Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 16. desember 1988 Tíminn 15 Óvænt endalok Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út nýja bók eftir Robert Ludlum, sem heitir Óvænt endalok. Frammi fyrir byssukjöftum ofstaskisfullra hermdarverkamanna bíða 236 konur, karlar og börn dauða síns uppi á þaki bandaríska sendiráðsins í arabísku borginni Masqat... í utanríkisráðuneytinu í Washington býður Evan Kendrick, friðsamur fuUtrúardeildarþingmaður, vel kunnugur Arabalöndum, fram hjálp sína við að leysa þetta skelfUega mál —með einu skUyrði þó; þætti hans skal haldið stranglega leyndum... Lestrarbækur Iðunnar Anna sjö ára og leyndar- málið, eftir Hans Peterson Goggur, kisa og gamli maðurinn, eftir Barbro Lindgren Stjáni og Stubbur, eftir Gunnel Linde Iðunn hefur gefið út fjórar bækur í nýjum flokki sem nefnist Lestrarbækur Iðunnar. Þetta eru Utlar bækur, sérstaklega ætlaðar byrjendum í lestri. Hver bók er sjáÚstæð og skemmtUeg saga, og aUar eru þær ríkulega skreyttar litmyndum. Letrið á bókunum er stórt og setningar stuttar og auðveldar. AUar bækurnar skiptast í marga stutta kafla. Þær henta þess vegna mjög vel fyrir böm sem em að byrja að lesa sjálf. Þorsteinn frá Hamri þýddi bækurnar. í bókunum Anna 7 ára og Anna og leyndarmáUð segir frá Önnu, sem er í 1. bekk og býr í borginni ásamt mömmu, Eiríki og Óla stóra bróður. Hún á vinkonu sem heitir Ása - svo á hún líka leyndarmál sem kemur í ljós um jólin! Stjáni og Stubbur er saga af litlum hundi sem eignast nýtt heimili hjá honum Stjána. GaUinn er sá að fuUorðna fólkið skUur ekki að krakkar og hundar verða að fá að vera svoUtið óþægir. Goggur, kisa og gamU maðurinn segir frá strák sem kynnist gömlum manni og ketti sembúa í rauðu húsi—en svo brennur rauða húsið og gamU maðurinn er lagður á sjúkrahús. Hvað verður um kisu? 'Dcc&atL LlfJFERILi UWMKflW ÆVISAGA ttSU, ÉINS OG SXAlWO SAGOI BÖRNUM SlNUM Lífsferill Lausnarans LífsferUl Lausnarans eftir Charles Dickens, er handrit, sem skáldið skUdi börnum sínum eftir. Charles Dickens sagði börnum sínum oft af Jesú Kristi. Og árið 1849 skrifaði hann „LífsferU Lausnarans", eins og hann hafði sagt börnunum, og arfleiddi þau að handritinu. Aldrei var það ætlun skáldsins að frásögnin birtist á prenti, enda er það augljóst af ýmiskonar ónákvæmni, sem finna má í þessari litlu bók. Sá sona Dickens, sem lengst lifði, mælti svo fyrir í erfðaskrá sinni, að birta mætti handritið, enda var honum Ijóst, að heimurinn mundi taka opnum örmum þessum fögru og óbrotnu frásögnum skáldsins um Jesú Krist. Eign aðalsmanns eftir Catherine Gaskin Komin er út hjá Iðunni bókin Eign aðalsmanns eftir Catherine Gaskin, sem er einhver þekktasti og vinsælasti ástar- og spennusagnahöfundur sem nú er uppi. Hún hefur sent frá sér fjölmargar skáldsögur sem selst hafa í mUljónum eintaka um heim aUan, en Eign aðalsmanns er fyrsta bók hennar sem kemur út í íslenskri þýðingu. Sagan segir frá því er Joanna RosweU fer eftir lát móður sinnar tU Thirlbeck, hins forna og afskekkta seturs Askewættarinnar, á vegum uppboðsfyrirtækisins sem hún vinnur hjá. Þar finnur hún fyrir dulúðuga ævintýrahöU, fuUa af málverkum, formum húsmunum og öðrum dýrgripum sem enginn hefur augum Utið árum saman. Magnea Matthíasdóttir þýddi bókina. Launráð í Lundúnum eftir Ken Follett Vaka-Helgafell hefur sett á jólamarkað nýja bók eftir hinn vinsæla spennusagnahöfund Ken Follett, en áður hefur forlagið gefið út bækurnar Lífsháski í Ljónadal og Víkingasveitin, sem kom út í fyrra. Að þessu sinni velur Follett sér Lundúnaborg sem sögusvið. Þar fléttast saman í hörkuspennandi söguþræði fjármálabrask, stjórnsýsla og glæpir sem halda lesandanum föngnum frá fyrstu blaðsíðu. Ken FoUett er fæddur 1949 og eftir að hafa lokið námi í heimspeki við Lundúnaháskóla. gerðist hann blaðamaður við London Evening Post. Þar hefur hann ugglaust sótt efnivið í þann söguþráð sem Launráð í Lundúnum hefur að geyma. Ken FoUett hefur skrifað fjölda metsölubóka sem flestar hafa verið þýddar á íslensku og hafa þær aUar verið kvikmyndaðar. Bjarni Gunnarsson þýddi bókina sem kostar 1680 krónur. Vaka-HelgafeU annaðist setningu og umbrot og Prentsmiðja Árna Valdemarssonar sá um prentun og bókband. Brian Pilkington teiknaði kápumynd. Jólakort - Jólakort! Höfum til sölu tvær gerðir af fallegum jólakortum. Einnig hálsbindi, blómavasa oq glösin vinsælu með flokksmerkinu. Guli njósnarinn Frosti og Frikki í ævintýrum Iðunn hefur gefið út þriðju bókina í flokki teiknimyndasagna um þá félagana Frosta og Frikka eftir Bob de Moor og nefnist hún Guli njósnarinn. Frosti og Frikki, ásamt Sigmari frænda, lenda í æsilegum ævintýrum. Guli njósnarinn, hættulegasti óvinur mannkyns er kominn á kreik og hefur tekist að ræna áætlunum um fuUkomin kjarnorkuflugskeyti sem hann ætlar að nota til að leggja Evrópu undir sig. Vesturlönd vígbúast af kappi og Sigmar frændi er meira að segja kaUaður í herinn. Með góðri hjálp þeirra Frosta og Frikka yfirbugar hann fljúgandi disk og er fagnað sem stríðshetju. En Guli njósnarinn er ekki af baki dottinn og lætur ræna Sigmari og flytja hann tU Suður-Malgóníu. Frosti og Frikki stofna björgunarsveit ásamt vini sínum Jerry Kan og ráðst inn í sjálfar höfuðstöðvar Gula njósnarans, þar sem hættur leynast við hvert fótmál. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Borgnesingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu, desember ki. 20.30. Síðasta kvöld í þriggja kvölda keppni. Góð verðlaun. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness Borgarnesi, föstudaginn 16. Hafnfirðingar - Jólaglögg Hið árlega og sívinsælajólaglögg Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði, verður n.k. föstudagskvöld 16. des. kl. 20.30 í veitingahúsinu A. Hansen. Guðmundur Andri Thórsson rithöfundur les úr verkum sínum. Jólalögin sungin. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Rangæingar Spilum félagsvist að Hlíðarenda sunnudaginn 18. desember kl. 21.00. Stjórnin Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Dregið verður 24. desember. Vinsamlegast greiðið heimsenda miða. Framsóknarflokkurinn Landssamband framsóknarkvenna Nóatúni 21, - s. 24480

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.