Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 9. nóvember 1988 Tíminn 13 llllllllllllll ÚTLÖND illlllllllllllllllllllll r LV/r\rvoo i «nr Íbúðahverfí norður af Manila á Filippseyjum eftir að hvirfilbylurinn Ruby fór þar yfir fyrir hálfum mánuði. Nú hefur annar hvirfilbylur, Skip, haldið í kjölfar Rubys og hafa að minnsta kosti 30 manns látið lífið. Filippseyjar: Nýr hvirfilbylur veldur manntjóni Þúsundir manna hafa flúið heimili sín á Filippseyjum, en þar gengur nú yfir hvirfilbylurinn Skip sem sökkt hefur fjölda skipa og valdið flóðum og skriðuföllum víðs .vegar um eyj- arnar. Er talið að þrjátíu manns hafi látið lífið. Á eyju í miðjum eyjaklasanum lögðu skriðuföll heilt fjallaþorp í rúst á sama tíma og jarðskjálfti skók eyjarnar í suðri, svo mikið hefur gengið á. Jarðskjálftarnir ollu þó ekki manntjóni svo vitað sé, en í fjallaþorpinu létust að minnsta kosti sex manns og er fimmtán manns enn saknað. Þá fórust fjórir við ströndina nærri Manila þegar flóðbylgja gekk þar á land og svo mætti áfram telj a. Hvirfilbylurinn Skip kemur í kjölfar hvirfilbylsins Ruby sem lagði allt í rúst á Filippseyjum fyrir hálfum mánuði og kostaði fimm hundruð manns lífið auk þess sem um hundr- að og fimmtíuþúsund maons misstu heimili sín. Borgarastyrjöldin í Níkaragva: Ortega vill ræða við nýjan forseta Daniel Ortega forseti Níkaragva sem segist hafa brotið Kontraliða á bak aftur vill taka upp friðarviðræð- ur við nýjan forseta Bandaríkjanna, hvort sem þar verður um að ræða Bush eða Dukakis. „Hvor sem sigrar... verður að taka það með í reikninginn að Kontrar hafa þegar verið sigraðir, svo að fórsetinn verður að finna raunhæfa leið, sem er að semja við Níkaragva," sagði Ortega við blaða- menn á hersýningu í gær. „Stefna Reagans hefur beðið skipbrot". Kontrar hafa barist við Sandín- istastjórnina í Níkaragva í sjö ár og hefur borgarastyrjöldin kostað um fjörutíu þúsund manns lífið. Banda- ríkjamenn hafa ætíð stutt Kontrana af ráði og dáð og hefur Bush vara- forseti lýst því yfir að hann muni auka hernaðarlegan stuðning við Kontraliða verði Sandínistar ekki til friðs. Hann hefur reyndar einnig sagst reiðubúinn að ræða við Sandín- ista. Sandínistar hafa ekki viljað upp- lýsa hvort þeir vilji heldur Bush eða Dukakis í forsetastól, enda ráða þeir lítið við það, bandarískir kjósendur gengu frá því máli í gær. Hins vegar hefur Ortega lýst því yfir að hann voni að Dukakis haldi áfram and- stöðu sinni gegn hernaðarstuðningi við Kontra nái hann kjöri. Reaganstjórnin átti í viðræðum við Sandínistastjórnina í árslok 194 og í byrjun árs 1985, en upp úr þeim viðræðum slitnaði. Jarðskjálftinn í Kína: Þúsund manns létust Jarðskjálftinn mikli sem varð í suðausturhluta Kína á sunnudag var mun mannskæðari en í fyrstu var talið. Nú er Ijóst að um eittþúsund manns hafa látið lífið og gera kín- verskir embættismenn ráð fyrir að enn fleiri hafi farist þar sem ekki hafa enn borist fréttir frá einangruð- um þorpum sem liggja meðfram landamærunum við Burma. ■ Flestir hinna látnu bjuggu í Lanc- an sýslu í Yunnan héraði, en einnig varð mikið manntjón í Menglian sýslu, en ógreiðfært fjalllendi er á þessum slóðum. Stór hluti fólks á þessu svæði er af þjóðarbrotum sem ekki eru kínverskrar ættar. Jarðskjálftinn mældist 7,6 stig á Richterkvarða og olli hann gífurlegu tjóni. Hafa fréttir borist af því að um 70% allra bygginga hafi hrunið til grunna á þeim svæðum sem verst urðu úti. Kínverjar fframleiða amerískar sígarettur Kínverjar eru nú farnir að fram- leiða amerískar sígarettur. Banda- ríska tóbaksfyrirtækið R.J.Reyn- olds og tvö kínversk fyrirtæki hófu framleiðslu á sígarettum eftir bandarískri fyrirmynd í tóbakverk- smiðjum í borginni Xiamen í suðurhluta Kína fyrir nokkru. R.J. Reynolds Tobacco Inter- national fyrirtækið skýrði frá því í sérstakri yfirlýsingu af þessu tilefni að verksmiðjan sem kostar um 21 milljón Bandaríkjadala muni fram- leiða 2,5 milljarða sígaretta á ári hverju og skapa þrjúhundruð og fimmtíu manns atvinnu. Kínversk-bandaríska sígarettu- fyrirtækið mun framleiða hinar sí- vinsælu Camel og Winston síga- rettur, auk þess sem tvær nýjar tegundir munu sjá dagsins ljós, Golden Bridge og Sprint. 20. Flokksþing Framsóknarmanna Hótel Saga 18.-20. nóv. 1988 Dagskrá Föstudagurinn 18. nóv. 1988 Kl. 10:00 Þingsetning Kosning þingforseta Kosning þingritara Kosning kjörbréfanefndar Kosning dagskrárnefndar Kl. 10:15 Yfirlitsræða formanns Kl. 11:15 Skýrsla ritara Kl. 11:30 Skýrsla gjaldkera Kosning kjörnefndar Kosning kjörstjórnar Kosning málefnanefndar Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:20 Mál lögð fyrir þingið Kl. 14:30 Almennar umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:30 Nefndastörf Laugardagurinn 19. nóv. 1988 Kl. 10:00 Almennar umræður, framhald Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 aðalmanna í miðstjórn Kl. 14:00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 16:00 Þinghlé Kl. 16:15 Nefndastörf - starfshópar - undirnefndir Kvöldið frjálst Sunnudagurinn 20. nóv. 1988 Kl. 10:00 Afgreiðsla mála- umræður Kl. 12:00 Matarhlé Kl. 13:30 Kosning 25 varamanna í miðstjórn Kl. 14:00 Aðrar kosningar skv. lögum Kl. 14:30 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri (um kl 16:00) Kl. 19:30 Kvöldverðarhóf í Súlnasal Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Aðalfundur félagsins verður haldinn að Goðatúni 2 fimmtudaginn 10. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. Stjórnin Ahugakonur um pólitík Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir léttum matarspjalls- fundi fimmtudagskvöldið 10. nóv. að Veitingahúsinu Lækjarbrekku (uppi) kl. 19.00. Ath. breyttan fundartíma. Allar áhugakonur um pólitík velkomnar. Framkvæmdastjórn LFK. Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið sunnudaginn 13. nóvember n.k. í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Dagskrá auglýst síðar. Stjórnin. Árnesingar Síðasta umferð I hinni árlegu spilavist okkar verður 11. nóvember n.k. kl. 21.00 í Aratungu. Glæsileg verðlaun. Guðmundur Búason flytur ávarp. Framsóknarfélag Árnessýslu Aðalfundur Framsóknarfélags Austur-Húnavatnssýslu verður haldinn sunnudaginn 13. nóvember kl. 15 á Hótel Blönduósi. Stjórnin Flokksþing 20. flokksþing framsóknarmanna verður haldið dagana 18.-20." nóv. n.k. að Hótel Sögu. Þingið hefst föstudaginn 18. nóv. kl. 10. Dagskrá auglýst síðar. Framsóknarflokkurinn. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins að Hamraborg 5 verður opin mánudag til fimmtudaga kl. 16-19. KFR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.