Tíminn - 06.12.1988, Qupperneq 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 6. desember 1988
i||iiiii\/ETTVANGUR III
Bjarni Hannesson:
Álmálið og Framsóknarflokkurinn
Umræður og skríf um álverksmiðjur eru allmiklar nú
síðustu mánuði, en einkenni þeirrar umfjöllunar eru
fádæma villandi uppsetningar á flestum þáttum þeirra mála
og þeir aðilar sem um þessi mál fjalla, varast að minnast á
fyrri reynslu íslendinga af álverksmiðju sem er slæm.
Fyrsta og augljósasta aðgerð íslendinga, áður en farið er
að huga að nýrri álbræðslu, er það ef þeir hafa minnsta
snefíl af fjármálaviti og þjóðlegum metnaði, er að sjálf-
sögðu, að segja upp raforkusölusamningnum frá 1984 og
láta reyna á viðbrögð Alusuisse gagnvart leiðréttingu á
greiðslum fyrir orkukaup, því stöðugt tap er af sölu orku
til Álbræðslunnar. T.d. 1986 er tapið frá reiknuðu
meðalkostnaðarverði um 7,62 mill og 1987 8.31 mill pr. kw
fyrir utan kaupmáttarrýrnun greiðslna um 40%. Allan
þennan mismun verða Islendingar að greiða úr eigin vasa
og er það vart minna en 300-500 milljónir á ári. (Vísa á
meðfylgjandi línurit og töflur.)
Villuleiðandi umfjöllun
um álmál
Yfirbragð og framsetning svo-
kallaðra upplýsinga um núverandi
athugun á samningum við erlenda
aðila um hugsanlega byggingu á
álbræðslu hér á íslandi er að mínu
mati afar villuleiðandi. Nálega eng-
ar marktækar hagkvæmnisathug-
anir eru birtar opinberlega, ein-
ungis nefndar tölur er varða líklega
fjárfcstingu hinna erlendu aðila,
en nálega engar tölur er varða
kostnað íslendinga við byggingu
og rekstur orkuvera og þær tölur
er varða kostnað íslendinga við
byggingu og rekstur orkuvera og
þær tölur er birtast eru verulega
villuleiðandi og að hluta rangar,
miðað við fyrri reynslu. T.d. er
uppsett afl í orkuverum og hotað
afl í álbræðslu talið það sama, þó
að fyrri reynsla „sanni“ að upp-
setta aflið þurfi að vera um 25%
meira í orkukerfinu en notkunin er
hjá álbræðslunni.
Einnig er algerlega þagaö um
það orkuverð sem íslendingar
þurfa að fá til að tap verði ekki af
núverandi og hugsanlega væntan-
legum viðskiptum við nýtt álver.
Ennfremur hefur verið beitt
verulega villuleiðandi „upplýsing-
um“ er varðar fjárfestingu við
byggingu nýrra orkuvera, miðað
við þær rckstraröryggiskröfur sem
Landsvirkjun hefur notað í verki
frá stofndegi.
Hér ætla ég að birta reiknilíkan
yfir fyrri viðskipti íslendinga við
Isal og sýnist mér það vera ærið
óhagstæð viðskipti.
Tekju- og
greiðsluflæðirit
Skýringar við línurit og töflur
um Álverið í Straumsvík. Töflur
eru allar settar upp í dollurum.
Línurit á að skýra hversu mikið
árlegt „tap“ er af raforkusölu
Landsvirkjunar til ísals og er það
sett upp á tvennan hátt, þ.e. árlegt
„tap“ (á verðlagi 1988) í milljónum
kr. og daglegt „tap“ í hundruðum
þúsunda og/eða milljónum eftir
1989 (Tölur fyrir ofan árstólpana).
Forsendur fram að áramótum
1988/89, er þegarorðin verðrýrnun
dollars um 40-45% frá áramótum
1984/85 til áramóta 1988 og eftir
áramót 1989 er meðaltalsfall doll-
ars áætlað 6% á ári og líkur eru á
innan skamms tíma að verðfall
dollars geti orðið 9% til 12% í
nokkur ár þegar efnahagslegar af-
leiðingar af fjárlagahalla USA fara
að segja til sín.
Tekju- og greiðsluflæðiritið er
byggt upp á þann veg að reyna að
nálgast sem næst hvaða „tekjur
og/eða tap“ hefur orðið af viðskipt-
um íslendinga við og vegna Ál-
bræðslunnar í Straumsvík. Stuðst
er við heimildir ársreikninga ísals
og Landsvirkjunar, upplýsingar úr
Hagtölum mánaðarins, Alþingis-
tíðindi o.fl. Tekið er fram að allar
tölur eru í $ og að öðru jöfnu
áætlaðar með því viðmiði að reyna
að nálgast sem mest raunverulegt
tekju- og greiðsluflæði frá ári til
árs, þ.e. greiðslur út úr landinu og
greiðslur til landsins, en skýrt er
tekið fram að þarna er ekki um
„netto“ uppgjör að ræða sam-
kvæmt vanalegum uppgjörsregl-
um, heldur nálgun að raunþróun.
Einungis er verið að reyna að
finna nokkurskonar árlegan við-
skiptajöfnuð, gjöld og tekjur frá
upphafi til loka samningstíma.
Fjárfesting í orkuverum er fyrsta
vafaatriðið. Þegar verið er að
reikna út stærð orkuvers miðað við
ákveðna notkun, virðist það vera
venja að setja dæmið þannig upp
gagnvart stóriðjunni að vera með
sama uppsett afl í orkuverum og
það afl sem stóriðjan þarf + orku-
tap í línulögnum. Þetta er fyrsta
blekkingin sem stóriðjusinnar
beita, því ef farið er yfír reiknaðar
þarfír orkukerfisins hér á íslandi er
uppsett afl flest ár uni 25-30%
hærra en seld orka hvert ár. Þannig
að gefa má sér þær forsendur að
stóriðjan þurfi 25% meira uppsett
afl cn hámarksnotkun er að jafn-
aði.
Þessi „regla“ skýrir að hluta
svokallaða ofTjárfestingu í orku-
kerfi landsmanna og verður skil-
yrðislaust að reikna sem „ fastan“
kostnað við stóriðju.
Fjárfestingarkostnaður við Búr-
fellsmannvirki og flutningslínur er
hér reiknaður um 110 milljónir
dollara sem er frekar of lágt miðað
við raunkostnað - væri að líkum
nær lagi um 150 m. $ á verðlagi
1968-73.
Skýringar við töflur
D.l. Þessi liður er tilraun til að
nálgast og skýra greiðsluflæði
vegna vaxta og arðs. Vextir hafa
verið breytilegir yfir þetta tímabil
og oftast hærri en 8%, þannig að
mismunurinn 8-12% fer að mestu
í vexti, en arður því minni og
stundum enginn.
D.2. Afborganir eru hér reikn-
aðar út frá því viðhorfi að lán til
lengri tíma en 20 ára séu lítt
fáanleg og fjárfesting því greidd
upp á um 20 árum, þó að fyrningar-
tími orkuvera sé um 40 ár.
D.3. Fyrning er hér reiknuð á
2'/i%.
D.4. Rekstur og viðhald. Þessi
liður er áætlaður út frá heildar-
rekstrar- og viðhaldskostnaði
Landsvirkjunar og gæti hugsanlega
verið ívið of hár vegna hlutfallslega
minni kostnaðar við einn stórneyt-
anda í raforkukaupum.
D.5. Rauntekjur af raforkusölu
til ísals eru hér til ársins 1987 og
áætlaðar tekjur frá 1988 til 2014
miðað við lágmarksgjald núver-
andi samnings 12ló mill pr. kw.
D.6. Þessi liður túlkar tvennt.
Innan ramma merkts Gr. verð er
það gjald sem ísal greiddi ár hvert
fyrir hvert kw í US millum. Eftir
1991 eru tölur miðaðar við há-
marksgreiðslu 18 mill pr. kw.
samkv. núverandi raforkusölu-
samningi.
D.7. Erlendar gjaldeyristekjur
af vinnulaunum eru óbeinar og
reynt er hér að ná nálgun að
raunvirði beinnar og óbeinnar
gjaldeyrisskapandi vinnu og þjón-
ustu við álbræðsluna. Þetta verður
að vísu talsvert matsatriði en ég tel
þessar tölur ekki fjarri lagi þegar
athugaður er mismunur á innflutn-
ingi og útflutningi álbræðslunnar
ásamt launatekjum íslenskra
starfsmanna í Straumsvík. (Geta
verður þess að miklar sveiflur eru
í inn- og útflutningi fsals frá ári til
árs).
D.8. Kemur þá að því að reyna
að nálgast þjóðhagslegt gildi ál-
bræðslunnar, þ.e. gjaldeyristekjur
og gjöld vegna kostnaðar, fjárfest-
ingar og vaxta o.fl. Að gefnum
þessum forsendum er um verulegt
beint „tap“ að ræða allt til ársins
1983.
D.9. Þessi liður á að túlka „tap
eða tekjur" miðað við efri mörk
greiðslna samkv. raforkusamningi
eftir 1990.
D.10. í þessum lið er reynt að
nálgast raunverulega greiðslustöðu
fslendinga vegna álbræðslunnar og
virðist að það hafi verið að safnast
upp „tap“ allt til ársins 1983 (D.8)
og ekki verði búið að greiða það
„tap“ upp að óbreyttum raforku-
sölusamning fyrr en á árunum 1994
til 1996. Þá fyrst er hugsanlegt að
um einhvern „hagnað“ geti verið
að ræða.
D.ll. Þessi liður á að sýna upp-
safnað „tap eða tekjur“ miðað við
efri mörk greiðslna fyrir raforku-
sölu að óbreyttum raforkusölu-
samning.
D.12. Þessi dálkur er mikilvæg-
astur og á að skýra raunverulegt
„tap“ Islendinga vegna raforku-
sölusamnings milli ísals og Lands-
virkjunar. Forsendur eru þær að
um gífurlega verðrýrnun er að
ræða er varðar raunvirði grciðslna
frá því að samningur var gerður og
til dagsins ■ dag, vegna gengisfalls
dollars og einnig eru nálega 100%
líkur á að um áframhaldandi verð-
rýrnun verði að ræða, allt frá
minnst 4% upp í 6%, jafnvel allt
að 9% á ári innan skamms tíma.
Heildartap frá 1984-85 til ársloka
1988 mun að líkum vera um 1.000
milljónir króna og þegar Hmmti
„árdagur“ fyrstu „mögulegu“ upp-
sagnar orkusölusamnings rennur
upp mun heildartap á núvirði að
líkum verða um 1.350 milljónir
króna. Ætti það tjón að vera nægar
röksemdir til tafarlausrar uppsagn-
ar samnings. Á tíunda „árdegi"
annarrar „mögulegrar" uppsagnar
mun heildartjón að líkum verða
minnst 3.600 milljónir króna að
óbreyttum samningi. Heildartjón
vegna vantryggingar á raunvirði
greiðslna fyrir raforku, getur og
verður að líkum, minnst um 20
milljarðar króna á núvirði til ársins
2014, að óbreyttum orkusölusamn-
ingi.
D.13. Sýnir líklegt heildartjón
miðað við 18 mill pr. kw. og verður
þá heildartjón minnst um 25 millj-
arðar króna á núvirði frá upphafi
raforkusölusamnings árið 1984 til
ársins 2014.
Afstaða
Framsóknarflokksins?
Sem fyrrverandi kjósandi Fram-
sóknarflokksins tel ég mig hafa
vissan rétt til að spyrja hver sé
stefna flokksins gagnvart núver-
andi stöðu álmála, þegar Ijóst
er og sannanlegt að „raforku-
sölusamningurinn" frá 1984 er
vægast sagt mjög óhagstæður ís-
lendingum og tap frá 1984 til og
með 1988 er um 1000 milljónir
króna á núvirði, vegna engra verð-
trygginga á greiðslum, ásamt til-
raunum stóriðjusinna við að reyna
að flækja íslendinga inn í enn eina
„samninga" um erlenda stóriðju,
þar sem augljóst er nú þegar á
öllum málatilbúnaði að ekki á að
byrja á fyrsta atriðinu,og því mikil-
vægasta,að ganga úr skugga um að
íslendingar tapi ekki á orkusöl-
unni, heldur er veifað fjárfestingar-
tölum vegna framkvæmda og
draumórum um úrvinnsluiðnað á
áli. Hvorttveggja atriði sem eru
minna en einskis virði þegar meta
á þjóðhagslegan „hagnað og/eða
tap“ af álbræðsiu til lengri tíma.
Þykir mér rétt að vitna hér í
afstöðu framsóknarmanna 1984 er
samningurinn lá fyrir Alþingi
„Nd. 195. Nefndarálit (143. mál)
um frv. til 1. um lagagildi viðauka-
samnings milli ríkisstjórnar íslands
og Swiss Aluminium Ltd. um ál-
bræðslu við Straumsvík. Frá 1.
minni hl. iðnaðarnefndar.
Iðnaðarnefnd Nd. hefur ekki
orðið sammála um afgreiðslu þessa
máls. Við undirritaðir leggjum til
að frv. verði samþykkt, þ.e. að
staðfestur verði samningur milli
ríkisstjórnar íslands og Swiss Alu-
minium Limited, dags. 5. nóv,
1984, um viðauka við aðalsamning
milli sömu aðila, dags. 28. mars
1966, með síðari viðaukum, um
byggingu og rekstur álbræðslu við
Straumsvík. Þessi afstaða okkar er
í samræmi við skoðun þingflokks
Framsóknarflokksins.
Þrátt fyrir þessa afstöðu okkar
höfum við undirritaðir ýmsar at-
hugasemdir að gera varðandi þetta
mál í heild. Þótt atvik og aðstæður
í málinu leiði til þeirrar niðurstöðu
að rétt sé að staðfesta fyrirliggjandi
samning með lögum fer því fjarri
að aðrar eða víðtækari ályktanir sé
hægt að draga af því um ágæti
samskipta íslendinga við sviss-
neska auðhringinn Alusuisse í
fortíð, nútíð og framtíð. Aðal-
samningurinn frá 1966, sem er
grundvöllur allra viðskipta íslend-
inga við Alusuisse, er þess eðlis að
ekki er að vænta góðrar samnings-
stöðu um brevtingar íslendingum
til hagsbóta. Á þetta að sjálfsögðu
við samninginn í heild, en þó hvað
helst um þau ákvæði sem fjalla um
orkuverð, skatta og meðferð deilu-
mála fyrir dómstólum. Hafa öll
þessi ákvæði reynst þung í vöfum
og óhagstæð íslendingum, seinvirk
og afar kostnaðarsöm.
Miðað við anda og efni aðal-
samnings frá 1966 var því ekki að
vænta meiri árangurs en fram er
kominn af starfi samninganefndar
íslendinga við Alusuisse um
ágreining, sem uppi hefur verið
síðustu 2-3 ár um skattamál og
orkuverð og ýmis önnur atriði í
samskiptum aðila. Aðalsamningur
verndar Alusuisse og Islenska ál-
félagið í bak og fyrir um flest þau
atriði sem mestu skipta.
Þá kemur það og til, sem ekki
hefur bætt aðstöðu samninga-
nefndar og iðnaðarráðherra þegar
til kastanna kom, - og á þetta
leggjum við undirritaðir mikla
áherslu, - að orkuverð til ál-
bræðslna hefur verið að lækka að
undanförnu í heiminum og fer enn
lækkandi og ríkir alger óvissa um
hvort eða hvenær það kynni að
hækka í framtíðinni. Ástæðan til
þess að orkuverð fer lækkandi er
augljós. Áliðnaður er í lægð og er
óálitlegur atvinnuvegur eins og
stendur, og framtíð áliðnaðar getur
ekki talist ákaflega björt, heldur
hið gagnstæða.
Að vísu hafa gestir iðnaðar-
nefndar kynnt nefndarmönnum
s.k. „spár“ erlendra ráðgjafafyrir-
tækja sem gera sér það að atvinnu
að „spá“ um framtíðarhorfur í
áliðnaði, þ.e. hvenær „líkur“ séu
fyrir því að hagur áliðnaðar taki að
vænkast, en um það eru spámenn
þessir nú spurðir. Undirritaðir
nefndarmenn telja varhugavert að
gera mikið úr slíkum spám og vona
á þær, ekki af því að spámennirnir
kunni ekki til verka, svo sem verða
má, heldur vegna þess að hér er um
þess háttar líkindareikning að ræða
sem háður er mikilli óvissu. Spá af
þessu tagi er fjarri því að vera
óskeikul. Allt eins má hugsa sér að
álkreppan eigi eftir að vaxa og vara
lengur en séð verður. Það þyrfti
ekki annað en t.d. að flugvélagerð
breyttist, sem gæti orðið innan
ekki mjög langs tíma, með þeim
afleiðingum að ál hentaði ekki sem
smíðaefni í flugvélar, auk þess sem
endurvinnsla áls (t.d. álumbúða af
ýmsu tagi) ykist verulega og áliðn-
aður breyttist þannig í eðli sínu.
íslendingar ættu að fara sér hægt
í að einbeita áhuga sínum og
framtaki að slíkum vonarpeningi
sem álbræðsla er í atvinnuupp-
byggingu í framtíðinni.
Með tilliti til þessa tvenns sem
hér hefur verið rakið, í fyrsta lagi
óhagstæðs aðalsamnings frá 1966
og í öðru lagi kreppu t áliðnaði,
teljum við undirritaðir að samn-
ingsstaða íslendinga við Alusuisse
um hækkað raforkuverð hafi ekki
verið góð. Því teljum við að ekki
sé ástæða til að vanmeta þá niður-
stöðu sem fyrir liggur um raforku-
verðið. Sé málið virt í heild var
naumast við betri kjörum að búast.
íslendingar eru og verða heftir af
grundvallarsamningi um álbræðsl-
una í Straumsvík frá 1966. Af þeim
samningi hljóta íslendingar að
súpa seyðið til loka samningstíma-
bilsins. Telja verður þó, að miðað
hafi í rétta átt um endurbót á
aðalsamningi að því leyti að bætt
hefur verið í hann ákvæði um
endurskoðun raforkuverðs á 5 ára
fresti. Er þess að vænta að með
þessu ákvæði opnist leið til þess að
ákveða raforkuverðið sem næst
því sem eðlilegt getur talist á
hverjum tíma. Slíkt endurskoðun-
arákvæði hefði verið sjálfsagður
hlutur í samningunum frá upphafi,
eins og framsóknarmenn bentu á
þegar málið var til meðferðar Al-
þingis vorið 1966. Hitt er annað að
endurskoðunarákvæðin, eins og
þau liggja fyrir í 28. gr. raforku-
samningsins, eru engan veginn
ótvíræð til skilnings og túlkunar.
Gildi þessara ákvæða kemur ekki
skýrt í ljós af orðum einum saman.
Um gildi þessara ákvæða verður að
bíða reynslunnar. Er síst að undra
þótt álit manna á hinu nýja endur-
skoðunarákvæði, sem ekki hefur
hlotið dóm reynslunnar, velkist
eitthvað milli vona og efasemda.
Undirritaðir nefndarmenn taka
fram að þeir hafa allan fyrirvara á
um fylgi sitt við hugmyndir um
stækkun álbræðslunnar í Straums-
vík eins og þær koma fram í
svokölluðum bráðabirgðasamningi
frá 28. sept. 1983 og svonefndu
bréfi um samkomulag „frá 5. nóv.“
1984 undirrituðu af iðnaðarráð-
herra fyrir hönd ríkisstjórnar Is-
lands og tveim forstjórum Alu-
suisse fyrir hönd þess félags.
Að dómi undirritaðra er slík
stækkun ekki eftirsóknarverður
kostur í atvinnumálum íslendinga.