Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 9
Miövikudagur 9. nóvember 1988 Tíminn 9 llllllllllllllll VETTVANGUR Sigurður Lárusson, Gilsá: bií hmcnichiÁí e aim hnAiilíclðcl hiíM ^rll ni(6gí1lgpjUO 9 triii íiiiuyKsiasi nu Mér hefur oft undanfarna daga komið í hug þessi ljóðlína úr kvæði Stephans G. Stephanssonar um Búastríðið, þegar ég hef heyrt sagt frá áróðursstríði grænfriðunga í Þýskalandi varðandi hvaladráp Is- lendinga. Mest hefur mig þó furðað á því, hvað flestir fréttamenn Ríkisútvarps og Sjónvarpsins, hafa verið iðnir við að útmála þetta uppátæki grænfriðunga í flestum fréttatímum þessara fjölmiðla og meðal annars sýnt í sjónvarpinu hvalskurð til frekari áréttingar þessum fréttum, rétt eins og nú stæði hvalvertíðin sem hæst. Þó fannst mér fyrst keyra um þverbak á rás 1 í dag. Fyrst í fréttayfirliti vikunnar 9.30 til 10. Síðan í þætti Páls Heiðars Jónssonar „Á milli mála“ milli 11 og 12 og loks í þættinum „Hér og nú“ kl. 13.10. Það skal þó tekið fram að í síðast- nefnda dagskrárliðnum var fjallað um þessi mál af meiri hófsemi og á hlutlausari hátt en í hinum tveim- ur. Á liðnum dögum hefur verið mikið gert úr ræðu sem rektor Háskóla íslands flutti nýlega. En í þættinum „Hér og nú“ fannst mér hann draga mikið í land, ef rétt hefur verið haft eftir honum í ríkisfjölmiðlunum að undanförnu. I dag taldi hann ekki tilefni til að hætta við það fjögurra ára rann- sóknarverkefni sem er í gangi varð- andi hvalina, að öðru leyti en því, að veiða ekki hvali nú í sumar. Með öllu þessu moldviðri sem þeytt hefur verið upp hér á landi síðustu vikurnar, jafnvel og ekki síst á hinu háa Alþingi, með móð- ursýkislegu kjaftæði, sem síst hæfir alþingismönnum, hefur að sjálf- sögðu verið lagt beitt vopn í hendur þýskum grænfriðungum og einnig í Bandaríkjunum, eins og glöggt kom fram í hádegisfréttum á rás 1 í Ríkisútvarpinu í dag. Þar var sagt, að á vegum Bandaríkjastjóm- ar hefði nú nýverið verið sendur fulltrúi til Japans til að reyna að telja Japana á að hætta að kaupa hvalkjöt af Islendingum, þrátt fyrir að utanríkisráðherra þeirra lofaði utanríkisráðherra íslands nýlega óbreyttri stefnu Bandaríkjanna vegna hvalveiða íslendinga. Mér finnst nærri óskiljanlegt hvað þýsk- ir grænfriðungar reyna með öllu móti að sverta íslendinga vegna þeirra fáu hvala, sem veiddir hafa verið í vísindaskyni hér við land, og þrástagast á að þessi dýr séu í útrýmingarhættu. Nú er ráðgerð hvalatalning á næsta ári og mér hefur skilist á fréttum að Bandaríkjamenn ætli að senda flugvél til að taka þátt í þessari talningu. Ef til vill væri rétt að bjóða grænfriðungum að senda fulltrúa til þess að fylgjast með þessari talningu. Mig grunar að lætin í þeim núna séu fyrst og fremst gerð til að koma í veg fyrir þessa talningu, því þeir óttist að í ljós komi að þessum hvalategund- um, sem telja á, stafi engin hætta af veiðum íslendinga. Þá væru vopnin slegin úr höndum grænfrið- unga í þessum mfílum, ef svo færi. Hrefnuveiðum hefur verið hætt hér við land nú síðustu árin, en margir sjómenn telja að svo mikið sé af hrefnu í sjónum umhverfis landið að nauðsyn beri til að hefja þær veiðar að nýju. Þeir telja að ein fullorðin hrefna éti um 40 tonn af fiski á ári, samkvæmt útvarps- fréttum. Það getur því hver sem vill reiknað út hvað til dæmis 3000 hrefnur éta á ári svo einhver tala sé nefnd. En væntanlega kemur í ljós við talninguna hvað þessi dýr eru mörg. Ég er hér alls ekki að mæla með að hrefnuveiði sé tekin upp fyrr en talning hefur farið fram og þá því aðeins að stofninn þoli veiði að nýju. Ég held að allur þessi hasar út af hvalveiðum fslendinga sé settur á svið til að kúga litla þjóð. Af hverju snúa þessir menn sér ekki af meiri hörku gegn hvalveiði stóru þjóðanna? Mér kemur enn í hug ljóðlína úr sama kvæði og grein þessi ber nafn af, en þar kemur fram meðal annars þessi ljóðlína „þvf bleyðiverk það kallar hver að kúgi jötunn lítinn dverg". Ég tel að vel komi til greina að veiða í sumar aðeins helming þeirra hvala sem veiddir voru í fyrra. Hins vegar tel ég ekki koma til greina að hætta alveg hvalveið- um nú á þessu ári. Slík uppgjöf stýrir ekki góðri lukku. Komi hins- vegar í ljós við væntanlega hvala- talningu í sumar, að einhverjir hvalastofnar séu í útrýmingar- hættu, tel ég sjálfsagt að banna veíði á þeim. En mér finnst fráleitt að láta þessi samtök, eða verslun- arauðhringa, hræða okkur frá því að ljúka vísindaáætluninni, með allskonar hótunum. Og mér finnst einnig ámælisvert af alþingis- mönnum að leggja fram tillögur á Alþingi til stuðnings þessum er- lendu öflum á meðan þessi mál eru á jafn viðkvæmu stigi og raun ber vitni um. Hvað hefði skeð ef við hefðum látið undan hótunum Breta í landhelgisdeilunni þegar þeir settu á okkur löndunarbann á fiski? Ég er ansi hræddur um að fjárhag íslendinga væri þá illa kom- ið nú. Ég held að það fólk, sem vill beygja sig í duftið fyrir hótunum grænfriðunga og verslunarauðvaldi Þýskalands, hefði gott af að lesa kvæði Stephans G. um Búastríðið og líka kvæði Tómasar Guðmunds- sonar, „Að Áshildarmýri", en þar segir meðal annars: „En hvaðan kom þeim sá styrkur sem stór- menni brást? Hvað stefndi þeim hingað til viðnáms ofbeldi þungu? Oss grunar það jafnvel að orð eins og föðurlandsást hafi æði sjaldan legið þeim mönnum á tungu? En þeim var eðlisbundin sú blóðsins hneigð, er bregst gegn ofríki og nauðung án hiks og kvíða, og því verður aldrei til samnings við órétt- inn sveigð, að samviskan ein er það vald er frjálsir menn hlýða." Og síðar í sama kvæði: „En gæt þess að sagan oss dæmir til feigðar þá fyrst er frelsi og rétti vors lands stendur ógn af oss sjálfum". Góðir íslendingar, festið ykkur í minni þessar Ijóðlínur stórskáldsins. Það virðist vera að grænfirðung- ar hugsi meira um líf nokkurra tuga af hvölum en þúsundir manns- lífa. Eða hver er barátta þeirra gegn hryðjuverkum og manndráp- um í hinum ýmsu löndum? Þar mætti nefna mörg lönd, en ég tek sem dæmi Líbanon og níðingsverk ísraelsmanna á Aröbum, einkum á vesturbakka Jórdan og á Gaza- svæðinu og þá sér í lagi morð þeirra á börnum og unglingum þar. Að lokum langar mig til að spyrja ykkur sem hafið fundið hvöt hjá ykkur til að styðja þessa her- ferð grænfriðunga gegn íslending- um. 1. Hafa grænfriðungar gert eitthvað raunhæft í sambandi við hinn mikla seladauða nú í sumar í Eystasalti, Norðursjó og víðar? Það eru þó líka sjávarspendýr. 2. Hafa grænfriðungar í Þýskalandi varað fólk við að borða fisk úr þessum hafsvæðum? 3. Hafa grænfriðungar gert eitthvað raun- hæft til að forða því að kjarnorku- úrgangi sé fleygt í höfin, til dæmis með hótunum um viðskiptabönn á viðkomandi þjóðir? 4. Hvað hafa grænfriðungar gert í því að koma í veg fyrir að súrt regn eyðileggi skóga og lífríki í vötnum í stórum stíl til dæmis í Þýskalandi og víðar? Svona mætti lengi spyrja og svara, maður líttu þér nær. Eru kannski öll þessi læti út af því að Paul Watson bar bannað að koma til íslands? Mig langar að enda þessar línur með Ijóðlínum úr kvæði eftir stór- skáldið Einar Benediktsson: „Já hver er vor dómstóll? I hræsnarans kverk, hraksins, er þýlundin tignar." Gilsá, 29.10. 1988 Sigurður Lárusson llllllil BÆKUR TÓNLIST Hroki og hleypidómar Bókaútgáfa Máls og menningar hefur sent frá sér skáldsöguna Hroki og hleypidómar eftir ensku skáld- konuna Jane Austen, í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Þessi saga kom fyrst út árið 1813 og hefur löngum verið talin til sí- gildra bókmennta í Bretlandi. Hún er öðru fremur ástarsaga og hefur orðið fyrirmynd margra slíkra, en hún varpar líka merkilegu Ijósi á enskt mannlíf og samfélag í upphafi 19. aldar. Jane Austen tilheyrði þeim raunsæishöfundum sem vildu gefa sem heillegasta mynd af um- hverfi sínu, sýna fólk í daglegu lt'fi þess, gera sem besta grein fyrir siðvenjum manna. I eftirmála við bókina segir þýðandinn, Silja Aðal- steinsdóttir: „Söguefni hennar er ævinlega margvísleg mannleg sam- skipti í daglegu lífi og rauði þráður- inn ástir og örlög ungra kvenna, ævinlega séð frá kímilegri hlið. Sög- urnar eru „gamansögur“ á sama hátt og Draumur á Jónsmessunótt og h/ROKI oc HLEÝPIDÓMAR. mörg önnur leikrit Shakespeares eru „gamanleikir“.“ Hroki og hleypidómar er þekkt- asta skáldsaga Jane Austen. íslenska útgáfan er 315 blaðst'ður að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Odda. Kápu gerði Robert Guillemette. Íslenskir utangardsunglingar - Vitnisburður úr samtímanum Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina íslenskir utan- garðsunglingar - Vitnisburður úr samtímanum, sem SigurðurÁ. Frið- þjófsson hefur tekið saman. Bókin geymir tíu frásagnir af lífsbaráttu óharðnaðra unglinga. Unglingarnir, sem segja frá, hafa af einhverjum ástæðum kiknað undan ofurálagi t lífinu. Sum hafa farið of geyst, ætt beint af augum án þess að huga að stefnunni, þar til þau voru komin í blindgötu sjálfseyðingarinnar. Önn- ur urðu fórnarlömb ofbeldis og skeytingarleysis, enn önnur guldu þess beinlínis að vera öðruvísi en fjöldinn. Hér er rætt við það fjölmarga fólk sem vinnur ráðgjafar- og hjálparstarf meðal íslenskra unglinga, oft á tíð- um við lítinn skilning þeirra sem með völd fara hér á landi. En fyrst og fremst er það unga fólkið sem hefur orðið: - Þau sem hvergi eiga höfði sínu að halla. - Unglingar sem leiddust út á afbrotabraut. - Kornungirvímuefnaneytendur. - Fórnarlömb kynferðisofbeldis. - Samkynhneigðir unglingar. - Fórnarlömb eineltis í skólum. - Fatlaðir unglingar. I frétt frá FORLAGINU segir m.a.: „Hér er sagt frá lífi sem oft er reynt að þegja í hel í þjóðfélagi sem á hátíðastundum á það til að kalla sig „hamingjusömustu þjóð í heirni". Bók þessari er ætlað að skírskota til allra þeirra sem láta sig mannleg örlög einhverju varða og hvernig búið er að ungu fólki á íslandi." íslenskir utangarðsunglingar er 160 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Guðrún Ragnarsdóttir hannaði kápu. ManúelaWiesler Hinn 1. nóvember hélt Manúela Wiesler einleikstónleika á vegum Tónlistarfélags Kristskirkju. Þar flutti hún þrjú verk, fyrst 32 tilbrigði um „Bjarna sáluga bróður ntinn", Lés Folies d’Espagne eftir Marin Maries (1656-1728), þá Sónötu eftir Ingvar Lidholm (f. 1925), eitt þekkt- asta nútímaskáld Svía, og loks Storm eftir sjálfa sig, samið 1982. Manúela er dæmalaus listamaður - hugtök eins og tækni og tónn virðast ekki eiga við lengur; það er rétt eins og hljóðfærið sé hluti af listamanninum og hún flytji tónlist- ina jafn áreynslulítið og að anda. En vafalaust er allt þetta þaulhugsað hjá henni: tónleikar sem þessir eru e.k. „leikhús" hjá Manúelu , þar sem hún sjálf, kirkjan, lýsingin og jafnvel áheyrendur sjálfir, eru hluti af konsertnum. Nú skilst mér að vísu, að von sé á plötu með leik hcnnar, og þá verður hún væntan- lega að höfða til eyrna áheyrenda einna saman. En það kemur ekki þessum tónleikum við. „Stormur“ er hennar eigiðverk, eins og áður kom fram, og hefur hún leikið það víða um lönd en flutti það nú í fyrsta skipti á Islandi. Það væri svo sem eftir henni að sveifla sér yfir það haft líka að vera bundin hugsun- um og hugmyndum tónskálda, rétt eins og hún virðist vera búin að losa sig úr viðjum allra tæknivandamála. Það eru einungis allra stærstu lista- menn sem alltaf koma á óvart, alltaf koma með eitthvað nýtt, er alltaf að fara fram. Sig.St. Helga Ingólfsdóttir Háskólatónleikar eru nú í fullri sveiflu - hádegistónleikar á hverjum miðvikudegi í Norræna húsinu - og miðvikudaginn 2. nóvember hélt Helga Ingólfsdóttir eins konar inn- hverfa íhugun fyrir sembal. Tón- leikarnir voru byggðir utan um verk Leifs Þórarinssonar , „Da“ fantasíu frá 1979, sem kunnugir segja mér að sé eitt allrabesta nútíma-sembalverk sem til er. Sem ég get vel trúað. Listakonan lýsir verkinu í tónleika- skrá þannig - og betur verður það ekki gert nema þá að hlusta á það: „Eins og nafnið ber með sér er verkið fantasía um nóturnar d og a. Fantasían er í mörgum köflum. Fela sumir í sér mikil átök, aðrir byggja á einföldum laglínum. Stefin í öllum köflum eru innbyrðis tengsl. Þung- lyndi og tregi einkennir verkið og má þar finna skyldleika við verk Schuberts og Wagners“. Fjögur barokklög „römmuðu" „Da“ fantasíu inn“, fyrst og síðast var lag (ground - bassastef) eftir Purcell, hið mikla barokktónskáld Breta, en næstfyrst og næstsíðast stutt verk eftir Tomkins og Pieters- zon Sweelinck. Þetta voru hugljúfir tónleikar. Tónlistin var yfirleitt - fyrir utan nokkra átakakafla í Leifi - róleg og innhverf og þjónaði vel þeim göfuga tilgangi að lauga sálina og stilla áheyrendur til nýrra átaka í starfinu eftir hádegið. Helga er í röð okkar færustu og vönduðustu listamanna, sem með leik sínum og öðrum störfum á einna mestan þátt í því að opna nýjan (en þó gamlan) tónlistarheim fyrir ís- lendingum - heim barokktónlistar fyrir daga Bachs. Sig.St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.