Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. nóvember 1988
Tíminn 13
UTLÖND
John F. Kennedy hefur hér fengið skot í bakið. Sekúndubroti síðar fékk hann skot í andlitið sem banaði honum. Ef
kenning breskra sjónvarpsmanna er rétt þá skaut franski mafíósinn Lucien Sarti því afdrifaríka skoti. Sænska
sjónvarpið treysti sér ekki til að breiða þá söguskýríngu út og lét klippa hana út úr heimildamyndinni áður en myndin
var sýnd.
Sænska sjónvarpiö styttir þáttinn um Kennedymoröiö:
Ber ekki ábyrgð
á morðásðkunum
Þór Jónsson Stokkhólmi:
Sænska sjónvarpið sýndi á miðvikudag ensku myndina um
morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta sem nýlega var sýnd á
íslandi.
En sænskir sjónvarpsáhorfendur urðu að sæta styttingu á
þættinum. Sænska sjónvarpið klippti út atriði þar sem
mafíósarnir Sauveur Pironti, Lucien Sarti og Roger Bocagani,
eru sakaðir um að hafa myrt Kennedy.
Það þótti ekki nægjanlega sannað
til að sjónvarpið vildi taka þátt í
útbreiðslu þeirra ásakana.
Trúlega hefur sú ástæða ekki síður
skipt máli að til Svíþjóðar höfðu
borist fréttir af því að einn hinna
nefndu manna, Sauveur Pironti, sem
nú hefur aðsetur í Marseilles hafði
látið þau orð falla eftir sýningu
þáttarins £ Bretlandi og Frakklandi
að hann ætli sér hér eftir að lifa í
vellystingum praktuglega á skaða-
bótum sem lögfræðingur hans á eftir
að innheimta af þeim sjónvarps-
stöðvum sem keypt hafa kenningu
þáttagerðarmanna og ásakað hann
um morð.
Ásjó
Daginn þann fyrir tuttugu og fimm
árum sem Kennedy var skotinn var
Pironti staddur á frönskum tundur-
duflaslæðara 8000 km frá Dallas.
Sarti og Bocagani sátu báðir í stein-
inum og Sarti, sem sagður var hafa
skotið hinu afdrifaríka skoti, hafði
svo lélega sjón að frönsk yfirvöld
höfðu svipt hann ökuréttindum.
Sarti hafði misst annað augað í
vinnuslysi við höfnina í Marseilles
árið 1962.
Þaö hefur einnig vakið athygli hér
í Svíþjóð að Gordon L. Amold, sem
breskir sjónvarpsmenn kynna sem
nýtt vitni í málinu, rakti sömu sögu
í viðtali við sænska blaðamann Aft-
Lee Harvey Oswald vígreifur. Opin-
berlega er hann sagður hafa banað
John F. Kennedy, þó öll rök hnígi
að því að aðrir hafi séð um banaskot-
ið.
onbladet í Dallas fyrir átta ámm.
Hann lét blaðaljósmyndara ljós-
mynda sig ásamt blaðamanni á þeim
stað sem hann stóð þegar morðið var
framið.
Gordon L. Arnold er ef til vill eini
maðurinn sem skiptist á orðum við
morðingja Kennedy ef kenning
bresku þáttagerðarmannanna er
rétt. Og reynar er afar lftið sem
mælir þeim kenningum í mót sé litið
fram hjá ásökunum á hendur
mönnunum þremur.
Skammt aftan við Arnold þar sem
hann stóð og kvikmyndaði forseta
sinn koma akandi á opinni blæju-
bifreið niður Dealey Plaza hleypti
morðinginn af riffli sínum. Skotin
þutu fram hjá Arnold sem umsvifa-
laust fleygði sér til jarðar.
Bar aldrei vitni
Arnold sagði í viðtali við Afton-
bladet fyrir átta árum: „Ég fann
þrýstinginn frá skotinu og það suðaði
í höfðinu á mér eftir hvellinn. Sá
sem skaut hlýtur að hafa staðið beint
fyrir aftan mig og ósjálfrátt fleygði ég
mér til jarðar. Það næsta sem gerðist
var að lögreglumaður sparkaði í mig
og ég spratt á fætur.
- Hvern andskotann ertu að gera?
sagði hann.
- Ég fleygði mér til jarðar, ég varð
næstum fyrir skoti!
Ringulreiðin allt í kring varalgjör,
lögreglumaður fyrir framan mig lá á
hnjánum og grét.
Lögreglumaðurinn sem hafði
komið mér á fætur sneri aftur film-
unni í kvikmyndavélinni minni og
tók hana með sér. Vélinni skilaði
hann en spurði mig ekki að nafni.
Ég var aldrei látinn bera vitni og
hef ekki hugniynd um hvað varð af
filmunni.
Oft hef ég velt þeim manni fyrir
mér sem rak mig á brott og það tek
ég með mér í gröfina
- Að einhver fyrir aftan mig skaut
á Kennedy forseta, ég sjálfur varð
næstum fyrir skoti.
Má vera að Oswald hafi átt hlut að
máli en hann var ekki einn um það.“
111 Frá Borgarskipulagi
Reykjavíkur!
Athygli er vakin á því að sýningu á skipulagstil-
lögunum Kirkjusandur - Laugarnes - Klettur og
Mýrargata og nágrenni lýkur þann 7. desember
1988.
Uppdrættir og líkan er til sýnis hjá Borgarskipulagi
Reykjavíkur, Borgartúni 3, 4. hæð alla virka daga
frá kl. 8.30 til 16.00.
Athugasemdum eða ábendingum, ef einhverjar
eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykja-
víkur, innan auglýsts kynningartíma.
Borgarskipulag Reykjavíkur
Borgartúni 3,
105 Reykjavík
Basar - Hlutavelta
Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur sinn árlega basar
laugardaginn 3. des. kl. 14.00 að Rauðarárstig 18 (Hótel Lind).
Við minnum á hið víðfræga laufabrauð framsóknarkvenna og
gómsætar jólakökur.
Einnig verður hin vinsæla hlutavelta okkar með góðum vinningum og
engum núllum.
Verið velkomin.
Hjá okkur er eitthvað fyrir alla, smáa og stóra.
F.F.K.
Ath. Tekið verður á móti munum á basarinn alia daga að Nóatúni
21 og að Rauðarárstíg 18 eftir kl. 17 á föstudag.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur
minnar
Guðbjargar Magnúsdóttur
Guð blessi ykkur.
Ólína Magnúsdóttir
Kinnarstöðum
t
Minningarathöfn um
Svein Bergsveinsson
prófessor
Austur-Berlín
verður haldin í Fossvogskapellu fimmtudaginn 1. desember kl. 13.30.
Aðstandendur
t
Faðir okkar
Erlendur Árnason
Skíðbakka, Austur-Landeyjum
lést að morgni 27. nóvember á Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi
Árni Erlendsson
Ragna Erlendsdóttir
Sigríður Oddný Eriendsdóttir
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Helgi Hannesson
frá Kollsá
til heimilis að Hraunbraut 2, Kópavogi
andaðist í Borgarspítalanum 15. nóvembers.l. Útförin hefurfariðfram
f kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð.
Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn