Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 29. nóvember 1988 Niðurstöður hvalatalningar sumarið 1987 gefa ótvírætt til kynna að fullyrðingar um bágt ástand stofna eigi ekki við rök að styðjast: Um 7400 langreyðar sáust við talningu Niðurstöður hvalataln- ingar sumarið 1987 marka þáttaskil í þekkingu á út- breiðslu og fjölda hinna ýmsu hvalategunda við strendur íslands og á nær- liggjandi hafsvæðum. Þær gefa ótvírætt til kynna að fullyrðingar um bágt ástand þeirra hvalategunda sem mest hafa verið veiddar hér við land á undanförnum áratugum, þ.e. hrefnu og langreyð, eiga ekki við rök að styðjast. Þetta kemur fram i grein Jóhanns Sigur- jónssonar, sjávarlíffræðings um hvalatalningar á N-At- lantshafi sumarið 1987, sem birtist í nýjasta tölublaði Ægis. íslensku talningaskipin þrjú leit- uðu samtals 11.786 sjómtlur og leiðarlína færeyska skipsins var 5608 sjómílur. Um borð í íslensku skipunum sáust alls 1340 hópar hvala eða tæplega 5800 dýr. Að viðbættri færeysku talningunni sá- ust 1545 hópar eða samtals um 9400 hvalir. í niðurstöðunum segir Jóhann um langreyðina: „Þessi tegund var lang algengust stórhvala, en í allt sáust 293 hópar á talningasvæðinu. Mest var af langreyð um land- grunnsbrúnina vestur af fslandi, en einnig verulegur fjöldi við strendur Austur-Grænlands og á svæðinu djúpt suðvestur af íslandi. Á haf- svæðinu frá Jan Mayen sttður að Rockall var töluvert af langreyð, mest nyrst en minna er sunnar dró. Sérstaka athygli vakti fjöldi lang- reyða, er sást á svæðinu norðaustur og austur af íslandi, en þetta svæði hefur ekki verið kannað á undan- förnum árum.“ Áætlaður fjöldi langreyða á því svæði sem skipin fjögur, sem þátt tóku í talningunni, fóru um er u.þ.b. 7200 dýr. Talningasvæðið og þar með matið á fjölda hvala á Hvalatalningar 1987 Hrefna Útbreiðsla langreyðar samkvæmt talningum af skipum sumarið 1987 svæðinu er allnokkuð stærra heldur en sumarútbreiðslusvæði hins s.k. Austur-Grænlands/íslands lang- reyðarstofns, sem veitt hefur verið úr hér við land á undanförnum áratugum, segir Jóhann í greininni. Á fundi vísindanefndar alþjóða- hvalveiðiráðsins í maí 1988 voru taln'inganiðurstöðurnar teknar til sérstakrar athugunar og niðurstöð- ur talninga hverrar þjóðar skoðað- ar með tilliti til útbreiðslusvæðis hverrar tegundar. Að slepptum þeim hluta leitarsvæðis íslensku skipanna sem reyndist utan sumar- útbreiðslumarka langreyðarstofns- ins og að viðbættum talningum norsks skips á svæðinu í kringum Jan Mayen var niðurstaða nefndar- innar sú að stofninn væri nálægt 6500 dýrum. Áætlaður heildarfjöldi hrefna á leitarsvæðinu umhverfis landið sem unnt reyndist að kanna árið 1987 var 8500 dýr. Að viðbættum þeim fjölda, sem áætlaður var út frá skipatalningu utan þess svæðis, var áætluð heildarstærð Austur- Grænlands-/íslands-/Jan Mayen hrefnustofnsins um 19.500 dýr. 30 20 10 Útbreiðsla steypireyðar (hringir) og sandreyðar (ferningar) samkvæmt talningu af skipum sumarið 1987. Langflest dýr sáust á grunnslóð vestur af íslandi, þ.e.a.s. á Faxa- flóa- og Breiðafjarðarsvæðinu, en einnig var vart hrefnu í einhverju mæli við austurströnd Grænlands, austur og suðaustur af íslandi, á svæðinu í kringum Jan Mayen og á sunnanverðu Noregshafi. Um niðurstöður talninga á hnúfubak segir Jóhann að lang mest hafi verið af hnúfubak á svæðinu vestan við ísland, bæði grunnt og djúpt. Ennfremur sást all nokkur fjöldi austan og suðaust- an við landið og fáein dýr djúpt norður af landinu. Samkvæmt Útbreiðsla hrefnu samkvæmt talningum af skipum sumarið 1987 niðurstöðum leiðangranna voru um 200 hnúfubakar á talninga- svæðinu sem bendir til þess að hnúfubakurinn hafi náð sér aftur á strik og í N-Atlantshafi sé nú svipaður fjöldi einstaklinga og var áður en hinar stórfelldu veiðar á síðustu öld hófust. Steypireyður sást allt í kring um land, þó mest út af vesturströnd- inni. Sandreyður var við vestanvert landið og á djúpslóð milli Græn- lands og fslands, að tveim hópum undanskildum sem sáust djúpt norðausturaf landinu. Talningarn- ar gefa til kynna að steypireyðar séu innan við 1000 talsins, en heildarfjöldi sandreyða er talinn vera um 1200 dýr. Þetta er þó ekki talin heildarstofnstærð sandreyðar vestan við ísland þar sem talning fór fram í lok júní og í júlímánuði, en vitað er að göngur sandreyðar inn á svæðið eru í mestu mæli síðsumars. Þá sást til um 1500 búrhvala á talningasvæðinu, en vegna sérstakrar hegðunar hvalsins er talið að fjöldi þeirra dýra sem eru við landið á sumrin sé mun meiri eða a.m.k. nokkur þúsund hvalir. -ABÓ *Fisksölur á Bretlands- og Þýskalandsmarkaði vikuna 21. til 25. nóvember sl.: 1840 tonn seld ytra Rúmlega 1840 tonn af fiski voru seld á Bretlands- og Þýskalandsmarkaði í síðustu viku. Þar af var fiskur í gámum um 754 tonn. Heildarverðmæti alls aflans voru tæpar 134 milljónir króna. Viðvörun á bjórumbúðir Sex bátar seldu afla í Bretlandi, samtals um 538,6 tonn. Þrír seldu afla í Hull, það voru Hólmatindur SU (120,5 tonn), Heimaey VE (54,9 tonn) og Álsey VE (53,8 tonn). í Grimsby seldu cinnig þrír bátar afla, Sólborg SU (47,2 tonn), Bjartur NK (131 tonn) og Gullver NS (130 tonn). Meðalverð afla þessara sex báta var 72,09 krónur. Hæsta meðal- verð fékk Álsey VE, 85,78 krónur á kílóið, en lakasta mcðalverð á kíló fékk Gullver NS, 64,57 krónur. Fyrir 429 tonn af þorski fékkst 69,45 króna meðalverð á kíló, fyrir 70,7 tonn af ýsu fékkst 91,89 króna meðalverð, fyrir 22,8 tonn af ufsa fengust 39,9 krónur á kílóið og fyrir 5,7 tonn af blönduöum afla fengust 106,02 krónur á kílóið. Heildarsölu- verð aflans voru rúmar 38 milljónir króna. í liðinni viku seldust um 754 tonn af gámafiski á Bretlandsmarkaði, að verðmæti um 57,9 milljónir króna. Þorskurinn vó þar þyngst sem fyrr eða 431,7 tonn ogfékkst 69,55 króna mcðalverð á kíló. 160,6 tonn af ýsu var flutt út í gámum og fékkst 90,36 króna meðalverð fyrir kílóið. Af ufsa voru flutt út 17,1 tonn, meðal- verð 36,40, af karfa voru 16,5 tonn flutt út, meðalverð 41,33 krónur. af kola voru 93 tonn llutt út í gámum og fengust 92,58 krónur fyrir kílóið. Blandaður afli var 35,4 tonn og fengust 97,78 krónur fyrir kílóið. Þá lönduðu þrír bátar um 547 tonnum í Bremerhaven í Þýskalandi í síðustu viku. Söluverð aflans var rúmar 37 milljónir króna. Kamba- röst SU seldi 109 tonn og fékk 75,71 króna meðalverð fyrir aflann. Viðey RE seldi 271,4 tonn og fékk 72,80 króna meðalverð á kíló og Már SH seldi 166,7 tonn og fékk 55,97 króna mcðalverð fyrir aflann. Sem fyrr var karfi uppistaða aflans sem fór á Þýskalandsmarkað, eða 333,4 tonn, meðalverð 77,45 krónur, af ufsa seldust 111,9 tonn, meðal- verð 67,14 krónur, af þorski seldust 35,5 tonn, meðalverð 67,83 krónur, af ýsu seldust 5 tonn og fékkst 78,77 króna meðalverð. Blandaður afli var 60,7 tonn og fékkst 18,90 króna meðalverð á kílóið. -ABÓ Umferðarráð itcfur skorað á stjórnvöld að á bjórumbúðum verði viðvörun sem segir að eftir ncyslu áfengs öls sé akstur bannað- ur. Ályktun þessa efnis var sam- þykkt á íundi ráðsins þann 16. nóvember sl. I ályktun ráðsins kemur m.a. fram að af tilefni þess að sala á áfengu öli verði leyfð þann 1. mars nk. þá bendir Umferðarráðá nauð- syn þess að gera almenningi ræki- lega grein fyrir því að eftir neyslu áfengs öls eins og annars áfengis, skerðist hæfni manna til að stjórna vélknúnum ökutækjum. Umferðarráð skorar því á stjórn- völd að mcrkja umbúðir áfengs öls mcð viðvörunum þess efnis að eftir neyslu þess sé akstur varluigaverð- ur og bannaður. Ályktunin hefur verið scnd ráð- herrum dóntstóla, fjármála og heil- brigðis- og tryggingamála, svo og til nefndar um átak í áfengismál- um. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.