Tíminn - 06.12.1988, Síða 12

Tíminn - 06.12.1988, Síða 12
Þriðjudagur 6. desember 1988 12 Tíminn FRETTAYFIRLIT Moskva - Sovéskar her- sveitir beittu valdi um helgina til aö reka burt mannfjölda sem safnast haföi saman á aöal- torgi höfuðborgar Azerbaijan, i Baku. Talsmaður utanríkis-i ráðuneytisins i Azerbaijan 11 sagði að hersveitunum hefði j verið beitt eftir að mótmælend- ur virtu að vettugi óskir um að! | víkja. Bern - Stjórnvöld í Svissi segja að Yasser Arafat leiðtogi I P.L.O. geti tekið þátt í umræo- j um Sameinuðu þjóðanna um j Palestínu, í Genf í næstu viku. Caracas - Carlos Andres Perez leiðtogi stjórnarflokksins í Venezuela sigraði andstæð- ing sinn, Eduardo Fernandez leiðtoga flokks kristilegra demókrata, í forsetakosning- j unum sem fram fóru þar í landi j á sunnudag. Toronto - Alþjóðleg nefnd sérfræðinga í flugmálum hefur sent frá sér ályktun þess efnis að alvarleg mistök starfsliðs hersins um borð í bandaríska herskipinu Vincennes hafi leitt til þess að írönsk farþegavél var skotin niður yfir Persaflóa þann 3.júlí síðastliðinn. Álykt- unin er í miklu ósamræmi við niðurstöður Varnarmálaráðs Bandaríkjanna sem voru á þá leið að írönskum flugumferð- arstjórum væri um að kenna. Tokyo - Hirohito Japans- keisari lifði af eitt versta veik- indakast sem hann hefurfeng- ið frá því að hann veiktist alvarlega fyrir þremur mánuð- um. Jerusalem - Hersveitir ísraela skutu til bana tólf ára gamla palestínska stúlku, í flóttamannabúðum á Gaza- i svæðinu í gær, eftir að stúlkan hafði, ásamt vinkonum sínum, kastað steinum að hermönn- i um. Stúlkan er329. Palestínu-1 maðurinn sem lætur lífið eftir að uppreisnin gegn ísraelum j hófst fyrir ári. Ellefu Israels-! menn hafa látið lífið. Varsjá - Lech Walesa leið-1 togi hinna ólöglegu verkalýðs- samtaka Samstöðu, fékk í gær leyfi stjórnvalda til að fara úr landi, í fyrsta skipti síðan 1981. j Walesa hyggst ferðast til Par-11 isar. Yaounde - Að minnsta kosti fimmtíu og fimm börn létu lífið og fjölmargir særðust á flótta út úr skóla í höfuðborg Mið-Afr- íkuríkisins Carmeroun, eftir að skrifborðsstól hafði af einhverj- um ástæðum verið hent inn um glugga einnar skólastof- unnar. Ymist hentu börnin sér þá út um glugga stofunnar, sem er á fimmtu hæð hússins, eða þustu út og tróðust margir undir á flóttanum. London - Tveir menn létu lífið og tveggja annarra er saknað eftir að bresk botn- slæða sökk í Norðursjó í gær. Tíu manna áhöfn var um borð og tókst að bjarga sex þeirra. , llllllllllll ÚTLÖND ' : ■ ;.;:L' ..' ,, : ...... ...... ....... ...... Shamir biður um framlengingu stjórnarmyndunarumboðs: Rabin vill I ríkisstjórn Yitzhak Shamir forsætisráðherra Israels bað í gær forseta landsins, Chaim Herzog um framlengingu á stjórnarmyndun- arumboði, eftir að tími hans til að mynda ríkisstjórn rann út. Hann sagðist aðeins þurfa nokkra daga í viðbót til að mynda samsteypustjórn hægri flokka og trúarflokka Gyðinga með naumum þingmeirihluta, án þátttöku Verkamannaflokks Shimonar Peres utanríkisráðherra. Meirihluti fulltrúa þingsins styður hægri flokk Shamirs, Likud flokkinn, eða sextíu og fimm af hundrað og tuttugu þingmönnum og var Shamir á grundvelli þess nær viss um að fá framlengingu á stjórnar- myndunarumboði sínu. „Ég hef þegar boðið leiðtogum Verkamannaflokksins, en þeir höfn- uðu því að taka þátt í samsteypu- stjórn. Ég mun því ekki reyna frekar að fá þá til þátttöku," sagði Shamir. Bæði Peres og Yitzhak Rabin varnarmálaráðherra hafa gefið yfir- lýsingar um að þeir lendi hugsanlega í stjórnarandstöðu, en Rabin sem var mjög meðmæltur tveggja flokka stjórn Verkamannaflokksins og Lik- ud flokksins, lét þau orð falla að Verkamannaflokkurinn ætti að hugsa vel sinn gang. Ákvörðun flokksins um að hafna tilboði Sham- irs í síðustu viku voru að hans mati „söguleg mistök.“ „Nú erum við neyddir til að lenda í stjórnarandstöðu, mér til mikillar armæðu," sagði Rabin. „Við hefðum átt að taka boði Shamirs um þátttöku í ríkisstjórn til að mynda eins konar þjóðstjórn vegna þess að með því mætti leysa þau vandamál sem nú blasa við og vandamál sem eiga eftir að koma upp,“ bætti hann við. IDS Yitzhak Shamir forsætisráðherra fsraels er viss um að honum takist að mynda stjórn innan skamms. Samstaða lítil í hinu hrjáða Bangladesh: Stjórnarandstaðan vill ekki viðræður Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Bangladesh synjuðu í gær beiðni forseta landsins Hossain Mohammad Ershad um viðræður varðandi hörmungar þær er áttu sér stað í landinu í síðustu viku þegar mikið óveður varð þúsundum manna að bana. Sextán hundruð manns hafa fundist - allir látnir, en fimmtán þúsunda er enn saknað. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru boðaðir á fund ásamt 170 manna nefnd, til að ræða hörmung- arnar og viðbrögð við þeim. Stjórn- arandstöðuleiðtogarnir synjuðu hins vegar boðinu með þeim orðum að vissulega hefðu þeir áhyggjur af hörmungarástandi því er ríkir í land- inu, en þeir myndu hins vegar ekki funda með ríkisstjórn sem þeir álitu ólöglega. „Pessi nefnd er ekki raunveruleg, heldur hugvitsamlega búin til í þeim tilgangi að veita ríkisstjórninni lög- mæti,“ sagði Sheikh Hasina, leiðtogi stjórnarandstöðusambandsins, sem í eru átta flokkar. Foringjar stjórnarflokksins gagn- rýndu stjórnarandstöðuna harðlega fyrir að taka ekki þátt í viðræðum um viðbrögð við hörmungunum. Embættismenn í Bangladesh sögðu í gær að tala þeirra er finnast látnir hækkaði ört, en herskip leita nú þeirra fimmtán þúsunda sem saknað er. Óveðrið sem gekk yfir eyjarnar í síðustu viku er eitt það versta sem gengið hefur yfir undanfarin tuttugu ár, en allt frá því að Bangladesh hlaut sjálfstæði árið 1971 hefur þetta fátækasta ríki heims þurft að þola flóð, óveður, þurrka og plágur auk stjórnarbyltinga og ferjustórslysa. ÍDS Tengsl á milli sveitatónlistar og áfengisneyslu: Kráargestir varaðir við Viðskiptavinir kráa í Bandaríkj- unum þar sem leikin er sveitatónlist, drekka hraðar og meira en viðskipta- vinir annarra kráa, að sögn James Schaefer mannfræðings við Háskól- ann í Minnesota í Bandaríkjunum. Schaefer sagði frá þessum niður- stöðum sínum á þingi mannfræðinga í Bandaríkjunum fyrir skömmu, en undanfarin tíu ár hefur hann ásamt hópi mannfræðinga rannsakað drykkjuvenjur gesta á krám í Miss- oula sem er verslunar- og iðnaðar- bær í vesturhluta Montana í Banda- ríkjunum. „Það leikur enginn vafi á því að sveitatónlist getur verið forskrift að erfiðleikum hjá fólki sem ekki hefur mikla sjálfstjórn. Og ástæðan er söngtextarnir - sorglegir söngvar um tapaða ást, erfiða tíma og drykkju," sagði Scaefer. Lög og textar Hank Williams, Jimmy Rogers, Jerry Lee Lewis, Johnny Cash, Merle Haggard, Wayl- on Jennings og Willie Nelsons eru sérstaklega sterkir áhrifavaldar að aukinni drykkju, að sögn Scaefers. Til samanburðar gat Scaefer þess að rokkmúsik hefur ekki þessi áhrif á fólk, heldur verður drykkjan hrað- ari eftir því sem tónlistin verður hægari. „Ötulustu drykkjumennirnir kjósa angurværa, einmanalega og sjálfsvorkunnsama sveitatónlist. Um leið og músíkin verður hægari á börunum má sjá hvernig gestirnir Flugvélar hlaðnar mat og lyfjum héldu til Súdan f gær, í þeim tilgangi að aðstoða íbúa í hinum stríðshrjáða suðurhluta landsins, þar sem mikil hungursneyð hefur geisað að undan- förnu, að sögn starfsmanna Rauða krossins í Khartoum, höfuðborg Súdan. Að sögn vestrænna diplómata hyggst utanríkisráðherra Súdan, Hussein Abu Saleh, halda til Addis Ababa til að semja við skæruliða frá suðurhluta landsins um að binda breyta magni og hraða áfengisneyslu sinnar,“ sagði Schaefer. Schaefer sem er formaður sér- stakrar nefndar í Minnesotaháskóla, sem berst gegn áfengis- og vímuefna- neyslu sagði að lokum að fólk yrði að læra að drekka skynsamlegar og brýna yrði fyrir mönnum að varast bæri krár þar sem leikin væri sveita- tónlist. IDS endi á borgarastríðið sem geysað hefur undanfarin fimm ár. Vélar Alþjóðlegu Rauða kross deildarinnar í Khartoum héldu til Suður-Súdan í gær, en hundruð manna hafa látist af hungri undan- farnar vikur á þessum slóðum. Um það bil þrjár milljónir manna hafa jafnframt flúið til annarra hluta landsins og til Eþíópíu í kjölfar hungursneyðarinnar og fjölmargir látist á flóttanum. IDS Hungursneyð í Súdan: MILUÓNIR FLÝJA Chun Doo Hwan fyrruin Ieiðtogi Suður-Kóreu biður þjóðina fyrir- gefningar á misgjörðum sínum. Stokkar upp Roh Tae-woo forseti Suður- Kóreu gerði í gær veigamiklar breytingar á ríkisstjórn landsins, í tilraun sinni til að hrista af stjórn sinni hina einræðisfullu arfleifð Chun Doo Hwans fyrir- rennara síns f forsetaembættinu. Forsætisráðherra landsins Lee Hyun-jae var vikið úr embætti auk nítján annarra fulltrúa af þeim tuttugu og tveimur sem sæti áttu í ríkisstjórn landsins. Sex þeirra sem reknir voru áttu sæti í ríkisstjórn Chun Doo Hwans. í stað Lee Hyun-jaes er nú sestur í forsætisráðherrastólinn Kang Youn-houn, fyrrum herfor- ingi sem neyðst hafði til að segja af sér herforingjatigninni er hann reyndist andvígur fyrstu byltingu hersins. Allir ráðherrar sem gengdu em- bættum er varða efnahagsmál voru látnir fara, auk utanríkisráð- herrans og varnarmálaráðherr- ans. Roh Tae-woo var kjörinn fors- eti Suður-Kóreu í desember á síðasta ári og hefur gert strangar tilraunir til að slíta tengslin við þá ógnarstjórn er ríkti í landinu í átta ára valdatíð Chun Doo Hwans. I kjölfar opinberrar afsökunar- beiðni Chuns á spillingu þeirri og ofsóknum er áttu sér stað í stjórn- artíð hans, kom Roh Tae-woo fram í sjónvarpi þar sem hann óskaði eftir því að endir yrði bundinn á frekari óskir um að Chun yrði refsað harðlega og lofaði jafnframt stjórnmálalegum umbótum. Leiðtogar stjórnarandstöðunn- ar höfnuðu beiðni forsetans með þeim orðum að Chun, sem dvelur nú í iðrunarfullri einangrun í afskekktu Búddhaklaustri, yrði að svara til saka fyrir ofbeldisverk sín og Roh Tae-woo yrði að hreinsa sig af leifum Chun tíma- bilsins. IDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.