Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Þriðjudagur 29. nóvember 1988 DAGBÓK lllílllllllllilllllllli ÚTVARP/SJÓNVARP + Kvikmyndahátíð 1989 í Búlgaríu: Með mannúð tilfriðar og vináttu Dagana 27. maí til 4. júní 1989 gengst Rauði kross Búlgaríu fyrir alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Varna í Búlgaríu. Hátíðin er haldin undir kjörorðunum: „Með mannúð til friðar og vináttu". Hún er vinsæl um allan heim, og síðast þegar slík hátíð var haldin sendu 55 þjóðir og 5 alþjóðleg félög samtals 300 myndir. Myndirnar mega ekki vera eldri en frá 1. janúar 1987. Pær eiga að fjalla um Rauða kross starf, heilbrigði, vistfræði eða mannúðarmál. Lengd skiptir ekki máli. Þátttöku þarf að tilkynna til The Festi- val Directorate í Sofia fyrir 1. febr. 1989, og myndirnar þurfa að vera komnar til Varna fyrir 25. mars 1989. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu Rauða kross íslands, Rauðarárstíg 18, í síma 91-26722. Hallgrímskirkja Hallgrímskirkja er opin alla daga ncma mánudaga kl. 10:00-18:00. Turninn er opinn á sama tíma. Margrét Jónsdóttir sýnir í Gallerí Gangskör Nýr félagi í Gallerí Gangskör, Margrét Jónsdóttir, opnaði sýningu laugard. 19. nóv. Hún sýnir þar brot af verkum sínum, sem unnin hafa verið á árunum 1983- 1985. Sýningin stendur til 4. desember. Gallerí Gangskör er opið virka daga kl. 12:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Lokað er á mánudögum. Bragi Ásgeirsson sýnir í Nýhöfn Bragi Ásgeirsson opnaði sýningu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18 laugardaginn 19. nóv. Á sýningunni eru teikningar frá árun- um 1950-’60, aðallega modelteikningar og tíu ný steinþrykk, sem Bragi gerði í Kaupmannahöfn í sumar. Myndefni þeirra er sótt í Ijóð Jóns Helgasonar „Áfanga" og „Sálma á atómöld" eftir Matthías Jóhannessen. Bragi er löngu þjóðkunnur, bæði sem listamaður, kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands og sem gagnrýnandi Morgunblaðsins í fjölda ára. Hann stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands á árunum 1947-50, í Kaup- mannahöfn í þrjú ár, eitt ár í Osló, tvö ár í Múnchen og eitt ár í Róm og Flórens. Bragi hefur haldið níu stórar sýningar og fjölda smærri sýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur 30. nóvem- ber. Sýning í Nýlistasafni Kristinn Guðbrandur Harðarson, opn- aði sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, laugardaginn' 19. nóvcmberkl. 16:00. Þar sýnir hann skúlptúr, útsaum og lág- myndir. Verkin eru unnin í marvíslegefni og sett saman úr fjölda ólíkra hluta. Sýningin stendur til 4. desember og er opin virka daga kl. 16:00-20:00, en um helgar kl. 14:00-20:00. Basar Félags austfirskra kvenna í Reykjavík Félag austfirskra kvenna í Reykjavík heldur kökubasar og kaffisölu sunnudag- inn 4. desember kl. 14:00 á Hallveigar- stöðum. Einnig verður basarhorn og skyndi- happdrætti. Björjg Atla sýnir í FIM-salnum Laugard. 19. nóvembcr opnaði Björg Atla málverkasýningu í FÍM-salnum, Garðastræti 6. Á sýningunni eru olíu- og akrýlmyndir. Björg Atla nam við Myndlistaskólann í Reykjavík og Myndlista- og handíða- skóla íslands og útskrifaðist úr málara- deild MHÍ 1982. Hún hefur haldið þrjár einkasýningar og tekið þátt í samsýning- um heima og erlendis. Sýningin í FfM-salnum stendur til 4. desember og verður opin kl. 14:00-19:00 alla sýningardagana. Jón Baldvinsson sýnir á Kjarvalsstöðum Jón Baldvinsson opnaði sýningu á verk- um sínum í Kjarvalssal Kjarvalsstaða laugard. 19. nóv. Á sýningunni eru 59 málverk máluð á síðustu þremur árum, aðallega í Kali- forníu. Jón hefur haldið margar sýningar hér heima, m.a. á Kjarvalsstöðum 1975 og seinna í Norræna húsinu, Bogasal Þjóð- minjasafnsins og fleiri stöðum. Sýningin verður opin á sýningartíma Kjarvalsstaða, kl. 14:00-22:00 daglega til 5. desember nk. Setið fyrir svörum í MÍR Igor N. Kúznetsov, varaforstjóri Laga- stofnunar Sovétríkjanna, situr fyrir svör- um í kvöld, þriðjudagskvöldið 29. nóv. kl. 20:30, í húsakynnum MfR, Vatnsstíg 10. Hann víkur þá að ýmsu því sem hæst ber í fréttum frá Sovétríkjunum um þessar mundir, svo sem umræðunni um stjórnarár Stalíns, svarar til um atburðina í Naagorno-Karabakh, þjóðernishreyf- ingar í Eystrasaltslýðveldunum, efna- hagsmál, utanríkispólitík Sovétríkjanna o.s. frv. Aðgangur að rabbfundi Igors N. Kúz- netsovs er öllum heimill. llllllillillllllllllll! BÆKUR Rögnvaldur og Gudbergur. Trúin, ástin og efinn Minningar séra Rögnvalds Finnbogason- ar Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Trúin, ástin og efinn — minningar séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staðastað. Þar rifjar hann upp æsku sína í Hafnarfirði, námsárin í guðfræðideild Háskóla íslands og fyrstu prestskaparár í Bjarnanesi í Hornafirði. Hér er brugðið upp eftirminnilegum myndum af íslensku þjóðlífi kreppuára og síðar striðsára að ógleymdum fyrstu embættisárum ungs prests á árum kalda stríðsins. í fréttatilkynningu útgáfunnar segirm.a.: „Séra Rögnvaldur ræðir hispurslaust um þær róttæku lífsskoðanir sem hann hlaut í veganesti í foreldrahúsum og leit sína að leið til samrýma þær hlutverki drottins þjóns í islensku þjóðkirkjunni. Hann rekur efasemdir sinar og innri togstreitu er hann stendur reynslulaus frammi fyrir ábyrgð sálusorgarans uns hann sannfærist um að ekkert er tilviljun, og honum er ætlað að takast á við hlutskipti prestsins. Inn í þessa margslungnu sögu fléttast ástir og tilfinningamál næmgeðja manns og tæpitungulausar lýsingar á samferðamönnunum - áviröingum þeirra og mannkostum. Guðbergur Bergsson skráir sögu séra Rögnvalds af þeim djúpa og næma skUningi sem honum er gefinn. Hann víkur hiklaust af troðnum slóðum íslenskra ævisagna þegar söguefnið gefur tUefni tU og fyllir frásögnina ólgandi fjöri og kankvísi þótt undiraldan sé þung og alvörþrungin," segir að lokum í frétt Forlagsins. Trúin, ástin og efinn er 214 bls. Bókina prýðir mikUl fjöidi mynda. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Björn Jónsson/AUK hf. hannaði kápu. Hesturinn og drengurinn hans Fimmta bókin í flokknum um töfralandiö Narníu komin út Bókin Hesturinn og drengurinn hans eftir C.S. Lewis er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Söguhetjan í þessu gullfallega og spennandi ævintýri er hesturinn Breki og drengurinn Sjasta. Þeir flýja í skyndingu frá Kalormen, landi grimmdar og mannvonsku og fara dagfari og náttfari yfir eyðimörkina miklu á leið tU töfralandsins Narníu, þar sem smjör drýpur af hverju strái og dýrin kunna mannamál. Á leiðinni lenda þeir í ótrúlegustu ævintýrum og oftar en einu sinni reynir á þor þeirra og kjark. Bækurnar um töfralandið Narníu eftir C.S. Lewis hafa notið mikiUa vinsælda hér á landi sem erlendis. Hesturinn og drengurinn hans er fimmta bókin í þessum skemmtUega bókaflokki. Áður hafa komið út: Ljónið, nornin og skápurinn, Kaspían konungsson, Sigling Dagfara og Silfurstóllinn. Kristín R. Thorlacius hefur verið verðlaunuð af Skólamálaráði Reykjavíkur fyrir þýðingu sína á bók í þessum bókaflokki. Bóldn er 229 bls. að stærð. FUmuvinna, prentun og bókband: Prentverk Akraness. bókband: Prentverk Akraness. Almanák- Hins íslenska þjóðvinafélags 1989 Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélgsins hefur gefið út Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags umárið 1989, en aðalhluti þess er Almanak um árið 1989 sem dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hefur reiknað og búið tú prentunar. Annað efni Þjóðvinafélagsalmanaksins þessu sinni er Árbók 1987 sem Heimir Þorleifsson menntaskólakennari tók saman. Þetta er 115. árgangur Þjóðvinafélagsins sem er 216 bls., prentað í Odda. Umsjónarmaður þess er Jóhannes Halldórsson cand. mag., forseti Þjóðvinafélagsins. Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins auk Jóhannesar (kosnir á Alþingi 9. maí 1988) eru; dr. Jónas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, varaforseti; dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri; Heimir Þorleifsson menntaskólakennari og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Prenthúsið: Bjarg- vætturinn Fimm sögur um Morgan Kane í einni bók eftir Louis Masterson Hér er um að ræða „stóra" Morgan Kane-bók, þá síðustu í röð stórra Morgan Kane-bóka sem Prenthúsið hefur gefið út fyrir jól síðastliðin ár. Söguhetjuna Morgan Kane þarf ekki að kynna fyrir íslenskum bókaunnendum. Um hann hafa komið út á íslensku hvorki meira né minna en tæplega 70 bækur, og virðist ekkert lát á vinsældum hans. Höfundurinn Louis Masterson heitir réttu nafni Kjell Hallbing. Hann starfaði sem gjaldkeri í banka þegar hann hóf að skrifa bækurnar um Morgan Kane. Sögusvið þessara bóka er Villta vestrið, en þangað hafði höfundur aldrei stigið fæti, þegar hann hóf skriftir. Samt telja sérfræðingar að honum takist einkar vel að lýsa umhverfi þessara ára, sem og andrúmslofti og viðhorfum. Þessar fimm sögur eiga það sammerkt að Morgan Kane tekst á hendur erfið verkefni, öðrum til hjálpar. Hann svífst einskis til að leysa þau vel af hendi. BILALEIGA meö utibu allt í kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar ÞRIÐJUDAGUR 29. nóvember 6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Halldóra Þorvarðar- dóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Frétta- yfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn „Vaskir vinir“ eftir Jennu Jensdóttur og Hreiðar Stefánsson. Pórunn Hjartardóttir les (8). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 í pokahorninu Sigríður Pétursdóttir gefur hlustendum holl ráð varðandi heimilishald. 9.40 Landpósturinn - Frá Vesturlandi Umsjón: Bergþóra Gísladóttir. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann RagnarStefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur - Tónlistarmaður vikunnar, Marteinn Hunger Friðriksson Umsjón: Hanna G. Sigurðardóttir. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttaytirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæt- urnar sjö“ Ævisaga Móniku á Merkigili skráð af Guömundi G. Hagalín. Sigríður Hagalín les (2). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Djassþáttur- Jón Múli Árnason. (Endurtek- inn þáttur frá miðvikudagskvöldi). 15.00 Fréttir. 15.03 Gestastofan Stefán Bragason ræðir við áhugatónlistarfólk á Héraði. (Frá Egilsstöðum) (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 15.45 Þingfréttir 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Umsjón: Kristín Helgadóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Ludwig van Beethoven. a. „Egrnont", forleikurop. 84. Gewandhaus-hljóm- sveitin í Leipzig leikur; Kurt Masur stjómar. b. Píanókonsert nr. 5 í Es-dúr op. 73, „Keisara- konsertinn“. Murray Perahia leikur með Con- certgebouw-hljómsveitinni í Amsterdam; Ber- nard Haitink stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Á vettvangi Umsjón: Bjarni Sigtryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.33 Kviksjá - Lesið úr nýjum bókum Umsjón: * Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir. 20.00 Litli barnatíminn (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Kirkjutónlist. a. „Herra, Drottinn vor“, mót- etta fyrir átta raddir og bassafylgirödd úr „Pars Prima Concertum Sacrorum“ eftir Samuel Scheidt. Christa-Sylvia Gröschke og Esther Himmler sópranar, Kurt Huber tenór og Wilhelm Pommerien bassi syngja með Spandauer Kan- torei sönghópnum. Karl Hochreiter, Christoph Kapler og Hans Nowak leika á sembal, selló og kortrabassa; Helmut Rilling stjórnar. b. „Sinfo- nia da Requiem“ op. 20 eftir Benjamin Britten. Sinfóníuhljómsveitin í Birmingham leikur; Simon Rattle stjórnar. c. „Ich ruf’ zu dir, Herr Jesu Christ", kantata eftir Nicolaus Strungk. Maria Zedelius syngur ásamt félögum úr Musica Antiqua í Köln. 21.00 Kveðja að norðan Úrval svæðisútvarpsins á Norðurlandi í liðinni viku. Umsjón: Kristján Sigurjónssonog Margrét Blöndal. (Frá Akureyri) 21.30 Útvarpssagan: „Heiður ættarinnar“ eftir Jón Björnsson Herdís Þorvaldsdóttir les (7). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Leikrlt: „Venjuleg helgi“ eftir Þorstein Marelsson Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Leikendur: Sigmundur örn Arngrímsson, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Sigurður Karlsson, Ásdís Skúladóttir, Árni Tryggvason og Halla Guðmundsdóttir. (Áðurflutt 1976). 23.15 Tónlist á síðkvöldi. a. Píanósónata í h-moll eftir Franz Liszt. Louis Lortie leikur á píanó. b. Fimmljóðasöngvar op. 15 eftir Richard Strauss. Brigitte Fassbáender alt syngur; Irwin Gage leikur á píanó. 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. 01.10 Vökulögin Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Leifur Hauksson og Ölöf Rún Skúladóttir hefja daginn með hlustendum, spyrja tíðinda víða um land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni líðandi stundar. Veðurfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30. 9.03 Viðbit - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri) 10.05 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur og Óskars Páls Sveinssonar. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 í Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Pór Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend- ingum hlustenda laust fyrir kl. 13.00 í hlust- endaþjónustu Dægurmálaútvarpsins. 14.00 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunn- arsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl. 18.30. Andrea Jónsdóttir segir frá nýjum plötum á fimmta tímanum og Ingvi örn Kristinsson flytur hagfræðipistil á sjötta tímanum. 19.00 Kvöldfréttir 19.33 Áfram ísland fslensk dægurlög. 20.30 Útvarp unga fólksins Við hljóðnemann er Vernharður Linnet. 21.30 FRÆÐSLUVARP: Lærum ensku Kennsia i ensku fyrir byrjendur, sautjándi þáttur. Umsjón: Valtýr Valtýsson og Garðar Björgvinsson. 22.07 Bláar nótur Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 01.10 Vökulögin Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá föstudegi þátturinn „Ljúf- lingslög" í umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Að loknum fréttum kl. 4.00 flutt brot úr dægurmála- útvarpi þriðjudagsins. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands SJÓNVARPIÐ Þriðjudagur 29. nóvember 18.00 Villi spæta og vinir hans. (29). Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Sigurgeir Stein- . grímsson. 18.25 Berta (6). Breskurteiknimyndaflokkur í þrett- án þáttum. Leikraddir Sigrún Waage og Þór Tulinius. Þýðandi Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir. 18.40 Á morgun sofum við út (6). (I morgon er det sovemorgon) Sænskur teiknimyndaflokkur í tíu þáttum. Sögumaður Kristján Eldjárn. Þýð- andi Þorsteinn Helgason. (Nordvision-Sænska sjónvarpið) 18.55Táknmálsfréttir 19.00 Alnæmi snertir alla - Umræðuþáttur. Nemendur í Hlíðaskóla í Reykjavíkspyrja lækni og hjúkrunarfræðing um sjúkdóminn alnærr.i. Þátturinn er unninn á vegum landsnefndar um almannavarnir og er annar af tveim. Hinn verður sýndur í Fræðsluvarpi á morgun og þá eru nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð þátt- takendur. 19.25 Ekkert sem heitir. Endursýndur þáttur frá 25. nóv. Umsjón Gísli Snær Erlingsson. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Matarlist. Umsjón Sigmar B. Hauksson. 20.45 Buster Keaton - engum líkur. (A Hard Act to Follow: Buster Keaton). Fyrsti þáttur. Bresk- ur heimildamyndaflokkur í þremur þáttum um ævi og verk eins af meisturum þöglu myndanna. Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason. 21.40Hannay. (Hannay). Bræðralag svarta steinsins. Breskur sakamálamyndaflokkur byggður á sögum eftir John Buchan sem er þekktastur fyrir söguna 39 þrep, en þar lenti ævintýramaðurinn Hannay í ótrúlegustu raun- um. Nú er hann aftur kominn á kreik í nýjum ævintýrum og sem fyrr leikinn af Robert Powell. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.35 Nick Knatterton. Teiknimynd um hinn úr- ræðagóða spæjara. Leikraddir Hallur Helgason. Þýðandi Bergdís Ellertsdóttir. 23.00 Seinni fréttir. 23.10 Umræðuþáttur. Jólabókaflóðið - íslenskar bækur og íslensk yrkisefni. Umsjón Hrafn Gunnlaugsscv. 23.55 Dagskrárlok. Þriðjudagur 29. nóvember 16.10 Sæt i bleiku. Pretty in Pink. Gamanmynd um ástarævintýri og vaxtarverki nokkurra ung- linga í bandarískum framhaldsskóla. Aðalhlut- verk: Molly Ringwald og Harry Dean Stanton. Leikstjóri: John Hughes. Framleiðandi: Lauren Shuler. Pýðandi Ragnar Hólm Ragnarsson. Paramount 1986. Sýningartími 95 mín. 17.45 Feldur. Foofur. Teiknimynd með íslensku tali um heimilislausa en fjöruga hunda og ketti. Þýðandi: Ástráður Haraldsson. Leikraddir: Arn- ar Jónsson, Guðmundur Ólafsson, Saga Jóns- dóttir, Sólveig Pálsdóttir o.fl. 18.10 Drekar og dýfllssur. Dungeons and Dragons. Teiknimynd. Pýðandi: Ágústa Axels- dóttir. 18.35 Ljósfælnir hluthafar. Run from the Moming. Framhaldsmynd í 6 hlutum. 2. hluti. I fyrsta þætti var endurskoðandanum Harry Blake falið það verkefni að fara yfir bókhaldið hjá stóru fyrirtæki. Þar hitti hann fyrir fráfarandi bókara sem tjáði honum að ekki væri allt með felldu. Þegar Harry hefur rannsókn málsins hittir hann fyrir hörkutól sem standa í vegi hans. Aðalhlut- verk: Michael Aitkens, Rey Barrett, Bud Tingwell og Bill Kerr. Leikstjóri: Carl Schultz. Framleið- andi: Eric Tyler. Þýðandi: örnólfur Ámason. ABC Australia._______________________________ 19.1919.19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veður ásamt fréttatengdum innslögum. 20.45 Frá degi til dags. Day by Day. Bandarískur gamananmyndaflokkur. Aðalhlutverk: Doug Sheehan, Linda Kelsey og C.B. Barnes. Þýð- andi: Ragnar Hólm Ragnarsson. Paramount. 21.15 (þróttir á þriðjudegi. Blandaður íþróttaþátt- ur með efni úr ýmsum áttum. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 22.15 Suðurfararnir. The Harp in the South. Lokaþáttur. Aðalhlutverk: Anne Phelan, Martyn Sanderson, Anna Hruby og Kaarin Fairfax. Leikstjóri: George Whalev. Framleiðandi: An- thony Buckley. Pýðandi: Asthildur Sveinsdóttir. Quantum Films 1987. 23.05 Stræti San Fransiskó. The Streets of San Francisco. Bandarískur spennumyndaflokkur. Aðalhlutverk: Michael Douglas og Karl Malden. Pýðandi: Guðmundur Þorsteinsson. Worldvi- sion. 23.55 Eltingaleikur. The Seven-Ups. Nokkrir leynilögreglumenn hafa sérhæft sig í að elta uppi glæpamenn sem með einhverju móti hefur tekist að sleppa við að afplána dóm. En þeir fást aðeins við þá glæpamenn sem eiga yfir höfði sér sjö ára fangelsisvist eða lengri. Leikstjórinn á að baki myndir eins og „The French Connec- tion" og „Bullitt". Aðalhlutverk: Roy Scheiderog Tony Lo Bianco. Framleiðandi og leikstjóri: Philip D'Antoni. Pýðandi: Guðmundur Þor- steinsson. 20th Century Fox 1973. Sýningartími 105 mín. Ekki við hæfi barna. 01.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.