Tíminn - 06.12.1988, Page 13

Tíminn - 06.12.1988, Page 13
Þriðjudagur 6. desember 1988 Tíminn 13 Jólafundur framsóknarkvenna í Reykjavík verður haldinn í Norðurljósasalnum, Þórscafé fimmtudaginn 8. desember og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Húsið opnað kl. 18.30. Dagskrá: Ávarp Jólasaga Steinunn Finnbogadóttir Jólaljóð Jólasöngur Undirleikari Kristín Waage. Allt framsóknarfólk er velkomið, en tilkynna þarf þátttöku til Þórunnar í síma 24480 fyrir kl. 17.00 á miðvikudag. Munið eftir jólapökkunum. Stjórn F.F.K. Framsóknarfélögin í Keflavík Fundurveröurhaldinn í Framsóknarfélögunum í Keflavík fimmtudag- inn 8. desember í Framsóknarhúsinu kl.8.30. Dagskrá: Aöalfundur fulltrúaráösins. Aðalfundur húsfélagsins. Bæjarfulltrúar ræða bæjarmálefni. Önnur mál. Framsóknarmaddaman býður upp á kaffi. Framsóknarfélögin. Framsóknarvist á Sögu Framsóknarvist verður haldin á Hótel Sögu sunnudaginn 11. desember n.k. kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Stutt ávarp flytur Guðmundur Bjarnason heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. Stjórnandi: Jónína Jónsdóttir. Verð aðgöngumiða kr. 400,- (Veitingar innifaldar) Framsóknarfélag Reykjavíkur. Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður 24. desember. Vinsamlegast greiðið heimsenda miða. Framsóknarflokkurinn Framsóknarvist Hafnfirðingar og nágrannar, munið lokaumferðina fimmtudaginn 8. desember kl. 8.30 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Glæsileg heildarverðlaun. Kaffiveitingar. Fjölmennum. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Opið hús þriðjudaginn 6. desember kl. 20.30. Einar G. Þorsteinsson bæjarfulltrúi mætir á fundinn og ræðir bæjarrriálin. Kaffiveitingar. Mætum öll. Stjórnin Selfoss og nágrenni Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ræðir stjórnmálaviðhorfið á Hótel Selfossi fimmtudags- kvöldið 15. desember kl. 21.00. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Áhugakonur um pólitík Jóla-Matarspjallsfundur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir þriðja matarsþjalls- fundinum fimmtudagskvöldið 8. desember kl. 19.00 í veitingahúsinu Torfunni. Dagskrá: Þrjár konur úr Landssambandinu kynna ferð til Svíþjóðar, þar sem formlega var stofnað Samstarf miðflokkskvenna á Norðurlöndum. Kynnt verður bókin „Nú er kominn tími til“, handbók kvenna í pólitískum fræðum. Höfundur kynnir. Allar áhugakonur um pólitík velkomnar. Framkvæmdastjórn L.F.K. Steingrímur Jón Óskar: Ljóðastund á Signubökkum Bókaútgáfa Menníngarsjóðs hefur gefið út safn kvæðaþýðinga úrfrönsku eftir Jón Óskar. Nefnist það Ljóðastund á Signubökkum og er framhald af Ljóðaþýðingum úrfrönskufrá 1963, ensvoaukin gerð og endurskoðuð að heitið getur nýtt verk. Útgefandi kynnir bók og höfund svofelldum orðum á kápu: Jón Óskar hóf tímabært og áhrifaríkt kynningarstarf með Ljóðaþýðingum úr frönsku 1963. Ljóðastund á Signubökkum er framhald þess, en jafnframt nýtt verk. Þýðingarnar úr fyrri bókinni eru hér allar, en miklu bætt við og formáh Jóns Óskars umbreyttur í ágrip af sögu franskrar ljóðagerðar á nítjándu og tuttugustu öld, en þar rekur hann hvernig nútímaljóðlistin varð til. Þýðingarnar frá 1963 hefur Jón Óskar einnig endurskoðað með samanburði við frumtextann. Höfundar kvæðanna sem Jón Óskar þýðir í Ljóðastund á Signubökkum eru þessir: Théophile Gautier, Sully Prudhomme, Charles Baudelaire, Comte de Lautréamont, Arthur Rimbaud, GuiUaume ApolUnaire, Blaise Cendrars, Saint-John Perse, Paul Eluard, Tristran Tzara, Robert Desnos og Jacques Prévert. Frönsku nútímaljóðin oUu aldahvörfum í sögu heimsbókmenntanna, og kynning Jóns Óskars á þeim hefur orðið íslenskum brautryðjendum gott fuUtingi. Ljóðastund á Signubökkum er nýtt framlag í því efni. Ljóðastund á Signubökkum er sjöunda bók frumsaminna og þýddra kvæða eftir Jón Óskar. Kápu gerði Margrét E. Laxness. Bókin er 227 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Við á F.S.A. leitum að starfsfólki, sem ertilbúið til að takast á við nýtt verkefni á Lyflækningadeild F.S.A. Hvað bjóðum við? - sveigjanlegan vinnutíma - skipulagða fræðslu - skipulagða aðlögðun - áhugavert og uppbyggjandi starf. Hvert er verkefnið? Ætlunin er að skipta Lyflækningadeildinni, sem er sú eina sinnar tegundar á sjúkrahúsinu, í 2 minni einingar. Á annarri verða m.a. sjúklingar með hjarta-, æða- og lungnasjúkdóma, en aðallega sjúklingar með meltingarfærasjúkdóma á hinni. Um er að ræða tilraunaverkefni. Hvaða starfsfólk vantar okkur? Deildarstjóra, sem hefur áhuga á stjórnun og skipulagningu. Hjúkrunarfræðing í K1 stöðu. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sem hafa áhuga á lyflækningahjúkrun. Þeir sem hafa áhuga, geta fengið nánari upplýsing- ar hjá hjúkrunarframkvæmdastjóra, Sonju Sveins- dóttur í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Jólaalmanak SUF 1988 Eftirtalin vinningsnúmer hafa komið upp: 1. des. 1. nr. 1851 2. nr. 4829 2. des. 3. nr. 7315 4. nr. 1899 3. des. 5. nr. 6122 6. nr. 1500 4. des. 7. nr. 2993 8. nr. 8376 5. des. 9. nr. 1780 10. nr. 3258 6. des. 11. nr. 1984 12. nr. 8352 Velunnarar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Gerið skil og leggið baráttunni lið. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 91-24480 eða 91-21379 og á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík. SUF !!"' ........ -................................ ......... Sáð í sandinn Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út smásagnasafnið Sáð í sandinn eftir Agnar Þórðarson í tilefni af sjötugsafmæli hans í fyrra. Flytur það níu sögur, og hafa þrjár þeirra ekki birst áður. Útgefandi kynnir höfund og bók þannig á kápu: Agnar Þórðarson er kunnastur af leikritum og skáldsögum, en einnig sérstæður smásagnahöfundur. Sáð í sandinn er fyrsta bók hans þeirrar gerðar og flytur níu sögur ritaðar á löngu áraskeiði. Bera þær glöggan svip af leikritum höfundar, segja annars vegar frá yfirlætislausu hversdagsfólki og hins vegar grátbroslegum broddborgurum. Agnar rekur atburðaþræði af hófsemi og alúð, en varpar gjarnan einkennilegri birtu á frásagnarsvið og sögupersónur. Stundum beitir hann skopi og ádeilu, einkum þegar hann túlkar smæð þeirra sem hreykja sér og þykjast yfir aðra hafnir, en eru tæpir ef á reynir. Sögurnar bera eftirtaldar fyrirsagnir: Sáð í veikleika, Bréfið sem kom of seint, Litla-Blá,, Hjúkrunarkonan góða, Þjófurinn, Kata - Mirs. Baden-Smith, Mikið voðalega á fólkið bágt, Gróðrarskúr, Aðmírállinn. Sumar þeirra hafa unnið til verðlauna og verið þýddar á erlend mál. Sáð í sandinn eru íslenskar nútímasögur sem höfða til íhugulla lesenda. Sáð í sandinn er 118 bls. að stærð. Kápu gerði Margrét E. Laxness. Bókin er unnin i Prentsmiðju Hafnarfjarðar. 40 bókatilboð hjá Veröld Jólablað bókaklúbbsins Veraldar er komið út og er stærra en nokkru sinni fyrr. í því er að finna 40 bókatilboð, plötutilboð, jólagetraun fyrir böm og ýmislegt fleira. 20-30% afsláttur . Bókavalinu er þannig háttað, að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Á boðstólum eru til dæmis tveir barnabókapakkar, teiknimyndasögupakki, bækurnar um Elías, Þrjár ástarsögur eftir þekkta höfunda og ljóð fimm íslenskra öndvegishöfunda. Jafnframt er að finna bækur fyrir áhugamenn um skák, laxveiði, nútímalist og náttúrufræði, bækur um stjömumerki, skip, ketti, kokkteila og margt fleira. öll tilboðin em með 20-30% afslætti.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.