Tíminn - 06.12.1988, Qupperneq 9
Þriðjudagur 6. desember 1988
Tíminn 9
Guðjón V. Guðmundsson:
Opið bréf til Steingríms
Kæri Steingrímur,
Ég vona að þú takir það ekki illa
upp þó að ég ávarpi þig si svona
bláókunnugur maðurinn, ég vona
sem sé að þú látir svo lítið að lesa
bréfkornið þó að höfundur þess sé
bara lítill karl sem ekki breytir neinu
þannig séð. Oft hefur mig reyndar
langað til að hella mér út í stjórn-
málabaráttuna og reyna að koma
einhverju góðu til leiðar. Hafi maður
á annað borð einhvern snefil af
réttlætiskennd þá hlýtur manni að
svíða allt það hrikalega óréttlæti er
viðgengst í íslensku þjóðfélagi; þetta
æpir bókstaflega á mann úr öllum
áttum. Ég skil alls ekki hvernig hinn
almenni vinnandi maður sættir sig
við sín bágu kjör horfandi upp á
aðra taka til sín himinhá laun og þar
að auki alls konar fríðindi. Bruðlið,
sukkið og óreiðan er svo yfirgengileg
víða að furðu sætir, þannig að engan
þarf að undra þó að illa sé komið
efnahagslega fyrir íslenskri þjóð.
En nóg um það í bili að minnsta
kosti. Erindið við þig, Steingrímur,
er af allt öðrum toga. Lengi hefur
mér blöskrað utanríkismálastefna
íslendinga; undirlægjuhátturinn
gagnvart Bandaríkjunum hefur ver-
ið og er fáránlegur að ekki sé meira
sagt. í tíð þinni sem utanríkisráð-
herra fannst manni að örlítið væri að
rofa til og maður fann til stolts yfir
því að nú væri kominn í stól utan-
ríkisráðherra maður er fyrst og síðast
léti samvisku sína ráða afstöðu sinni
til hinna ýmsu mála á alþjóðavett-
vangi; semsagt frjálst og fullvalda
ísland er léti ekki einn eða neinn
segja sér fyrir verkum. Auðvitað
hefur þetta verið erfitt í ríkisstjórn
undir forustu íhaldsmannsins Þor-
steins Pálssonar, sá maður sómir sér
vel með Thatcher og Reagan og
öðrum svartnættisdraugum þessarar
skelfilegu lífsstefnu er nefnd hefur
verið frjálshyggja.
Eitt var það sérstaklega er gladdi
mig og aðra þá er lengi hafa harmað
hroðalega meðferð á Palestínufóík-
inu gegnum tíðina og það var að
sjálfsögðu er þú lýstir því yfir að
þessi kúgaða þjóð ætti að fá að
stofna sitt eigið ríki. En þú bættir við
að virða ætti sjálfsagðan tilverurétt
Israelsríkis. Þetta er í samræmi við
yfirlýsingar flestra vestrænna leið-
toga; fyrst er það Ísraelsríki svo
skulum við athuga hvað hægt er að
gera fyrir Palestínufólkið. Ekki efa
ég að þú þekkir engu síður en ég
atburðarásina í Palestínu seinustu
áratugina eða allt frá því gyðingar
tóku að flykkjast til landsins en við
skulum samt fara saman yfir nokkrar
grundvallarstaðreyndir málsins.
Fram til fyrri heimsstyrjaldarinnar
var Palestína hluti af veldi Ottom-
ana. Samtök síonista reyndu án
árangurs að fá Ottomana til að leyfa
fjöldaflutning gyðinga til Palestínu.
Árið 1916 gerðu sigurvegarar
stríðsins, Brctar og Frakkar, með
sér leynilegt samkomulag, (Sykes-
Picot samkomulagið) og þar skiftu
þeir Mið-Austurlöndum í áhrifasvæði
sín. Bretar fengu m.a. í sinn hlut
Palestínu og Transjordaníu sem nú
er konungsríkið Jórdanía. Árið 1917
gaf breski utanríkisráðherrann,
Balfour lávarður, út yfirlýsingu þess
efnis, að breska heimsveldið liti með
velþóknun á stofnun „þjóðarheimilis
gyðinga" í Palestínu. Með þessari
yfirlýsingu veittu Bretar síónistum
leyfi til þess að setjast að í landinu.
íbúar Palestínu voru. ekki spurðir
álits á þessu.
Palestínuarabar, sem voru þá um
640 þúsund eða 93% íbúanna, mót-
mæltu þegar í stað og töldu að
Bretar hefðu með þessu svikið loforð
sitt um aðstoð við arabískar þjóðir í
baráttu fyrirsjálfstæði (Samkomulag
Husseins - Mac Mahon frá 1916).
Þrátt fyrir mótmæli Palestínuaraba
ákvað Þjóðabandalagið árið 1922 að
fela Bretum umboðsstjórn í Palest-
ínu og studdi áform þeirra að leyfa
gyðingum að koma sér upp þjóðar-
heimili í landinu eins og það var
kallað.
Allt frá því Herzl setti fram hug-
myndir sínar um gyðingaríki í Pal-
estínu, var síonistum ljóst að þessi
áform væru óframkvæmanleg, nema
þeim tækist að fjarlægja flesta íbúa
landsins, þ.e. Palestínumenn, til að
rýma fyrir gyðingum. Um brottflutn-
ing Palestínumanna og nauðsyn þess
að beita valdi var rætt hispurslaust á
þingum síonista þegar fyrir síðari
heimsstyrjöldina.
Fyrsti hópur síoniskra landnema
kom til Palestínu frá Austúr-Evrópu
í lok nítjándu aldar, en landnám
þeirra var fjármagnað af ríkum gyð-
ingum í Vestur-Evrópu og Banda-
ríkjunum, sem sjálfir ætluðu ekki að
flytjast þangað. Allt frá upphafi
landnáms höfnuðu síonistar hvers
konar samvinnu við heimamenn.
Þeir vildu ekki versla við þá, blönd-
uðu ekki geði við þá, meinuðu þeim
atvinnu, þátttöku í verkalýðssam-
tökum, samyrkjubúum og stjórn-
málaflokkum.
Eins og komið hefur fram hér að
framan var yfirgnæfandi meirihluti
íbúanna arabískir Palestínumenn.
Þeir mótmæltu aftur og aftur aukn-
um innflutningi og jarðakaupum
gyðinga. Óeirðir voru tíðar milli
hópanna. Bretar gengu milli bols og
höfuðs á Palestínumönnum í upp-
reisnum á árunum 1936-9 og drápu
allt að 30.000 þeirra segja sumar
heimildir.
Vegna ofsókna nasista urðu gyð-
ingar að yfirgefa Þýskaland og önnur
Evrópuríki. En dyr Vesturlanda
voru þeim allt að því lokaðar. Á
árunum 1932 til 1943 tóku Bandarík-
in aðeins á móti 171 þús. gyðingum
en á sama tíma flúðu um 287 þús.
gyðinga til Palestínu. Þangað þótti
vestrænum þjóðum heppilegast að
beina för þessara landflótta gyðinga.
Barátta síonista fyrir stofnun eigin
ríkis í Palestínu snerist smám saman
gegn bresku umboðsstjórninni, enda
höfðu Bretar gert sér Ijóst hvað var
að gerast og reyndu að hefta straum
gyðinga til landsins. Hryðjuverka-
samtök síonista Stern og lrgun sem
voru undir stjórn Begins og núver-
andi forsætisráðherra Israels Sham-
irs frömdu ódæðisverk á breskum
her og lögreglumönnum og óbreytt-
um borgurum t.d. með því að
sprengja hótelið Davíð konungur í
Jerúsalem-þarfórustum lOOmanns
- og með morði á sáttasemjara SÞ.
Bernadotte greifa, árið 1946.
Þann 29. nóvember 1947 lögðu
SÞ. til að Palestinu yrði skift milli
aðfluttra heimamanna og hinna ar-
abísku íbúa landsins. Þá voru í
Palestínu um 600.000 gyðingar og
um 1200 þús arabískir Palestínu-
menn, í tillögu SÞ. var gert ráð fyrir
að gyðingar fengju um 56% landsins
þó að Palestínuarabarnir væru helm-
ingi fleiri.
Já, Steingrímur getur þú eða
nokkur annar neitað því að þarna
var verið að fremja alveg himinhróp-
andi ranglæti? Með ályktun sinni
sviptu SÞ. Palestínuaraba sjálfs-
■ ákvörðunarrétti sínum.
Gyðingar frömdu fjöldamorð á
Palestínuaröbum og má þar nefna
morðin í þorpinu Deir Yassin árið
1948. Hryðjuverkahópur Begins
stóð á bak við það ódæði. Það voru
nótt eina drepnir 254 Palestínumenn
karlar, konur og börn. Begin hælir
sér af þessu ódæði og skrifar meðal
annars í bók sinni La révolte d’Israel
1953: „Sókn herja gyðinga gekk eins
og hnífur í smjör. Arabarnir flúðu í
skelfingu hrópandi Deir Yassin. Það
var nauðsynlegt að herja miskunnar-
laust á fólkið til að reka á eftir því
að það flýði.“ Þetta er maðurinn
sem vestrænar þjóðir beygðu sig og
bukkuðu fyrir á rneðan Árafat var
ekki virtur viðlits. Það verður að
telja þessa sorgarsögu með mestu
harmleikjum mannkynsins og voða-
legt að það skuli vera vestrænar
þjóðir er sök eiga á, þær þjóðir er
státa sig af því að vera boðberar og
fyrirmynd frelsis og mannréttinda.
Nú hafa Pelestínumenn lýst yfir
stofnun ríkis á seinustu hernumdu
svæðunum, þeir ætla sem sé að sætta
sig við að fá aðeins þessa litlu ræmu
af landi sínu enda eiga þeir ekki
annarra kosta völ, þeir geta aldrei
endurheimt land sitt. Menn geta rétt
ímyndað sér hvernig það muni vera
að þurfa að sætta sig við þessa
afarkosti, að horfa upp á land sitt
byggt annarri þjóð. Nei, ætli nokkur
nema sá er reynir geti sett sig inn í
svona ástand.
Jæja, Steingrímur, þetta er orðið
ansi langt hjá mér og gæti ég þó
haldið áfram mun lengur; af nógu er
að taka. Nú vil ég í lokin skora á þig
að beita þér fyrir því að ísland
viðurkenni ríki Palestínumanna og
veiti því alla þá aðstoð er við
megum; verði nógu margar þjóðir til
þess þá verða ísraelsmenn að láta
undan. Komi ekki til slíkur þrýsting-
ur og aðrar aðgerðir á alþjóðavett-
vangi þá munu ísraelsmenn aldrei
láta undan og Palestína hverfur
endanlega af landakortunum og hef-
ur þjóðinni þar með verið útrýmt
sem slíkri. Ég kveð þig svo með
vinsemd og virðingu og óska þér og
þínum velfarnaðar.
Guðjón V. Guðmundssun.
Illllllllllllll BÓKMENNTIR
Bernskurómantík
Njörður P. Njarðvík:
f flæðármálinu,
Iðunn, 1988.
í þessari litlu bók eru á ferðinni
bernskuminningar Njarðar P.
Njarðvík, settar fram í skáldsögu-
formi. Höfundur er fæddur og alinn
upp á ísafirði, og í eftirmála getur
hann þess að hann láti sér detta í húg
að einh verj ir f sfirðingar þy kist kann-
ast við suma atburði bókarinnar og
ef til vill einhverjar sögupersónur
líka. Hins vegar sé svo frjálslega
með efnið farið á stundum að ekki
sé skynsamlegt að líta á bókina sem
sjálfsævisögulega nema að litlu leyti.
Ekki er sá er hér ritar nægilega
staðkunnugur þar vestra til að hann
sé dómbær á það hvað af efni
bókarinnar sé lýsing á raunveruleg-
um atburðum og hvað skáldskapur.
Með öðrum orðum að hve miklu
leyti þetta sé ævisaga og að hve
stórum hluta skáldskapur. En hitt er
þó ljóst hverjum lesanda að hér
horfir höfundur aftur til bernsku-
daga sinna með töluvert tregafulla
og rómantíska glýju í augum. Um-
hverfið allt þama vestra er friðsælt í
endurminningu höfundar, og yfir
verki hansöllu hvílir heiðríkja. Gild-
ir það jafnt þó að ýmsir ógnvænlegir
atburðir eigi sér þarna stað, svo sem
snjóflóð er kostar tvær ungar telpur
lífið.
Og ekki fer á milli mála að þessi
rómantíska mynd frá ísafirði af
bernskuumhverfi höfundar verður
að teljast meginviðfangsefni þessar-
ar bókar hans. Hér er þannig til
dæmis ekki verið að fást við það
verkefni að lýsa þroskasögu ungs
drengs allt til fullorðinsára, líkt og
trúlega er algengast í æviminninga-
bókum á borð við þessa. Þverbrennt
er líka fyrir að hann sé að lýsa hér
einhvers konar mótlæti í æsku sem
markað hafi líf sitt og lífsafstöðu
síðan. Þvert á móti er það rómantík
bernskuáranna í friðsælu sjávar-
þorpi sem þarna er uppistaðan. Og
ekki fer á milli mála að yfir þessar
myndir allar hefur fyrnst það mikið
í huga höfundar að þær eru nú líkt
og baðaðar í rósrauðum bjarma.
Auk þess gegnir faðir höfundar
hér veigamiklu hlutverki í bókinni,
Háskólatónleikarnir eru löngu
orðnir fastur og hefðbundinn liður í
tónlistarlífi Reykvíkinga. Undanfar-
in allmörg ár hafa þeir verið haldnir
í Norræna húsinu í hádeginu á
miðvikudögum og eftir því sem þess-
ir hádegistónleikar hafa fest í sessi
hefur aðsókn aukist, þannig að nú-
orðið jaðrar iðulega við húsfylli.
Svo var hinn 23. nóvember þegar
Elísabet Waage, mezzósópran, flutti
sem og samband þeirra feðga. Þrátt
fyrir drykkjutúra föðurins er sam-
band hans og sonar hans gott, og
reyndar er sonurinn sá eini sem
getur tjónkað við föður sinn þegar
áfengið nær yfirhöndinni. I fleiri
atriðum bókarinnar kemur þetta
nána samband þeirra feðga raunar
einnig fram, svo sem í kafla með
glöggri og jafnvel hugljúfri lýsingu á
ferð þeirra tveggja á rækjubát út á
fjörðinn, þar sem sonurinn verður
reyndar fyrir kolsýrlingseitrun og
það kemur í hlut föður hans að lífga
hann við aftur.
í bókarlok deyr faðir hans svo, og
er þá drengurinn reyndar orðinn
uppkominn og hefur þegar verið eitt
þar verk þriggja tónskálda og æði
ólíkra, við undirleik Davids
Knowles. Fyrst á efnisskrá voru tvö
lög eða aríur eftir Antonio Caldara
(1670-1736), ítalskan mann sem
tónleikaskráin segir að hafi samið
hundrað óperur og óratóríur, auk
annarrar tónlistar. Þá kom aría úr
óperunni Rinaldo eftir Hándel
(1685-1759), en óperur hans eru
sagðar mjög á uppleið á vinsældalist-
TÓNLIST ^^
Elísabet Waage á
Njörður P. Njarðvík rithöfundur.
ár erlendis við nám. Þar tekst höf-
undi býsna vel til að lýsa því er hann
kemur heim og er viðstaddur jarðar-
förina. Þar er af mærðarlausri nær-
færni dregin upp glögg mynd af
tilfinningum hans við þetta tækifæri,
þegar að honum hrannast minningar
um látinn föður sinn. Það sama
gildir svo um það er hann finnur
skýrt til þess, er flugvélin lyftir sér
^neð hann innanborðs út úr firðinum
eftir jarðarförina, að tengslin við
bernskuslóðirnar eru nú endanlega
rofin, utan hvað þær munu lifa innra
með honum í bernskuminningunum.
Þetta er þannig einlæg, hugljúf og
persónuleg bernskuminningabók,
og sérstaða hennar felst í því hve
hún er laus við allt það raunsæja
hispursleysi sem oftar en hitt ein-
kennir slíkar bækur. Áhrifamesti
þáttur hennar er án efa lýsingin á
föður höfundar, svo og á sambandi
þeirra feðga, sem öll er gerð af
sonarlegri ræktarsemi. -esig
háskólatónleikum
um söngleikjahúsa í Evrópu þessi
árin. Mér virðist rödd Elísabetar
vera í þyngsta eða dramatískasta
lagi fyrir tónlist sem þessa - a.m.k.
mætti hún reyna að laga söngstílinn
meira að tærleik barokksins, t.d.
með léttara eða minna „víbratói".
Mun betur, og raunar mjög vel,
fellur söngur Elísabetar að Brahms
og mörg hinna átta laga í Zigeuner-
lieder op. 103 eftir Brahms (1833-
1897) flutti hún glæsilega, með fjöri
og þrótti eftir því sem við átti.
David Knowles er Breti, eins og
nafnið bendir til, og hefur verið hér
á landi við tónlistariðkanir síðan
1982 og m.a. gert töluvert af því að
spila undir með söngvurum og hljóð-
færaleikurum. Sem hann gerir af
mikilli kunnáttu og smekkvísi.
Semsagt, hinir ánægjulegustu tón-
leikar. Sig. St.