og taka til þess nauðsynleg lán.
Að kaupa húsnæði til nota fyrir
lögreglustöð á Raufarhöfn og taka
til þess nauðsynleg lán.
Að kaupa Hótel Valhöll á Þing-
völlum og taka til þess nauðsynleg
lán.
Að kaupa húsnæði eða semja um
aðild að byggingu stjórnsýsluhúss á
Akranesi til nota sem skrifstofu-
húsnæði fyrir ýmsar stofnanir ríkis-
ins og taka til þess nauðsynleg lán.
Að kaupa lóð og útihús við Nes-
stofu á Seltjarnarnesi og taka til þess
nauðsynleg lán.
Að kaupa húsnæði fyrir heilsu-
gæslulækni í Ólafsvík og taka til þess
nauðsynleg lán.
Að kaupa húsnæði fyrir heilsu-
gæslustöð í Grindavík og taka til
þess nauðsynleg lán.
Að kaupa skrifstofuhúsnæði fyrir
Stjórnarráð fslands og taka til jsess
nauðsynleg lán.
Að kaupa húseignir í nágrenni við
Menntaskólann í Reykjavík og taka
til þess nauðsynleg lán.
Áð kaupa húsnæði fyrir ríkisstofn-
anir og taka til þess nauðsynleg lán
ef fullreynt þykir að ekki fáist fyrir
þær leiguhúsnæði á viðunandi leigu-
kjörum að mati fjárlaga- og hag-
sýslustofnunar.
Að kaupa kennarabústað á Eið-
um, svonefnt Þórarinshús, og taka
til þess nauðsynleg lán.
Áð kaupa húsnæði á Höfn í
Hornafirði til nota fyrir sóknarprest
Bj arnanesprestakalls.
Að lokum er gert ráð fyrir að
fjármálaráðherra sé heimilt að
kaupa lóð í Mjódd í Reykjavík og
taka til þess nauðsynleg lán.
Ýmsar heimildir
í sjöttu grein fjárlagafrumvarpsins
er einnig getið ýmissa heimilda
fj ármálaráðherra. Fj ármálaráðherra
er heimilt:
Að heimila Heyrnar- og talmeina-
stöð íslands að taka lán hjá Atvinnu-
leysistryggingasjóði vegna kaupa á
búnaði og tækjum til hávaðamælinga
á vinnustöðum í samræmi við reglu-
gerð.
Að ábyrgjast lán að fjárhæð allt
að 14.000 þús. kr. eða veita veð-
heimildir að sama marki í fasteign-
um ríkissjóðs á Bernhöftstorfu í
Reykjavík til minjaverndar í því
skyni að ljúka byggingaframkvæmd-
um á Bernhöftstorfu.
Að kaupa dagblöð fyrir stofnanir
ríkisins allt að 250 eintökum af
hverju blaði umfram það sem veitt
er til blaðanna í 4. gr. frumvarpsins.
Að fella niður eða endurgreiða
aðflutningsgjöld og söluskatt af sjálf-
virkum símstöðvum, fjölsímum,
jarðsímum og radíótækjum sem flutt
eru til landsins á vegum Póst- og
símamálastofnunarinnar. Tekið er
fram að fjármálaráðuneytið setji
nánari reglur um framkvæmd þessa
ákvæðis.
Að fella niður allt að 10 m. kr. af
vanskilum Grindavíkurhafnar að
lokinni frekari athugun á fjármálum
hennar og að fengnu samþykki fjár-
veitinganefndar Alþingis.
Að ábyrgjast með einfaldri ábyrgð
lán sem Seyðisfjarðarkaupstaður
kann að taka að upphæð allt að 24
m. kr. til byggingar dráttarbrautar.
Að greiða bætur til þeirra sem
sýkst hafa af alnæmi við blóðgjöf hér
á landi fyrir 1986. Tekið er fram að
bæturnar ákveðist af fjármálaráð-
herra í samráði við heilbrigðisráð-
herra.
Að greiða mismun á trygginga-
verði áburðarflugvélar og kaupverð
annarrar áburðarflugvélar.
Að semja við sóknarnefnd Naut-
eyrarkirkju um uppgjör vegna af-
hendingar kirkjunnar.
Að semja við Grýtubakkahrepp
um uppgjör skuldar vegna yfirtöku
ríkisins á eignarhluta hreppsins (
Stórutjarnarskóla.
Að ábyrgjast lán með einfaldri
ábyrgð, að höfðu samráði við heil-
brigðisráðherra, sem sveitarfélög
óska að taka til þess að ljúka brýnum
verkþáttum á sviði heilbrigðismála,
enda liggi fyrir samþykki fjárveit-
inganefndar.
Að semja um greiðslu á ógreidd-
um hlut ríkisins vegna framkvæmda
við heilsugæslustöðvar fyrir Reyk-
víkinga að tilskildu samþykki fjár-
veitinganefndar.
Að hafa makaskipti á hlut ríkis-
sjóðs í heilsugæslustöðinni í Vogum
og sambærilegri eign. -ABÓ