Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 1
 yíking með Árið 1916 tók þýskur kafbát- ur íslenska togarann Braga herfangi og lét hann fylgja sér í átta daga Togarinn Bragi. Þjóðverjar fluttu fleiri og fleiri menn um borð í hann af skipum sem þeir skutuniður Það var öndverðan veturinn 1916. Heimsstyrjöldin fyrri geisaði af miklum ofsa og skortur var farinn að verða á nauðsynjum til stríðsrekstrarins hjá Bretum og Þjóðverjum. íslendingar og danska móðurríkið högnuð- ust á ýmsan hátt á ástandinu. Danir kepptust við að sjóða gúllas ofan í Þjóðverja, en íslendingar færðu Bretum fisk. Fiskverðið var hátt um þessar mundir og útgerðarmenn á Fróni hugsuðu sér gott til glóðarinnar. En um þetta leyti var farið að koma babb í bátinn. Hið nýja og skæða vopn, sem Þjóðverjar voru einkum kænir að beita, kafbátarnir, var farið að láta mikið að sér kveða. Það var því ekki freistandi fyrir íslenska sjómenn að hætta lífinu á leiðinni til Bretlands. En það dugði ekki að láta bugast. Bretar ákváðu að íslendingar fengju ekki nein kol til útgerðar sinnar, nema þeir færðu þeim fisk og því var ekki nema eitt að gera - að halda áfram að sigla. Hér verður nú sagt af all ævintýralegri för íslensks togara, sem ekki á sér hliðstæðu í siglingasögu okkar. Þetta var ferð togarans Braga, er lét úr höfn í Reykjavík í nóvember 1916 áleiðis til Englands og lá við að sú för yrði hans síðasta. Þann 3. nóvember hafði togarinn Rán lagt af stað frá Reykjavík áleiðis til Englands með fullfermi af fiski. Og daginn eftir lagði Bragi af stað. Hann hafði komið til Reykja- víkur að taka kol og vistir eins og skipið gat borið, fyrir utan farminn, sem var 1200-1400 kit. Þetta mikla kola- og vistamagn var tekið svo hægt yrði að ná aftur til íslands, ef kafbátur sneri skipinu við. Ef allt gengi vel mundi skipið hins vegar komast til Fleetwood á 4-5 dögum. En það leið og beið. Rán kom aftur til Reykjavíkur og sögðu áhafnarmenn sínar farir ekki sem sléttastar. Úti á miðju hafi hafði þýskur kafbátur stöðvað skipið og snúið því heim. Þegar Rán kom þannig aftur, en ekkert fréttist af Braga, töldu allir sjálfsagt að hann hefði verið skotinn í kaf. Á fjórða degi Nú víkur sögunni til Braga. Þar var um borð skipstjóri, Guðmundur Jóhannsson, Alexander Jóhannes- son, fyrsti stýrimaður og Eyþór Kjartansson, annar stýrimaður. Fyrsti vélstjóri hét Markús ívarsson, en Bjarni Jónsson'annar vélstjóri. Á fjórða degi eftir að skipið fór frá Reykjavík, átti það eftir um 100 sjómílur til Fleetwood. Klukkan var 7 eða 8 að morgni og sátu menn að morgunverði aftur í káetu og ræddu sín í milli hve vel ferðin hefði gengið. Bjuggust þeir við að koma til Fleetwood um kvöldið. Allri hættu væri þá lokið og svo yrði aflinn seldur næsta dag. Þóttust menn geta vænst að fá stórfé fyrir hann, en þetta var besti markaðsfiskur, svo að segja glænýr. En á meðan þeir voru að rabba saman og drekka te úr „föntunum" og átu brauð með, heyrðu þeir allt í einu háan hvell. Þeim þótti hann vera yfir höfði sér og koma niður um skjágluggann á káetunni. Ræddiein- hver um að gleymst mundi hafa að loka hurðinni á svonefndu „rass- húsi“ aftur á, en þá átti hún það til að skellast og urðu þá brak og brestir, svo þilfarið titraði. Heyrðu þeir nú að vélin var stöðvuð, því skipstjórinn og stýri- maður voru á stjórnpalli ásamt tveimur hásetum. Nú áttuðu allir sig á því að alvara mundi vera á ferðunt. Þeir ruku því upp á þilfar og störðu út á sjóinn, sem liðaðist í léttum bylgjum. Nokkuð frá, eitthvað um hálfa sjómílu, sást einhver þúst á sjónum. sem allir vissu að mundi vera kafbát- ur. Lá hann þarna hreyfingarlaus um stund, en hvarf síðan. Eftir nokkrar mínútur kom stöng í ljós upp úr sjónum og var hún ekki nema nokkra faðma frá skipinu. Horfðu menn skelfdir á þetta um stund, þar til stöngin hvarf niður í sjóinn á ný. í þriðja sinn kom kafbáturinn í Ijós, talsvert langt frá skipinu og var hann nú með merkjaflögg. Þeir á Braga gátu ekki séð hvaða merki þetta voru, því vindstaðan var slík að jaðarflaggannasneri aðþeim. Gripu þeir ti! merkjabókarinnar, sem sýnir Kafbátur lætur úr höfn í kafbátakví við Eystrasalt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.