Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 9. nóvember 1988 Tíminn 19 lllllllllllllllllllllllllll kvikmyndir II" ■illlllllllllllllll!'l|!'' ■'illllllllllllllllil!;- ■.liilllllllllllll!'!-: .;:iilllllllllllllllllii: .... .^iilllllllllllllllll!1' ..... .3 StiörnuQiöf = ★★★V2 ||| Barfluga svífur Árið 1943 var Shirley orðin snotur, ung stúlka en það dugði henni ekki. Áhorfendur vildu sjá litlu telpuna með hrokkna hárið. næsta fágæta hæfileika að taka öllum byltingum í lífi sínu með ró og skynsemi. Þess vegna hrundi ekki heimur hennar þegar leik- framanum lauk. Þá var hún um tvítugt. - Þetta var stórkostlegt svo lengi sem það varði, segir hún nú, sextug að aldri. - Sem betur fór hafði lífið upp á nóg að bjóða mér. Á hverju kvöldi setti móðir barnastjörnunnar 56 krullupinna í hárið á henni og telpan var venju- lega sofnuð áður en því lauk. Hún hlær að því núna en var sannarlega ekki hlátur í hug þá. Enginn nema sá sem reynt hefur veit hvernig er að sofa með þetta drasl í hárinu. Óþægindin gerðu hins vegar telpuna vellauðuga og hrokkna hárið var vörumerki hennar. - Ég hlýt að hafa verið sælasta barn í heimi, segir Shirley. - Ég naut þess að vinna og allir voru svo góðir við mig. Líklega hef ég verið dekruð. Það er ekki ólíklegt. í búnings- klefanum hafði hún gosdrykkjavél og hún átti svö marga kjóla að enginn hafði tölu á. Hún fékk að sitja í fangi Roosevelts forseta og hafði himinháar tekjur. Aðdá- endabréfin hennar voru fleiri en Gretu Garbo og hún var bara sex ára þegar hún fékk Óskarsverð- laun. í tilefni sextugsafmælisins kusu samtök bandaríska kvikmyndaiðn- aðarins hana konu ársins og Shultz utanríkisráðherra veitti henni heiðursviðurkenningu. En hvað skyldi Shirley Temple vera að aðhafast núna? Hún situr ekki aldeilis auðum höndum. Hún er gift kaupsýslumanninum Charles Black, sem á fyrirtæki er annast neðansjávarrannsóknir og náði m.a. upp á yfirborðið hinum margfræga öryggisskáp Titanic. Þau Charles eiga tvo börn, Charles og Lori en Shirley á einnig dóttur frá fyrra hjónabandi, Susan. Faðir hennar er leikarinn John Agar. Árið 1974 var Shirley skipuð ambassador Bandaríkjanna í Ghana en eftir það varð hún siða- meistari í Hvíta húsinu. Þegar Carter varð forseti, batt hann enda á pólitískan frama hennar, en þá tók Shirley upp á því að halda námskeið fyrir nýliða í utanríkis- þjónustunni. Undanfarið hefur hún stjórnað söfnun í kosningasjóð George Bush, sem er gamall vinur hennar. Shirley og maður hennar. Um þessar mundir kennir hún nýlið- um í utanríkisþjónustunni starf þeirra. Svona leit Shirley Temple út árið 1935, á tindi frægðar sinnar. BARFLY Framleiðandi: Francis Ford Coppola. Leikstjóri: Barbet Schroeder. Handrit: Charles Bukowsky, eftir eig- in sögu. Kvikmyndun: Robby Muller. Tónlist: Paula Erickson. Aðalleikarar: Mickey Rourke, Faye Dunaway, Alice Krige, Frank Stall- one, J.C. Quinn, Sandy Martin, Ro- berta Bassin, Gloria Leroy. Snilldarhandrit, orðatiltæki og efni og ekki síður afbrags persónu- sköpun aðalleikara gefa þessari kvikmynd ekki færri en þrjár og hálfa stjörnu af fjórum möguleg- um. Tónlist, umgjörð og húmor verða einnig til að lyfta henni vel upp fyrir meðallag. Framleiðand- inn Francis Ford Coppola og lið hans svíkur ekki hér frekar en fyrri daginn. Ég hafði afar gaman af barflug- unni og væri ég jafnvel til í að fara aftur, ef einhver kunningja minna myndi biðja mig að koma. Nærri því það eina sem ég kunni illá við var hversu fáguð þýðingin gat verið og misvísandi þar sem orðafar „flugnanna“ var annars vegar. Það er m.a. þáttur þýðandans sem dregur hana niður úr fjórum stjörnum. Líklega stafar þetta af því að við eigum fáar svona krár ennþá (sem betur fer að mörgu leyti), en líklega hefði mátt gera mun betur fyrir því. Þýðingin á Barfly yfir í Barflugur er kannski skýrasta dæmið. Það er bara verið að fjalla um eina „barflugu", en það er slangurheiti á þeim rónum sem þó eiga aur og aur til að eyða á barnum, en líf þeirra er bundið við þannig umhverfi. Hin stöðuga viðureign við bar- þjóninn, sem leikinn var af frænda hins eina sanna Stallóns, var kostu- leg, en ekki var hægt að skilja þann einkennilega götuslag til fulls fyrr en um miðbik myndarinnar. Hann þoldi ekki barþjóninn af því hann var allt of einfaldur. Það er tilbreyt- ing að fá ekki allt upp í hendurnar á fyrstu mínútum spólunnar. Faye Dunaway hef ég oft séð góða en aldrei fyrr í hlutverki bilaðrar sí- drykkjumanneskju. Uppreisn hennar í lokin í áflogum sínum við konuna sem gaf út sögu Chinaskis, byggðist á ósvikinni heift. Sigur hennar var undirstrikaður þegar tókst að stía þeim í sundur, en þá hélt hún á löngum og miklum hárlokk hinnar fögru ástmeyjar götuskáldsins. Blandan í „aðalflugunni", Henry Chinaskis, sem leikinn er af Mickey Rourke, er mögnuð, en lík raunveruleikanum engu að síður. Svolítið var skrýtið fyrst að sjá þennan blóðuga, tannlausa og að því er virtist ástlausa róna, setjast niður og skrifa frekar djúpt hugs- aða texta um tilvistina, sem þó voru blátt áfram í merkingu sinni. Húmorinn var alltaf til staðar og gerði það myndina skemmtilega, en alls ekki hyldjúpa af pælingum. Þess vegna getur hún vel höfðað til fleiri áhorfenda en bara þeirra sem hafa gaman af mannlífsmyndum sem eitthvað skilja eftir í sálinni, mun lengur en tekur að komast út í bíl og setja í gang. Þetta er með betri myndum sem ég hef séð í langan tíma. KB SHIRLEY TEMPLE SEXTUG Ekki fer milli mála að Shirley en 166, þegar 100 er meðalgreind Temple er greind, það hefur sést á og 135 afburðagreind. Auk þess er gerðum hennar um dagana. hún myndarkona og metnaðar- Greindarvísitala hennar mælist gjörn hefur hún alltaf verið. hins vegar hvorki meira né minna Shirley býr einnig yfir þeim Hvernig leysa á vind framan í vinkonu sína, gadi þessi ljósmynd heitið. Rourke og Dunaway í hlutverkum sínum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.