Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 2
2 Timínn,
Föstudagar 16-. 'desember-1'988
Tillaga framsóknarmanna um að rannsaka kostnað
við skólatannlækningar samþykkt í borgarráði:
Skólatannlæknar
undir smásjána
Tannlæknakostnaður vegna skólabarna nemur helmingi
alls kostnaðar borgarinnar vegna heilbrigðismála.
Nú fara um 30% skólatannlækninga fram á einkastofum
ut um bæinn en þessi þrjátíu prósent nema hins vegar um
70% kostnaðar borgarinnar af skólatannlækningum
Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu frá
framsóknarmönnum um að skipuð yrði fimm manna nefnd
sem rannsaka skal kostnað borgarinnar vegna tannlækna-
þjónustu á vegum borgarinnar við skólabörn.
Gert er ráð fyrir því að farið
vcrði ofan í saumana á þessari
þjónustu bæði þeim hluta hennar
sem fram fcr hjá embætti skóla-
tannlæknis og á tannlæknastofum.
Nefndin verður að sögn Sigrúnar
Magnúsdóttur, flutningsmanns til-
lögunnar, að líkindum skipuð
tveim fulltrúum minnihlutans,
tveim fulltrúum meirihlutans í
borgarstjórn og einum fulltrúa
tanniækna.
Framsóknarflokkurinn hefurum
langt skeið átt fulltrúa í heilbrigð-
isráði borgarinnar og iöulega áður
flutt tillögur um þetta sama efni og
nýsamþykkt tillaga Sigrúnar fjallar
um.
Árið 1978 sat t.d. Jón Aðalsteinn
Jónsson í fræðsluráði fyrir Fram-
sókiiarflokkinn og átti hann þá í
frægum deilum við yfirskólatann-
lækni og fleiri tannlækna um þessi
mál. Nú fyrst sameinast ’nins vegar
borgarráð um þá skoðun að þessi
mál verði að athuga ofan í kjölinn.
Þetta er mjög algeng sjón erlendis og þykja skiltabrýr gefa mjög göða raun, viti fólk ekki hvaða leið skal aka á
áfangastað. Timamynd Pjelur
Vegvísar að erlendri fyrirmynd:
Skiltabrýr vísa veginn
Þeir sem leið hafa átt um Reykja-
nes- og/eða Breiðholtsbraut að
undanförnu hafa eflaust veitt athygli
gríðarlegum skiltabrúm sem teygja
sig þvert yfir brautirnar. Þarna er
um að ræða vegvísa að erlendri
fyrirmynd, en þeir sem ekið hafa
erlendis kannast eflaust við þessa
tegund skilta.
Brýrnar eru þrjár að tölu og hafa
reglur um þær verið samræmdar á
milli Reykjavíkurborgar, Vegagerð-
arinnar og hinna ýmsu sveitarfélaga
um allt land.
Að sögn gatnamálastjóra er gert
ráð fyrir að þrjár brýr muni rísa til
viðbótar á næsta ári og er það mál
manna að þetta framtak sé til mikilla
bóta fyrir gatnakerfið í borginni. Nú
þurfa ökumenn sem sé ekki endilega
að eiga rætur sínar að rekja til
höfuðborgarinnar til að geta ratað
efir helstu umferðaræðum heldur
verður hægt að aka eftir leiðbeining-
um.
Brýrnar eru af austurískum upp-
runa en það var fyrirtækið Hagvirki
sem sá um uppsetningu skiltabrúnna
hér. Kostnaður hverrar brúar er um
2 milljónir króna ásamt uppsetn-
ingu. -áma
Orðsending til Svavars Gestssonar:
Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks.
Fjölmennur fundur sælgætis-, kex-, gosdrykkjafram-
leiðenda og starfsmanna mótmælir vörugjaldshækkun:
Stefnir
atvinnu í
greininni
íhættu
Guðmundur Þ. Jónsson formaður Fundurinn var haldinn til að mót-
Iðju var fundarstjóri á um 7-800 mæla fyrirhugaðri 11% hækkun
manna fundi þrettán kex-, sælgætis- vörugjalds á framleiðsluvörur fyrir-
og gosframleiðenda og starfsfólks tækjanna og sagði Guðmundur við
þeirra sem haldinn var í Bíóborg - blaðamann Tímans að hann hefði
gamla Austurbæjarbíói í gær. áhyggjur af því að vörugjaldshækk-
unin gæti valdið samdrætti hjá fyrir-
tækjunum og margir félagsmenn
Iðju misstu störf sín.
214.734 vodkaflöskur
Félagi Svavar!
Úr því sem nýja verðmætaein-
ingin, sem þú og þínir skilja best,
er ein flaska af vodka, vil ég ekki
láta hjá líða að snara rausnarskap
þínum og Ó. Grímssonar í fræðslu-
stjóramálinu í skiljanlega „mynt“.
Þá lítur dæmið jjannig út:
1. a) Óleyfdeg umframeyðsla
fræðslustjórans kr. 10.363.000,-
b) Meðalvextir á þá fjárhæð
frá 1.7.86 kr. 6.585.981,-
2. a) Miskabætur fyrir misnotkun
kr. 6.000.000,-
b) Meðalvextir á miskabætur mis-
notkunar frá 10.1.87
kr. 3.343.263,-
3. Tveggja ára námsdvöl
erlendis (áætlað) kr. 4.000.000,-
Samtals Kr. 30.292.244,-
segi og skrifa: þrjátíumilljónirtvö-
hundruðníutíuogtvöþúsundtvö-
hundruðfjörutíuogfjórar krónur.
Upplýst er að ein flaska af vodka
kosti í innkaupum kr. 142.-. Hinn
nýi dómur þinn, Ó. Grímssonar og
Arnmundar augnaþjóns kostar því
ríkið sem svarar 214.734 - tvö-
hundruðogfjórtánþúsundsjö-
hundruðþrjátíuogfjórum flöskum
af vodka!
Sem sagt: 17.894 - sautjánþús-
undáttahundruðníutíuogfjórir
kassar af vodka og ganga þá sex
flöskur af, sem þú getur sent hirð-
inni ykkar Skallagríms norður frá
að styrkja sig á fyrir nýtt tilhlaup í
fjármuni fræðsluumdæmisins. Eða
til skólastjóranna, sem norpa við
að flagga fyrir ykkur með mann-
orði sínu.
Nú verður ekki mikið úr kaupum
handhafanna í samanburði. En sá
er að vísu munurinn einnig, að þeir
virðast hafa verið í fullum rétti, en
þið Ó. Grímsson höfðuð alls enga
heimild til ykkar höfðingsskapar.
En á því standið þið skil fyrir
Alþingi, í hvers umboði þið starfið.
Með baráttukveðju,
Sverrir Hermannsson
P.S.
Hefurðu frétt að kennarasamtökin
í N.-eystra eru búin að halda
fagnaðarhátíð vegna háyfirdóms
ykkar og vænta nú að „samskiptin"
komist í „eðlilegt" horf milli þeirra
og ráðuneytisins, sem hlýtur að
merkja fyrra horf fjármálaumsvifa
norður þar? Raunar segjast uppal-
endurnir vera harmi slegnir vegna
tilrauna ríkislögmanns og fleiri til
að gera dóm ykkar tortryggilegan.
Sá harmagrátur hlýtur að byggjast
á grundvallarmisskilningi, þar sem
ríkislögmaður bendir einmitt á að
dómur ykkar skilji eftir óútfylltan
tékka fyrir þá að eyða fjármunum
hins opinbera að vild. Þú ættir að
athuga að senda þeim líka ofurlitla
styrkingu. Sv.H.
Sverrir Hermannsson bankastjóri.
Því væri hann því mótfallinn að
vörugjald hækkaði úr 14% í 25% á
framleiðsluvörur fyrirtækjanna.
Hann sagði að vörugjaldið myndi að
líkindum verða til þess að veikja enn
frekar samkeppnisaðstöðu inn-
lendra framleiðenda því að innflytj-
endur ættu hægara með að fá inn-
kaupsverð lækkað, heldur en þeir að
lækka framleiðslukostnað sinn.
Á fundinum töluðu Kristinn
Björnsson forstjóri Nóa-Síríuss og
Lýður Friðjónsson forstjóri Vífil-
fells.
Kristinn sagði að enginn rökstuðn-
ingur fylgdi frumvarpi fjármála-
ráðherra um vörugjaldið og benti á
að aðeins um einn þriðji hluti þess
sykurs sem fluttur er inn, fari í
sælgætisframleiðslu.
Hinn hlutinn færi í beina neyslu,
til brauðgerða sem ekki greiða vöru-
gjald af framleiðslu sinni sem sum-
part er sælgæti, og til ýmiss konar
mjólkurframleiðslu sem einnig er
undanþegin vörugjaldi.
í lok fundarins var samþykkt
áskorun til alþingismanna um að
fella vörugjaldsfrumvarpið. Mat-
væla og drykkjarvöruiðnaður ætti í
vök að verjast og samþykkt þess
myndi stefna atvinnu 7-800 manna í
hættu. -sá