Tíminn - 06.12.1988, Síða 7

Tíminn - 06.12.1988, Síða 7
Þriðjudagur 6. desember 1988 Tíminn 7 Tölur yfir mjólkurframleiðslu í nóvembermánuði liggja nú fyrir. Þar kemur fram að framleiðslan var svipuð og í fyrra eða rúmlega 7.5 milljónir lítra. Þessar nýfengnu niðurstöður valda því að menn hjá mjólkursamlögunum og framleiðsluráði landbúnaðarins varpa öndinni léttar, því undanfarið hafa þeir lýst yfir áhyggjum vegna samdráttar sem varð í mjólkurframleiðslu fyrstu tvo mánuði verðlags- ársins, miðað við framleiðsluna á sama tíma í fyrra. Óttast var að áframhaldandi samdráttur myndi valda því að litlar birgðir mjólkurvara, sérstaklega af smjöri, yrðu til í landinu næsta haust, í upphafi nýs verðlagsárs. Framboð og eftirspurn varðandi mjólkurvörur er nú í jafnvægi en margir telja slíka stöðu óæskilega vegna þess að lítið megi út af bregða þannig að grípa þurfi til innflutnings. Tíminn hafði samband við Gísla Karlsson hjá Framleiðsluráði land- búnaðarins, og innti hann eftir því hvernig birgðastaðan á mjólkur- vörum væri í landinu. „Þessa tvo samdráttarmánuði minnkuðu birgðir ekki, en þær byggðust held- ur ekki upp. Birgðastaðan er ennþá þokkaleg í landinu og við erum hvergi bangnir. Aftur á móti gegnir öðru máli hvernig birgðastaðan kemur til með að vera næsta haust, framhaldið verður að skera úr um það. Manni líður mikið betur eftir að hafa fengið í hendurnar tölur yfir nóvembermánuð, ef samdrátt- urinn hefði haldið áfram þá hefði farið að þrengjast um næsta haust.“ Aðspurður sagðist Gísli vera þokkalega bjartsýnn á að birgða- staðan yrði í lagi. Hvað smjör- birgðir varðaði þá færi það allt eftir því hvort neysla á smjöri ykist enn í kjölfar vitneskju fólks um holl- ustu smjörsins. Óskar Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Osta- og smjörsölunnar sagðist reikna með að smjörbirgðir yrðu svipaðar næsta haust og þær voru í ár. „Þaö fer hinsvegar mjög eftir því hvemig niðurgreiðslum verður háttað á þessu tímabili. Smjörsala fer alger- lega eftir því hvaða verð er á smjörinu á hverjum tíma. Annars má geta þess að aukning hefur verið á öllum vöruflokkum hjá okkur á þessu ári. Birgðir 1. nóvember námu 18.3 millj- ónum mjólkurlítra sem er mjög hæfi- legt miðað við árstíma. Hinsvegar er það áhyggjuefni að mjólkurffam- leiðslan er alveg komin í jafnvægi miðað við neysluna. Við þær aðstæð- ur má ekkert út af bera þannig að ekki fari illa. Við erum komin á mörkin í mjólkurframleiðslunni og mjólkurmagnið má ekki fara neðar í landinu. Gert er ráð fyrir að fjölgun verði meðal þjóðarinnar á næstu árum og það kallar auðvitað á aukna mjólkurframleiðslu, annars stefnir hreinlega í innflutning. Mín skoðun er sú að í þokkalega góðum árum eigi umframframleiðslan að vera 3-5% svo við höfum einhvem öryggisvent- il.“ ssh llla sóttir fjár- öf I unartónlei kar Aðsókn að fjáröflunartónleikum Samtaka um kvennaat- hvarf var minni en aðstandendur athvarfsins höfðu gert sér vonir um. Miðasalan gaf af sér um 206 þúsund krónur, en miðaverð var eitt þúsund krónur. Rausnarlegar peningagjafir einstaklinga og stofnana munu því fleyta Kvennaathvarfinu yfir brýnasta vandann, en áætluð fjárþörf athvarfsins var talin nema um tveimur milljónum króna, eru þá ekki taldar með brýnar viðgerðir á húsnæði athvarfsins sem er 60 ára gamalt. Ingibjörg Jónsdóttir talsímakona gaf Kvennaathvarfinu eina milljón króna sem er sparifé sem hún hefur lagt fyrir í fjölda ára. Gjöfinni fylgdu óskir um að peningunum yrði varið í barnastarf athvarfsins. Einnig gaf kona sem ekki vildi láta nafns síns getið 250 þúsund krónur. Hjálp- arstofnun kirkjunnar gaf 500 þúsund krónur og fór sú upphæð í að borga reikninga. Þá gaf Rauði Kross Is- lands peninga til lagfæringa á hús- næði athvarfsins og í gær bárust fréttir um að ónefnt trésmíðaverk- stæði ætlaði að gefa nýja eldhúsinn- réttingu í hús athvarfsins. Á skrifstofu Samtaka um kvenna- athvarf fengust þær upplýsingar að afstaða Reykjavíkurborgar og stjórnvalda hefur ekki breyst hvað varðar fjárstuðning við athvarfið. Kvennaathvarfið sótti um 2,8 millj- ónir til Reykjavíkurborgar en fékk 1.3 milljónir, síðan fékkst aukafjár- veiting upp á 500 þúsund. Þess ber að geta í framhaldi af þessu að um 70% þeirra kvenna sem leita til athvarfsins eru úr Reykjavík. Að lokum skal þeim bent á sem vilja styrkja starf Samtaka um Kvennaathvarf að gírónúmer sam- takanna er 44442-1. SSH Skipuiagsstofnun kannarbyggingamál í Reykjavík: Athugað um brot á byggingareglum „Skipulagsstofnun ríkisins hefur verið falið að kanna hvort farið hafi verið að lögum og reglugerðum við byggingar í Reykjavík,“ sagði Berglind Asgeirsdóttir ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins. Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins staðfesti að embætt- ið væri að skoða viss mál fyrir ráðuneytið eins og hann orðaði það í gær og fengi ráðuneytið skriflega umsögn á morgun. Hér er um að ræða byggingar bæði á vegum borgarinnar og einkaaðila en í frétt íTímanum s.l. fimmtudag var greint frá því að við skipulag Kringlunnar hafði verið gert ráð fyrir því að í Kringlunni nr. 4 yrði kvikmyndahús en það breyttist á byggingartímanum í verslunarhús og var opnað sem slíkt í síðustu viku. Þessi mikla breyting kom hins vegar ekki fyrir byggingarnefnd borgarinnar fyrr en 24. nóvember sl. Á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag urðu umræður um fleiri slík mál sem upp hafa komið í seinni tíð og tengjast bensínstöð Olíss í Grafarvogi og húsinu á horni Vesturgötu og Garðastrætis sem hýsa á íbúðir fyrir aldraða. Borgarfulltrúar minnihluta- flokkanna í borgarstjórn hófu um- ræðuna og gagnrýndu að ekki hefði verið farið að lögum og reglum við byggingu og breytingar á þessum mannvirkjum. Borgarstjóri, Davíð Oddsson taldi að minnihlutafulltrúarnir vildu drekkja málum í reglugerða- fargani og skriffinnsku og vísaði gagnrýni þeirra á bug. -sá Frá fyrsta fundi nýrrar miðstjórnar ASf. Timamynd:Gunnar. Ný miðstjórn ASÍ fundaði í fyrsta sinn í gær: Lára V. Júlíusdóttir f ramkvæmdastjóri ASÍ Nýkjörin miðstjórn ASÍ kom sam- an á föstudag í fyrsta sinn til formlegs fundar. Að sögn Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ var á fundinum formlega gengið frá ráðningu Láru V. Júlíus- dóttur í embætti framkvæmdastjóra ASÍ en því hefur forseti gegnt áður samhliða forsetadómi. Kristín Mántylé hefur látið af störfum sem skrifstofustjóri samtak- anna og sagði Ásmundur að fljótlega yrði ráðið í stöðu hennar. Jafnframt því að nýr skrifstofu- stjóri verður ráðinn verða starfssvið framkvæmdastjóra og skrifstofu- stjóra skilgreind. Ásmundur sagði að ekki hefði verið ákveðið á fundi miðstjórnar í gær hver yrði ráðinn skrifstofustjóri, nokkrir hefðu verið nefndir til starfsins, en ekki væri tímabært að nefna nein nöfn að svo stöddu. -sá Jólasýning í Þjóðminjasafni í dag kl. 17:00 verður opnuð sýning í Þjóðminjasafninu á ýmsum munum og minjum sem tengjast jólasiðum. Á sýningunni eru gömul heimatilbúin jólatré, jólakort, jóla- skraut, jólasveinar af ýmsum gerðum, Grýla, Leppalúði og margt fleira. Öllum vinum Þjóðminjasafnsins er boðið að vera við opnun sýningar- innar en þá verður kveikt á jólatré safnsins, og heilagur Nikulás mun segja frá lífshlaupi sínu ásamt ýms- um útlitsbreytingum, sem hann hef- ur mátt þola í hálft annað árþúsund. Islensku jólasveinarnir fá líka sinn sess í safninu en mánudaginn 12. desember kemur fyrsti íslenski jóla- sveinninn í heimsókn, þrettán dög- um fyrir jól eins og vera ber. Síðan kemur einn á hverjum degi fram að jólum en á hverjum morgni kl. 11:00 munu börn taka á móti jólasveinun- um í Þjóðminjasafninu. SSH Kveikt á Oslóartrénu Sunnudaginn 11. desember n.k., verður kveikt á jólatrénu við Austurvöll. Að venju er tréð gjöf frá Oslóarbúum til Reykvík- inga, en í rúmlega 30 ár hafa Oslóarbúar sýnt borgarbúum vin- arbrag með þessum hætti. Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika lög á Austurvelli og að því loknu, eða kl. 16.00 hefst athöfn- in. Sendiherra Noregs á íslandi, Per Aasen, mun afhenda jólatréð Davíð Oddssyni, en hann tekur við því fyrir hönd Reykvíkinga.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.