Tíminn - 26.11.1988, Side 4

Tíminn - 26.11.1988, Side 4
4 Tíminn Laugardagur 26. nóvember 1988 Kennarafélag íslands segir upp samningum frá 15. febrúar 1989: Kennarar krefjast verðtryggðra launa Kjarasamningum kennara í -- KÍ hefur verið sagt upp frá 15. febrúar á næsta ári. Jafnframt hafa þeir sett fram sína hefð- bundnu kröfugerð sem felst í því að kennsluskyldan minnki og launin verði hækkuð verulega, auk þess sem þeir fara fram á aö laun verði verðtryggð. Indriði H. Þorláksson, hagsýslustjóri og verðandi samningamaður fyrir hönd ríkisins, segir að þeir í fjármálaráðuneytinu muni ekki taka afstöðu til erindis kennara fyrr en að því kemur að fjalla um samningana á næsta ári. Fjármálaráðherra var tilkynnt um þessa ákvörðun kennara sem tekin var á stjórnarfundi KÍ 28. október sl. Jafnframt var tekið fram að kröfugerðin væri sett fram með fyrirvara um viðbótar- kröfur, breytingar og nánari út- færslu á meginkröfum. Eru þetta svipðar kröfur og oft áður þrátt fyrir að nú hefur því verið spáð að litlar sem engar launahækk- anir geti orðið við samningagerð á fyrri hluta næsta árs. Hafa orð verið látin falla í þessa átt af forsvarsmönnum atvinnurek- enda, en þó einkum meðal þeirra sem starfa við vinnslu sjávarafurða. Þær spurningar vakna hvort nauðsynlegt sé að segja upp Kennarar hafa sett fram kröfur sínar. kjarasamningum þegar samn- ingarétturinn er ekki í gildi vegna bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar. Svar við þessari spurningu liggur ekki á lausu þar sem samningamenn af hálfu ríkisins ætla ekki að fjalla um erindi sem þetta fyrr en líða fer að því að samningsréttur kemst aftur í gildi. Erindi kennara verður því ekki tekið fyrir á næstunni. Indriði H. Þorláksson sagði í viðtali við Tímann að sér sýndist þessi kröfugerð vera svipuð og undanfarin ár, en hann vildi ekki tjá sig frekar um hana að sinni. KB INDRIÐABOKI TILEFNIAF 80 ÁRA AFMÆLI Komin er Indriðabók, gefin út í tilefni af áttræðisafmæli Indriða Indriðasonar, rithöfundar, en hann varð áttræður 17. apríl s.l. í Indriðabók er margvíslegt efni frá hendi Indriða Indriðasonar og má þar nefna drög að ævisögu Indriða á Fjalli, föður höfundar, hugleiðingu um gildi ættfræði rann- sókna og aldarminningu um Jón Árnason. Fjöldi annarra greina og ljóða eru í Indriðabók, sem er hið fallegasta verk, 231 bls. að stærð og gefin út af Sögusteini. Útgáfu- nefnd skipuðu Grímur M. Helga- son, Indriði G. Þorsteinsson, Ólaf- ur Haukur Árnason, Snær Jóhann- esson og Þorsteinn Jónsson. Tolli sýnir í Óperunni Þorlákur Kristinsson -Tolli, sýnir myndir sínar í íslensku Óperunni frá 27. nóvembertil 18. desember næst- komandi. Tolli stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1977-1983 og við Myndlistarskólann í Berlín 1983-1984. Hann hefur vak- ið mikla athygli fyrir málverk sín jafnt hér heima sem erlendis. Tolli hefur víða haldið bæði einka- og samsýningar til dæmis í Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Kóreu. - áma Ingi Björn Albertsson á ársfundi þingmannasamtaka NATO: Breyta þarf ímvnd NATO í ræðu sem Ingi Björn Albertsson fulltrúi Borgaraflokksins flutti þann 18. þessa mánaðar á ársfundi þingmannasamtaka NATO lagði hann mikla áherslu á að ímynd Atlantshafs- bandalagsins þyrfti að breytast. Hann lýsti áhyggjum sínum yfir því hversu vel Gorbachev Sovétleiðtoga hefði tekist að reka áróður sinn á Vesturlöndum og nú væri tími til kominn að NATO gerði slíkt hið sama. Hann sagði að í hugum fólks væri bandalagið fyrst og fremst fráhrind- ' andi og kuldalegt hernaðarbanda- lag. Því þyrfti að breyta. NATO yrði að vakna af dvala sínum og sýna á sér aðrar og betri hliðar. Það þyrfti að sinna betur málum á borð við umhverfisvernd, auk þéss sent það ætti að hafa frumkvæði og forystu um umræður um frið, samstöðu og öryggi þjóða heims, sem og að hvetja fólk til jákvæðrar og upp- byggjandi hugsunar. Ingi Björn vitnaði í ræður þeirra Kohl kanslara og Manfred Wörner, framkvæmdastjóra NATO. Báðir sögðu þeir í ræðum sínum að það væri skoðun þeirra að banna ætti efnavopn um heim allan. Ingi Björn sagðist ekki efast um að allir þeir sem sætu þingið væru þeim sammála en hinsvegar þætti sér það ekki koma heim og saman, að leggja til bann við svo skelfilegum vopnum sem efnavopnin eru, en á sama tíma að beita sér fyrir tilvist kjarnorku- vopna. Lokatakmarkið hlyti að vera bann við báðum tegundum þessara vopna. Slíkt bann væri ef til vill ekki tímabært nú um stundir, en Nato ætti þrátt fyrir það að lýsa þeim skoðunum sínum. Á þann hátt væri hægt að svara Gorbachev og snúa þar með vörn í sókn. Ingi Björn sagði einnig að hann vildi leggja mikla áherslu á að ísland héldi áfram að vera kjarnorku- vopnalaust svæði. Varðandi aukin peningaútgjöld aðildarríkja NATO til bandalagsins, sem rædd voru á fundinum skírskotaði hann til þeirr- ar aðstöðu sem bandalagið hefur á Keflavíkurflugvelli og sagðist álíta hana mikilvægari en svo að gildi hennar yrði metið í peningum og mæti það svo að ísland legði með henni fyllilega sinn skerf að mörkum til NATO. Um breytt viðhorf í Sovétríkjun- um sagði Ingi Björn m.a. að Gorba- chev hefði vissulega tekist að breyta starfsumhverfi Atlantshafsbanda- lagsins, því honum hefði m.a. tekist að breyta skoðunum almennings á sér og stefnumiðum sínum. Ingi Björn brýndi það fyrir mönnum að almenningsálit yrði að vera í háveg- um haft og þeir yrðu að vakna til vitundar um það. Orðrétt sagði hann: „Við erum í viðskiptum og viðskiptavinir okkar er almenningur víða um heim. Söluvaran er sameig- inlegt markmið okkar allra, friður og velsæld. Við skulum gera gang- skör að því að auka söluna á þeirri vöru. Sá sem við keppum við er þegar fárinn af stað og það veldur mér áhyggjum hversu vel honunt gengur sölustarfið. Við verðum að bregðast við því“. - áma ÞINGPALLI STUTTAR ÞING- FRÉTTIR Unnur Stefánsdóttir, sem nú situr á þingi í fjarveru Jóns Helga- sonar, mælti i vikunni fyrir þings- ályktunartillögu sinni um eflingu atvinnu fyrir konur í dreifbýii. Hlaut tillagan mjög góðar undir- tektir og lýstu fulltrúar Kvenna- lista, Sjálfstæöisflokks og Borg- araflokks eindrcgnum stuðningi sínunt við hana. Einu mótmælin við tillögunni komu frá Eiði Guðnasyni, en hann taldi að þama væri á ferðinni stolin hug- mynd úr stjórnarsáttmáia ríkis- stjórnarinnar. • Á fundi í sameinuðu Alþingi á flmmtudaginn var Geir Gunnars- son kosinn í stjórnarnefnd ríkis- spitalanna í stað Svavars Gests- sonar menntamálaráðherra. Á sama fundi tók lngi Bjöm Albertsson til máls um fundar- sköp. Tilefhið var fyrirspurn hans varðandi innflutning á hunduni sem greint var frá í Tímanum fyrir stuttu. Hann kvartaði yflr því við foseta sameinaðs þings að fyrirspurninni hefði ekki verið svarað eins og beðið var um. Það er aö segja að í svari landbúnaö- arráðhcrra hefðu ekki komið fram nöfn þeirra sem fengu að flytja inn hunda á síðastliðnum tíu árum og rökstuðningur fyrir því hvers vegna þeir fengu það. Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs Alþingis féllst á kvörtunina og niðurstaðan varð sú að Steingrími Sigfússyni var gert að svara fyrirspurninni að nýju og að birta nöfn hundacig- endanna ef honum reyndist það rétt og skylt. Guðni Ágústsson mælti nýlega fyrir þingsályktunartillögu sinni um starfslok og starfsréttindi. Þar er lagt til að Alþingi skori á ríkisstjómina að skipa nefnd er fái það hlutverk að móta reglur um sveigjanlegri starfslok, t.d. á aldursbilinu 64-74 ára. Guðni benti á í ræðu sinni að samkvæmt vísindalegum rann- sóknum fer heilsu fólks í mörgum tilfelluin ört hrakandi eftir að það hefur látið af störfum og hefur lítið við að vera. Jafnhliða því að sjálfstraust þess minnkar, eykst notkun lyfja. Hann taldi ekki ólíklegt að með því að heimila þeim sem hafa getu og löngun til að vinna lengur en núverandi reglur um starfslok og starfsrétt- indi gera ráð fyrir, mætti spara veruleg útgjöld í heilbrigðiskerf- inu, samfara því að viðkomandi einstaklingar væra sátfari við sinn hlut. • Þá hefur Guðni beint þeirri fyrirspurn til landbúnaðarráð- herra hversu mikið íslendingar seldu af landbúnaðarafurðum til varnarliðsins í Keflavík á síðast- liðnum þremur árum, þ.e. ’85, ’87 og ’88. Og jafnframt, hversu mikið af kjötvöram og öðrum landbúnaðarafurðum fékk vam- arliðið að flytja inn á umræddum árarn. ^ Guðmundur Ágústsson spurði fjármálaráðherra í sameinuðu nngi á flmmtudaginn hvort stæði til að breyta gjalddaga söluskatts, >annig að hann bæri upp á sama dag og útborgun greiðslukorta. En eins og kunnugt er þurfa kaupmenn að greiða söluskatt af vöram tiu dögum áður en þeir fá greiðslukortanótur grciddar. í svari Ólafs Ragnars kom fram að unnið er að tillögum til úrbóta í icssu máli, en ætti ríkissjóður að frcsta innheimtu söluskatts um >essa tíu daga mundi það kosta hundrað milljóna, aðallega vegna vaxtatckna er mundu tapast.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.