Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 16. desember 1988 Glímuf élagið Ármann lOOára og 80 ár síðan fyrsta Skjaldarglíman var háð Guðmundur fluttist til Reykjavík- ur laust eftir aldamótin og lærði þar steinsmíði og múrverk hjá Guð- mundi Einarssyni steinsmið. Á Reykjavíkurárum sínum tók hann mikinn þátt í íþróttalífi bæjarins. Einkum varglíman honum hugleikin - og efling hennar. Hann safnaði um sig nokkrum flokki ungra manna og hófst handa um glímukennslu, fyrst undir berum himni en síðar í pakk- húsum og hálfbyggðum húsum. Þessir ungu menn ákváðu að stofna glímufélag, en áður en form- lega var frá því gengið kom Pétur Jónsson blikksmiður til þeirra og hvatti þá til þess að ganga í Ármann, en þá hafði starfsemi félagsins legið niðri um liríð. Varð það úr að þeir féllust á að ganga til Itðs við félagið. Þann 6. janúar 1906, hittast þeir svo Guðmundur Guðmundsson frá Eyrarbakka, Pétur Jónsson og Guð- mundur Þorbjörnsson, Borgfirðing- ur, sem kemur með sinn glímuflokk og eru þá saman komnir um 20 piltar sem þeir Pétur og Guðmundur Por- bjarnarson höfðu náð saman. Fundur þeirra félaga var haldinn í Bárubúð. Var þar ákveðið að efla félagsstarfsemina og hefja fastar glímuæfingar. Á fundi þessum var ákveðið samkvæmt uppástungu Péturs, að Guðmundur Guðmunds- son yrði kjörinn formaður Ármanns og var það samþykkt einróma. Þá óskaði Guðmundur Guðmundsson að Pétur yrði glímustjóri (kennari) og var það samþykkt með dynjandi lófaklappi. Næst var skipt um buxur og byrjað að glíma undir sterkri fyrirskipan Péturs. Guðmundur Þorbjörnsson mun hafa verið mikið við glímukennslu í Ármanni. í kennslu sinni lagði Guð- mundur mikla áherslu á hrein glíntu- brögð og að þau gleymdust ekki þegar út í kappglímu væri komið. Þá lagði hann áherslu á að kenna mönn- um að falla rétt svo ekki hlytust meiðsli af. En þótt Guðmundur væri með öflugustu og fremstu glímumönnum um þessar mundir leiddi hann opin- bera keppni hjá sér. Kunni ekki við, eins og hann sjálfur sagði, að etja kappi við nemendur sína. Árið 1906 hélt Ármann kapp- glímu 2. ágúst, þátttakendur voru 17. 1. verðlaun hlaut Jónatan Þor- steinsson, 2. verðlaun Hallgrímur Benediktsson, 3. verðlaun Guð- mundur Guðmundsson. Á þessu ári, 17. apríl, höfðu Ármenningarnir efnt til verðlauna- glímu í Bárubúð. í henni tóku þátt um 30 félagsmenn ásamt einum utanfélagsmanni. Verðlaun hlutu þessir: 1. verðlaun HallgrímurBene- diktsson, 2. verðlaun Jón Helgason (utanfél. frá Akureyri), 3. verðlaun Jónatan Þorsteinsson. í ársbyrjun 1907 fóru Ármenning- ar að ræða um sérstakan glímubúm ing. Ákvörðun var tekin um sérstaka gerð búnings. Ekki varð þó af því að sá búningur væri tckinn upp. En út af þeim umræðum sem um mál þetta urðu, spratt sá glímubúningur, sem notaður hefur verið lítt breyttur síðan 1907. Á árinu 1907 munu Ármenningar almennt hafa farið að nota sérstök glímubelti á glíntuæfingum og á kappglímum. Árið 1907 fór Ármannsglíman fram 6. febrúar. Að þessu sinni tóku þátt í glímunni 23 félagsmenn. Þessir hlutu verðlaun: 1. verðlaun Guð- mundur A. Stefánsson, 2. verðlaun Sigurjón Pétursson og 3. verðlaun Pétur Gunnlaugsson. í þessa Ármannsglímu gátu hvorki Hallgrímur Bcnediktsson né Jónatan Þorsteinsson mætt. Fyrir Ármannsglímuna 1908 ákváðu Ármenningar að láta gera sérstakan verðlaunagrip til að keppa um. Ákveðið var að gera fagran silfurskjöld, og á skjöldinn skyldi vera letruð táknmynd af Ármanni undir Ármannsfelli, þeim er félagið er heitið eftir. Hugmyndina að gerð skjaldarins átti Guðmundur Þor- björnsson, sem var einn þeirra þriggja manna er stóðu að endur- vakningu Glímufélagsins Ármanns 1906, með þeim Pétri Jónssyni for- ystumanni (formanni) félagsins og Guðmundi Guðmundssyni frá Eyr- arbakka. Ármannsskjöldinn smíðuðu þeir feðgar Erlendur Magnússon gull- smiður og Magnús sonur hans, sem gert mun hafa mót hans. Reglugerð- in var samin fyrir Ármannsskjöld- inn. í 1. gr. segir. „Skjöldurinn er verðlaunagripur er Glímufélagið Ármann hcfur látið gera til heiðurs mesta glímumanni Reykjavíkur/1 Fyrsta Skjaldarglíma Ármanns 1908 Hallgrímur Bcnediktsson skjald- arhafi. Fyrsta Skjaldarglíma Ármanns var háð 1. apríl 1908. Þátttakendur voru 12, allir félagsmenn úr Ár- manni. Skjöldinn hlaut Hallgrímur Benediktsson. Hann hafði 11 vinn- inga. Næstur honum var Sigurjón Pétursson með 10 vinninga. Guð- mundur A. Stefánsson hlaut 9 vinn- inga, Jónatan Þorsteinsson 8 vinn- inga og Guðmundur Sigurjónsson Hofdal 7 vinninga og svo aðrir færri. -Glíma þessi þótti vera hin prýðileg- asta og fara mjög vel fram. Skjaldarglíma Ármanns 1909 Hallgrímur Bencdiktsson, skjaíd- arhafi. Um aðra Skjaldarglímu Ármanns, sem var söguleg glíma, segir svo í gjörðabók félagsins: „Skjaldarglím- an var háð 1. febrúar 1909 í Iðnó, húsið var troðfullt. Óhætt mun vera að telja hana hina veigamestu kappglímu, er háð hefur verið í Reykjavík. Hvað úrslit snertir er hún sérstök í sinni röð og munu þau trauðla fyrnast í huga þeirra, er á horfðu. Þegar fyrsta umgangi var lokið, stóðu jafnir að vígi: Hallgrím- ur, Sigurjón og Guðmundur A. Stefánsson, höfðu hlotið eina byltu hver. Þá runnu þeir saman á ný, og lyktaöi á sama veg. Áhorfendur urðuríæsta spenntir fyrir úrslitum og kvað þétt við lof í lófa þeirra. Eftir litla hvíld var hafinn annar umgang- ur milli þessara þriggja. Var nú vígamóður næsta mikill - ekki ein- asta í köppunum - gamlir karlar sem minnti, að þeir fyrir mannsaldri Jónatan Þor- Guðm. Guð- steinsson, kaup- mundsson, Eyr- maður. arbakka. hefðu verið glímumenn, skulfu eins og strá og ungar stúlkur máttu ekki sætum halda. Enn fór sem fyrr. Sigurjón lagði Hallgrím. Hallgrímur lagði Guðmund A. Stefánsson og Guðmundur A. Stefánsson lagði Sig- urjón. Nú varð engin hvíld, nú varð til skarar að skríða, þótt lúnir væru. Var nú sóknin öllu skarpari en í hinum fyrri atlögum og mátti nú ekki á milli sjá. Úrslitin urðu þó von bráðar og greinileg, og allra dómur var sá, að Hallgrímur hefði vel til skjaldarins unnið,“ Skjaldarglíma Ármanns 1910 Sigurjón Pétursson, skjaldarhafi. Skjaldarglíma Ármanns var háð 1. febrúar 1919. í þetta sinn voru keppendur aðeins fimm. Guðmund- ur Á. Stefánsson, Hallgímur Bene- diktsson, Halldór Hansen, Pétur Þrír glímumenn: Guðmundur A. Stefánsson, Hallgrímur Benedikts- son og Sigurjón Pétursson. Gunnlaugsson og Sigurjón Péturs- son. Eftir fyrstu umferð glímunnar stóðu þeir jafnt uppi með sína bylt- una hver fyrir öðrum, Guðmundur, Hallgrímur og Sigurjón. En úrslita- glímuna vann Sigurjón og hlaut skjöldinn. Svo segir um þessa glímu í Isafold: „Guðmundur A. Stefánsson glímir Seinni hluti eigi aðeins mest af kröftum þeirra þriggja, hann er auðsætt þeirra afl- Guðmundur Jón Þorstcins- Þorbjörnsson. son. Þátttakendur í fyrstu Skjaldarglímu Ármanns 1908. Fremst sitja dómar- arnir þrír: Matthías Einarsson læknir, Hermann Jónasson frá Þing- eyrum og Guðmundur Guðmunds- son frá Eyrarbakka. Glímumennirn- ir, taldir frá vinstri: Guðmundur Sigurjónsson Hofdal, Eyjólfur Jó- hannesson, Jónatan Þorsteinsson, Guðjón Jónsson, Hallgrímur Bene- diktsson (með skjöldinn), Benedikt Sveinsson, Sigurjón Pétursson, Ólafur Magnússon (Ijósmyndari), Sigurður Sigurðsson og Guðmundur A. Stefánsson. Á myndina mun vanta tvo þátttakendur. stöðum frá bernskuárum mínum. Mér er enn minnisstætt hvað mér fannst hann vera hvatlegur í öllum hreyfingum, stæltur og ákveðinn. Úngur að árum lærði hann sund og varð hinn besti sundmaður. Minnist ég sundkennslu hans frá Stafholtsveggjalaug með miklu þakklæti og þeirra leiðbeininga í íþróttum almennt, sem hann veitti samhliða sundkennslunni. Um hann má segja eins og sagt var um Glímu- Gest að hann var ýmist kenndur við sund eða glímu. Jón var prýðilega íþróttum búinn, og hlaðinn þeim áhugaeldi og krafti, sem gerði hann sjálfkjörinn forystu- mann á sviði íþrótta. Eftir íþróttanám á íþróttaskólan- um Ollerup í Danmörku 1922-1923 stofnaði Jón íþróttaskóla 1924 við Lindargötu 7 í Reykjavík. Jafnhliða var hann aðalíþróttakennari Glímu- félagsins Ármanns frá 1924 og 1948. Jens Guðbjöms- Gunnar Eggerts- son. son. mestur og mundi hafa verið nefndur í fornsögum mikill maður og sterkur. En fegurst og mýkst þeirra glímdi Hallgrímur Benediktsson, og Sigur- jón sá er mjúkleik og afl hefur jafnast." Hér að framan er stuðst við grein mína í Afmælisriti 50. Skjaldarglímu Ármanns, sem kom út í Reykjavík 1962. Jón Þorsteinsson Aðal fimleika- og glímukennari Ármanns í áratugi var Jón Þorsteins- son. Jón var fæddur 3. júlí 1898 í Örnólfsdal í Þverárhlíð í Mýrasýslu, sonur Þorsteins bónda |>ar og á Hofstöðum í Stafholtstungum Hjálmssonar alþingismanns í Norðtungu og konu hans Elínar Jónsdóttur bónda í Stafholtsey og Norðtungu, Þórðarsonar. Ég þekkti Jón Þorsteinsson á Hof- Á því tímabili kynntist ég Jóni bæði sem fimleikakennara og glímu- kennara. Ég lít svo á, að Jón Þor- steinsson hafi verið frábærlega góður fimleika- og glímukennari og vaxið að kunnáttu og visku í glímukennsl- unni með hverju ári, sem hann kenndi glímuna, enda drengur góður, reglusamur og stjórnsamur. Hann hvatti nemendur sína ætíð til að glíma af léttleik og drengskap. Sjálfur hafði Jón hið mesta yndi af glímu. Fjölmargar ferðir, bæði utan lands og innan fór hann með glímuflokka og fimleikaflokka, og er mér kunn- ugt um, að stjórn hans á flokkum þessum var með afbrigðum góð. Á því tímabili, sem Jón Þorsteins- son fékkst við glímukennslu, má fullyrða, að glíman hafi átt fáum mönnum meira að þakka viðgang og vöxt en honum. Það festist staðfastlega í huga mínum við þá miklu áherslu, sem Jón lagði á það að maður ætti ekki að falla ofan á viðglímanda sinn eftir að hann hefði náð 'handvörn eða í sjálfu fallinu að glíman væri ótvíræð jafnvægisíþrótt. Glímustaða, glímustígandi, glímutök og glímubrögð í íslenskri glímu eru sérstæð miðað við aðrar fangbragðategundir. Andi glímunnar sem á að byggjast á drengskap og skapgerðarþroska, knýr glímumanninn til drengskapar í leik. Þess vegna er bol og níð gert óheimilt í íslenskri glímu. Á ársþingi Glímusambands fs- lands 24. október 1965, tilkynnti formaður Glímusambandsins Kjart- an Bergmann Guðjónsson, að Sig- urður Greipsson og Jón Þorsteinsson hefðu verið kjörnir heiðursfélagar Gltmusambands fslands. Ekki er hægt að minnast svo á Glímufélagið Ármann og starfsemi þess í hinum ýmsu greinum íþrótta- og félagsmála að ekki komi nafn Jens Guðbjörnssonar fyrrum for- manns Ármanns upp í huga manns. Jens Guðbjörnsson var fæddur í Reykjavík 30. ágúst 1903, sonur Guðbjörns bókbandsmeistara í Reykjavík Guðbrandssonar bónda í Miklagarði í Saurbæ Torfasonar og konu hans Jensínu Jensdóttur bónda að Hóli í Hvammssveit Jónssonar. Ungur fór Jens að vinna að bóka- gerð með föður sínum og lagði þá iðngrein fyrir sig sem ævistarf. Jens var kosinn formaður Ár- manns 1927 og var formaður félags- ins til 1964 en áður mun hann hafa verið í stjórn þess og mun þvf stjórnartími hans í Ármanni hafa verið um 40 ár. Það mun óhætt að segja, að Jens hafi unnið afar mikið starf fyrir Ármann og fjöldi íþróttagreina og efling þeirra hafi aukist afar mikið á þessu tfmabili og margskonar fram- kvæmdir sem félagið lagði í. Á herðum Jens Guðbjörnssonar hvíldi afar mikið starf, sem honum verður seint þakkað. Ég kynntist Jens talsvert mikið og met starf hans sem íþróttaleiðtoga í fremstu röð þeirra manna sem miklu hafa fengið áorkað í íþróttamálum með starfi sínu. Jens Guðbjörnsson andaðist 1. maí 1978. Við formannsstarfi af Jens Guð- björnssyni tekur Gunnar Eggertsson 1964 og er formaður Ármanns til dánardægurs 11. janúar 1988 eða í 24 ár. Hann hafði verið í stjórn Glímufélagsins Ármanns áður en hann tók við formennsku félagsins. Af þessu má sjá að hann hefur reynst vel í formannsstarfi sínu. Gunnar var fæddur 18. ágúst 1922, sonur Eggerts Kristjánssonar, stór- kaupmanns í Reykjavík. Eggert var fæddur 6. október 1897 að Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi. Eggert var í fremstu röð glímumanna, fyrst í sinni heimabyggð, Snæfellsnesi, og síðar í Reykjavík frá 1919 og fram til ársins 1928. Gunnar Eggertsson átti því ekki langt að sækja áhuga sinn á framgangi íþróttamála, enda góður frjálsíþróttamaður sjálfur. Lokaorð Skjaldarglíma Ármanns hefur frá upphafi verið annað öflugasta og áhrifaríkasta glímumót fslendinga og hefur mjög mikla þýðingu fyrir viðhald og þróun glímunnar. Einungis Íslandsglíman, sem fyrst var haldin á Akureyri árið 1906, hefur verið merkari glímukeppni. Oftlega hefur það farið saman, að sá sem hefur unnið Skjaldarglímu Ár- manns hafi einnig orðið glímukappi íslands. Hér hafa glímukeppnir og glímu- mál Glímufélagsins Ármanns að nokkru verið rakin. í þessari blaða- grein vinnst ekki tækifæri til að fara nánar í frásagnir um þróun og sögu hinnar þjóðlegu íþróttar íslensku glímunnar og þátt Glímufélagsins Ármanns í eflingu hennar. Kjartan Bergmann Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.