Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 15
u Laugardagur 3. desember 1988 hélgÍn f 15 I BETRI SÆTUM HEARTS AND ARMOUR: Ævintýramynd um miðalda-riddara Aðalhlutverk: Rick Edwards, Tanya Roberts, Barbara De Rossi.Ron Moss, Zeudi Arya, Maurizio Nichetti, Anthony Vogel, Leigh McCloskey, Giovanni Visentin, Kucien Bruchton Leikstjóri: Giacomo Battiato Stjörnugjöf = ★★ Hér er á ferðinni mynd um ástir og örlög þar sem ofbeldi, göldrum, og riddaramennsku í orðsins fyllstu merkingu er ofið saman við sögu- þráðinn. Aðalpersónur myndar- innar eru tvær, riddarinn Bradam- ante, sem er þó ótrúlega hljómi miðalda-kvenriddari, og hins vegar Márinn og riddarinn Ruggero. Þessir tveir riddarar tilheyra hvor sínum óvinahernum og ættu því samkvæmt lögmálinu að berjast og helst drepa hvor annan. Hins vegar æxlast málin þannig að þau fella hugi saman og slævir það vígamóð þeirra, a.m.k. gagnvart hvort öðru. Söguþráðurinn þróast að megninu til í kringum „haltu mér slepptu mér“ samband þessara riddara. Vissulega koma fleiri við sögu t.d. hin fallega systir Ruggero sem gat sér gott orð fyrir fegurð sfna þegar hún var einn af „englum Charlies" í þeim víðkunna lögguþætti. Aðrar fegurðardísir hafa hafið sinn feril í JULIA OG JULIA: Hristir upp í heilasellunum Stjörnugjöf = ★★★ Aðalhlutverk: Kathleen Turner, Sting, Gabriel Bryne Leikstjóri: Peter Del Monte „Julia og Julia“ er að mörgu leyti mjög furðulega mynd. Áhorfand- anum er haldið í efa um hvað er raunverulega að gerast nær alla myndina og efanum er ekki eytt fyrr en í lok myndarinnar EF honum er þá til fullnustu eytt þá. Myndin fjallar um konu sem virðist lifa í tveimur heimum þar sem annar er ímyndum en hinn raunveruleiki þó svo að gagnvart áhorfandanum eins og konunni, Juliu, virðist báðir þessir heimar jafn raunverulegir. I öðrum heimi Juliu er hún ekkja sem hefur dregið sig nokkuð inn í skel á þeim sex árum síðan eiginmaður hennar lést í bílslysi þegar þau voru á leið í brúðkaupsferð. I hinum heimi Juliu er eiginmaður hennar enn á lífi og á hún með honum son. Þessir tveir heimar eru þó ekki meira en svo aðskildir að elskhugi Juliu úr þeim heimi þar sem hún er ekkja ofsækir hana í fjölskyld- uheimi hennar og úr verður hið versta ástand. Eins og áður segir verður myndin næsta erfið ásýndar vegna þess að áhorfandinn veit aldrei hvað er raunverulega að gerast en myndin verður þó alls ekki leiðinleg fyrir vikið. Vart þarf að fjölyrða um leikinn hjá öllum þremur aðalpersónun- um, hann er mjög góður, ekki hvað síst hjá Kathleen Turner í þessu erfiða hlutverki Juliu. Vilji menn sjá athyglisverða mynd sem hægt er að velta vöngum yfir eftir að búið er að horfa á hana er þetta rétta myndin. Hinum sem ekki vilja láta hrista upp í heilasell- unum þegar þeir horfa á myndband ættu kannski að fá sér aðra mynd. - BG mim þeim þætti en það er önnur saga. Að sumu leyti minnti þessi mynd á þær íslensku myndir sem byggðar eru á fornsögunum. Mikið er höggvið og riðið á hestum og látið dólgslega. Þá er einnig útför í lok myndarinnar að heiðinna manna sið þar sem hinn látni er lagður í langskip og síðan kveikt í öllu saman í fjöruborðinu. Atriði sem gæti hafa verið kippt út úr Útlagan- um. Undirritaður treystir sér ekki til þess að mæla neitt sérstaklega með þessari mynd, en vill heldur ekki mæla gegn henni. Þetta er ævintýramynd fyrst og fremst þar sem verið er að boða gildi friðar og ástar í umhverfi sem slíkar hug- myndir eiga í rauninni ekki við. Hins vegar er á myndbandskáp- unni vitnað til dóms kvikmynda- tímaritsins Variety, sem nokkuð hefur verið í umræðunni hér á landi vegna annarrar myndar, og þar segir: „Sláandi mynd út frá myndrænum sjónarhóli og tilfinn- ingalega aðlaðandi ævintýri." - BG „TOPP TUTTUGU“ 1. ( 1) Bestseller (Skífan) 2. ( 2) TheUntouchables (Háskólabíó) 3. ( 5) Flightof the Navigator ((Steinar) 4. ( 8) SomeonetoWatchOverMe (Skífan) 5. ( 4) Et-TheExtraTerrestrial (Laugarásbíó) 6. (20) Though Guys Don t Dance (Myndbox) 7. ( 6) Stakeout (Bergvik) 8. (-) Nuts (Bergvík) 9. ( 3) Spaceballs:TheVideo (J.B. Heildsala) 10. ( 7) TheLostBoys (Steinar) 11. (15) Julia and Julia (Steinar) 12. ( 9) The Bedroom Window (J.B. Heildsala) 13. (13) Nadine (Steinar) 14 UJ2) Bodyof Evidence (Steinar) 15. (10) Making Mr. Right (Skífan) 16. (-) MurderOne (Skífan) 17. (23) TheChinaGirl (J.B. Heildsala) 18. (14) TheBelievers (Skífan) 19. (-) Síðasti keisarinn (Myndbox) 20. (19) Hairspray (Skífan) ( -) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er nýtt a list- anum <‘V w. *>.-<. y --'V v-- . ?§>>&&' r’ Stjörnugjöf = ★ NUTS: SKAPSTORA BARBARA Stjörnugjöf = ★★★ Aðalhlutverk: Barbara Strelsand, Rlchard Dreyfuss, Maureen Stapelton, Eli Wallach, Robert Webber, James Withmore og Karl Maden. Leikstjóri: Martin Ritt. Ég fór að horfa á þessa mynd með heldur neikvæðu hugarfari, þar sem Barbara Streisand var í aðalhlutverki. Einhverra hluta vegna hef ég aldrei kunnað við hana sem leikara, en þetta hlutverk hefur fengið mig til að endurskoða afstöðu mína. Barbara Streisand leikur hér viljasterka konu sem segir dóm- kerfi New-York borgar, fjölskyldu sinni og geðlæknum stríð á hendur. Hún hefur haft vændi, í hæsta gæðaflokki, sem atvinnu og svo óskemmtilega vill til að hún drepur einn af kúnnum sínum í sjálfsvörn. Þá er hún hneppt í varðhald og foreldrarnir reyna að fá hana dæmda geðveika, svo hún þurfi ekki að koma fyrir rétt. En Barbara berst við alla þá sem halda fram þeirri skoðun að hún sé geðveik. Eftir að hún hefur slegið einn virtasta og dýrasta lögfræðing New-York niður í dómssalnum, kemur annar lögfræðingur, ekki mikils metinn að því er virðist, til sögunnar. Richard Dreyfuss er í hlutverki þess lögfræðings og fær hann að heyja hatramma baráttu við fjölskyldu hennar og dómskerf- ið til að sanna að hún sé heil á geði. Ég verð nú að segja að þessi mynd kom mér á óvart. Hér er á ferðinni góð mynd með ágætis söguþræði, sem heldur athygli áhorfandans á meðan á sýningu stendur. Leikur þeirra skötuhjúa Barböru Streisand og Richard Dreyfuss er mjög góður að mínu mati, sem og annarra aðalleikara í myndinni. -ABÓ Flodder/Flodder fjölskyldan Aöalhlutverk: Nelly Frldja, Huub Stapel, Tatjana Slmlc og Rene Van‘t Hof. Handrit og leikstjórn: Dick Maas Með nokkuð jákvæðu hugarfari er hægt að gefa þessari mynd eina stjörnu. Hún flokkast undir B- grínmynd sem kryddaðar eru með brjóstum, brjóstum og klipptum atlotssenum. Þrátt fyrir kryddið er niðurstaðan heldur bragðdauf sam- setning. Leikarar eru lítt þekktir og verða það sjálfsagt áfram. Myndin greinir frá því er Flodd- er fjölskyldan - aigert skítapakk - er hrakin út af heimili sínu, þar sem borgaryfirvöld telja húsnæðið heilsuspillandi. Mikill húsnæðis- vandi er og eina húsið sem laust er - að þvf er virðist í allri borginni? - er í fínasta hverfi borgarinnar. Fjölskyldan samanstendur af tveimur systrum, önnur með brók- arsótt, þremur bræðrum, sem allir . stunda afbrotastarfsemi, móður sem bruggar og kolrugluðum frænda í hjólastól. Myndin fjallar svo um samskiptin við nýju ná- grannana. Flodder nær því aldrei að verða skemmtileg. Húmorinn erekkifyr- ir minn smekk og aðrir sem horfðu með mér grétu ekki af hlátri. -ES Öðruvísi nágrannar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.