Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 3. desember 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Holmes settist gegnt henni og hún greip andann á lofti. - Þú ert frá lögreglunnni, ekki satt, spurði hún. - Ég vonaði að þið fynduð mig ekki áður en ég kæmi til ykkar. Ég veit ekki enn hvað gerðist. - Þú þekktir Bryan Thomas og fórst með honum héðan á þriðju- dagskvöldið. Það vitum við. Pauline kinkaði kolli og reyndi að vera rólegri en hún var. - Ég skal segja þér það sem ég veit. Holmes tók upp minnisbók sína - Hvert fóruð þið héðan? -Heim til Bryans, svaraði stúlkan. - Ég var ein á ferð þetta kvöld og þau settust hjá mér. Við fórum að spjalla saman og þau voru í mjög góðu skapi. Mér skildist að Bryan hefði hitt hin á annarri krá og þau væru á leið heim til hans í gleðskap. Hann þekkti manninn áður en hafði ekki séð stúlkuna. Þau báðu mig að koma líka en ég hikaði af því ég þekkti ekkert þeirra. Ég var niður- dregin og datt í hug að ég hresstist og þar sem önnur stúlka var þarna ákvað ég að slá til. Kvennaskipti ráðgerð - Hvað hét þetta fólk, vildi Holm- es vita. - Ross og Caroline, svaraði Paul- ine. - Ég veit ekki ættamöfnin. Við kynntum okkur aldrei formlega. Caroline sagðist vera dansari á næt- urklúbbi en að Ross væri atvinnu- laus. Mér skildist að þau væru trúlof- uð en það kom ekki í veg fyrir að Ross færi að reyna stíft við mig um leið og við komum inn í íbúðina. Ég heyrði hann segja við Bryan? - Viltu -taka Caroline að þér í nótt? Ég var ekki hrifin af svona því ég hafði ekki í hyggju að eyða nóttinni með nein- um karlmanni. Pauline hélt áfram og sagði að Bryan hefði byrjað á að hella viský og vatni í glös handa gestum sínum. Síðan var dansað um hríð en loks stakk Bryan upp á að þau spiluðu fatapóker. Ross og Caroline fannst það snjallræði. - Ég kærði mig ekki um það, sagði Pauline. - í fyrsta lagi kunni ég ekki spilið en Bryan sagði að tilgangurinn væri að losna við hömlurnar. Eftir framhaldinu að dæma fór spilið ekki eins og Bryan hafði vonað. Hann tapaði fyrstur og sat á nærfötunum en Pauline missti aðeins armbandið og hálsfestina til að byrja með. Þá snerist það við og Caroline tapaði blússunni og síðan brjósta- haldinu. Það virtist ekki fá hið minnsta á hana að tína af sér fötin. Jafnframt gerðust mennirnir ölv- aðir og ,það fór í taugarnar á Ross þegar Bryan fór að fara á fjörurnar við Caroline. - Þeir byrjuðu að þrasa og ég var búin að fá meira en nóg af þessu, sagði Pauline við Holmes. - Ég tilkynnti að mér liði illa og væri farin heim. Þá reiddist Bryan og sagði að fyrst ég hefði þegið heimboðið yrði ég að sofa hjá honum. Ég varð hrædd og fór að gráta en þá bauðst Ross til að hjálpa mér og aka mér heim. Caroline fokreiddist, tók af sér hring og fleygði í hann. Þau æptu og fóru að takast á en ég greip bara kápuna mína, hljóp út, náði í leigubíl og fór heim. Ég vonaðist til að heyra aldrei minnst á þetta fólk framar en í dag fékk ég mér blað og sá frétt um að Bryan Thomas hefði verið myrtur. Ég kom hingað til að lesa um hvað gerðist en ætlaði síðan að hringja til lögreglunnar ef ég gæti gefið upplýs- ingar. Leitað að fatafeilu Pauline sagði ósköp blátt áfram frá öllu saman og Holmes sá enga ástæðu til að efast um orð hennar. - Svo Ross og Caroline voru enn hjá Bryan þegar þú fórst. Hvað var klukkan þá? spurði hann. - Hún var að verða þrjú um nóttina, svaraði Pauline. - Ég get ekki ímyndað mér að Ross og Caro- line hafi átt þátt í morðinu, bætti hún við. - Ég var ekki hrifin af Ross en mér virtist hann ekki oðbeldis- seggur og síst morðingi. Holmes leit í blokkina. - Geturðu sagt mér eitthvað fleira um þau? Sögðu þau hvar þau ættu heima? - Nei, ég minnist þess ekki. - Þú sagðir að stúlkan væri fata- fella. Vissirðu hvar? - Á næturklúbbi í Soho, held ég. Hún nefndi ekki nafnið. Samt held ég að hún hafi kynnst Bryan þar. Þessar upplýsingar voru ekki til mikils gagns. Holmes fékk heimilis- fang Pauline og kvaðst ef til vill Ross Valore sagði að Bryan hefði reynt að nauðga unnustu sinni. Var morðið hefnd fyrir það? þurfa frekar á henni að halda seinna. í Soho er allt morandi af lokuðum klúbbum þar sem fatafellur stunda iðju sína. Lögreglumenn vissu að það yrði mikið verk að finna þar stúlku að nafni Caroline. Lýsingin á henni gat átt við margar. Holmes var í þann veginn að kalla saman sveit manna til að fara á klúbbana, þegar einn manna hans hringdi. Sá var enn að spyrjast fyrir á krám í Kensington. - Ég er á bar á hóteli, sagði hann. - Þjónn hérna segist hafa þekkt Bryan Thomas og að hann hafi komið hingað til að hitta ljóshærða stúlku sem alltaf er með hvítan púðulhund í bandi með sér. Þjónn- inn telur að stúlkan búi hér á hótel- inu. Lýsingin á stúlkunni með hundinn kom heim við Caroline, svo Holmes hraðaði sér á hótelið og spurði móttökustjórann um'þá ljóshærðu. - Þú hlýtur að eiga við konuna sem býr með eiginmanni sínum í íbúð 301, sagði sá. Innan skamms stóð Holmes augliti til auglitis við afar glæsilega stúlku sem viður- kenndi að hafa þekkt Bryan Thomas og harmaði dauða hans. Ross og Caroline finnast Ekki var þó langt komið samræð- um þegar Ijóst varð að þetta var ekki Caroline. Hún kvaðst aldrei hafa komið heim til Bryans, aðeins átt viðskipti við hann á vegum fyrirtæk- is, ekkert annað. Hún tengdist morðinu ekki hið minnsta. Hins vegar komst skriður á málið undir kvöldið þegar rannsóknarlög- reglumaður kom með umslag, fullt af dóti sem fundist hafði í vösum á fötum Bryans í skápum og hér og þar um íbúðina. Það voru reikning- ar, minnisblöð, sælgæti og lykla- veski. Á einum króknum í því hékk lítill, gylltur hlutur, svipaður eggi í lögun og nafn Bryans Thomas var grafið á hann. Holmes horfði um stund á hlutinn en greip síðan símaskrá og fletti. Þar fann hann klúbb í Soho sem hét „Gullna eggið“. Hluturinn í lykla- veskinu var aðgangseyrir félaga klúbbsins. Nú ætti eftirleikurinn að vera auðveldur. Holmes hringdi þegar í stað og talaði við framkvæmdastjórann sem upplýsti fúslega að hjá honum starf- aði stúlka að nafni Caroline Carey en hún hefði átt frí á þriðjudags- kvöld. Hún hefði komið til vinnu á miðvikudag og fimmtudag en ekki sést á föstudag-og ekki heldur hringt til að skýra það. Holmes varð forvitinn um Caro- line og fékk heimilisfang hennar. Hún reyndist búa á efri hæð leigu- húss í Soho. Enginn svaraði þegar lögreglan barði að dyrum. Haft var uppi á húsverðinum sem staðfesti að leigjandinn væri dansari og hjá henni væri iðulega karlmaður. Ekki vissi hann hvar parið var þá stundina. Meðan hann var að enn að tala, birtust Caroline Carey og vinur hennar, Ross Valore í stiganum. Holmes kynnti sig og þau viður- kenndu þegar í stað að hafa verið heima hjá Bryan Thomas á þriðju- dagskvöld en ekki hafa neina hug- mynd um hvernig dauða hans bar að höndum. Hálftíma síðar sat Ijóshærða glæsi- kvendið á skrifstofu Holmes á lög- reglustöðinni og Ross við hlið hennar. Hann kvaðst vera frá Hert- fordshire en búa líka í Soho. Nauðgunartiiraun Ross sagði Holmes einkennilega sögu. Eftir að Pauline Biggs fór úr íbúðinni, róaðist Bryan til muna og þau þrjú fengu sér meira að drekka. Þá kvaðst Ross hafa orðið ákaflega syfjaður og ekki getað hugsað sér að fara alla leið heim: - Bryan var augafullur en hann setti þó dýnuna á gólfið handa okkur Caroline, en fór sjálfur upp í sitt rúm. - Nokkru seinna vaknaði ég við að Caroline æpti. Ég kveikti og sá þau Caroline slást við hliðina á mér. Hann var að reyna að nauðga henni. Ég kýldi hann og hann snerist gegn mér. Ég fór fram úr og náði í viskýflösku og sló hann tvisvar eða þrisvar með henni einhversstaðar nálægt eyranu eða á hálsinn. Hann róaðist svolítið við það og ég setti flöskuna frá mér. Hann krossbölvaði í hálfum hljóðum og ég sparkaði í hann, því ég var bálreiður honum fyrir svona framkomu en það var langt frá að ég missti stjórn á mér. Ross sagði ennfremur að þá hefðu þau Caroline snarað sér í fötin og farið. Caroline gleymdi einhverju af fötunum. Þau voru basði handviss um að Bryan hefði verið á lífi þegar þau fóru. Aldrei hefði hvarflað að þeim að hann gæti verið alvarlega skaddaður eftir átökin. - Tókuð þið nokkuð úr íbúðinni? spurði Holmes. - Ef einhvers er saknað hlýtur einhver að hafa komið inn um frönsku gluggana eftir að við fórum og rænt því um leið og hann drap Bryan, svaraði Ross. - Gluggarnir voru opnir. Holmes fyrirskipaði gæsluvarð- hald yfir parinu. Síðan útvegaði hann húsleitarheimild og þó fram- orðið væri, fór hann heim til Ross Valore. Eftir ítarlega leit fannst peningaveski og ávísanahefti, hvorutveggja merkt Bryan Thomas, fest aftan á kommóðuskúffu. Ross Valore var ákærður fyrir morðið. Ljóst þótti að Caroline hefði hvergi nærri komið. Verjandi Ross fékk ákærunni breytt í manndráp af gáleysi og endirinn varð sá að Ross Valore var dæmdur til 7 ára fangelsisvistar. HELGIN T Þú getur fengið 7,25% vexti umfram verð- tryggingu næstu a: 15 mánuðina ef þú leggur strax inn á Afmælisreikning Landsbankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.