Tíminn - 06.12.1988, Síða 20
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu,
S 28822
| Atjan man. binding
^ 7,5% ÞRÖSTUR
685060
SAMVINNUBANKINN VANIRMENN
9
rmiiim
Ódýrar tannlækningar austan járntjalds heilla íslendinga sem þarfnast mikilla tannviðgeröa:
Tl JGII ú 5LE NDI ING iAT 11 L
BÚ LGA RS KR/ iTA NNI .ÆKI N A
Að minnsta kosti 50 íslendingar hafa fengið gert við
tennur sínar í Búlgaríu fyrir ótrúlega lágar upphæðir á
þessu ári. Tíminn hefur eftir áreiðanlegum heimildum, að
íslenskur maður hafi látið draga úr sér 8 tennur og smíða
nýjar úr postulíni, fyrir um 21 þúsund íslenskar krónur.
Þessar ferðir til tannlækna austan járntjalds eru ekki
skipulagðar sem slíkar en tannskemmdir íslendingar
virðast hafa frétt af þessari ódýru lausn og gripið
tækifærið fegins hendi.
Ef sá maður sem að ofan
greinir hefði látið smíða upp í sig
átta postulínstennur hér heima,
er líklegt að hann hefði þurft að
greiða um 200 þúsund krónur
fyrir vikið. Annar íslendingur
borgaði 3 þúsund fyrir að láta
smíða í sig 3 tennur, og svo mætti
lengi telja.
Börkur Thoroddsen, tann-
læknir og formaður Tannlækna-
félags fslands, sagðist ekki hafa
heyrt sérstaklega getið um ferðir
íslendinga til tannlækna í Búlg-
aríu. Hann sagðist hins vegar
hafa séð tannlækningar í austan-
tjaldslöndum, í ferðum sem
skandinavískir tannlæknar hafa
farið, og að álit þeirra sé sam-
dóma hvað lækningarnar varðar.
Hann sagði að aðferðir austan-
tjaldstannlækna væru allfrum-
stæðar miðað við það sem þekkist
í Skandinavíu. Þeir nota til dæmis
ekki sömu efni og hér eru notuð.
Börkur tók sem dæmi eðal-
málma, sem íslenskir tannlæknar
nota við sínar viðgerðir, en í
austantjaldslöndum er mikið not-
að stál.
„Mér vitanlega standa tann-
lækningar í þessum löndum langt
að baki íslenskum tannlækning-
um“, sagði hann.
Ekki hafði Börkur heyrt sér-
staklega getið um Búlgaríu í
þessu sambandi, og sagðist að-
spurður ekkert geta sagt um hvort
viðgerðir búlgarskra tannlækna
entust verr en íslenskra. Varð-
andi kostnaðinn nefndi hann nið-
urgreiðslur ríkisins og sagði hugs-
anlegt að fólk greiddi bara efnis-
kostnaðinn, en ríkið eftirstöðv-
arnar.
Tíminn hafði einnig samband
við Sigfús Haraldsson, tannlækni,
og sagðist hann aldrei hafa heyrt
minnst á ferðir fslendinga til
Búlgaríu í þeim tilgangi að láta
gera við tennur sínar. Hann sagði
ósennilegt að það borgaði sig ef
fólk þyrfti að láta gera við 1-2
tennur, en fyndist það skiljan-
legra ef um miklar viðgerðir væri
að ræða.
Búlgaría er eitt ódýrasta land
Evrópu og er þar hægt að fá
ýmsar vörur og þjónustu á góðu
verði. í framhjáhlaupi má nefna,
að hagsýnir íslendingar hafa auk
þeirra neysluvara sem ferðamenn
jafnan kaupa í nokkrum mæli
fengið sér ný gleraugu, en þau má
fá þar fyrir lítinn pening.
Heimildamaður Tímans sagði,
að fólk væri mjög ánægt með
þessa þjónustu. „Það kemur
brosandi út að eyrum til baka og
segir þjónustuna ekki lakari en
hér“. Má reikna með að í sumum
tilfellanna séu brosin fallegri við
heimkomuna en aður en lagt var
af stað.
Rétt er að taka fram að al-
mennt eru góðir læknar starfandi
í Búlgaríu og mörg dæmi þess að
fólk, sem þangað hefur leitað sér
til hressingar og heilsubótar, hef-
ur fengið góðan bata meina sinna.
Búlgaría er eins og áður segir eitt
ódýrasta land í Evrópu og miklar
niðurgreiðslur þar á allri opin-
berri þjónustu.
Búlgaríuferðir s.l. sumar kost-
uðu um 60 þúsund krónur þær
dýrustu, en hægt er að fá þær
mun ódýrari. - elk
Hóladómkirkja
í notkun á ný
Frá Erni Þórarinssyni fréttaritara Tímans í Fljótuin.
Það var mikið um dýrðir á Hólum í Hjaltadal s.I. sunnudag
þegar hin aldna Hóladómkirkja var formlega tekin í notkun
að loknum gagngerum endurbótum.
séra Sigurður Guðmundsson vígslu-
biskup, séra Dalla Þórðardóttir, séra
Sigurpáli Óskarsson og séra Hjálmar
Jónsson prófastur, þjónuðu fyrir alt-
ari.
í ræðu sinni gerði biskup að um-
talsefni þátt Hólastaðar sem bisk-
ups- og menningarseturs á liðnum
öldum og nefndi tildrög þcss að
Hóladómkirkja var reist, en smíði
hennar hófst árið 1757 og lauk árið
1763. Einnig minntist hann á þær
umbætur sem síðan hafa verið gerð-
ar á kirkjunni. Þá færði biskupinn
Hólanefnd sérstakar þakkir fyrir vel
unnin störf en nefndin hefur haft
yfirumsjón með verkinu frá upphafi.
Við athöfnina söng kirkjukór
Hóla- og Viðvíkursókna undir stjórn
Hauks Guðlaugssonar, orgelleikari
var Rögnvaldur Valbergsson. Þess
má geta að við guðsþjóoustuna
skírði séra Sigurður Guðmundsson
þrjú börn.
Að guðsþjónustunni lokinni var
gerð nánari grein fyrir endurbótum
á kirkjunni. Við það tækifæri fluttu
ávörp: séra Sigurður Guðmundsson
vígslubiskup, Guðmundur Guð-
mundsson byggingameistari, Þor-
steinn Gunnarsson arkitekt, Halldór
Ásgrímsson kirkjumálaráðherra,
Þór Magnússon þjóðminjavörður og
séra Hjálmar Jónsson. Að athöfn-
inni í kirkjunni lokinni var öllum
viðstöddum boðið til kaffidrykkju á
vegum Hólanefndar.
Hóladómkirkja er vissulega hin
glæsilegasta í hvívetna enda endur-
bæturnar mjög víðtækar. Til dæmis
er gólfið sérstakt að því leyti að það
er lagt rauðum steini sem sóttur var
í fjallið fyrir ofan Hóla, en steinninn
var síðan fluttur til Reykjavíkur og
unninn þar í flísar sem nú prýða gólf
kirkjunnar. En það sem ókunnugum
verður að öllum líkindum starsýnt á
í fyrstu er hin glæsilega innrétting
kirkjunnar sem hefur yfir sér þann
virðuleikablæ sem hæfir slíku lista-
verki s_pm Hóladómkirkja er og
verða mun um ókominn ár.
Við athöfnina flutti biskupinn yfir
íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson,
hátíðarræðu en fjórir prestar, þau
Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, í predikunarstól Hólakirkju.
Tímamynd: ÖÞ
Líklegt talið að kveikt hafi verið í saltfiskverkun Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar:
Málið til saksóknara
„Það eru tvennskonar meiningar
á lofti, annars vegar telur rafmagns-
eftirlitið að eldsupptök gætu verið af
völdum rafmagns, en síðan er
Brunamálastofnun með grun um
íkveikju," sagði Sigurður Eiríksson
sýslumaður í S-Múlasýslu í samtali
við Tímann, aðspurður um eldsupp-
tök í saltfiskverkun Hraðfrystihúss
Stöðvarfjarðar, en húsið skemmdist
mjög mikið þegar kviknaði í því 22.
október sl.
Eiríkur sagði að með hliðsjón af
þessum niðurstöðum ætlaði hann að
senda málið til saksóknara, sem þá
tæki ákvörðun um það hvort frekari
rannsóknar sé þörf. Hann sagði að
þeir hefðu framkvæmt lögreglurann-
sókn sem væri lokið af þeirra hálfu,
eins og tilefni hefði gefið til og ekki
hefði fallið grunur á neinn um
íkveikju. Eiríkur sagðist ekki geta
sagt til um það hvar í húsinu elds-
upptökin hefðu verið, að svo komnu
máli. -ABÓ