Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 10
Körfuknattleikur: Oruggur KR sigur Frá Krni Þórarínssyni fréttamanni Tímans: KR-ingar sigruðu Tindastól 79-70, í Flugleiðadeildinni á Sauðárkróki á sunnudagskvöldið. Leikurinn olli áhorfcndum nokkrum vonbrigðum, hvorugt liðið náði að sýna sitt besta og hittni beggja liða var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Leikurinn fór rólega af stað, Tindastólsmenn voru lengi í gang og KR náði fljótlega 7 stiga forskoti, 9-2. Þá virtist heimaliðið átta sig á að við svo búið mátti ekki standa, þeir söxuðu jafnt og þétt á forskot KR- inga og þegar 7 mín. voru eftir af hálfleiknum var staðan jöfn 21-21 og mín. síðar kom Valur Tindastól yfir 23-21, en það var líka í eina skiptið í leiknum sem heimaliðið náði for- ystunni. í hálfleik var staðan 38-35 fyrir KR, eftir að fvar Webster hafði farið á kostum á lokamín. og hirt hvert frákastið af öðru auk þess að leggja boltann nokkrum sinnum í körfuna hjá Tindastól. Fyrstu mín. síðari hálfleiks virtist leikurinn ætla að verða jafn og spennandi en svo kom slæmur kafli hjá Tindastól, þar sem þeir voru með afbrigðum óheppnir með skotin og staðan var skyndilega orðin 69-50 fyrir KR og 8 mín. eftir og úrslitin í rauninni þar með ráðin. Heimaliðinu tókst að klóra talsvert í bakkann á lokamín. en þó var sigur KR aldrei í hættu og lokatölurnar 79-70 eins og áður segir. Á síðustu mín. leiksins gerðist leiðindaatvik, þegar einn leikmaður Tindastóls braut óvart á Jóhannesi Kristbjörnssyni. Þegar Jóhannes hafði jafnað sig um stund hljóp hann að leikmönnum Tindastóls og sýndi vægast sagt ekki íþróttamannlega framkomu og mátti teljast heppinn að vera ekki sendur í búningsklef- ann. Hjá KR var ívar Webster at- kvæðamikill, einkum var hann grimmur í fráköstunum, enda höfð- inu hærri en allir aðrir leikmenn á vellinum. Einnig börðust Jóhannes, Mattías og Ólafur vel. Tindastólsliðið virðist vera í ein- hverri lægð um þessar mundir. Valur Leikur:UMFT-KR 70-79 Lið: UMFT Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Kárí 4-1 - - 7 5 2 - 2 Eyjólfur 16-8 2-1 - 1 2 2 - 21 Sverrír 7-4 1-0 2 1 - 6 - 11 Ágúst 3-1 - 1 6 1 - - 2 Björn 6-3 3-1 1 3 1 - - 9 Guðbr. - - - 2 1 - - 2 Valur 13-10 7-1 4 9 5 2 - 23 Leikun UMFT-KR 70-79 Lið: KR Nðtn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST stig Gauti 3-2 - _ - 1 2 - 4 Jóhannes 8-4 2-1 - 1 3 13 Lárus 1-0 0 ólafur 14-6 - 1 2 5 1 - 16 Lárus Á. 4-2 1-0 - 3 1 1 - 6 Matthías 12-7 3-2 5 1 2 - - 20 ívar 18-10 - 5 18 5 1 - 20 var stigahæstur með 23 stig, en hann var mjög óheppinn með þriggja stiga skotin að þessu sinni. BL Cincinnati. Kay Yow, körfu- boltaþjálfarinn sem lét krabbamein í brjóstholi ekki aftra sér frá því að þjálfa bandaríska kvennalandsliðið á síðustu Ólympíuleikum, var um helgina heiðraður með því að vera útnefndur í „Hall of Fame“ eða með öðrum orðum tekinn í „helgra" manna tölu. Yow, sem er 46 ára gamall, var aðstoðarþjálfari banda- ríska liðsins á ÓL 1984 er liðið vann gullið, en tók síðan við sem aðal- þjálfari og stýrði liðinu til sigurs á Vináttuleikunum 1986 og Heims- meistarakeppninni sama ár. Liðið vann síðan gullið í Seoul. Yow fór í meðferð sem stemmir stigu yið sjúk- dómnum og tók að því búnu á ný við þjálfun liðsins. París. Bordeaux tapaði 0-1 gegn París SG á heimavelli sínum um helgina. Auxerre vann Laval 1-0 á útivelli og Monaco tapaði úti gegn Cannes. París SG er efst í 1. deild- inni með 43 stig, Auxerre er í öðru sæti með 42 stig, Marseille og Nantes koma næst með 35 stig. Enska knattspyrnan: Derby batt enda á sigurgöngu Arsenal í deildarkeppninni - Norwich enn með forystu Norwich er enn í efsta sæti 1. deildar ensku knattspyrnunnar eftir að liðið gerði jafntefli við Luton á heimavelli á laugardaginn. Arsenal náði ekki að sigra Derby County þrátt fyrir að vera yfir þegar skammt var til leiksloka. Arsenal er nú 3 stigum á eftir Norwich og á leik til góða. Arsenal komst yfir á 58. mín. með marki Michael Thomas, en tvö mörk á 9. mín. frá þeim Nigel Callaghan og Phil Gee og vika vonbrigðanna var fullkomnuð hjá Arenal sem var slegið út úr deildarbikarkeppninni á miðvikudag af Liverpool. Callaghan skoraði eftir að John Lukic hafði varið vítaspyrnu frá ted McMinn, en vítaspyrnan var dæmd á Lee Dixon fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs. Norwich fékk óskabyrjun gegn Luton, því Trevor Putney skoraði eftir aðeins 2 mín. Tvö mörk frá Roy Wegerle, sem fæddur er í S-Afríku, eitt í hvorum hálfleik, komu Luton yfir, en Dale Gordon gerði jöfnunar- mark Norwich skömmu fyrir leiks- lok. Liverpool náði aðeins jafntefli gegn Wimbledon á Anfield Road, 1-1, en Wimbledon vann einmitt Liverpool í úrslitaleik bikarkeppn- innar í fyrra. Liverpool hafði yfir- burði í fyrri hálfleik, en varð að bíða þar til á 64. mín. eftir marki. Þá skoraði Ray Houghton sitt annað á keppnistímabilinu. Sjálfsmark Steve Nicol þegar 3 mín. voru eftir færði Wimbledon annað stigið. Millwall er enn í 3. sæti deildarinn- ar eftir 2-2 jafntefli gegn Southamp- ton á útivelli. Graham Baker fram- herji Dýrðlinganna var hetja þeirra á laugardaginn. Hann kom þeim yfir snemma í leiknum og skoraði jöfn- unarmarkið þegar 13 mín. voru til leiksloka. Áður höfðu Kevin O'Cal- laghan og Teddy Sheringham skorað fyrir Millwall. Southampton er í 5. sæti deildarinnar, en Liverpool hefur hagstæðaraskorog telst því Í4. sæti. Tottenham var 2 mörkum undir gegn QPR í hálfleik, en þeir Mark Falco og Trevor Francis höfðu skor- að fyrir OPR. Mörk þeirra Paul Gascarino á 53. mín. og Chris Waddle á 75. mín. tryggði Totten- ham annað stigið. Trevor Steven gerði sigurmark Everton gegn West Ham í síðari hálfleik. Úrslitin í 1. deild: CharKon-Nottingham Forest ................0-1 Coventry-Aston Villa......................2*1 Derby-Arsenal ............................2-1 Liverpool-Wimbledon ......................1-1 MHJdlesbrough-Sheffield Wednesday.........0-1 Norwich-Luton.............................2-2 Soulhampton-Millwall ......................2-2 Toltenham-Queen’s Park Rangers ............2-2 Wesl Ham-Everton .........................0-1 Úrslitin í 2. deild: Banwley-Boumemoiith .......................5-2 Biimingham-lptwich ........................ 14 Blackbum-Portsmouth........................3-1 Bríghton-Sunderiand .......................3-0 Chelsea-Shrewtbuiy ....................... 2-0 Leeds-Stoke...............................4-0 Leicester-Bradford......................... 14 Manchcster City-Oxlord.....................2-1 Plymouth-Oldham............................34 Swindon-Walsall............................ 14 Watford-Hull...............................24 West Bromwich4rystal Palace............... 5-3 Úrslitin í skosku úrvalsdeildinni: Dundee United-Hamilton ................... 1-0 Hibemian-Dundee .......................... 1-1 Motherwell-Heaits..........................24 Rangers-Aberdeen.......................... 1-0 St. Mirren-CeHic...........................2-3 Staðan í 1. deild: Norwich................. 14 B 5 1 24-15 29 Arsenal................. 13 8 2 3 31-16 26 Millwall 6 6 1 27-17 24 Liverpool .. 14 6 5 3 19-10 23 Coventry .. 14 6 5 3 17-11 23 Southampton .. 14 6 5 3 24-19 23 Derby .. 13 6 4 3 17-10 22 Nottingham Forest .... .. 14 4 8 2 17-17 20 Everton .. 13 5 4 4 18-14 19 Sheffield Wednesday .. .. 13 5 4 4 13-14 19 Middlesbrough .. 14 6 0 8 17-24 18 Manchester United .... .. 13 3 8 2 16-13 17 Queen's Park Rangers . .. 14 4 3 7 14-14 15 Aston Villa .. 14 3 6 5 19-21 15 Luton .. 14 3 5 6 15-17 14 Charlton .. 14 3 5 6 16-24 14 Tottenham .. 14 3 6 5 24-27 13 Wimbledon .. 13 2 4 7 12-23 10 West Ham .. 14 2 3 9 13-29 9 Newcastle .. 13 2 2 9 9-27 8 Staðan i 2. deild: Watford .. 18 10 3 5 30-18 33 Blackburn .. 18 10 3 5 32-24 33 Manchostor City .. 18 9 5 4 24-17 32 Chelsea .. 18 8 6 4 30-19 30 Portsmouth .. 18 8 6 4 29-21 30 West Bromwich .. 18 8 6 4 27-19 30 Bamsley .. 18 7 6 5 25-24 27 Stoke .. 18 7 6 5 21-22 27 Ipswich .. 18 8 2 8 25-22 26 Leicester .. 18 6 7 5 22-25 25 Crystal Palace .. 17 6 6 5 28-25 24 Sunderland .. 18 5 9 4 23-21 24 Plymouth .. 17 7 3 7 23-26 24 Leeds .. 18 5 8 5 19-19 23 Swindon .. 17 5 7 5 23-24 22 Bradford .. 18 5 7 6 18-19 22 Oldham .. 18 5 6 7 29-29 21 Hull .. 18 5 6 7 19-24 21 Bournemouth .. 17 6 3 8 15-20 21 Oxford .. 19 5 5 9 28-31 20 Brighton .. 17 5 2 10 22-27 17 Shrewsbury .. 18 3 8 7 14-23 17 Walsall .. 18 2 8 8 17-22 14 Birmingham .. 18 3 4 11 13-35 13 Staðan í skosku úrvalsdeildinni: Rangers 17 12 3 2 29-11 27 Aberdeon 17 7 9 1 22-15 23 Dundee United 17 7 7 3 20-10 21 Celtic 16 9 1 6 35-22 19 St. Mirren 16 7 5 4 19-19 19 Hibernian 17 6 6 5 18-14 18 Dundee 17 5 6 6 18-21 16 Heaxts 17 2 7 8 15-22 11 Mothorwoll 1 7 9 15-24 9 Hamilton 17 2 1 14 11-44 5 Stuðningsmenn Skagamanna settu skemmtilegan svip á bikarkeppnina í sundhollinni um helgina með hvatningarhrópum sínum Tímamynd Pjelur. Sund: ÍA vann bikarinn Akurnesingar tryggðu sér sigur í 1. deild bikarkeppninnar í sundi á sunnudaginn. Þeir kræktu alls í 27008 stig, en Ægismenn urðu í öðru sæti með 26501 stig. Stuðningsmenn Skagamanna hvöttu sína menn óspart til sigurs, en jöfn og spennandi keppni var í flestum greinúm. Skagamenn og Ægismenn höfðu mesta breiddina og var mikil barátta milli þessara félaga allan tímann. Vestri varð í 3. sæti 23390 stig. SH varð í 4. sæti með 22420 stig. Njarðvíkingar féllu á 2. deild með 21088 stig ásamt KR-ingum sem fengu 18814 stig. Þingeyingar og Kjalnesingar taka sæti þeirra. Árangur á mótinu var góður og mikið af ungum og efnilegum sundmönnum að koma fram í dagsljósið. Þrjú Islandsmet litu dagsins ljós, Ragnheiður Runólfsdóttir setti íslandsmet í 200 m fjórsundi, synti á 2:22,32 mín. Sveit ÍA setti íslandsmet í 4x100 m fjórsundi karla á 4:10,86 mín. og í 4x100 m fjórsundi kvenna setti í A sveitin einnig íslandsmet 4:40,94 mín. BL Körfuknattleikur: Haukasigur í framlengingu Haukar unnu Ketlvíkinga með 96 stigum gegn 95 eftir framlengdan leik í Flugleiða- deildinni í körfuknattleik í Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og sannkölluð skemmtun fyrir áhorfendur, sem urðu vitni að því er íslandsmeistararnir lögðu efsta lið riðilsins að velli. I hálfleik var staðan 45-41 fyrir Hauka. Hraðinn var mikill og spennan náði algleymingi í lokin þegar Keflvíkingar áttu vítaskot. Þeim tókst ekki að skora og framlengja varð leikinn, þar sem staðan var jöfn 86-86. í lok framlengingarinnar mistókst Keflvíkingum enn frá vítalínunni, er Guðjóni Skúlasyni brást skotfimin. Haukar fóru því með sigur af hólmi 96-95 í sannkölluðum spennuleik. Stigin Haukar: Pálmar 25, ívar 20, Jón Arnar 16, Henning 14, Eyþór 11, Reynir 6 og Ingimar 4. ÍBK: Guðjón 35, Jón Kr. 23, Axel 13, Albert 10, Magnús 8, Nökkvi 4 og Falur 2. BL GUDMUNDUR LÉK NÚ MED ÍS Stúdentar, með baráttujaxlinn Guðm- und Jóhannsson í broddi fylkingar, þurftu að sætta sig við 14 stiga ósigur á sunnudags- kvöldið, er þeir fengu Grindvíkinga í heimsókn í Kennaraháskólann. Lokatölur voru 75-89. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn allan tímann og í hálfleik var staðan 29-42. í síðari hálfleik náðu gestirnir 20 stiga forystu og leyfðu þá varamönnum sínum að spreyta sig. Stúdentar gengu á lagið og minnkuðu muninn um 10 stig, en þegar upp var staðið var munurinn 14 stig, 75-89. Valdimar Guðlaugsson var bestur Stúd- enta, en Páll Arnar og Guðmundur Jó- hannsson áttu einnig þokkalegan leik. Víst er að Guðmundur mun styrkja lið ÍS verulega, en að öllum líkindum munu þeir Helgi Gústafsson og H. Ágúst Jóhannet- son einnig leika með liðinu eftir áramót. Þeir mundu styrkja liðið mikið, en sem kunnugt er þá eiga Stúdentar í harðri baráttu við Þór um tilverurétt sinn í deildinni. Hjá Grindavík voru Guðmundur Braga- son og Rúnar Ámason þeir menn sem Leikur: ÍS UMFG F5-C 19 L ð: UMFG Nöfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST SUp Sveinbj. 5-3 - 1 - 1 _ _ 6 Guðm. 19-8 - 4 11 1 4 3 19 Hj&lmar 21 4-1 1 1 5 2. - 5 Rúnar 8-5 - 1 5 1 2 - 15 Guðlaugur 4-1 3-1 1 2 4 3 _ 7 Dagbj. 3-2 - 1 - i - - 4 JónPáil 6-5 - 2 2 2 1 - 13 Eyjólfur 2-1 - - 1 2 2 - 2 Ástþór 1-1 3-2 - 3 4 1 1 9 Steinþór 6-3 4-1 2 1 4 - 2 9 Leikur: IS 75-89 Lið: ÍS Néfn Skof 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Gudm. 8-4 - 1 3 - - - 9 Páll 8-3 8-4 _ 1 3 2 1 18 Gífli - - 2 - 1 3 1 0 Solm. 4-2 _ - 3 2 - 1 4 Auðunn 3-0 - - _ _ 1 - 0 Þorst 3-0 - 2 3 2 - - 0 Valdimar 20-11 2-1 2 1 8 3 3 2St Jón 12-5 - 4 2 3 3 - Hafþör 3-2 - - 2 1 - - Stúdentar áttu í mestum erfiðleikum með að hemja. BL Manchester. N-írski landsliðsmað- urinn og leikmaður Manchester United, Norman Whiteside, sem hefur átt við ökklaineiðsl að stríða s.l. 7 mánuði, varð að hætta að æfa í síðustu viku, er meiðslin tóku sig upp. Whiteside á að fara til sérfræðings nú í byrjun vikunnar og jafnvel er búist við að hann þurfi að fara í aðgerð. „Við vorum að vona að hann gæti farið að leika með í janúar, en nú vitum við ekkert hvað verður," sagði Alex Fergusson fram- kvæmdastjóri United um helgina. Jafnvel er búist við því að Whiteside verði frá það sem eftir er af keppnistímabilinu. Blak: KA óstöðvandi í blakinu Frá Jóhanncsi Bjarnasyni frcttamanni Tímans: Piltarnir í KA virðast vera líklcg meistaraefni þetta árið. Þeir leggja að velli hvern andstæðinginn af öðr- um og nú í tveim síðustu leikjum HK og Þrótt úr Reykjavík. Þessa leiki hafa þeir norðanmenn unnið án þess að tapa hrinu og segir það meira en mörg orð. Kópavogspiltar úr HK voru fórn- arlömbin um helgina. en þeir máttu snúa heim í Kópavoginn með tap á bakinu, 3-0. Úrslit í hrinunt voru 15-10, 15-7 og 15-10. Var það helst í fyrstu hrinu sem fórnarlambið spriklaði eitthvað, en þá komust þeir yfir 8-4, en fengu samt minni pokann til að raða í. í hinum hrinun- um var um greinilega yfirburði að ræða. HK-piltar söknuðu Einars Áskelssonar sárlega, en tæpast hefði hann breytt endanlegum úrslitum. Stefnan'hjá KA er á meistaratitil en auðvitað verður sjálf úrslita- keppnin geysierfið, þá fer reynslan að koma í Ijós og af henni eiga hin liðin nóg. KA-stúlkurnar léku 2 leiki norðan heiða um helgina'. 'Þær töpuðu fyrir Víkingum á föstudagskvöld 3-0, þar sem gestirnir höfðu yfirburði og á hiugardag lágu þær síðan fyrir HK í Neskaupstað unnu Víkingar Þrótt 3-0, en hrinutölur voru 5-15 12-15 og 2-15. Leikjunum sem áttu að vera í Hagaskóla var frestað til miðviku- da8s- JB/BL Körfuknattleikur: Njarðvíkingar á sigurbraut - unnu Valsmenn á sunnudag og landsliðið á föstudag Frá Margréti Sanders fréttamanni Tímans: UMFN sigraði landsliðið 79-71 í Njarðvík á föstudagskvöld. Staðan í hálfleik var 46-33. Jafnt var i byrjun, en Njarðvíkingar breyttu stöðunni úr 7-7 í 23-7. Njarðvíkingar voru yfir allan tímann ef frá eru taldar upp- hafsmínúturnar. Landsliðið náði að 'minnka muninn í 5 stig 74-69, en Njarðvíkingar voru sterkari á enda- sprettinum og sigruðu eins og áður segir 79-71. Sterka leikmenn vantaði í landsliðið svo sem Ivar Webster, Jóhannes Kristbjörnsson og Pálmar Sigurðsson. Stigin UMFN: Teitur 32, Hreiðar 11, Helgi 18, Friðrik Ragnars. 5, Kristinn 5, ísak 4, Jóhann 2 og Rúnar 2. Landsliðið: Guðjón 16, Guðmundur 15, Valur 14, Jón Kr. 7, Magnús 6, Henning 5, Falur 3, ívar LeikunUMFN-Valur90-70 Lið: Valur Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stiq Matthías 4-1 - 1 9 3 1 _ 3 Hreinn 11-6 3-1 2 6 4 3 1 21 Einar 8-3 2-0 - 3 2 1 - 6 Bárður 6-3 5-2 _ 2 1 1 _ 12 Björn 10-2 - 3 1 3 _ _ 4 Ragnar 2-1 1-0 - - 2 _ _ 4 Arnar 4-2 - 2 4 1 _ - 6 Tómas 13-3 4-2 2 5 1 4 1 14 Þorvaldur 1-0 - - 1 1 1 _ 0 Hannes 1-0 0 Leikur: UMFN-Valur 90-70 Lið: UMFN Nðfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stiq Helgi 11-4 - 8 8 2 1 _ 10 Georg 1-1 1-0 - - - _ - 2 Hreiðar 8-6 - 2 2 1 _ _ 12 FriðrikR. 5-1 2-0 2 2 2 3 _ 7 Kristinn 7-6 - 2 6 6 5 1 15 Teitur 17-11 7-1 3 8 3 5 5 25 Jóhann 2-0 - 1 1 - - - 1 ísak 9-5 4-1 1 5 5 3 5 18 Staðan ÍBK 15 12 3 1318-1097 24 KR 14 11 4 1201-1109 22 ÍR . 14 7 7 1051-1062 14 Haukar ... . 14 7 7 1258-1178 14 Tindastóll . 14 3 12 1210-1339 6 UMFN ... 14 14 0 1253-997 28 Valur .... 15 9 6 1271-1133 18 UMFG ... 14 8 7 1207-1122 16 ÍS 15 1 14 952-1432 2 Þór 14 1 13 1043-1334 2 1 kvöld leika ÍR og Tindastóll í Seljaskóla og UMFG og UMFN í Grindavík. Báðir leikirnir hefjast kl.20.00. Ásgr. 2, Mattías 2 og Tómas Holtón I. Sigurður Ingintundarson náði ekki að skora. 20 stiga sigur á Valsmönnum UMFN sigraði Val 90-70 í Njarð- vík á sunnudagskvöld og er þetta 14. 'sigur Njarðvíkinga í deildarkeppn- inni í röð, en í hálfleik var staðan 42-31, Njarðvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 11-0. Um miðjan hálfleikinn breyttu Valsarar yfir í pressuvörn og virtist það setja Njarðvíkinga út af laginu og Valsar- ar minnkuðu muninn í 22-19. Njarð- víkingar juku síðan forskot sitt og voru yfir í hálfleik 42-31. Njarðvíkingar höfðu forystu allan síðari hálfleikinn eins og í þeim fyrri, þeir juku forystuna jafnt og þétt og þegar flautað var til leiksloka varstaðan 90-70. Njarðvíkingarléku oft á tíðum mjög vel, sér í lagi voru hraðaupphlaupin vel útfærð. Þeir spila einnig mikið fyrir áhorfendur. t.d. tróð Teitur tvisvar í lciknum. Valsarar voru ekki sannfærandi í þessum leik, þó áttu þeir góða kafla, þeir misstu Þorvald Geirsson útaf þegar 7 mín. voru eftir af síðari hálfleik. TOSHIBA OG TATUNG Sjónvarpstæki 14-15-20-21-22 25 og 28" skermar. Tæknilega fullkomin tæki í öllum verðflokkum Góð greiðslukjör Eánar Farestveát&Co.hf. Borgartúni 28, sími 16995. Leið 4 stoppar við dymar Bestur Njarðvíkinga var Teitur Örlygsson, en Hreinn Þorkelsson var bestur hjá Val, en einnig var Tómas Holton sterkur. Dómarar voru Leifur Garðarsson og Gunnar Valgeirsson. BL VINNUB^, Á laugardogum. Vinningstölurnar 26. nóvember 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 24.301.636,- Fimm tölur réttar kr. 14.280.206,- skiptast á 2 vinningshafa, kr. 7.140.103,- á mann. BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 1.485.126,- skiptast 18 á vinningshafa, kr. 82.507,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 2.561.832,- skiptast á 483 vinningshafa, kr. 5.304,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 5.974.472,- skiptast á 15.241 vinningshafa, kr. 392,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.