Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 20
 RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 A fijri *' ; n ’x •' H í n n ‘ 1 ? ' í : > V ’þ Tt s í * ‘ t f ▼ ▼ ^ 7,5% ÞROSTUR 685060 $AV\ WUBANKíNN VANIR MENN Tímiiiii Meirihluti nefndar er fjallaði um tillögur til bjargar húsnæðislánakerfinu: Húsbréfin samhliða núverandi lánakerfi Tilkoma Húsbréfakerfis, breyting á vaxtaniðurgreiðslum og á útlánareglum Byggingarsjóðs ríkisins eru meginþætt irnir í niðurstöðum þeirrar nefndar sem félagsmálaráðherra skipaði til að gera tillögur um skipan hins almenna húsnæöislánakerfis. Vandi húsnæðislánakerfisins er gríðarlegur og sem dæmi má nefna að frá upphafi hafa borist 16 þúsund lánsumsókn- ir, en átta þúsund hafa verið afgreiddar. Áætlaður kostnaður við óaf- nefndarinnar með fyrirvara. greiddar umsóknir er um 23 millj- arðar króna. En afgreiðsla þeirra myndi binda fjármagn næsta árs og einn til tvo milljarða af fjármagni þar næsta árs. Nefndin var skipuð fulltrúum þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á þingi að frátöldum Samtðk- um um jafnrétti og félagshyggju auk fulltrúa ASI og VSÍ/ Ekki náðist fullkomið samkomu- lag í nefndinni og skilaði hún tveimur álitum, en Ásmundur Stef- ánsson fulltrúi ASÍ og Guðmundur Gylfi Guðmundsson fulltrúi Fram- sóknarflokks skiluðu séráliti. Að auki skrifuðu fulltrúi Kvennalista, Alþýðubandalags, Sjálfstæðis- flokks og Borgaraflokks undir álit Álitsgerð mcirihlutans saman- stendur annarsvegar af frumvarpi til laga um breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem fel- ur í sér hcimild til að stofna sérstaka deild við Húsnæðisstofn- unina sem starfræki skuldabréfa- viðskipti eða svonefnt húsbréfa- kerfi og nokkrar breytingar á gild- andi lánakerfi, en hinsvegar tillög- ur um vaxtabætur í stað húsnæðis- bóta og niðurgreiðslu lánskjara í almenna húsnæðislánakerfinu. Varðandi s.k. húsbréfakerfi er átt við það að í stað beinna lána frá Byggingarsjóði ríkisins bjóðist húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar til þess að kaupa fasteignaveðbréf sem gefin eru út við fasteignavið- skipti með veði í viðkomandi eign. Húsbréfadeildin kaupir húsbréf að hámarki 65% af mati viðkom- andi eignar og tekur auk þess tillit til greiðslugetu útgefanda fast- eignaveðbréfs. Húsbréfadeildin annast jafnframt innheimtu fast- eignaveðbréfanna og ráðstafar einnig innkomnu fé til endurgreið- slu húsbréfa. Markmiðið með tilkomu hús- bréfanna er fjórþætt. Stuðlað er að aukinni innri fjármögnun fast- eignaviðskipta. Dregið úr þcirri miðstýringu sem vcrið hefur á öflun og dreifingu lánsfjár til húsn- æðismála. Með bréfunum yrði inn- byggð í húsnæðiskerfið ákveðin jafnvægisviðleitni þar sem mikið framboð húsbréfa vegna spennu á fasteignamarkaði hefði áhrif á gengi bréfa og þar með vexti (og öfugt). í síðasta lagi er hér um einfaldara kerfi að ræða þar sem lánsafgreiðsla er tengd fasteigna- viðskiptum og lánsréttur er al- mennur og óháður lífeyrissjóðum. Miðað er við að húsbréfakerfið verði sett í gang samhliða núver- andi lánakerfi og nái eingöngu til viðskipta með eldri íbúðir fyrst um sinn. í álitsgerð meirihlutans er í öðru lagi gert ráð fyrir breytingum á vaxtaniðurgreiðslum. Til að tryggja jafnstöðu beggja iánakerfanna er lagt til að vextir á útlánum Byggingarsjóðsins verði færðir að markaðsvöxtum og taki t.d. mið af því sem um semst í samningum við lífeyrissjóðina. Tillögur um vaxtabætur miða að því að tryggja að niðurgreiðsla hins opinbera skili sér til þeirra hópa sem mest hafa með hana að gera. Lagt er til að vaxtabætur verði tengdar vaxtabyrði og skerð- ist af hækkandi tekjum og eignum umfram ákveðin mörk. Sett er þak á vaxtabæturnar sem er mismun- andi fyrir einstaklinga, einstæða' foreldra og hjón. Meginatriðin í séráliti Ásmund- ar Stefánssonar og Guðmundar G. Guðmundssonar er að ekki sé ástæða til að breyta núverandi húsnæðislánakerfi í neinum aðal- atriðum en leggja hins vegar til ýmsar breytingar til að stytta bið- tíma og ná jafnvægi. Þar er m.a. gert ráð fyrir að endurgreiðsla lána verði tekjutengd, heimilað verði að geyma lánsrétt og Húsnæðis- stofnun fái heimild til skuldabréfa- útboðs, með þeim hætti verði tveggja milljarða króna aflað á hverju ári. í framhaldi af þessum niðurstöð- um var ákveðið á ríkisstjórnar- fundi í gær að nefnd yrði skipuð þremur ráðherrum sem mun fara yfir niðurstöðurnar og finna leiðir til úrbóta. Á blaðamannafundi kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur að ef farið verður að tillögum nefndar- innar, muni það leiða til þess að heldur meira fjármagn verður til ráðstöfunar en þær komi ekki til með að hafa afgerandi áhrif á biðtíma nema húsbréfakerfinu verði jafnframt komið á. Félags- málaráðherra lagði jafnframt mikla áherslu á að þessar leiðir verði farnar til að nær verði komist því markmiði að finna framtíðar lausn á vanda húsnæðislánakerfis- ins. SSH Jólasveinar á spítala Börnin á barnadeild Hringsins á Landspítalanum fengu nýlega góða gesti í heimsókn. Gestirnir voru tveir jólasveinar sem gáfu krökkun- um sælgæti og skemmtu þeim með ýmiss konar sprelli. Þessi tími, svona rétt fyrir jólin, er sérstaklega erfiður fyrir litla krakka sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsum en jólasveinarnir voru aufúsugestir og náðu að færa jólastemminguna nær börnunum. Ummæli Steingríms Hermannssonar í Tímanum um skýrslu OECD tekin fyrir á þingi, Jón Sigurðsson segir: Efnið úrelt Geir H. Haarde gerði ummæli for- sætisráðherra í Tímanum þann 17. nóvember s.l. um skýrslu OECD varðandi efnahagsástandið á íslandi að umræðuefni í sameinuðu þingi í gær. f*ar sagði Steingrímur Her- mannsson að skýrslan væri „þýðing- ar á tillögum og skýrslum sem eru ritaðar í kerfinu hér heima af mönn- um sem fylgja allt annarri stefnu en ríkisstjórnin. Geir spurði með hvaða hætti við- skiptaráðherra ætlaði að bregðast við þessari yfirlýsingu?, hvort hún ætti við rök að styðjast?, og hvort að hann teldi eðlilegt að ísland ætti áfram aðild að þessari stofnun? Jón Sigurðsson sagði að Efnahags og framfarastofnunin væri ein mikil- vægasta stofnun sem við ættum aðild að og hann teldi skýrsluna gagnlega. Viðskiptaráðherra tók þó fram að efni skýrslunnar væri nokkuð úrelt orðið í Ijósi þeirra öru efnahagslegu breytinga sem orðið hafa í efnahags- málum þjóðarinnar. Hann vildi ekki blanda saman umræðum um stofn- unina í heild og umræðum um þessa einu skýrslu. Steingrímur Hermannsson fors- ætisráðherra steig í pontu og áréttaði það sem hann hefur áður sagt að skýrsla OECD lýsti í engu efnahags- ástandi á íslandi og væri þess vegna afar lítils virði. Undir þetta tók m.a. Eyjólfur Konráð Jónsson og vildi hann láta víkja Jóni úr embætti fyrir að standa uppi í hárinu á yfirmanni sínum Steingrími, bæði varðandi skýrslu Efnahags og framfarastofn- unarinnar og einnig fyrir að draga í efa yfirlýsingar forsætisráðherra um að við stöndum nær þjóðargjaldþroti en nokkru sinni fyrr. -ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.