Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 3
Tírninuir, 3 Þriöjudagur 29. nóvember 198B mj:v P? •:i.nr.ryj:r.r.?T Forsætisráðherra telur að okurlögin nái yfir affallakaup verðbréfasjóða á greiðslukortanótum kaupmanna: 50% ávöxtunarkröf ur geta varðað við lög Þegar verðbréfasjóður kaupir greiðslunótur greiðslukorta- fyrirtækja af verslunarmönnum í fjárþröng og selur þær síðar inn til Visa ísland eða Kreditkorta, heitir það „slippakaup“. Þessi slippakaup hafa nú rokið upp í verðlagningu vegna nálægðar jólahátíðarinnar og telur forsætisráðherra að kaup þessi núna hljóti að varða við okurlögin. Eru mestu afföllin hjá Kaupþingi, þar sem ávöxtunarkröfur eigenda Einingar- bréfa nema 50% á ársgrundvelli,en Kaupþing er jafnframt stærsti slippakaupandi landsins. Þessi ávöxtunarkrafa er langt um- fram raunverulega verðbólgu, sem mælist ekki meiri en 3-4% um þessar mundir. Það eru aðallega veðréttarlitlir kaupmenn sem selja vilja greiðslu- kortanótur sínar á þessum afföllum núna, í von um að með því geti þeir náð inn meiri gróða en ella út úr auknu álagningarfé í jólaverslun- inni. Þetta eru m.ö.o. fyrirtæki sem eru á mörkum þess að teljast gjald- þrota, eða komin vel út fyrir veðrétt- armörk sem bankar og sparisjóðir geta treyst á. Þeir hafa því veðsett sig út úr bankakerfinu og benda bankamenn á kærumál vegna Haf- skipsmálsins því til stuðnings. For- sætisráðherra, Steingrímur Her- mannsson, telur að starfsemi þessi geti varðað við lög um okur, því bannað sé að hafa beinan gróða af neyð annarra. Alls er talið að slippa- kaup nemi um 3,6 milljörðum á ári, eða um 300 milljónum á mánuði. Stærsti aðilinn í slippakaupum er Kaupþing. Treysta sér ekki í biðraðir Framkvæmdastjóri Kaupþings segir að þeir hafi ekki treyst sér til annars en að hækka afföllin eftir að eftirspurn eftir þessum kaupum jókst fyrir innkaup verslunarmanna á jólalager. Sagðist hann ekki treysta sér til að hafa hjá sér biðraðir og skömmtunarkerfi og því létu þeir hjá Kaupþingi undan þessari miklu eftirspurn. Sagði hann að þessi mikla eftirspurn eftir þessari fjármögnun- arleið væri orðin árviss í viðskiptalíf- inu og því hafi þeir hjá Kaupþingi ákveðið að hafa kröfurnar nógu háar í ár. Það kemur sér vel fyrir eigendur Einingarbréfa, en það eru þeir spari- fjáreigendur hjá Kaupþingi, sem leggja til fjármagnið í kröfukaupin og hafa mestan ágóða af. Söluþókn- unin sem Kaupþing hefur sjálft af viðskiptunum nemur 1% en 3% renna til viðkomandi greiðslukorta- fyrirtækis. Hjá Fjárfestingarfélaginu svaraði Gunnar Óskarsson, aðstoðarfor- stjóri, því þannig til að þeirra ávöxt- unarkrafa væri 28% um þessar mundir þrátt fyrir mjög mikla eftir- spurn. Það lætur nærri að vera um 8% meiri ávöxtun en nemur áætlaðri verðbólgu allt síðasta ár og er því mjög nálægt því sem gerist með raunvexti á almennum skuldabréf- um. Sagðist Gunnar vilja reyna að vera í einhverjum takt við markmið ríkisstjórnarinnar og því væru þeir ekki með hærri ávöxtunarkröfur. Fjárfestingarfélagið tekur 2% í sölu- þóknun en 3% renna til viðkomandi greiðslukortafyrirtækis, I íkt og gerist hjá Kaupþingi. í verðbréfadeild Iðnaðarbankans eru ávöxtunarkröfurnar hærri en hjá Fjárfestingarfélaginu, en samkvæmt öruggum heimildum Tímans nemur ávöxtunarkrafa VIB um 35% á árs- grundvelli. Það samsvarar um og yfir 15% raunvöxtum nriðað við að verðbólga síðustu 12 mánaða hafi verið um 20%. VIB tekur 4% í söluþóknun, samkvæmt sömu heim- ild. Hvernig má þetta vera? Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í samtali við Tímann að sér þættu þessar ávöxtun- arkröfur miklar. „Hvað gerir fjár- málaráðherra núna sem heimtar vexti í bönkum niður, en leyfir þetta. Þarna er til markaður með allt Útlánsvextir eru aö verða lægri en í helstu viöskiptalöndum okkar og gæti það aukiö verulega éftirspurn eftir innlendum lánum: Innlendir útlánsvextir komnir á útsöluverð? Á fundi Seðlabanka fslands með fulltrúum viðskiptabanka og spari- sjóða, var ákveðið að bankastofn- anir skiluðu inn tillögum sínum um vaxtalækkun degi fyrr en venjulega tíðkast. Það verður síðar í dag sem bankamenn ganga með tillögur sinar yfir til Seðlabankans. Að sögn Stefáns Pálssonar, for- manns Sambands íslenskra við- skiptabanka, sagði í viðtali við Tímann í gær að hann ætti ekki von á öðru en, að bankarnir færu að fyrirmælum ríkisstjórnarinnar og legðu til verulega vaxtaiækkun frá og með 1. desember, en það er hefðbundinn vaxtabreytingadagur. Á fundi þessum kom m.a. fram að vextir í helstu viðskiptalöndum okkar eru að verða með hærri ávöxtun en til er á íslandi. Þetta segir Stefán Pálsson að hafi ekki gerst lengi, en það hljóti að koma verr út hjá þeim fyrirtækjum sem eiga stærri hluta skulda sinna í erlendum lánum, cn innlendum, en það eru einkum fyrirtæki í sjávarútvegi og útflutningsgrein- um. „Menn verða að álykta hver fyrir sig, en. við erunr bundnir einhliða ákvörðun ríkisjtjómar- innar um að keyra vextina niður á innlendu lánsfé," sagði Stefán. „Við ráðum engu um vextina á erlendu lánsfé, en við erum háðir markaðnum í hverju landi. Vcxtir í helstu viðskiptalöndum okkar hafa fariö hækkandi. Pundið er sérstaklega hátt og dollarinn stend- ur einnig hátt.“ Vextir á innlendum gjaldeyris- reikningum h'afa af þessum sökum færst í að vera með hærri vöxtum sem bjóðast í landinu. Vextir þeirra eru jafnan miðaðir við út- lánsvexti í viðkomandi löndum. Vextir á reikningum sem varðveitt- ir eru í sterlingspundum eru nú um 11%, í bandarískum dollar eru þessir vextir 7,75% og í v-þýsku marki eru vcxtirnir 3,75%. KB að 50% ávöxtunarkröfum, en verð- bólgan er kontin nánast niður í núll. Hvernig má þetta vera?“ sagði Sverrir. Þeir sem haldið hafa uppi þessari miklu eftirspurn eru aðallega versl- unareigendur að sögn forsvars- manna verðbréfasjóðanna. Að þeirra sögn eru þetta kaupmenn sem fengið hafa stóran hluta tekna sinna inn í sjóði í formi greiðslukorta- nótna, eða svokallaðra slippa. Þeir hafi ekki tíma til að bíða eftir afgreiðslu bankanna. Einnig sé um það að ræða í mjög mörgum tilfellum að kaupmenn þessir séu veðréttar- lausir og fái því yfirleitt ekki banka- lán. Greiðslukortanóturnar eru í þeim tilfellum einu óveðsettu eign- irnar sem til eru. Þvf virðist ekki vera um annað að ræða en stuttan gálgafrest fram yfir jólaösina og er greinilega allt traust sett á góða vertíð og mikla sölu. Verði salan ekki góð munu ávöxtunarkröfur verðbréfasjóðanna reynast of dýrar að sögn þeirra sem Tíminn ræddi við í gær. KB Kaupþing krefst 50% ávöxtunar í svokölluðum „slippakaupum“. Tímamynd Pjetur. Ekkert útskriftargjald. Ármúla 3-108 Reykjavík - Sími91 -680988

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.