Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 3. desember i 988 ' 'HÉLÓÍN 9 Leikarar og leikstjóri hyllt í leikslok. Lína þjáist af tannpfnu og Emil hefur boðið fram aðstoð sína. Emil í Kattholti á Króknum Leikfélag Sauðárkróks frum- sýndi fyrir skömmu barnasöngleik- inn Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Efniviður þessa sívinsæla verks, sem svo oft hefur verið sýnt hér á landi áður, er að öllum líkindum flestum kunnur. Aðalsöguhetjan Emil, 11 ára gamall strákur, tápmikill og hug- myndaríkur, finnur upp á ýmsu sem nú á dögum væri líkast til kallað uppákomur. Þessi uppátæki falla þó sjaldnast fullorðna fólkinu í geð og því er gripið til þess ráðs, þegar Emil hefur brotið alvarlega af sér, að loka sökudólginn inni í smiðjukofanum þar sem hann skal hugleiða þau skammarstrik, sem hann hefur framið, og væntanlega bæta ráð sitt. En Emil er ekki „slæmur strákur“, eins og móðir hans segir svo oft; hann er ávallt reiðubúinn til hjálpar ef svo ber undir og þessvegna þykir öllum vænt um Emil og honum fyrirgefast hrekkirnir og strákapörin. Emil er leikinn af 11 ára pilti, Guðjóni Gunnarssyni, sem þarna stígur sín fyrstu skref á leiksviði og skilar sínu hlutverki með sóma. ída, systir Emils, er ólík bróður sínum að flestu leyti, enda stendur hún nokkuð í skugganum af honum. ída er leikin af ungri stúlku, Margréti Viðarsdóttur. Margréti tekst vel að ná fram þeirri bamslegu einlægni sem hæfir hlut- verkinu, ekki síst þegar hún situr ein á sviðinu og syngur með kisu í fanginu. Línu vinnukonu leikur Ásdís Guðmundsdóttir. Hlutverk vinnu- konunnar er talsvert vandasamt. Auk þess að syngja flest lögin í leikritinu reynir hún að tjá vinnu- manninum hrifningu sína með ýmsum hætti. Þegar farið er að ræða um trúlofun, færist hann undan og segir: „Þetta var bara grín sem ég meinti ekkert með.“ Ekki verður annað sagt en Ásdís sleppi bærilega frá frumraun sinni á leiksviði. Með önnur stór hlut- verk í þessari uppfærslu fara Guðni Friðriksson og Elsa Jónsdóttir sem ieika foreldrana, Haraldur Sig- urðsson í hlutverki Alfreðs vinnu- manns, María Gréta Ólafsdóttir leikur Týtuberja-Mæju, Lára Ang- antýsdóttir túlkar frú Petrellu og Þórhallur Þorvaldsson og Helga Haraldsdóttir sem leika prófasts- hjónin. Allir þessir leikarar sluppu bærilega frá sínu á frumsýning- unni. Leikstjóri var Kristjana Páls- dóttir. í leikslok voru leikarar og leik- stjóri hylltir með langvinnu lófa- taki. OÞ, Fljótum 835 36 Vero kr.stgf FuWKom'nn.ís'e®"rkUr leiðarvtsirty 9 • HQkerfitryggirfullkominmyndgæði • Mjög góð kyrnnynd • Hægurhraði • Leitarhnappur • Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, endur- spólun og útkasti snældu • Sjálfvirk endurstilling á teljara • Fjarstýring á upptökuminni • 365 daga upptökuminni • Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskrárliði • Sextán stöðva geymslurými • 20mínútnaöryggisminni • Ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á ruMJ HQ kerfi tryggirfullkomin myndgæði. Fullkomin þráðlaus fjarstýring. Sjálfvirkur stöðva leitari með beinum aðgangi að rás. 16 stöðva forval. Upptökuminni 114 daga fyrir 4 skráningar. • Skyndiupptaka á tima, óháð skráningu i minni. • Afspilunarmöguleikar: Færsla á ramma fyrir ramma. Frysting á ramma Sjálfvirk endurspólun. • 20mínútnaöryggisminni. Vefð Wr • Verðiðkemurþéráóvart. W.sfQ' Heimilistæki hf Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunm SÍMI: 69 15 15 SlMI:6915 25 SÍMI:6815 20 samuHou^c PHILIPS myndbandstækin hafa sannarlega slegið í gegn á íslandi. Tæknileg fullkomnun, auðveld í notkun og frábær myndgæði eru nokkrar af ástæðum vinsældanna Verið örugg með tvær stöðvar um jólin. — TREYSTIÐ PHILIPS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.