Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.11.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. nóvember 1988 Tíminn 15 BÆKUR Margrét E. Jónsdóttir Skotta Bókaútgáfan Selfjall hefur gefið út bókina Skotta eignast nýja vini eftir Margréti E. Jónsdóttur, fréttamann á Ríkisútvarpinu. Bókin er sjálfstætt framhald sögunnar um Skottu og vini hennar sem kom út vorið 1987. Aðalsöguhetjurnar, húsamýsnar Skotta og Bolla, eiga heima við lítinn sumarbústað. Þær langar að skoða sig um í heiminum og gerast laumufarþegar í bíl fjölskyldunnar sem á sumarbústaðinn. Ætlunin er að kynnast því sem borgarlífið hefur upp a að bjóða. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Þær komast ekki alla leið heldur verða strandaglópar hjá gamalli einsetukonu sem býr í svolitlum torfbæ út við sjó. Þá er að gera gott úr öllu enda fer svo að dvölin verður viðburðarík og þ.ær komast oft í hann krappan. Þær.kynnast frekri kríu, fyndnum músarindli og öðrum fuglum sem tófan skýtur skelk í bringu. Þær ákveða að ganga til liðs við Láka gamla refaskyttu og hundinn hans, hann Neró. Að lokum finna þær yrðlinginn Steina og fjölskyldu hans. Sagan um Skottu og nýju vinina hennar er ætluð íslenskum börnum heima og erlendis á aldrinum fimm til níu ára. Bókina prýða heilmargar fallegar myndir eftir Önnu V. Gunnarsdóttur. Hún er 116 blaðsíður, prentuð og bundin í prentsmiðjunni Odda. Mál og menning dreifir henni. Bókin kostar 980 krónur. BoúiÍ #£##% ÁSTIN ER EILÍF Ný ástarsaga effcir Bodil Forsberg: Ástin er eilíf Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýja ástarsögu eftir Bodil Forsberg. Þetta er 20. bókin sem út kemur á íslensku eftir þennan vinsæla höfund. Á bókarkápu segir m.a.: Sonja Thorsen missti foreldra sína i bílslysi, þegar þau óku út af kröppum fjallvegi. Hún var einkabarn og erfði milljónaeignir. Viktor Hauge fékk fyrirmæli frá föður sínum að giftast henni og ná þannig eignum hennar. Ástin er eilíf er saga um elskendur, sem berjast við undirferli og launráð. Baráttan stendur milli góðs og ills, ástar og haturs ... Spennandi og áhrifamikil ástarsaga. Ástin er eilíf er 165 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk Akraness hf. prentaði. Aflakóngar og athafnamenn Hörpuútgáfan gefur nú út nýja viðtalsbók Hjartar Gíslasonar blaðamanns við landsþekkta aflamenn. Á síðasta ári kom út fyrsta bókin í þessum bókaflokki og hlaut mjög góðar viðtökur. Aflakóngar og athafnamenn gefur raunsanna mynd af lifi sjómanna og viðhorfum þeirra og varpar ljósi á ýmis framfaraspor sem stigin hafa verið í íslenskum sjávarútvegi. Fjöldi mynda úr lífi og starfi sjómanna prýðir bókina. Jólagjöfin Jólasaga fyrir yngstu börnin Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Jólagjöfin eftir Lars Welinder. Þar segir frá búálfi, honum Grástakki gamla. Hann átti heima í kofa sem staðið hafði mannlaus árum saman og hann var fjarska einmana. Þótt búálfar vilji láta sem minnst á sér bera, þá líður þeim samt best í návist fólks. En dag nokkurn birtist heil fjölskylda í kofanum. Pabbi, mamma og þrjú börn voru komin til sumardvalar. Hvílíkt gleðiefni fyrir gamla búálfinn. Og nú tók eitt ævintýrið við af öðru uns Grástakki gamla tókst að gleðja börnin á jólunum með gjöfum sínum, segir að lokum í frétt frá Forlaginu. Jólagjöfin er 30 bls., prýdd fjölmörgum litmyndum eftir sænska myndlistarmanninn Harald Sonesson. Þorsteinn skáld frá Hamri þýddi söguna. Bókin er prentuð í Svíþjóð. Koppurinn Jonathan Langley og Anne Civardi Iðunn hefur gefið út myndabók fyrir yngstu börnin, sem nefnist Koppurinn og segir frá henni Möggu litlu, sem er að venja sig af því að nota bleyju. í kynningu forlagsins á bókinni segir: „Öll börn verða reynslunni ríkari þegar þau læra að nota koppinn sinn. Þessi hlýlega og gamansama bók rekur sögu lítillar stúlku þegar hún hætti að nota bleyju, erfiði hennar og undrun andspænis þessum umskiptum og sætan sigurinn þegar björninn var unninn. Koppurinn er bók sem lýsir á einfaldan og raunsæjan hátt reynslu sem öll börn ganga í gegnum á misjafnlega auðveldan hátt, bók sem börn og foreldrar hafa gagn og gaman af að skoða saman." NÁTTURUNNAR lORMALI: SIR DAVID AITENBOROUGH Lífríki náttúrunnar Höfundur: Mark Carwardine Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson. Þessi fallega myndskreytta bók fjallar um fjölbreytt úrval þeirra þúsunda dýrategunda sem lifa víðsvegar í veröldinni. Hún greinir i frá hinni athyglisverðu tilbreytni í útliti og atferli og furðulegri aðlögunarhæfni. Hún greinir lika frá tengslum lífsins við vistsvæðin -frá hinum frjósömu regnskógum hitabeltisins til hinna harðbýlu freðmýra og heimskautasvæða. Lífríki náttúrunnar er auðug fróðleiksuppspretta. Áhugaverðustu sérkennum hverrar tegundar er vandlega lýst - hvemig hún þróaðist, að hvaða leyti hún er sérstök, hvernig hún aðlagar sig umhverfi sínu og hvað er sérkennilegt við lífsmáta hennar. Þessar upplýsingar eru dregnar fram í fljótlesnu yfirliti yfir helstu atriði varðandi hvert dýranafn þess á alþjóðlegu fræðimáli (latínu), hvernig vísindamenn greina það, vistsvæði þess og útbreiðslu um jörðina, meðalstærð þess og kjörfæðu. Mörg dýranna sem greint er frá í þessari bók eru í útrýmingarhættu. Þegar svo stendur á greinir textinn frá orsökum þess og hvað gert er, ef eitthvað er gert, til að vernda tegundina. Auk þess sem Lífríki náttúmnnar gefur til kynna hvaða tegundur séu í útrýmingarhættu hjálpar hún dýmnum sjálfum. Hagnaðurinn rennur beint til Alþjóða náttúmverndarsamtakanna — stofnunar sem meir en nokkur samtök önnur vinna að vernd og hjálpa til að viðhalda dýrategundum sem eru í útrýmingarhættu um víða veröld. Mark Carwardine nam dýrafræði við Lundúnaháskóla og starfaði fimm ár sem vísindalegur ráðgjafi við World Wildlife Fund - Alþjóða náttúruverndarsamtökin. í því starfi hefur hann átt hlutdeild í fjölda mörgum verndunarráðstöfunum víðsvegar um heim. Hann hefur líka starfað að umhverfisáætlunum á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vísindalegur ráðgjafi og rithöfundur. Hann hefur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit bæði í Bretlandi og öðrum löndum og er höfundur bókar um náttúrulíf og friðunarmál á íslandi - hinnar fyrstu sinnar tegundar. Mark Carwardine flytur einnig reglulega þætti um náttúrufræðileg efni í útvarp. Sir David Attenborough er éinhver víðkunnasti og virtasti núlifandi rithöfundur og fyrirlesari um lifríki náttúrunnar. Hinir vinsælu sjónvarpsþættir hans, t.d. Life on Earth (Lífið á jörðinni) og The Living Planet (Hin lifandi pláneta) eru meðal vinsælustu fræðsluþátta sjónvarpsins. nr Borgnesingar - nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu, Borgarnesi, föstudaginn 2. desember kl. 20.30. 2. kvöldið í 3ja kvölda keppni. Framsóknarfélag Borgarness Framsóknarvist Hafnfirðingar og nágrannar, munið næst síðustu umferð í kvöld kl. 8.30 í íþróttahúsinu við Sfrandgötu. Kaffiveitingar. Fjölmennum. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði. Úthlutun úr Vilborgarsjóði Sóknarfélagar - Sóknarfélagar Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóöi stendur frá þriöju- deginum 6. des. til 17. des. Umsækjendur komi á skrifstofu félagsins í Skipholti 50 A eöa hafi samband í síma 681150 og 681876. Stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vantar stundakennara á vorönn í: þýsku, eðlisfræði, efnafræði, sálarfræði og rafiðnir, en í þá grein er óskað eftir tæknifræðingi. Þeir sem hug hafa á kennslu eru beðnir að senda umsóknir til skólameistara fyrir 10. desember n.k. Menntamálaráðuneytið ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TIMANUM AUGLÝSINGASÍMI 680001 BLIKKFORM ______Smiðjuvegi 52 - Sími 71234__ Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alia bíla, (ryðfríít stái), og einnig nælonhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt iand- (Ekið niður með Landvélum).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.