Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 12
12 HELGIN Laugardagur 3. desember 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Fólkið var fallegt og lifði hátt í London. Hjá því nægði hverjum degi sín þjáning, en eina nóttina fór allt úr böndunum... Lögreglumenn frá Scotland Yard óku hratt inn í Kensington-hverfið í London þar sem stór og virðuleg, gömul steinhús standa meðfram götum. Þessar leifar glæsileika Viktoríutímans hýsa nú alls kyns fólk í mörgum, litlum íbúðum. Ökumaðurinn hægði á bílnum þegar nálgaðist áfangastað og rannsóknarlögreglufor- ingi með því viðeigandi nafni Holmes mændi út þar til hann kom auga á konu sem stóð einsömul við gangstétt- arbrún framan við stórt hús sem mátti muna fífil sinn fegri. - Stansaðu hér, kallaði hann til ökumannsins. Konan var grannvaxin, dökkhærð og vel klædd. - Guði sé lof að þið eruð komnir, varð henni að orði. - Hann er hérna inni. Hún benti á húsið skjálfandi höndum og gekk á undan inn um útflúrað smíðajárns- hlið en síðan niður kjallaratröppur að húsakynnum sem á betri tímum hafa cflaust hýst þjónustufólk íbúa efri hæðanna en hafði fyrir löngu verið deilt í litlar íbúðir. Útidyr þar stóðu opnar upp á gátt og ung kona í slopp utan yfir náttkjólnum beið í ganginum. Hún var augljóslega leigjandi í húsinu. - Ekkert hefur verið snert, sagði sú dökkhærða við óeinkennisklæddu lögreglumennina. - Hann er alveg eins og þegar við fundum hann. Komið var inn í dæmigerða smá- íbúð, eitt herbergi með innbyggðu eldhúsi í einu horninu. Þó þarna væri smekklega innréttað, ríkti þar mesta óreiða. Á gólfinu við dyrnar var dýna og á henni rúmföt og lík af nöktum karlmanni, á að giska um þrítugt. Þegar var ljóst að þessi ólánssami maður hafði verið látinn í nokkra daga. Andlitið hafði eitt sinn verið frítt en var nú afmyndað af marblett- um og sárum og rúmfötin voru ötuð blóði sem runnið hafði úr sárum á höfði líksins. Læknir sem var í för með lögregl- unni hóf þegar að athuga líkið en Holmes ræddi við dökkhærðu stúlk- una. - Þú hefur líklega hringt til lög- reglunnar, sagði hann. Sú dökkhærða yppti öxlum og kinkaði kolli. - Hinn látni hét Bryan Thomas og var ástralskur. Vinkona fann líkið Holmes tók upp minnisblokk sína. - Við þurfum að vita allt, sagði hann. - Einkum hvernig þú fannst líkið. Stúlkan kinkaði kolli. - Auðvitað, sagði hún lágt. - Ég er tískuráðgjafi hjá fataframleiðanda en Bryan var sálfræðingur og hafði góða stöðu hjá markaðskönnunarfyrirtæki. Hann hafði verið í Englandi í um það bil ár. Ég kynntist honum í sambandi við starf mitt fyrir nokkrum mánuð- um og við urðum góðir vinir. Hann var snillingur og einkar aðlaðandi maður. Stúlkan skýrði ennfremur frá að þau Thomas hefðu ætlað að borða hádegisverð saman á veitingahúsi í Mayfair daginn áður en Thomas hefði ekki komið. Slíkt var afar ólíkt honum, svo stúlkan hringdi á skrif- stofu hans og fékk að vita að hann hefði ekki sést þar allan daginn. Þá datt henni í hug að hann væri veikur og reyndi að hringja heim til hans. Hjá miðstöð var henni sagt að sím- inn væri ekki í sambandi. Loks tók hún leigubíl á staðinn. - Enginn svaraði bjöllunni og húsvörðurinn var ekki heima, hélt tískuráðgjafinn áfram. - Þá mundi ég að franskir gluggar á bakhliðinni opnast út í garðinn. Veggurinn um bakgarðinn er lágur svo ég klifraði yfir hann. Einn franski glugginn reyndist svolítið opinn svo vanda- laust var fyrir mig að ganga inn. Ég fann Bryan liggjandi hérna, rétt eins og hann er núna. Auðvitað varð ég skelfingu lostin en herti upp hugann og greip símann. Hann var sambandslaus svo ég fór fram á ganginn og barði á næstu dyr. Stúlkan þagnaði en benti svo til konunnar á náttsloppnum. - Hún leyfði mér að nota sinn síma til að hringja til ykkar. Auðséð var á dökkhærðu stúlk- unni að hún var í miklu, tilfinninga- legu uppnámi. Þrátt fyrir það varð að afla eins mikilla upplýsinga og kostur var á sem fyrst svo hægt yrði að hefja rannsókn. Holmes spurði stúlkuna hvað hún vissi um einkalíf hins myrta. Konur voru starf hans - Bryan þekkti margar stúlkur, svaraði hún strax. - Raunar má segja að það hafi verið hluti af starfi hans. Hann kynnti sér konur nánast vísindalega, ef svo má segja. Fyrir- tæki hans treysti á hann til að hafa á reiðum höndum vilja kvenna varð- andi hvers konar vöru, fatnað, nærföt, skó og alls kyns perónulega hluti. Hann lagði á ráðin um breyttar umbúðir og slíkt til að varan höfðaði sterkar til kvenna. Bryan var alveg réttur maður í þetta, hélt stúlkan áfram. - Hann var glæsilegur og aðlaðandi og eink- ar tungulipur. Hann bauð konum iðulega á veitingahús og dansstaði. Hann hafði sömu áhrif á þær allar, þannig að innan skamms voru þær farnar að segja honum frá innstu hugsunum sínum og leyndarmálum. Margar þeirra voru giftar. Hann gekkst svo upp í starfi að hann tók það oftast heim með sér, bætti hún við og brosti dauflega. - Bryan svafsjaldan einn. Segjamá að hann hafi unnið allan sólarhinginn. Ég sagði stundum við hann að svona lagað gæti verið áhættusamt. Að því kæmi að afbrýðisamur eiginmaður neitaði að kona sín væri notuð fyrir tilraunadýr á markaðstorgi hégóm- ans. Bryan neitaði að hlusta á aðvar- anir mínar og ef til vill eru þetta afleiðingarnar. Þegar litið var í kring um sig á heimili Bryans Thomas var ekki að sjá að langur vinnutími hans hefði haft mikil áhrif á drykkjuvenjurnar. Tvær tómar viskýflöskur voru á gólfinu og nokkur hálf glös hér og þar. í barskáp voru margar óupp- teknar flöskur af dýru, skosku viskýi og mörgum öðrum tegundum. Þegar hér var komið lauk læknir- inn frumathugun sinni. Hann sagðist telja eftir áverkunum á líkinu að dæma að hinn látni hefði lent í allsnörpum slagsmálum og sennilega verið nakinn þá. Bryan Thomas var sagður snillingur í starfi og einkar aðiaðandi maður. Fíkn hans í Ijúfa lífið varð honum samt að aldurtila. - í andlitinu eru rispur sem gætu hæglega verið eftir kvenmannsnegl- ur, hélt hann áfram. - Samt held ég að morðinginn hafi verið karlmaður. Hinn myrti var laminn nokkrum sinnum í höfuðið með þungum hlut svo hann er höfuðkúpubrotinn og hefur látist af þeim áverkum. Einnig er bólga í náranum eins og sparkað hafi verið í hann þar. Loks kvaðst hann telja að atburð- urinn hefði átt sér stað fyrir 36 til 38 klukkustundum. Hávaði og drykkjulæti Þessi tímaákvörðun var studd þeirri staðreynd að ljós var í íbúðinni þegar lögreglan kom og stúlkan í næstu íbúð, ritari hjá innflutnings- verslun, sagðist hvorki hafa heyrt né séð Bryan Thomas síðan á þriðju- dag. - Ég heyrði hins vegar hávaða á þriðjudagskvöld, hélt vitnið áfram. - Það voru gestir hjá honum, af báðum kynjum. Ég sá engan en heyrði til þeirra. Ekki fór milli mála að setið var að drykkju og mikið var hlegið og flissað. Seinna um nóttina vaknaði ég við óp í karlmannni. Mér fannst eitthvað ganga á og íhugaði að kalla á lögregluna en þá datt allt í dúnalogn svo ég fór aftur að sofa. Stúlkan bætti því við að hún væri orðin alvön ýmsum óróleika úr þess- ari átt. - Nágranni minn var veislu- glaður og guð má vita hvernig hann skemmti sér. Eitt kvöld heyrði ég konu berja ákaft að dyrum og kalla til hans. Ég leit út um gægjugatið og sá kornunga, Ijóshærða stúlku sem hann hafði lokað frammi á ganginum allsnakta. Hún hríðskalf af kulda. Þá sagðist stúlkan hafa séð Bryan Thomas með að minnsta kosti 10-15 stúlkum undanfarnar vikur og oft hefðu ráðsettar konur einnig komið að heimsækja hann. Holmes hlustaði af athygli á fram- burð vitnisins. Hann þóttist vita af hverju stúlkurnar hefðu flissað á þriðj udagskvöldið. í skotinu við garðdyrnar var spilaborð og við það fjórir stólar. Á borðinu voru spil, pókerpeningar og fjögur hálffull glös. Þar gat að h'ta fleira: Kvensokka- buxur, hvít brjóstahöld, armband og hálsfesti. Ljóst mátti vera að þarna hafði verið spilaður fatapóker og gera mátti ráð fyrir að Thomas hefði haft tvær stúlkur og karlmann í heimsókn. Útlit var fyrir að stúlk- urnar hefðu tapað þar til dauðinn bættist í veisluna og felldi gestgjaf- ann á eigin bragði. Næturgestir á dýnu í öðru homi herbergisins var tví- breitt rúm með bældum rúmfötum. Af því mátti ráða að einhver annar en húsráðandi, líklega einn eða tveir pókergestanna hefðu sofið á dýn- unni þar sem líkið Iá núna. Meðan rætt var við stúlkurnar, fóru tæknimenn vandlega yfir her- bergið og einkum dýnuna á gólfinu. Á koddanum fundust löng, ljós hár og leifar af varalit. Ljóst var einnig af fleiri ummerkjum að karlmaður hafði sængað hjá þeirri ljóshærðu, þó ekki væri unnt að segja um hvort Bryan Thomas var sá maður. Föt hins myrta voru á stól við rúm hans í horninu og bentu til að hann hefði háttað þar. f vösunum var alls ekkert, ekki einn einasti peningaseð- ill og hvorki peninga né veski var heldur að finna í íbúðinni. Næstu klukkustundirnar leitaði lögreglan að einhverju sem gefið gæti til kynna eitthvað um morðingj- ann. Fingraför fundust á glösum og flöskum en þó þau væru send til rannsóknar, varð það árangurslaust, því þau voru ekki á skrám Scotland Yard. Holmes fór á lögreglustöðina í Kensington í dögun um morguninn og einsetti sér að komast að eins miklu og kostur væri um lifnaðar- hætH’hinj myrt,a og fólkið sem hann umg^kkst.. Þegar skrifstofutími kom, hríngdi hann á yinnustað hans þar sem allir urðu fyrir áfalli við fréttina um morðið. - Hann var snillingur í starfi og einstaklega við- kunnanlegur, sagði yfirmaður Thomas í starfi. - Hann vissi alltaf upp á hár hvað konum kom. Við vitum að einkalíf hans var hömlu- laust og óreglulegt en það var hans mál. Loks gaf maðurinn upp heim- ilisfang Thomas í Ástralíu. Holmes hringdi til starfsbróður síns í Sydney, tilkynnti morðið og bað um upplýsingar. Nokkru síðar hringdi rannsóknarlögreglumaður til baka og kvaðst hafa rætt við ekkju Thomas. Kvæntur og skuldum vafinn - Var hann þá kvæntur? spurði Holmes forviða. - Svo sannarlega. Hann átti mjög aðlaðandi Ijóshærða konu og tvö börn. Hún sagði raunar að þau hefðu ekki búið saman um hríð en aldrei skilið. Hún sagði að kvenfólk hefði alla tíð laðast að bónda hennar og hann alltaf haldið framhjá. Hins vegar væri fátt um tilfinningar af hans hálfu og samböndin hefðu jafn- an verið skammvinn. Frá Sydney komu engar upplýs- ingar sem tengst gætu morðinu en þegar farið var að ræða við kunn- ingja hans í grennd við morðstaðinn hafðist meira upp úr krafsinu. Ljóst varð að þó Bryan Thomas hefði haft góðar tekjur og sent hluta þeirra til Ástralíu, megnáði hann aldrei að hafa stjórn á eigin fjármálum. - Hann skuldaði á annarri hverri knæpu í borginni, sagði einn kunn- inginn. -Hann borgaði mánaðarlega af reikningi í áfengisverslun. Laun hansifóru öll í skuldir og hann gat aldrei lágt neitt fyrir. Iðulega fékk hann lánað hjá vinkönum sínum og hefur eflaust minnst af því greitt aftur. Búið var að loka símanum og mjólkurpósturinn var hættur að koma. Erfitt reyndist að hafa uppi á spilafélögum Thomas seinasta kvöldið. Gert var ráð fyrir að hann hefði hitt fólkið í fyrsta sinn fyrr sama kvöld og líklegasti staðurinn var hverfiskráin. Raunar var Bryan Thomas þekktur gestur á mörgum krám og þó hann hefði ekki sést um hríð, hörmuðu allir dauða hans, sumir kannske eingöngu af því að hann skuldaði þeim peninga. Síðdegis kom Holmes á krá þar sem roskinn eigandi kvaðst hafa þekkt Bryan Thomas og virtist áhyggjufullur er honum var sagt frá dauða hans. - Ég var að innleysa ávísun frá honum, sagði hann. - Ætli bankinn endursendi hana ekki? Einn gestanna finnst - Liklega, svaraði lögregluforing- inn. - Hvenær borgaði Thomas þér hana? Maðurinn hugsaði sig andartak um. - Á þriðjudagskvöldið um tíu- leytið. Hann keypti drykki handa sér og vinum sínum. - Veistu hvaða fólk það var? - Nei, það var par sem ég hafði aldrei séð áður. Þau voru bæði yngri en Thomas, rúmlega tvítug eða svo. Maðurinn var vel klæddur og afar hávaxinn. Stúlkan var heillandi, há og vel vaxin. Mér datt í hug að hún væri einhvers konar skemmtikraftur. Kráareigandinn var beðinn að leggja heilann í bleyti og rifja upp hverjir aðrir hefðu verið samtímis á kránni. Eftir andartak sagði hann: - Pauline Biggs var hérna og hún fór reyndar út með Thomas og vinum hans. Hún býr hérna rétt hjá og vinnur í hótelmóttöku. Hún kemur oft við héma um þetta leyti á heimleið frá vinnu. Aðeins nokkrar mínútur liðu áður en lagleg, hógværlega klædd stúlka kom inn og settist við borð. Gest- gjafinn færði henni bjór og bún tók upp dagblað. Ein fréttin í því var um morðið á Bryan Thomas.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.