Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 2
2 HELGIN Lau’gárcláguy3. desérríber i §88 U-49 alheimsmál með merkjaboðum, til að láta kafbátsmenn vita að ekki væri hægt að greina merki þeirra. En þá mun þeim þýsku hafa þótt seint svarað, því kúla kom þjótandi með miklum dyn yfir skipið, rétt framan við stjórnpallinn. Voru nú flöggin dregin upp á Braga og strax flutti kafbáturinn sig, þar til flögg hans lágu flöt við. Mátti þá lesa úr þeim að skipstjóri skyldi þegar koma um borð í bátinn með skipsskjölin. Sprengja flutt um borð Pegar lesið hafði verið úr merkj- um kafbátsins, var björgunarbáti Braga hrundið á flot og fóru í hann skipstjóri og fjórir eða fimm hásetar. Var nú róið um borð í bátinn með skjölin og innan skamms kom bátur- inn aftur. Höfðu þá orðið manna- skipti á honum, því kafbáturinn hafði tekið þrjá menn um borð, en sendi aðra menn frá sér um borð í Braga, liðsforingja, tvo menn og mann með sprengju. Og þegar báturinn kemur, til- kynnir skipstjóri áhöfninni að það eigi að sökkva Braga samstundis. Bjuggust skipverjar nú við að þurfa að fara í bátinn og verða ef til vill lengi að velkjast í honum, áður en þeir næðu landi. Varð það þá fyrsta verk sumra að klæða sig í öll þau föt er þeir áttu og fóru sumir í þrefaldan klæðnað. Gerðu þeir það bæði til þess að bjarga fatnaðinum og vera sem best varðir fyrir kulda. Einnig höfðu flestir fatapoka sína með, en Þjóðverjarnir bönnuðu að taka þá, með því það var ætlunin að allir skyldu fara í kafbátinn og síðan í björgunarbátinn, er nærri landi væri komið. En þegar einn skipverja heyrði að hann mætti ekki taka fatapokann með sér, hvolfdi hann úr honum í sjóinn, en fleygði pokanum inn á skipið. Hvað honum gekk til þess er ekki gott að segja, en ætla má að hann hafi gert það í einhverju fáti eða ofsahræðslu, sem greip suma, þegar þeir vissu að skipinu, sem þeir voru á, átti að sökkva, því þeim fannst það sem dauðadómur yfir sér. Sprengjan sem Þjóðverjarnir komu með um borð var ekki stærri en þriggja pela flaska. Þeir fóru nú með hana niður í vélarrúm og bundu hana þar á skrúfstykkisborð úti við byrðinginn. Lögðu þeir því næst kveikiþráð úr henni upp á þilfar og aftur í skut. Var nú allt tilbúið til að sökkva skipinu og þurfti ekki annað en kveikja í tundurþræðinum og þá áttu allir að hlaupa í björgunarbát- inn. Skammvinn gleði Nú voru ýmis matvæli og ca fimmtán lítrar af bensíni flutt um borð í kafbátinn og þótti Þjóðverj um það góður farmur. Einnig var byrjað að taka vélar- olíu úr olíugeymi og láta á tunnu, um leið og skipshöfnin af Braga, sem þá átti að fara í kafbátinn, færi út í hann. En á meðan á þessu stóð hafði kafbáturinn komið nær. Gaf hann nú merki um það að Bragi mætti snúa heim til íslands aftur, ef öllum fiskinum væri fleygt í sjóinn. Þá varð heldur enn ekki glatt á hjalla um borð í Braga. Ruku nú allir til að opna lestarnar og henda fiskinum út. Voru þá hendur látnar standa fram úr ermum. Einn Þjóð- verjanna heimtaði að fá að vita hve mikil kol væru í skipinu og einnig hve mikið vatn og olía. Sömuleiðis hver kolaeyðslan væri við hina mis- munandi ferð skipsins. Þá vildi hann vita hve langt væri frá því er ketil- hreinsun hefði farið fram og fleira skipinu viðvíkjandi. Síðan fékk hann að vita hjá matsveininum hve mikill matur og drykkjarvatn væri um borð. Síðan var listi uum þetta sendur um borð í kafbátinn og eftir mjög Þýskur kafbátur sökkvir dönsku flutningaskipi í heimsstyrjöldinni fyrri. Árið eftir viðskipti Braga við kafbátinn, hertu Þjóðverjar kaf- bátahernaðinn um allan helming og t.d. misstu Danir 126 skip af þeirra völdum. skamma stund kemur ný skipun þaðan. Er mönnum nú sagt að hætta vinnu og loka lestunum, því Bragi eigi að fylgjast með kafbátnum. Enn fremur kom skipun um að senda björgunarbátinn aftur til kafbátsins. Var það gert og voru þeir Braga- menn nú sýnu daufari í dálkinn en áður. í kjölfar víkinga Þegar báturinn kom aftur voru í honum tveir þýskir „navigatörar", vélstjóri og merkjamaður, ungur strákur, og voru þeir allir vopnaðir og þar að auki með fjórar sprengjur. Einnig komu þá hásetarnir af Braga, sem komnir voru í kafbátinn. Tóku Þjóðverjar nú við allri stjórn á togaranum og var haldið á stað suður á bóginn. ÖIl sjókort lögðu Þjóðverjar undir sig og vissi áhöfnin ekkert hvar skipið var statt, nema menn grunaði að nú ætti að fara siglingaleiðina á milli Ameríku og Englands og sitja þar fyrir skipum. Var Bragi látinn sigla með öllum ljósum um nætur, en kafbáturinn sigldi alltaf ljóslaus og vissu þeir lítt hvað honum leið. Var nú siglt þannig í fjóra daga. Létu Þjóðverjarnir íslendinga yfir- leitt afskiptalausa, nema einn daginn. Þá var skipið stöðvað og mönnum skipað að mála yfir dönsku hlutleysismerkin á hliðunum. Var þá talsverð alda og valt skipið mikið og skolaði sjórinn málningunni af jafnóðum. Varð því að gefast upp við verkið. Þetta var einhvers staðar vestur af írlandi. Var nú enn haldið áfram suður á bóginn. Timburskipi sökkt Á fimmta degi eftir töku Braga, um klukkan ellefu fyrir hádegi, komu þeir að stóru timburflutninga- skipi, sem var að sökkva. Hét það Seatonia og var frá West Hartlepool. Komust þeir brátt að því að þarna hafði kafbáturinn verið að verki og skotið skipið, enda þótt þeir hefðu ekki orðið varir við hann, aðeins séð sprenginguna álengdar. Sást nú hvar skip kom úr austur- átt, og þegar það nálgaðist sást að það var með sænskum hlutleysis- merkjum á hliðunum og sænska fánann við hún. Ætluðu Þjóðverjar að stöðva skipið, en sáu þá að á því voru fallbyssur og leist ekki á blik- una. Spurðu þeir skipstjóra hvort kafbáturinn mundi geta leynst á bak við Braga, en hann taldi það óhugs- andi. Féllust Þjóðverjar á að svo væri og sögðu að skeika yrði að sköpuðu. En þá gerðist hið undar- lega. Skipið hélt áfram á hægri ferð, án þess að skipta sér af Braga. Þjóðverjarnir gáfu nú skipun um að setja út björgunarbátinn, þótt sunnan strekkingur væri og talsverð- ur sjór. Á stóru svæði umhverfis hið sökkvandi skip var fullt af timbri, sem flotið hafði úr því. Þarna leitaði nú báturinn fram og aftur í nær tvær klukkustundir, ef vera kynni að einhverjir af skipshöfn Seatoniu hefðu komist lifandi af. Var Þjóð- verjum það mikið áhugamál að bjarga lífi þeirra. En engan mann fundu þeir. Þetta var undan suðvesturströnd írlands og svo nærri að menn sáu land. U49 Fljótt hefur verið farið yfir sögu og má því bæta við nokkrum atriðum til frekari skýringar: Daginn áður en Bragi fór frá Reykjavík kom tilkynning frá breska ræðismanninum um að togarar yrðu að sigla aðra leið til Fleetwood en áður. í staðinn fyrir að sigla til eyjarinnar St. Kildu var þeim nú skipað að sigla á stað sem væri 58 gráður norðurbreiddar og 10 gráður vesturlengdar og breyta þar um stefnu suður í írlandshaf. Þessi stað- ur er langt sunnan við St. Kildu. En

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.