Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 16. desember 1988 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Fjárlög og þjóðarheill Gert er ráð fyrir að önnur umræða um fjárlög fari fram á Alþingi í dag. Önnur umræða um fjárlög hefur löngum verið talin til merkisatburða hvers þings og hennar beðið með eftirvæntingu. Því er ekki að leyna, að þessi mikilvæga umræða er síðar á ferð en oftast áður og æskilegt hlýtur að teljast. En fyrir töfinni eru ýmsar ástæður. Ein er sú að fjárlög voru lögð fram hálfum mánuði síðar en venja er, enda var þá ný ríkisstjórn að taka við völdum og óhjákvæmilegt að sníða fjárlagafrum- varpið í samræmi við ríkjandi ástand á þeim tíma. Fjárlagafrumvarpið hefur verið til meðferðar fjárveitinganefndar í umboði Alþingis. Nefndin hefur farið af nákvæmni yfir frumvarpið og gert við það ýmsar breytingartillögur. Mikilvægi annarrar umræðu fjárlaga liggur m.a. í því, að þá á að sjást fyrir endann á efni þess í öllum aðalatriðum, hvernig afgreiðslu fjárlaga verður háttað, hver útgjöldin verða og hvernig tekna verður aflað. Fví miður er margt enn á huldu um afgreiðslu fjárlaga, þótt komið sé að lokum nefndarstarfa í því sambandi og önnur umræða að hefjast. Eigi að síður leggur ríkisstjórnin mikla áherslu á að fjárlög verði afgreidd fyrir áramót. Það ræðst á næstu dögum, hvort það tekst eða ekki. Um það efni á ríkisstjórnin undir því, hvernig viðtökur tekjuöfl- unarfrumvörp hennar fá í deildum Alþingis. Hér reynir á ábyrgð þingdeildanna og einstakra þing- manna, hvernig ráðið verður fram úr þeim þing- stjórnarágalla, sem fylgir úreltri deildaskipun Al- þingis, sem leiðir til þess að meirihlutastjórn á Islandi (elsta þingstjórnarlandi heims að sagt er) er gerð handarvana út á formið eitt, svo að þingræðisreglur í réttum skilningi fá ekki að njóta sín. Því verður að treysta að á næstu dögum takist að ná samkomulagi milli þingflokka um afgreiðslu tekjuöflunarfrumvarpa og fjárlaganna sjálfra. Hér verður Alþingi að líta á málin af raunsæi og víðsýni. Þótt auðvitað séu margir alþingismenn utan við formlegt stuðningslið ríkisstjórnarinnar, þá getur það varla merkt það, að þeir séu ábyrgðarlausir áhorfendur að stjórn landsins eða hugsunarlausir um brýnustu skyldur þingsins. Það hefur komið skýrt í ljós undanfarna daga, að ríkisstjórnin undir forystu Steingríms Her- mannssonar forsætisráðherra vill gott samstarf við Alþingi um framgang þingmála. Frumkvæði for- sætisráðherra í sambandi við samningsréttarmál launþega er glöggt dæmi um vilja ríkisstjórnarinnar til þess að leysa ágreiningsmál í samráðum milli valdaaðiljanna í þjóðfélaginu, innan Alþingis og utan, enda í sjálfu sér forsenda lýðræðislegra stjórnarhátta. Almenningur í landinu metur yfir- lýsingu forsætisráðherra sem áskorun á stríðandi fylkingar um að vinna saman að þjóðarheill á aðsteðjandi samdráttartímum, þegar efnahags- vandi sækir á þjóðarbúskapinn í heild og atvinnu- leysi kann að vofa yfir launafólki í landinu. . -,m~ • . """i 1 1 1111 m 1 1111 *mi1 *1111111111 iiiium11111 iiiiiiniiiimi Hrossabókmenntir Innun um allar bókmcnntirnur fyrir þessi jól hafa a.m.k. komið út tvær veglegar bækur, sem heyra til hrossabókmenntum. Alla tið síðan Ásgeir Jónsson frá Gottorp skrif- aði sitt fallega verk Horfnir góð- hestar, hafa frásagnir af hestum og hestaættum nálgast það á stundum að vera bókmenntir og sóma sér vel sem slíkar í flóru bókaútgáfunn- ar. Helsta verkið til þessa er Ætt- bók og saga íslenska hestsins eftir Gunnar Bjarnason ráðunaut, en þar er bókfest undirstaða hrossa- ræktar í dag. Gunnar vann lcngi við að meta hross til undaneldis, ungur og vaskur maður (hann er enn vuskur), og ferðaðist þá á mótorhjóli á milli sýninganna. Það þótti bændum heldur skringilegt, enda hafa þeir eflaust talið að ráðunautnum væri sæmra uð ferð- ast á hestum. Aftur á móti lá Gunnari mikið á og mótorhjólið var þægilegur ferðamáti og hefur tegundin áreiðanlega verið mikið kynbætt síðan. Þótt Gunnar yrði síðar umdeildur fyrir skoðanir sín- ar á þróun lundbúnaðar hafa menn alltaf viðurkennt að hann hefur verið þarfur þjónn þar sem hestar eru annars vegar. Bækur um tvö kyn Fyrir þcssi jól dafna hrossabók- menntirnar eins og áður á þessum útgáfutíma. Tvær veglegar hesta- bækur hafa a.m.k. séð dagsins Ijós, en þær eru Svaðastaðakyn eftir Anders Hansen og Jódynur, hestar og mannlíf í Austur-Skafta- fellssýslu. Höfundar eru nokkrir, m.a. Egill Jónsson, þingmaður á Seljavöllum, en Guðmundur Birk- ir Þorkelsson bjó til prentunar. í Jódyn er rakin ætt Hornafjarða- stofnsins og vatnahestanna eystra, aftur til Óðu-Rauðku. Af henni er kominn fjöldi glæsihesta, sterkra og stæðilegra, enda þurfti styrks við í ferðum yfir jökulvötnin. Gunnar Bjarnason tók miklu ást- fóstri við homflrska stofninn og talaði fyrir honum, enda er um falleg hross að ræða. f Jódyn minnast sumir höfundar afreks- hesta og er bókin fjölbreytileg og viða skcmmtileg aflestrar. Svo virðist sem alltaf sé nokkrum tilviljunum háð hvar upp spretta góðhestastofnar. Það mun ekki hafa verið fyrr en á nítjándu öld að einstaka maður fór að leggja rækt við hross sín með kynbætur í huga, og er þó margt óljóst um þá iðju. Þótt Hornaijarðarsiofninn sé yfir- leitt rakinn til Óðu-Rauðku hefur að sjálfsögðu verið til gott hrossa- kyn í Hornaflrði fyrir hennar daga. Af skömmum sínum eru Skagfirð- ingar stundum að halda því fram að bestu kostir Hornafjarðarkyns- ins hafi erfst í ættum frá tímum, þegar Hólastóll hafði útræði frá Eystra-horni. Þá komu menn á hverjum vetri frá biskupsstólnum á Hólum og fluttu farangur sinn á hestum. Ur því hefur getað orðið sambland kynja, þó auðvitað sé ekkert um það skráð. Ættbækur voru fyrst færðar á þessari öld. En Skagflrðingum er auðvitað frjálst að grobba sig af Hornafjarðarkyni. Hross fyrir sauðaguli Bók Anders Hansen um Svaða- staðakyn er að hluta í líkingu við handverkið á Ættbók og sögu Gunnors Bjarnasonar. Þareru ætt- bókarnúmcr notuð og myndir birt- ar af ættmæðrum og feðrum sem við sögu koma. Myndir eru líka í Jódyn. Svaðastaðakyn er komið af blandi hrossa í Viðvíkursveit og Út-Blönduhlíð í Skagafirði. En það voru bændur á Svaðastöðum, sem tóku þetta samsafnaða hrossa- kyn til ræktunar, og þeim tókst það ágæta vel. Svaðastaðakyn er enn algengt í Viðvíkursveit og Út- Blönduhlíð, og á Kolkuósi er grein þessa kyns í góðum metum. Anders Hansen lýsir í bók sinni tilurð hins ræktaða og ættbókar- færða Svaðastaðakyns og segir nokkuð frá Svaðastaðabændum. Einn þeirra fór árlega austur á land og seldi þangað hross af kyni sínu fyrir sauðagull, sem þá var algeng- ur gjaldmiðill vegna kindasölu til Englands. Samt hefur nú ekki frést af Svaðastaðastofni á Austurlandi. Góðhestar úr stóði Árvissar hrossabókmenntir af því tagi sem hér hefur verið lýst er skemmtilegur vottur um endur- reisn íslenska hcstsins á flug- og bílalöld. Skagfirskar hrossaættir hafa lengi notið nokkurrar frægðar, og ber þar Svaðastaða- kynið hæst á síðari tímum. í Horfn- um góðhestum segir frá einstökum afbragðsgripum, en ekki getið sér- staklega um ættir þeirra. Svo ætt- bókarfærslan er síðari tíma fyrir- bæri. Talið er gott ef ræktun ber þann árangur, að 10% hrossa í stóði verði sæmileg til ásetu og enn færri gæðingar. Engu að síður hafa á öllum tímum komið fram af- burðahross án nokkurrar merkjan- legrar tilraunar til ræktunar. Þau hafa bara sprottið upp í stóðinu, eins og nokkurskonar jarðargróð- ur. Ræktun og skipulag skilar auð- vitað fleiri góðum einstaklingum. Hér hefur verð minnst á Svaða- staðakyn og Hornafjarðarkyn af ijölinörgum öðrum góðum stofn- um i landinu. Þess skal getið að Svaðastaðir voru í eigu Hólastóls á útgerðartíma við Eystra-horn. Og í raun má segja að íslenska hrossa- kynið sé eitt, fyrir utan Kinnskæ á Barðaströnd, sem var innfluttur hestur, sem át kom. Garri VITTOG breitt LAUN EÐA TEKJUR Það er mikil tíska að lýsa yfir áhyggjum af framtíð íslenskrar tungu og þykir gáfulegt. Einkum bera þeir áhyggjufullu kvíðboga fyrir að ástkæra ylhýra málið þoli ekki þá skæðadrífu engilsaxneskra áhrifa sem látlaust dynur yfir allt daglegt líf ungra sem gamalla. Áhugafólk um málvöndun leggur alla áherslu á verjast ensku áhrif- unum og að útrýma þágufallssýki, sem ætlar að reynast álíka lífsseig og Iúsin, sem ávallt skýtur upp annað slagið í kolli og kolli. En málvöndun er fleira en að varast enskuslettur og ofnotkun þágufalls. Skilgreining orða og hugtaka er mjög á reiki í allri umræðu og veldur því stundum að menn skilja ekki hver annann og deila að óþörfu um keisarans skegg. Af þessu stafar að oft veit maður ekki um hvað ágreiningur stendur þegar verið er að rífast um einhver efni. Aðilar geta einfald- lega ekki komið sér saman um hvað þeir eru ósammála vegna þess að þeir skilja ekki hver annan. Sala á vinnu og önnur sala Fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær var á þessa leið: Þjóðhagsstofnun: 3.000 manns með yfir 160 þúsund í iaun. í upphafi fréttarinnar, eða for- mála að henni er áréttað að þetta margir einstaklingar hafi 160 þús- und krónur í mánaðarlaun sam- kvæmt upplýsingum sem Kvenna- listinn fékk frá Þjóðhagsstofnun og voru unnar upp úr skattaskýrslum. Síðan kemur sjálf fréttin og viðtal við Þórhildi Þorleifsdóttur, þingkonu. Þar er ávallt talað um 160 þús. kr. tekjur á mánuði, sem er viðmiðun varðandi hátekju- skatt, sem nú er í umræðunni. „Þetta rýrir þó ekki trú okkar á hátekjuþrep, og beinir þeirn mun frekar sjónum okkar að fram- kvæmd skattalaganna og innheimt- unni. Því ef maður á að trúa því að það séu ekki meira en þrjú þúsund einstaklingar sem hafi yfir 160 þúsund krónur í tekjur á mánuði, þá förlast manni mikið sýn og skilningur á umhverfi sínu,“ er haft eftir Þórhildi. Það fer ekki á milli mála að hér er Þórhildur að tala um allar tekjur einstaklinganna, en ekki aðeins launatekjur. Laun eru það sem maður selur vinnu sína fyrir, en hægt er að hafa tekjur af mörgu öðru, svo sem af álagningu margs konar, umboðs- laun, gróða af gengismun, sölu eigna, vinna í happdrætti, selja kvóta sem maður fékk gefins og svona má lengi telja. En laun og tekjur þurfa alls ekki að vera hið sama, eins og oft er rugiað með. Vel haldnir láglaunamenn 160 þús. kr laun á mánuði er dágóð upphæð, og miklu er logið í þjóðfélaginu ef það þykir lítið ef aðeins 3.000 manns hafi svo góð laun að staðaldri. Hins vegar er ekkert líklegra en að miklu fleiri einstaklingar hafi þessar tekjur og þaðan af meira ef allt er talið. Tíminn upplýsti í gær að yfirlög- regluþjónar hafi 170 þús. kr. laun á mánuði, en samkvæmt ráðningar- samningi hafa þeir fasta yfirvinnu. . Það er því helber blekking að þeir hafi 90 þús kr. mánaðarlaun, eins og stéttarfélag þeirra vill sjálfsagt halda fram. Þarna er komið dæmi um opin- bera starfsmenn sem hafa laun sem ná hátekjuskatti ef hann verðui lagður á. Fróðlegt væri að frétta hvort þeir opinberu starfsmenn sem geta státað af forstjóralaunum skipti hundruðum eða þúsundum. Þegar launamenn hjá hinu opin- bera eru að tala um súperlaunin sem „einkageirinn" borgar, er nauðsynlegt að fá að vita hvort átt er við laun sem launþegar þiggja fyrir vinnu sína eða hvort tekjur t.d. löglærðra rukkara og tann- lækna og tæknifræðinga og heild- sala og víxlara og kráareigenda og leigusala af öllu tagi, eru innifaldar í því sem kallð er „laun?“ Vel má vera að þessar hug- leiðingar séu ekki annað en hár- toganir og að laun og tekjur þýði nákvæmlega hið sama, því skatta- lögum er svo kænlega fyrir komið, að það eru eingöngu launamenn sem gert er að greiða tekjuskatt og af því stafi að laun og tekjur er hið sama. Eða hvað? Fjármagnstekjur og tekjur af gróðabralli falla ekki undir tekju- skatt og tekjur af eignum falla einnig að mestu undan skatt- heimtu. Fjandakornið að hægt er að kalla allar þær tekjur laun og því ættu málvöndunarmenn, eins og t.d. þeir á Mogganum að gera skýran greinarmun á launum og tekjum. Það ættu stjórnmála- og skattheimtumenn að gera líka. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.