Tíminn - 09.11.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu,
S 28822
Atján mán. binding ee^°'B1LASToo//v
á 7,5% ÞROSTUR
685060
SAMVINNUBANKINN VANIR MENN
Tíniiim
Steingrímur Hermannsson gagnrýnirákvörðun stjórnar Bygqðastofnunar:
I 1 ol fnu nl fr ii r r-
d in istj ióri n< ai rv n; ia?
„Þetta er alveg einstakt og vekur mann til umhugsunar í þessu
mjög alvarlega máli hvort Byggöastofnun sé bara stofnun þeirra
iandshluta sem þessir þingmenn, sem eiga sæti í stjórn hennar,
eru frá,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í
samtali við Tímann í gær. En á fundi Byggðastofnunar í
gærmorgun klofnaði stjórn stofnunarinnar við afgreiðslu á
beiðni frá forsætisráðherra sérstaklega og þingmönnum Reykja-
neskjördæmisins. Þar var farið fram á að afgreiðslu á lánsbeiðni
Fiskiðju Sauðárkróks væri frestað, meðan unnið væri að því að
fyrirhuguð skipakaup færu ekki fram. Fyrirhugað er að nota
lánveitinguna til að gera möguleg skipti á tveim skipum frá
Hraðfrystihúsi Keflavíkur og frystitogara Útgerðarfélags Skag-
firðinga. Um er að ræða skipaskipti og sölur upp á um 700
milljónir.
Eru Suðurnesin utan
svæðis Byggðastofnunar?
„Það vekur mann til umhugs-
unar hvort það sé rétt skipun að
hafa pólitíska fulltrúa í svona
stofnun. Það er líklega alrangt.
Ég get ekki litið á þetta nema sem
yfirgang," sagði forsætisráð-
herra. Hann sagðist telja að þessi
samþykkt ætti eftir að hafa mjög
slæmar afleiðingar. „Það er ekki
bara að samvinnuhreyfingin taki
þátt í að flytja skip eftir skip af
Suðurnesjum, heldur er búið að
flytja þaðan samtals um 12.000
tonn í kvóta yfir á smáfiskasvæðin
fyrir norðan og austan,“ sagði
Steingrímur. Hann minnti á að
fyrir skömmu hefði samvinnu-
hreyfingin keypt togara í Garði
og flutt hann vestur á Snæfells-
nes. „Það að selja togarana burtu
kemur sér hvorki vel fyrir Suður-
nesin né fiskveiðistefnuna í heild.
Það að þorskkvótinn safnist á
smáfiskasvæðin er mjög slæmt.
Hvað er Byggðastofnun að
hugsa, eru Suðurnesin utan henn-
ar svæðis? Eða á bara að byggja
á hermangi þar til eilífðarnóns?
Framttð Byggðastofnunar er um-
hugsunarefni við þessar aðstæð-
ur,“ sagði Steingrímur.
Ósk um frestun hafnað
Fyrir fundi Byggðastofnunar í
gærmorgun lá bréf frá öllum þing-
mönnum Reykjaneskjördæmis
þar sem þeir fara fram á að
afgreiðslu lánsbeiðninnar verði
frestað meðan unnið verði að því
að þessi skipakaup fari ekki fram.
Einnig hafði forsætisráðherra
beðið um að svo yrði gert. Tölu-
verðar umræður urðu um þetta
mál á fundinum og var borin fram
tillaga um að fresta afgreiðslu
málsins en hún var felld með 4
atkvæðum gegn 3. Síðan var
samþykkt að veita forstjóra heim-
ild til að lána allt að 35 milljónir
króna til að kaupin geti fari fram
og féllu atkvæðin á sama hátt,
þ.e. 4 gegn 3. Þeir sem greiddu
atkvæði með lánaheimildinni
voru Ólafur Þ. Þórðarson, Ragn-
ar Arnalds, Stefán Valgeirsson
og Davíð Aðalsteinsson. Þeir
sem greiddu atkvæði á móti voru
Matthías Bjarnason, Halldór
Blöndal og Elín Alma Arthúrs-
dóttir.
- ^ zTL.
. -: —
-
Lítið verdur um verkefni f Hraðfrystihúsi Keflavíkur eftir að skipaskiptin hafa farið fram. T(mamynd:Pjetur
Greinargerð um áhrif
skipaskiptanna
Gerð hefur verið greinargerð
um áhrif þessara skipaskipta af
starfsmönnum Byggðastofnunar.
í henni kemur fram að meðal
neikvæðra áhrifa í Keflavík eru,
að það fólk sem unnið hefur í
fiskvinnslu í Hraðfrystihúsi
Keflavíkur missir vinnuna, en
bent er á að erfitt hefur verið að
manna vinnsluna. Þá kemur fram
að einungis 8 Suðurnesjamenn
hafi verið á skipunum tveimur,
en flestir sjómenn komið frá
höfuðborgarsvæðinu. „Miðað við
reynslu af frystiskipum," segir í
greinargerðinni, „ættu Suður-
nesjamenn í áhöfn frystiskipsins
að geta verið fleiri en nú eru á
togurunum tveimur og þeir verða
tekjuhærri en þeir sem fyrir eru.
Eigendur frystihússins munu eiga
það nær skuldlaust og telja mikla
hagræðingu af þessari ráðstöf-
un.“
U m neikvæð áhrif fyrir Sauðár-
krók og Hofsós er tíundað að
þaðan eru seld burt skip af þeirri
tegund sem hagkvæmast hefur
verið að reka á undanförnum
misserum. Um jákvæð áhrif segir
að hráefnisframboð verði meira
og jafnara, ef öllum fjórum
skipunum verði stjórnað af einni
hendi. Eins og er er hráefnis-
framboð of lítið til að geta haldið
uppi vinnu í húsunum þremur.
Útgerðarfélag Skagfirðinga léttir
á skuldum sínum um rúmlega 100
milljónir án þess að um tekjutap
verði að ræða, segir í greinargerð-
Jákvæð áhrif fyrir þjóðfélagið
er að ísfiskiskip eru flutt á svæði
þar sem hægara er að reka þau og
vinna úr afla þeirra, þ.e. fyrir
norðan. Neikvæð áhrif fyrir þjóð-
félagið eru að samkvæmt þeim
reglum sem gilda um skipasölur
milli landshluta eykst veiðikvóti
samtals án þess að forsendur séu
til þess.
Guðmundur Malmquist for-
stjóri Byggðastofnunar sagðist í
samtali við Tímann hallast að því
að Suðurnesin hefðu fullkomlega
fengið sitt úr Byggðastofnun.
Keflvíkingar eru með 210 millj-
ónir að láni hjá Byggðastofnun,
Grindvíkingar 72 milljónir,
Njarðvík með 50 milljónir, Hafn-
ir með 11 milljónir, Sandgerði
100 milljónir, Gerðahreppur 52
milljónir og Vogar 28 milljónir.
ABÓ
Skriður á viðræðum um að Almennar tryggingar sameinist Sjóvá:
Nýtt stórfyrirtæki í tryggingum?
Útlit er fyrir að Samvinnutrygg-
ingar, sem þjónað hafa um 23% af
tryggingamarkaði hérlendis, verði
ekki lengi enn stærsta tryggingafélag
landsins. Tvö af minni tryggingafé-
lögunum, Sjóvá og Almennar trygg-
ingar, hafa að undanförnu kannað
möguleika á sameiningu þessara fé-
laga í eitt. Samanlagt eru þessi félög
nú með um 30% markaðshlutdeild á
sviði trygginga. Ekki er langt um
liðið st'ðan Hagtrygging hf. samein-
aðist Sjóvá með yfirtöku. Bendir
ýmislegt til að vegna mikils halla-
reksturs Almennra trygginga að
undanförnu verði nánast hægt að
tala um yfirtöku Sjóvá, eða kaup
Sjóvá á Almennum tryggingum.
Viðræður hafa verið í gangi að
undanförnu milli forsvarsmanna
beggja fyrirtækjanna og hafa starfs-
mannafundir einnig verið haldnir.
Að sögn forsvarsmanna fara þeir sér
frekar hægt í sakirnar, en viðræðurn-
ar hafa þróast mjög ákveðið í átt til
sameiningar. Búast má við að samn-
ingar verði orðnir áþreifanlegir strax
í þessari viku ef fer sem horfir.
Sjóvá hf. og Almennar tryggingar
hafa átt nokkuð náið samstarf að
undanförnu og hafa þeir t.d. boðið
sameiginlega upp á svokallaða
Gullvernd, sem er að hluta til hlið-
stæða F-tryggingar Samvinnutrygg-
inga. Hefur Tíminn fyrir því heim-
ildir að Gullverndin hafi ekki gengið
eins og til var ætlast og því hafi ekki
annað legið fyrir en sameining af
einhverju tagi, ef Almennar trygg-
ingar ættu að halda velli.
Líklegt er talið að ekki geti orðið
fullt jafnræði með val á stjórnendum
við væntanlega sameiningu þar sem
Sjóvá hefur verið rekið með tals-
verðum hagnaði en Almennar trygg-
ingar hafa verið reknar með tapi.
Sjóvá skilaði um 30 milljóna króna
hagnaði á síðasta ári, en Almennar
tryggingar um 15 milljóna króna
tapi. Þá er talið óumflýjanlegt að
fækka starfsfólki þar sem það er
m.a. liður í hagræðingu þeirri sem
verið er að sækjast eftir með samein-
ingu. -KB
Heildsala
sími
91-39550