Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 6
6 HELGIN Laugardagur 3. desember 1988 Börnin eru hin raun- verulegu fórnar- lömb á N-írlandi Ég hafði ekki kennt árum saman og nú var ég stödd í Washington og átti að kenna þremur börnum sem voru svo lokuð og miður sín að ég gat ekki ímyndað mér hvernig hugsanlega væri hægt að kenna þeim sem heild. Þegar ég spurði yfirmann minn hvort möguleiki væri á aðstoð, varð hann hugsi. Morguninn eftir var kalt í veðri. Shemona neitaði að láta Geraldine hjálpa sér í úlpuna en kom til mín og tók iítinn tuskuapa innan úr úlpunni. - Þetta er Frikki forvitni, hvíslaði hún rám. - Hann er strákur. Dúkkustelpa á ekki að vera Jesú- bamið. Ég kraup n.iður og tók við apan- um. Þetta var ódýrt iítið leikfang og loðnan víða snjáð af fyrir löngu. Þá kom Geraldine aðvífandi. - Hvað varstu að gera, Shemona? hrópaði hún og þreif apann úr hönd- um mér. - Bannsettur, litli svikarinn þinn! Hún réðst á systur sína en ég gekk á milli. Apinn datt á gólfið í átökunum og Shemona náði honum. - Bíddu bara þangað til við komum heim, Shemona, sagði Geraldine ógnandi í hvísltón. - Þá tek ég skærin og klippi Frikka forvitna í smátætlur. Eftir það urðum við að nota varaskeifu á leikæfingum, því Frikki var lokaður inni í leikfangaskápnum og aðeins notaður á sjálfri leiksýn- ingunni. Ég gerði mér ljóst að vandi Ger- aldine var flóknari en talið var í fyrstu. Þó hún væri hlýðin var í henni ótrúlegur hefndarhugur. Æ oftar var hún staðin að hnupli, skrökum og því að koma eigin sök á Shemonu eða láta hana gera eitthvað ljótt fyrir sig. Ég vissi ekki hvemig ég átti að takast á við þetta beint, svo ég ákvað að reyna við þörf hennar fyrir athygli. Dag einn kom ég með ruggustól í skólann og sagði Geraldine að við skyldum taka frá stund til að vera góðar við hvor aðra í stólnum, en þar mætti ekkert tala. - Ég er of stór til þess, sagði hún og fór hálfvegis hjá sér. - Ég get ekki setið í kjöltu þinni. Það er best að ég sitji bara ein í „þögla“ í stólnum. Einn morguninn kom Shamie með bréf frá móður sinni, sem sagði frá að lögreglumaður hefði verið skot- inn til bana í götunni heima hjá þeim. - Þetta er rangt, sagði dreng- urinn. - Mér er alveg sama hver stendur með hverjum og ég held að þetta sé ekki þess virði að fólk drepi hvert annað. Kannski hefðum við bara átt að segja lögreglunni frá öllu saman. Geraldine pírði augun. - Ertu að segja að pabbi okkar hafi verið kjaftaskur, Shamie? Viltu taka þetta - Þú færð reyndar tvö ný börn í næstu viku, sagði hann loks. -Það eru 5 og 8 ára systur frá Belfast á N-írlandi. Harmleikur varð í fjöl- skyldunni og telpurnar voru sendar til ættingja sinna hér. Hann hikaði. -Sú yngri talar alls ekki. Ég sem hafði komið til að kvarta undan erfiði mínu, hafði tvö börn til viðbótar upp úr því. Faðir telpnanna hafði verið virkur í IRA. Hálfu öðru ári fyrr var hann handtekinn og sakaður um alvarlega glæpi, m.a. morð. Honum var þó sleppt en sú saga komst á kreik að hann hefði gefið upplýsingar um starfsemi fé- laga sinna og eftir það var hann hundeltur. Nótt eina var fleygt sprengju inn í húsið og eldur gaus upp. Honum tókst að bjarga dætrun- um en kona hans og sonur fórust í brunanum. Þremur vikum síðar stytti maðurinn sér aldur. Um síðir fengu telpurnar vegabréfsáritun til Bandaríkjanna þar sem föðursystir þeirra og maður hennar, Lonrho- hjónin ætluðu að taka þær í fóstur. Þegar Geraldine og Shemona McCulley komu í skólann á mánu- dagsmorgun, virtust þær ósköp venjulegar telpur, freknóttar með blágrá augu. Sú yngri, Shemona var með úfið, ljóst hár en Geraldine var með gleraugu í bleikri umgerð sem gerðu hana útlits eins og húsmóður á 6. áratugnum. Ég komst fljótt að raun um að systurnar voru eins og tveir helming- ar' af einni heild. Shemona talaði ekki en horfði stöðugt á mig og leit aldrei undan. Það var erfitt að átta sig á að hún var bara fimm ára gömul. Ekki vottaði fyrir barnslegu sakleysi í fari hennar. Geraldine reyndi stöðugt að vekja á sér athygli, var hávær og lét eins og smábarn. Þó hún gerði allt fyrir systur sína, fékk ég á tilfinninguna að Shemona væri sú sem stjórnaði. Ég bað Lonrho-hjónin að hitta mig. Frúin sem átti fjögur börn sjálf, virtist fegin að fá að ræða um telpumar. - Ég hafði hitt þær áður í Belfast, sagði hún. - Þær virtust rétt eins og hver önnur börn. Shemona var alltaf hæglátari. Við tókum þær að okkur til að þær fengju tækifæri í lífinu. Shemona segir ekki aukatekið orð en ég heyri hana gráta á næturn- ar. Stundum þarf ég að skipta um rennblautan koddann hennar. Mig sker í hjartað vegna hennar en hún þiggur engin atlot. Nokkmm dögum síðar tilkynnti frú Lonrho að Geraldine væri með inflúensu og að Shemona vildi ekki fara ein í skólann, en ég lét sækja hana. Þegar hin þrjú voru farin að dunda sér, tók ég Shemonu upp að töflu, fékk henni litkrít og bað hana að skrifa töluna 7. Hún teiknaði vandlega og þannig héldum við áfr- am í nokkrar mínútur. Þá langaði mig til að reyna meira, skrifaði aðrar tölur og bað hana að benda á þær. Hún þekkti greinilega tölustafina og Hér er fjallað um þjökuð börn sem flutt voru frá Ðelfast til að hefja nýtt líf í Ðandaríkjunum. Kennari þeirra hefur nú skrifað bók um reynslu sína og barnanna og er þessi grein tekin saman úr henni. fannst gaman að þessu og hló meira að segja örlítið. Þá breytti ég spurningunni og spurði beint hvaða tala þetta og hitt væri. Ekkert svar. Ég vissi að Shem- ona þekkti 6, en brosið hvarf. Ég ætlaði að gabba hana til að tala en tókst ekki. Carol aðstoðarkennari minn ann- aðist eftirlit í frímínútum. Þegar ég heyrði læti fór ég eitt sinn sem oftar út að athuga málið. Þarstóð Carolyn og hélt annarri hendi í hálsmálið á einu af mínum börnum, Dirkie, en í kápu Shemonu með hinni. Dirkie grét reiðilega. Hún reyndi að drepa mig, orgaði hann og sýndi rispur á vanganum. Ég fór með Shemonu inn og hún róaðist fljótt. Þá spurði ég hvort hún vildi fá sér gosdrykk með mér og hún kinkaði kolli. - Hvað segirðu þá? spurði ég. - -Þakka þér fyrir, svaraði telpan. Þegar fleiri komu að, þagnaði hún alveg á ný. Nokkrum dögum eftir þetta sagði yfirmaður minn að Lonrho-hjónin ætluðu að senda mér enn eitt barn, Shamie, 13 ára systurson frúarinnar. Hann var langyngstur átta systkina, viðkvæmur, listrænn drengur sem dekrað hafði verið við. Tveir bræður hans voru IRA-menn og höfðu feng- i.ð fangelsisdóma. Fjölskyldur hans og telpnanna höfðu haft mikið samneyti og raunar hengdi faðir þeirra sig í bílskúrnum Börn sem alast upp í svona um- hverfi vita að lífið er enginn kúr- ekaleikur. Mörg þeirra hafa séð blóði foreldra sinna og systkina úthellt og jafna sig aldrei andlega. heima hjá Shamie. Skólabræður hans ofsóttu hann og kölluðu hann „uppljóstrara“. Hann var sannfærð- ur um að fjölskylda hans yrði þurrk- uð út, rétt eins og fjölskylda frænda hans. Shamie kom viku seinna, horaður og svarthærður og virtist ekki nema 9 eða 10 ára. - Þetta er Shamie frændi okkar, tilkynnti Geraldine stolt. -Hann er kominn til okkar alla leið frá Belfast. Þegar ég kynntist börnunum betur, fann ég að þau áttu sameigin- lega hegðan alvarlegra ofsóttra bama. Þau voru alltaf á varðbergi og tortryggðu umhverfið. Barnslegt sakleysi var þeim löngu horfið. - Veistu hvað var einu sinni gert við mig, sagði Geraldine einn daginn. - Strákarnir heima eltu mig og tróðu mér í sorptunnu. Svo settust þeir á lokið og neituðu að hleypa mér út. - Enginn hér myndi gera slíkt, sagði ég rólega. - Það er aldrei að vita, svaraði hún í sama tón. - Ég hef aldrei áður verið í skóla með mótmælendum. Þó slíkt sé ekki venja í bandarísk- um skólum, langaði Shamie mjög til að setja upp lítinn leikþátt um jólaguðspjallið. Þau Geraldine skrif- uðu handritið og fólu sjálfum sér hlutverk Jósefs og Maríu. Þau ákváðu að Shemona skyldi vera fjárhirðir. Geraldine fór í leikfangaskápinn, sótti tuskubrúðu, vafði hana í teppi og tilkynnti að þetta væri jesúbamið. Shemona þreif brúðuna af henni og fleygði aftur inn í skápinn. Hvor- ug sagði orð um stund, en skyndilega greip Geraldine töfluklútinn og sló systur sína með honum. Shemona æpti. Ég skammaði þær báðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.