Tíminn - 26.11.1988, Page 9

Tíminn - 26.11.1988, Page 9
Laugardagur 26. nóvember 1988 nnimíT 3 Tíminn 9 Flokksformennirnir Jón Baldvin og Steingrímur Hermannsson. (Tíminn: Pjctur) tíma til annars. Eins og sakir standa lifum við eitt slíkt fráviks- skeið. Þingflokkar og framboðs- hreyfingar eru nú fleiri en al- menna reglan segir til um. En hversu lífvænleg eru þessi nýju stjórnmálasamtök? Og hvernig urðu þau til? Flest bendir til þess að stjórn- málasamtökin, sem „ruglað“ hafa flokkakerfið síðustu ár, eigi sér ekki von langra lífdaga - nema ef vera skyldi Kvenna- listinn, sem er raunverulegt afl í stjórnmálum eins og sakir standa. En þegar betur er að gætt er Kvennalistinn í eðli sínu stundarfyrirbæri, þrýstihópur af öflugra taginu, en ekki eiginleg- ur stjórnmálaflokkur. Fyrr en varir mun Kvennalistinn hafa étið upp það fóður, sem hann hefur alið sig á. Hér verður því ekki spáð hversu langan tíma það tekur, enda skiptir það ekki öllu máli. Hitt er svo annað mál að Kvennalistinn gæti farið að þróast sem „stofnun", sem sam- kvæmt grónu stofnanaeðli legði allan metnað sinn í að viðhalda sjálfum sér, þótt hlutverki hans væri í raun lokið. Samstarf í stað samruna Sannleikurinn er sá að fjór- flokkakerfið er raunar enn við lýði og engin ástæða til að eyða pólitískum kröftum i að sameina flokka með fækkun þeirra að markmiði. Það getur ekki talist neinn annmarki eða einhver óskapa kvöl í lýðræðisþjöðfé- lagi, þótt til séu fjórir eða fimm þingflokkar. Miklu fremur verð- ur að gera ráð fyrir að rúm sé fyrir allmarga stjórnmálaflokka í þjóðfélagi sem viðurkennir fjölhyggju og er andstætt því að keyra allt í viðjar pólitískrar einhæfni og breiðfylkinga eða sundurþykkra regnhlífarsam- taka. Langtímastarf félags- hyggjuflokkanna kemst aldrei á, ef það á að vera útgangs- punkturinn að fyrst þurfi að leggja sjálfa sig niður og sfðan að sameinast í formlegri breið- fylkingu eða póiitískum lifrar- samlögum. Langtímaþörfum fé- lagshyggjunnar verður best þjónað með því að starfandi flokkar vinni saman á málefna- grundvelli af hleypidómaleysi hver gagnvart öðrum. Misklíð- arefnum verður ekki eytt með skipulagsbreytingum eftir ein- hverri staðlaðri forskrift. Hins vegar er hægt að sameinast um framgang sameiginlegra stefnu- mála með skynsamlegum samn- ingum og samstarfsáætlunum. Það er valið sem félagshyggjuflokk- arnir eiga eins og nú standa sakir. Að svo komnu máli ráða þessir flokkar ekki við meira en að halda áfram að vera þeir sjálfir með sínum nöfnum og númerum. Frasapólitíkinni verður að linna, fordómarnir verða að hverfa, þráhyggjustagli um ágæti pólitískra súpersam- fylkinga þarf að ljúka. Oftrú á skipulagsbreytingar eða ofsjónir um þingflokkamergð mega ekki villa mönnum sýn um það, hvernig best verður staðið að langtímasamstarfi félagshyggju- aflanna í þjóðfélaginu. Langtímamarkmið Táknrænt gildi þess að Stein- grímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson heim- sóttu herbúðir hvor annars og ávörpuðu liðsaflann hvor hjá öðrum felur ekki í sér tilboð um samruna flokkanna, heldur áherslu á þá staðreynd að þeir eru að vinna að því að styrkja samstarf flokkanna, eyða tor- tryggni og hleypidómum, sem einkennt hefur samskipti Al- þýðuflokks og Framsóknar- flokks allt of lengi. Þeir voru að styrkja þá trú, sem flokksþing Framsóknarflokksins hafði, þegar það ályktaði að myndun núverandi ríkisstjórnar væri sögulegur viðburður. Því aðeins verður sú yfirlýsing að áhríns- orðum að það sjáist í verki á komandi árum að núverandi ríkisstjórnarsamstarf hafi orðið upphaf að öflugri samstöðu fé- lagshyggjuaflanna í landinu. Ekki er neinn vafi á því að mikill hljómgrunnur er fyrir því að félagshyggjuflokkarnir treysti samstöðu sína um lang- tímamarkmið um stjórn landsins. Þegar um slíkt er rætt er augljóst að framlag Fram- sóknarflokksins vegur þungt. Hann er stærstur þeirra flokka, sem hér eiga hlut að máli. Þátt- taka hans er úrslitaatriði, ef stefna á til trausts og langvarandi stjórnarsamstarfs félagshyggju- aflanna. Auðvitað hlýtur von um slíkt að byggjast á reiknings- líkum um fylgi einstakra stjórn- málaflokka og öðru þess háttar raunsæismati. En fyrst og fremst fær vonin líf hjá almenningi, ef núverandi stjórnarsamstarf fer vel úr hendi og verður notað til þess að treysta samstarfsviljann til frambúðar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.