Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 9. nóvember 1988 FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Banda- ríkjamenn gengu aö kjörborð- inu til að kjósa sér sinn 41. forseta. Michael Dukakis fram- bjóðandi demókrata sagði að sigur væri innan seilinpar en' George Bush leiðir þó í skoð- anakönnunum. Kaupsýslu- menn heimsins vilja endilega að Bush vinni en óttast við- skipta- og fjárlagahalla Banda-! ríkjanna. TOKYO - Heilsa Hirohito! Japanskeisara skánaði örlítið' þftir slæman kafla, en læknar; "telja nú tíma hans í hérvistinni' vera að renna út. — í GENF - Irakar samþykktu tilboð írana um að sleppa öll- um stríðsföngum sem særðir eru eða sjúkir. Er þetta fyrsta samkomulagið sem þessi ríki ná frá því vopnahlé komst á í Persaflóastríoinu i ágústmán- uði. [ JERUSALEM - Þegar vika \ er liðin frá þingkosningunum í j ísrael hefur Yitzak Shamir ekki I náð að mynda þá meirihluta-1 stjórn sem hann taldi auðvelt ao mynda með smáum hægri j flokkum og strangtrúarflokk- um. Ástæðan er ströng skilyrði strangtrúarflokkanna. GDANSK - Róttækir verka- J menn í Samstöðu lögðu niður > vinnu þrátt fyrir það að Lech I Walesa hafði farið fram á að I verkamenn frestuðu fyrirhug-1 uðu verkfalli í Lenín skipa- j smíðastöðvunum. Þátttaka í verkföllunum var þó lítil. j SÍDON - Líbanskar her-1 sveitir hliðhollar ísraelum drápu þrjá skæruliða Pales- tínumanna í umsátri í suður- hluta Líbanons. Skæruliðarnir J voru á ferli innan áhrifasvæðis I suðurlíbanska hersins vopn- aðir handsprengjum og sjálf- virkum rifflum. VÍN - Sovétmenn segjast reiðubúnir að leysa ellefu póli- < tíska fanga úr haldi á næstu ■ þremur árum. Þetta eru færri' fangar en Kohl kanslari Vestur- f Þýskalands gaf í skyn að sleppt yrði, en hann lýsti því ;■ yfir á meðan á heimsókn hans [ í Sovétríkjunum stóð á dögun- [ um að Sovétmenn væru reiðu- ’ búnir að sleppa öllum pólitísk- um föngum. Vandinn er ein-1 ungis sá að skilgreining vest- rænna ríkja og Sovétríkjanna á pólitiskum föngum er ólík svo ekki sé meira sagt. ÚTLÖND DIXVILLE NOTCH George Bush vann öruggan sigur í Dixville Notch í New Hampshire- ’fylki í forsetakosningunum í gær, en Dixville Notch var að venju fyrsti > kjörstaðurinn sem lokaði í Banda- ríkjunum. Kosning hófst eina sek- úndu yfir miðnætti að staðartíma og var kosningu lokið hundrað og tíu sekúndum síðar. Þá höfðu allir þeir ■ þrjátíu og sjö íbúar staðarins, sem hafa kosningarétt, kosið. Tveimur mínútum síðar voru úrslit kunn. Repúblikaninn George Bush hlaut þrjátíu og fjögur atkvæði, en demó- kratinn Michael Dukakis hlaut þrjú atkvæði. Árangur Dukakis vakti mikla at- hygli því kosningasérfræðingar stað- arins höfði slegið því föstu að Duka- kis hlyti einungis eitt atkvæði í Dixville Notch, þar sem demókratar frá nágrannafylkinu Massachusetts eru taldir af hinu illa. Bendir þetta til þess að Dukakis hafi bætt við sig á endasprettinum í kosningabarátt- unni, en hvort það nægir til þess að sigra Bush, það var ekki ljóst þegar þessar línur voru ritaðar. , Dixville Notch hefur verið fyrsti bærinn í Bandaríkjunum sem birtir úrslit atkvæðagreiðslu í forsetakosn- ingum allt frá árinu 1960 þegar demókratinn John F. Kennedy og repúblikaninn Richard Nixon kepptu um forsetaembættið. Þá fékk Nixon níu atkvæði en Kennedy ekki neitt. Þrátt fyrir það sigraði Kennedy í forsetakosningunum. Síðustu skoðanakannanir fyrir kosningarnar sýndu að Bush ætti að vera öruggur með sigur, þó ekki yrðu hlutföllin þau sömu og í Dix- ville Notch. Talið var að hann ætti um .þrjúhundruð kjörmenn vísa, en Dukakis tæplega hundrað. Vafasamt var talið um hundrað og fimmtíu kjörmenn. Samkvæmt því þurfti Dukakis að vinna sigur í öllum vafafylkjunum og næla sér í rúmlega þrjátíu kjörmenn að auki með því að sigra í fylkjum þar sem Bush er talinn eiga sigurinn vísan. Hvort það hefur tekist var ekki Ijóst þegar Tíminn fór í prentun, enda voru úrslit ekki ljós fyrr en urh klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Þess má geta að ef George Bush hefur borið sigur úr býtum í kosning- unum í gær þá er hann fyrsti vara- forseti Bandaríkjanna sem kosinn er Þetta er vinnustaðurinn þar sem þeir George Bush og Michael Dukakis vilja starfa á næstunni, en þeir hafa háð harða baráttu um eitt valdamesta embætti heimsins. Hvíta húsið stendur við Pennsylvania Avenue og í bakgrunni er minnismerkið um George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. forseti þar í landi í tuttugu ár. En það er ekki aðeins kosið um forseta í þessum kosningum. Kosið er um öll fiögurhundruð þrjátíu og fimm sæti í fulltrúadeild bandaríska þingsins og um þrjátíu og þrjú sæti af hundrað sætum í öldungadeild- inni. Demókratar hafa nú meirihluta í báðum þingdeildunum og er ekki búist við að það muni breytast. Þá er einnig kosið um fylkisstjóra í tólf ríkjum. BUSH SIGRAÐI í Mannvíg vegna trúarleiðtoga Þó mikil harka hafi á stundum verið í prestkosningum á íslandi þá hafa óánægðir safnaðarmeðlimir ekki gengið eins langt og óánægðir múslímar í borginni Sokoto í Níg- eríu. Stór hópur þeirra er nú mjög óánægður með val á soldáninum í Sokoto, en hann er andlegur leið- togi múslíma í borginni. Múslím- arnir bera græn laufblöð sem þýðir að þeir séu óánægðir með valið, en þeir hafa ekki látið þar við sitja því að minnsta kosti tíu manns hafa látið lífið í óeirðum sem orðið hafa í kjölfar kosninganna. Það er Ibrahim Dasuki, átjándi soldáninn í Sokoto, sem er svona óvinsæll. Almenningurhefurráðist að opinberum byggingum í borg- inni til að láta óánægju sína í ljós og meðal annars var lögreglustöð brennd til grunna. Ballið byrjaði á sunnudaginn þegar héraðsstjórinn í Sokoto tilkynnti að hinn vellauð- ugi Dasuki, sem verið hefur sendi- fulltrúi Nígeríu víða um heim, hafi verið valinn soldán. Það leist hin- um almenna múslíma ekki á því þeirra fulitrúi var Mohammadu Maccido, sonur Sir Siddiq Abba- kar sem þjónað hefur sem soldán frá því árið 1938, en Siddiq hefur nú gengið á fund Allah. Reyndar brutust út átök þegar Siddiq var valinn þar sem bresk yfirvöld beittu áhrifum sínum til að hann yrði valinn, en ekki frændi hans Áhmadu Bello. En þau sár greru fljótt, enda var Belio stjórn- málaleiðtogi múslímanna í norðurhluta Nígeríu allt þar til hann var myrtur árið 1966. Eistlendingar á móti áætlunum Gorbatsjovs Tugir þúsunda Eistlendinga hafa .undirritað skjal þar sem skorað er á þing sovétlýðveldisins að berjast gegn>þeim breytingum sem fyrirhug- aðar'efu á stjórnarskrá Sovétríkj- ^nna, éri feistlendingar telja breyt- ihgarnar verða til þess að yfirvöld í Moskvu hafi meira að segja um málefni sovétlýðveldanna en hingað til. Undirskriftum þessum hefur verið safnáð á skrifstofum og stofnunum, verslunum og strætum víðsvegar um Eistland, en Eistlendingar hafa verið í fararbroddi í stuðningi við þær umbætur sem orðið hafa í sovésku þjóðlífi að undanfömu. En nú þykir þeim að lýðræðinu vegið. „Fólkið vilí að þingið greiði at- kvæði gegn breytingum á stjórnar- skránni sem þeim finnst takmarka alvarlega yfirráð okkar sjálfra og annarra sovétlýðvelda,“ sagði ónafngreindur blaðamaður í Tallin í samtali við fréttamann Reuters í .Moskvu. Breytingar þær sem Gorbatsjov vill koma á er að gera forsetaembætt- ið mun valdameira en nú, svipað og forsetaembættið í Bandaríkjunum. Haifn vill einnig að kjörið verði nýtt þing er starfi í tveimur deildum allt árið um kring og hafi víðtækt lög- gjafarvald sem nái til Sovétríkjanna allra. Þetta telja Eistlendingar að takmarki sjálfsákvörðunarrétt þeirra og annarra sovétlýðvelda, en í stjómarskrá Sovétríkjanna frá því 1920 er vald þinga sovétlýðveldanna mikið þó í veruleikanum hafi raunin verið önnur. Þeir telja að með stjómarskrárbreytingunum verði Jögleidd mun meiri miðstýring en gert er ráð fyrir í núverandi stjórnar- skrá og lýðræði takmarkað þó það hafi ekki verið mikið í framkvæmd í gegnum tíðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.