Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 9. nóvember 1988 Nýtt rækjuskip keypt til Drangsness og Hólmavíkur: Samsvarar alft að 40% aukningu í vinnslu Drangavík hf., nýstofnað hlutafélag á Drangsnesi og Hólmavík hefur fest kaup á rækjuskipinu Akurnesingi AK og verður skipið afhent nýjum eigendum á morgun. Næsta víst má ætla að skipið komi til með að bera nafn hlutafélags- ins, Drangavík. Fyrirhugað er að skipið verði gert út með óbreyttum hætti, en kvóti skipsins er rúmar 600 lestir af rækju og um 160 tonn af bolfiski. Jón Alfreðsson kaupfélagsstjóri á Hólmavík og stjórnarformaður hins nýja hlutafélags sagði í samtali við Tímann að stefnt væri að því að heilfrysta stærstu rækjuna um borð og pakka henni í umbúðir fyrir Japansmarkað, en afgangurinn yrði unninn og frystur á Drangsnesi og Hólmavík. Við Norðurland er ekki óalgengt að um 30% af rækjunni sé nógu stór til að hægt sé að senda hana á markað í Japan og því kemur um 70% inn til vinnslu á Drangsnesi og Hólmavík. Jón sagði að undan- farið hefði verið samdráttur í rækju- veiðunum og þá vantað hráefni, þannig að þetta væri hugsað til þess fyrst og fremst að afla húsunum hráefnis, en ekki að gera út á Japansrækjuna. Kvóti skipsins sam- svarar um 20- 40% aukningu á rækjuvinnslu fyrirtækjanna í Stein- grímsfirði. Stærstu hluthafar í Drangavík hf. eru útgerðarfyrirtækið Hólmadrang- ur, sem gerir út samnefndan frysti- togara, KaupfélagSteingrímsfjarðar Hólmavík og Hraðfrystihús Drangsness. Jón sagði að til að byrja með yrði meirihlutinn aðkomumenn á skipinu, en með því skapast 14 ný sjómannsstörf fyrir þessa staði, auk þess sem þjónusta ýmis konar er nauðsynleg við slík skip. Rækju- vinnsla er stærsti liður í vinnslu fyrirtækjanna á Hólmavík og Drangsnesi, en við hana vinna á milli 20 og 30 manns á Hólmavík, en á Drangsnesi um 15 til 20 manns. Drangavík er 293 brúttórúmlestir að stærð, smíðuð í Noregi 1978. - ABÓ Rekstri veitinga- staðarins Zeppelin hætt: Allt of há húsaleiga Eins og áður hefur komið fram í Tímanum var veitingastaðurinn Zeppelin innsiglaður að beiðni yfir- valda í síðustu viku. Nú hcfur eig- andinn, Gunnar Árnason ákveðið að hætta rekstri staðarins og verður hann ekki opnaður í núverandi formi á ný. Gunnar sagði að vegna of hárrar húsaleigu væri ekki grund- völlur fyrir að reka stað á borð við Zeppelin. Sagðist Gunnar marg- ítrekað hafa reynt að l'á leiguna lækkaða en án árangurs. Það sem vekur hinsvegar athygli er það að enn sem komið er hefur Gunnar ekki tilkynnt öllu starfsfólki staðarins að það þurfi ekki að mæta oftar í vinnuna og því síður hafa laun fyrir október mánuð verið greidd. - áma Innbrot í Sundlaug Húsavíkur: 25 þúsund kr. stolið Brotist var inn í Sundlaug Húsa- víkur á laugardagsmorgun og stolið þaðan um 25 þúsund krónum í peningum, sem geyntdar voru í pen- ingakassa, sem brotinn var upp. Það mái upplýstist strax þá um morgun- inn og höfðu nokkrir strákar verið þar að verki. - ABÓ Tveim bikurum stolið frá KR Tveim silfurbikurum var stolið úr bifreið þjálfara kvennaliðs KR í knattspyrnu, þar sem hún stóð fyrir utan Grundarland 15 á tímabilinu 10 til 19 á laugardag. Bikarana átti að afhenda komandi laugardag, þeirri stúlku sem talin er efnilegasti leikmaðurinn og til þeirr- ar sem er talin besti leikmaðurinn í 2. flokki kvenna hjá KR. Ólíklegt er að þessir bikarar komi til með að gagnast einhverjum öðr- um en stúlkunum sjálfum. RLR vinnur að rannsókn málsins. -ABÓ Eigendur Hugsjónar (t.h.) þau Guðmundur Kristjánsson og Sonja B. Jónsdóttir og kynlitstræðingamir Jona Ingibjörg Jónsdóttir og Dr. Mark Schoen. Tímamynd:Pietur. íslenskar fræðslu- myndir um kynlíf Eins og skýrt var frá í Tímanum fyrir skömmu hefur Hugsjón, sem er nýtt fyrirtæki í kvikmyndagerð, ákveðið að gera fimm fræðslumyndir um kynlíf. Fræðslumyndirnar fjalla um Öruggara kynlíf, Unglinga og kynlíf, Fatlaða og kynlíf, Aldraða og kynlíf og Að gera gott kynlíf betra. Til aðstoðar við gerð myndanna hefur Hugsjón fengið til liös við sig helstu sérfræðinga á sviði kyn- fræðslu hér á landi ásamt dr. Mark Schoen, bandarískum kynfræðingi sem hefur sérhæft sig í gerð fræðslumynda um kynlíf. Dr. Schoen starfaði við gerð kyn- fræðslumyndbanda og kvikmynda um fimmtán ára skeið en rekur nú eigið fyrirtæki sem leigir og selur kynfræðslumyndir til skóla, kyn- lífsráðgjafa og annarra aðila sem annast meðferð kynlífsvandamála. í viðtali við dr. Schoen kom fram að hlutverk hans varðandi gerð þessara mynda væri fyrst og fremst að miðla af reynslu sinni við gerð fræðslumynda um kynlíf. Einnig að hjálpa aðstandendum myndarinnar að gera myndir sem henta íslenskum raunveruleika og íslenskum áhorfendum. „Myndir sem gerðar eru fyrir Bandaríkja- menn henta ekki endilega hér á íslandi. Margt er mjög líkt, en svo eru atriði þar sem munur er á og menningaratriði sem taka verður tillit til.“ Dr. Schoen leggur áherslu á að mikilvægi þess að skapa rétt and- rúmsloft eða viðhorf á heimilunum þar sem umræða urn kynlíf og kynferðisleg málefni verður börn- unum eðlileg. Það sé mikilvægt að vera ekki nteð boð, bönn og for- dóma sem fyrirbyggja eðlilega um- ræðu um það sem snertir þessa þætti í mannlegu lífi. „Eðlilegast er að foreldrarnir séu uppspretta fróðleiks um það sem snertir kynlíf og hlutvcrk skólanna er að aðstoða við það, þeir ciga ekki að koma í stað foreldranna hvað þetta varðar. Ég held að allir foreldrar óski þess að geta rætt eðlilega og óhindrað um þessa hluti við börnin sín.“ Dr. Schoen tók einnig fram að gerð þessara fræðslumynda væri mjög þarft frumkvæði hér á landi. Meðal annars væri mikilvægt að eyða fáfræði og leiðrétta misskiln- ing varðandi kynlíf fatlaðra og aldraðra. Til dæmis væri sú hug- mynd algeng að fatlaðir og aldraðir hefðu hvorki hvöt eða löngun til kynlífs. „Við búum öll yfir þessum tilfinningum, það skiptir engu hvort við erum gömul eða fötluð.“ Að lokum sagði Dr. Schoen: „Mér finnst það virkilega slæmt að það þurfi hræðilegan sjúkdóm eins og AIDS til að fólk sjái mikilvægi þess að ræða kynlíf og kynferðis- tengd málefni. Kynlíf er það mikil- vægt atriði í lífi okkar að við ættum að vera nógu skynsöm til að gera okkur grein fyrir að þessi málefni skipta miklu, og þar með ræða þau án þess að neikvæðar ástæður þurfi að koma til.“ Sem fyrr segir er það fyrirtækið Hugsjón sem stendur að gerð þess- ara fræðslumynda, en það er í eigu Erlendar Garðarssonar, Guð- mundar Kristjánssonar og Sonju B. Jónsdóttur. Að sögn eigend- anna er áætlað að gerð þessara fræðslumynda komi til með að kosta átta til níu milljónir króna og er hún fjármögnuð alfarið af fyrir- tækinu. Fyrsta myndin er væntan- leg 1. mars og er ætlunin að hinar myndirnar fjórar fylgi fast í kjölfar- ið. Myndirnar eru bæði ætlaðar til fræðslu í skólum og heilbrigðis- stofnunum, en einnig til almennrar fræðslu og verður hægt að kaupa þær á VHS-spólum, en búist er við að dreifing þeirra verði í gegnum einhvern þeirra bókaklúbba sem til eru. ssh Unnur á þing Jón Helgason fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi situr um þessar mundir aðalfund Sameinuðu þjóðanna í New York og hefur þess vegna kallað inn vara- rnann sinn Unni Stefánsdóttur til að sinna þingstörfum í fjarveru sinni. Unnur Stefánsdóttir er fóstra að mennt og hefur verið áberandi í starfi kvenna innan Framsóknar- flokksins og má þar nefna að hún hefur verið formaður Landssam- bands framsóknarkvenna á undan- förnum árum. Þá hefur hún einnig tekið virkan þátt í starfi að íþrótta og æskulýðsmálum. Unnur hefur setið áður á þingi sem varamaður Jóns Helgasonar. Tíminn býður hana velkomna til starfa og óskar henni góðs gengis í þingsölum næsta hálfa mánuðinn. - áe Vannfimm milljónir í lottó 5/38 Anna Jónsdóttir á Akranesi datt í lukkupottinn á laugardaginn. Hún var ein með fimm rétta í lottóinu og fékk 5.094.750 krónur, en potturinn var tvöfaldur í þetta skiptið. Hjá Vilhjálmi Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra íslenskrar get- spár fengust þær upplýsingar að þetta væri þriðji hæsti vinningur í lottóinu frá upphafi. ssh Áhugahópur um bætta umferöarmenningu: Útifundur á Lækjartorgi á laugardaginn Á laugardaginn kemur veröur bar- áttufundur um bætta umferðar- menningu haldinn á Lækjartorgi. Fundurinn sem haldinn verður að tilstuðlan Áhugahóps um bætta um- ferðarmenningu hefst með kröfu- göngu sem leggur af stað frá Hlemmi kl. 13.30 og verður gengið þaðan niður á Torg. Undirbúningur fyrir fundinn hefur staðið um nokkurn tíma í grunnskól- um borgarinnar þar sem krakkarnir búa til kröfuspjöld og slagorð sem borin verða í göngunni og á fundin- um. Á fundinum munu meðlimir áhugahópsins gera grein fyrir starfi sínu og hugmyndum sem stuðlað gætu að bættri umferðarmenningu, aðstandendur og fórnarlömb um- ferðarslysa munu skýra frá reynslu sinni og skemmtikraftar munu koma fram. Áhugahópur um bætta umferðar- menningu hefur látið að sér kveða við gerð áróðursefnis og auglýsinga um umferðarmál sem vakið hafa athygli og umtal og verið er að vinna að gerð fræðsluefnis fyrir skóla, sjónvarp og kvikmyndahús. - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.