Tíminn - 06.12.1988, Side 3
' Þn'ðjúdágijr 6. 'de'serrib'é'r 1988
f \f 'V ! ' <
' k 1 ' • 2
........... <.. .Tíminn 3
Þrjú frumvörp til tekjuöflunar lögð fram á Alþingi í gær:
EIGA AD SKILA UM 3,2
MILUÓRÐUM í KASSANN
Þrjú frumvörp til tekjuöflunar voru Iögð fram á Alþingi í
gær. Þetta voru frumvarp um breytingu á lögum um
skattskyldu innlánsstofnana, frumvarp sem tók til skatts á
erlendar lántökur og frumvarp til laga um breytingu á
vörugjaldi. Þessi þrjú frumvörp, ásamt frumvarpi um breyt-
ingar á tekju- og eignaskatti og frumvarpi um skatt á
happdrætti eiga að skila ríkissjóði tekjuafgangi upp á 1,2
milljarða króna.
Frumvarpi um breytingu á lögum
um ráðstafanir í ríkisfjármálum og
lánsfjármálum, þ.e. um gjald af
erlendum lánum, leigusamningum
og fl. er ætlað að færa ríkissjóði um
200 milljónir í tekjur á næsta ári. í
frumvarpinu er lagt til að lánssamn-
ingar vegna kaupa á atvinnuflugvél-
um og kaupskipum verði undan-
þegnir gjaldskyldu svo og að heimilt
verði að undanþiggja gjaldtöku á lán
sem tekin eru vegna sérstakra að-
gerða stjórnvalda í þágu útflutnings-
greina.
í frumvarpi um breytingu á lögum
um skattskyldu innlánsstofnana
kemur fram að viðskiptabankar,
sparisjóðir og fjárfestingalánasjóðir
skulu skyldir til að greiða tekjuskatt
af öllum tekjum sínum, hvar sem
þeirra er aflað og eignaskatt af öllum
eignum sínum. Tekjur ríkissjóðs
vegna þessarar skattskyldu eru áætl-
aðar 200 til 300 milljónir króna.
Með breytingu á vörugjaldi er
ætlunin að afla ríkissjóði um 2,8
milljarða í tekjur, þar af er áætlað
að rúmlega helmingur komi af
greiddri vörugjaldsálagningu. Þar
vegur þyngst sælgæti og gos, húsgögn
og innréttingar. Gert er ráð fyrir að
vörugjald á sælgæti, öli og gos-
drykkjum hækki úr 14% í 25%, og
sagði Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra að með þessu væri
ætlunin að draga úr sykuráti, og er
þetta gert í stað þess að leggja á
sérstakan sykurskatt, eins og gert er
í nágrannalöndum okkar til að
minnka sykurneyslu. í öðru lagi er
gert ráð fyrir að hækka vörugjald á
aðrar þær vörur sem voru með 14%
vörugjald í 20%. Þetta eru hrein-
lætistæki, steypustyrktarjárn, ein-
angrunarefni, sjónvörp, hljómflutn-
ingstæki, ísskápar, útvörp, mynd-
bandstæki, raflagnaefni, ilmvötn og
snyrtivörur auk annarra hluta. Þá er
með þessu frumvarpi lagt til að
innleitt verði 10% vörugjald á ým-
iskonar byggingarvörur, s.s. timbur,
sement, og vörur eins oginnréttingar
Við kynningu á tekjuöflunarfrumvörpunum þremur, f.v. Maríanna Jónasdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson
Qármálaráðherra, Guðrún Ásta Sigurðardóttir og Lárus Ögmundsson. Tfmamynd Gunnar
og húsgögn, bæði innlenda og er-
lenda framleiðslu. Með þessu má að
nokkru draga úr fjárfestingu og
þenslu.
Ákveðið hefur verið að viðræður
stjórnarinnar við stjórnarandstöð-
una sem hófust um helgina haldi
áfram og komu fyrstu fulltrúar
stjórnarandstöðunnar til viðræðna
við þá Ólaf Ragnar Grímsson, Hall-
dór Ásgrímsson og Jón Baldvin
Hannibalsson í gærkvöld. Á þessum
fundum verða ekki aðeins rædd þrjú
ofangreind frumvörp heldur er
einnig ætlunin að ræða efnisatriði
breytinga frumvarps um tekju og
eignaskatt, sem nú er í vinnslu í
fjármálaráðuneytinu. - ABÓ
Vöruskiptajöfnuður fyrstu átta mánuði ársins:
Óhagstæður um
644 milljónir
Fyrstu átta mánuði ársins var
vöruskiptajöfnuður við útlönd
óhagstæður um 644 milljónir
króna, en á sama tíma í fyrra var
hann hagstæður um 2.543 milljónir
á sama gengi. Munurinn milli ára
hljóðar því upp á tæpa 3,2 millj-
arða króna.
Fyrstu átta mánuði ársins voru
fluttar út vörur fyrir 37.839 milljón-
ir króna, en á þessu tímabili var
verðmæti vöruútflutningsins 3%
minna á föstu gengi en á sama tíma
t fyrra. Sjávarafurðir voru um 75%
alís útflutningsins og voru um 6%
minni að verðmæti en á sama tíma
í fyrra. Útflutningur á áli var 11%
meiri og útflutningur kísiljáms
38% meiri á föstu gengi en á sama
tíma í fyrra. Útflutningsverðmæti
annarrar vöru, fyrir utan flugvélar
og skip, var svipað fyrstu átta
mánuði þessa árs og á sama tíma í
fyrra, reiknað á föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutnings
fyrstu átta mánuði ársins var 6%
meira en á sama tíma í fyrra.
Innflutningur til álverksmiðjunnar
var svipaður og í fyrra, en verð-
mæti olíuinnflutnings sem kemur á
skýrslur fyrstu átta mánuði ársins
var 15% minna en á sama tímabili
á síðasta ári. Innflutningur skipa
var hinsvegar miklum mun meiri
en í fyrra.
Innflutningur til stóriðju ogolíu-
innflutningur ásamt innflutningi
skipa og flugvéla er jafnan brcyti-
legur frá einu tímabili til annars.
Séu þessir liðir frátaidir reynist
annar innflutningur, sem er 86% af
heildinni. hafa orðið um 4% meiri
en í fyrra, reiknað á föstu gengi.
En með notkun fasts gengis er
miðað við meðalgengi á viðskipta-
vog; á þann mæiikvarða er verð
erlends gjaldeyris talið vera 10,7%
hærra i janúar- ágúst 1988 en á
sama tíma í fyrra. SSH
Rannveig Guðmundsdóttir, formaður Húsnæðisstjórnar,
__ telur að málefni Byggung séu ekki í réttum farvegi:
Byggung synjað
um f rekari lán
Rannveig Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Húsnæðisstjórnar, sagði í
viðtalf við Tímann í gær að ekki væri um það að ræða að Húsnæðisstjórn
veitti framkvæmdalán til byggingasamvinnufélagsins Byggung. Þetta var
ákveðið á fundi í síðustu viku og byggir á þeim rökum að framkvæmdalán
sé ekki lengur veitt nema til byggingarverktaka sem eru að byggja fyrir fólk
sem á von á láni frá Húsnæðisstjórn eftir réttri röð. Sagði Rannveig að slík
lán hafi áður verið veitt til Byggung. Sagði hún að Húsnæðisstjórn gæti ekki
veitt Byggung frekari fyrirgreiðslu en þegar hefur verið gert, auk þess sem
málefni Byggung væru ekki í réttum farvegi.
Eins og Tíminn greindi frá í heimtuaðgerðir eru hafnar fyrir
síðustu viku sótti framkvæmdastjórn nokkru gegn vanskilamönnum þess-
Byggung um framkvæmdalán að
upphæð um 40 milljónir króna. Var
umsóknin byggð á því að Byggung á
um 50 milljónir króna ógreiddar frá
félögum í fyrri áföngum, en þar af
tilheyra um 46 milljónir hóp manna
úr fimmta byggingaráfanga. Inn-
um og hafa fjölmargar stefnur þegar
verið birtar.
Markmið framkvæmdastjórnar
Byggung með umsókninni var að
koma um 27 fjölskyldum inn í íbúðir
sínar fyrir jólahátíðina, að sögn
framkvæmdastjórans, Jóns Bald-
vinssonar. í síðustu viku var þessum
fjölskyldum tjáð að ekki gæti orðið
af þessum áformum, vegna af-
greiðslu Húsnæðisstjórnar.
Þegar vandi þessara tilteknu fjöl-
skyldna var borinn undir Rannveigu
Guðmundsdóttur, formann Hús-
næðisstjörnar, sagði hún að Hús-
næðisstjórn gæti ekki leyst þann
vanda sem þetta fólk stæði frammi
fyrir. Sagði hún jafnframt að málefni
Byggung eins og það væri sett fram
þessa mánuðina væri ekki í réttum
farvegi og vildi hún helst ekki ræða
samskipti Húsnæðisstjórnar og
Byggung frekar á opinberum vett-
vangi. KB
Tvö tímabil.
m
m
Ármúla3-108 Reykja vík - Sími91-680988