Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. desember 1988 Tíminn 9 ■I illillíill SAMVINNUMAL 111111111111111111111 iiiiiiii Sjötíu ára afmæli í dag: Kaupfélag Vopnfirðinga í dag, 16. desember, eru liðin rétt sjötíu ár frá stofnun Kaupfélags Vopnfirðinga. Það er blandað félag framleiðenda og neytenda, og á Vopnafirði rekur það margháttaða starfsemi, meðal annars blandaða verslun með matvörur og aðrar daglegar neysluvörur, byggingavöruverslun, bókaversl- un og söluskála. Það á einnig og rekur þar á staðnum bæði mjólkursamlag og sláturhús, annast afgreiðslu fyrir skip, og það rekur olíusölu, rafdeiid og trésmiðju. Þá er félagið auk þess hluthafi í ýmsum fyrirtækjum á Vopnafirði. Félagssvæði Kf. Vopnfirðinga er Vopnafjarðarhérað, bæði kauptúnið og sveitin. Félagsmenn eru nú rétt rúmlega 200. Velta félagsins á liðnu ári var um 290 miljónir króna. eða fram um 1912. Þörfin fyrir Pöntunarfélag Saga samvinnuverslunar á Vopna- firði er þó töluvert lengri heldur en ein saman saga kaupfélagsins. Þegar undir lok síðustu aldar var þar starfandi pöntunarfélag, og var það talsvert öflugt um tíma. Á þeim árum ráku Örum og Wulff verslun á Vopnafirði og höfðu gert lengi. Bændum féll sú verslun nokkuð misjafnlega, og töldu þeir því fulla ástæðu til þess að taka verslunarmál- in í eigin hendur. Þetta leiddi svo til stofnunar þessa eldra félags, en það er talið hafa verið stofnað árið 1885 og bar heitið Pöntunarfélag Vopnafjarðar, Jökul- dals og Hlíðarhrepps. Pöntunar- stjóri var Jakob Helgason, áður kaupmaður á Vopnafirði, og gegndi hann starfinu til dauðadags 1899. Formaður félagsins lengst af var Jón Hallgrímsson á Torfastöðum, eða til 1903 er hann fluttist til Ameríku. Félagið byggði verslunarhús á Vopnafirði, og var starfsemi þess allblómleg um tíma. Eftir fráfall Jakobs og burtför Jóns dró svo smám saman úr starf- semi Pöntunarfélagsins. í ársbyrjun 1905 brann svo verslunarhús þess á Vopnafirði, og má þá segja að félagið hafi verið búið að vera. Þó rak það einhverja starfsemi áfram, samvinnuverslun var líka ekki jafn brýn eftir að þeir Louis Zöllner og Jón Vídalín höföu sett upp stóra verslun á Vopnafirði um aldamótin. En áhuginn var þó enn fyrir hendi, og smám saman fóru gömlu pönt- unarfélagsmennirnir að hugsa fyrir stofnun kaupfélags. Árið 1918 keypti Vopnafjarðarhreppur allar fasteignir Örum og Wulff á staðnum. Sama ár var haldinn almennur hreppsfundur í Vopnafirði, þar sem fram kom mjög eindreginn vilji allra fundarmanna til að kaupa þessi verslunarhús aftur af hreppnum og stofna kaupfélag. Stofnfundur kaupfélags Á þessum fundi var kosin undir- búningsnefnd, og sú nefnd boðaði síðan til stofnfundar kaupfélags hinn 16. desember 1918. Við.þann fund er stofnun Kaupfélags Vopnfirðinga síðan miðuð. Þar voru samþykkt lög hins nýja félags og því kosin stjórn. Á þessum fundi gengu unt 70 manns í félagið, flestir bændur. í fyrstu stjórninni sátu þeir Ólafur Methúsalemsson á Burstarfelli, for- maður, Víglundur Helgason á Hauksstöðum og Gunnar H. Gunn- arsson á Ljótsstöðum. Sama dag var einnig samþykkt að ráða Martein Bjarnarson sem kaupfélagsstjóra og Verslunarhús Kaupfélags Vopnfírðinga á Vopnafirði. að fela stjórninni að kaupa öll versl- unarhúsin af hreppnum, Hinn 20. janúar 1919 keypti kaup- félagið svo verslunarhúsin, ásamt lóðum og bryggjuparti, og sama dag var svo ákveðið að félagið gengi í Samband ísl. samvinnufélaga. Þar með var stofnun félagsins lokið, en eiginleg starfsemi þess hófst þó ekki fyrr en eftir fund hinn 25. apríl 1919. Þá voru skráðir félagar 101, og þá var gengið frá því að félagssvæðinu skyldi skipt í átta deildir með ellefu fulltrúum, og skyldu vera minnst 8 atkvæði að baki hverjum fulltrúa. Þetta fyrirkomulag hélst í tuttugu ár, til 1939, en þá var deildaskipting felld niður, þannig að allir félags- menn hafa síðan haft atkvæðisrétt á fundum kaupfélagsins. Fyrsta áratuginn gekk rekstur fé- lagsins eftir vonum og afkoma þess var fremur góð. Eftir 1930 hallaði hins vegar undan fæti vegna þess verðfalls sem þá varð á framleiðslu- vörum. Þetta gekk svo langt aö 1936 var ekki annað að sjá framundan en stöðvun, sem þó rættist úr með kreppulöggjöfinni og ýmsum hliðar- ráðstöfunum. Var ástandið í rckstri félagsins orðið sæmilegt um 1940. Skiljanlega var lítið urn framkvæmd- ir hjá félaginu þennan tíma, en þó kom það upp frystihúsi árið 1931, sem gerði því kleift að frysta mest af kjötinu þegar í sláturtíð. Fyrir 1970 var farið að hreyfa hugmyndum um stækkun á frystihús- inu eða nýbyggingu í tcngslum við það. Árið 1972 hófust svo fram- kvæmdir viðslíka nýbyggingu. Þegar svo var stofnað sérstakt hlutafélag á Vopnafirði árið 1976 til að rcka fiskvinnslu og því gefiö nafnið Tangi hf., þá seldi kaupfélagið félaginu nýstofnaða hina nýju frystihúsbygg- ingu sína og gerðist jafnframt hlut- hafi í því. Þá byggöi félagið vöru- skemmu fyrir þungavöru árið 1978. Kaupfélagsstjóraskipti urðu svo 1979 er Halldór Halldórsson lét af störfum og við tók Jörundur Ragn- arsson, sem hefur gcgnt starfinu síðan. Það ár var lokið við gagngerar breytingar á kjörbúð félagsins og hún færð í nýtískulegt horf. Af framkvæmdum núna hin síðustu ár er að nefna að byggt heíur veriö við sláturhús félagsins, og það hefur hafið rekstur rafmagnsverkstæðis, bókaverslunar og trésmiðju. Þá hef- ur veriö byggt hús yfir starfsemi hinnar síðast nefndu, og breytingar hafa verið geröar á aðstöðu bygg- ingavörudeildar. Auk Ólafs Methúsalemssonar hafa gegnt íormennsku í félaginu þcir Methúsalem Methúsalemsson, Burstarfelli. Páll Methúsalemsson, licfsstað, Friðrik Sigurjónsson, Ytri-Hlíð og núverandi formaður, Þórður Pálsson á Refsstaö. Aðrir í núverandi stjórn félagsins eru Sig- urjón Friðriksson, Ytri-Hlíð, Si- gurður Björnsson, Háteigi, Hreinn Sveinsson, Vopnafirði, og Einar Friðbjörnsson, Vopnafirði. Afmælis kaupfélagsins verður minnst með kaffisamsæti í félags- heimilinu Miklagarði eftir hádegi á sunnudaginn kemur. -esig BÓKMENNTIR Illllllll ■III III Hver ert þú kona? óri kvennafræftarinn“ koma við sögu. Höfundur, Miriam heitin eru lýsandi um innihaldið: „Stóri kvennafræðarinn“ Höfundur: Miriam Stoppard Þýðandl: Nanna Rögnvaldardóttir Útgefandi: iðunn 432 bls. Enginn vefengir þá líffræðilegu staðreynd að konur eru bundnari kyneðii sínu öllu fremur en karl- menn sínu. Frjósemisskeiðið allt, sem orðið getur nærfellt 40 ár, er konan bundin hlutverkinu að fæða börn í heiminn. En ekki er jafn Ijóst hvað í því hlutverki felst. Þekking kvenna yfirleitt á móðurlífi sínu er í litlu samræmi við hinar afdrifaríku staðreyndir getnaðar og fæðingar þrátt fyrir gagngerar framfarir í „kvennafræðum" síðastliðinn ára- tug. Árið 1981 kom „Nýi kvenna- fræðarinn“ út, bók sem rituð var í anda skandinavískra femínista og afhjúpaði hressilega jómfrúrlega feimni við sérþarfir kvenna í heii- brigðismálum, en með kvenímynd sinni hélt sú bók jafnframt að konum einhverskonar þversagnarkenndu ósjálfstæði og tilfinningasvelti, - og hefur þá annmarka þótt ekki sé af sama tilefni og dúkkulísubókin al- kunna „Aðlaðandi er konan ánægð“. - „Stóri kvennafræðarinn“ fer nær efninu um þessar tvær. Bókin er ekki sú fyrsta sem skrifuð er sérstak- lega fyrir nútímakonuna - sem lík- lega er þá hver sú kona á líðandi stund sem hlotið hefur lágmarks menntun og vill fá að vita meira um sjálfa sig en hún þegar veit, vill þekkja líkama sinn, geta ófeimin spurt sérfræðinga spurninga sem á henni brenna, skilið og gagnrýnt svörin. En fremur en margar aðrar flytur þessi bók mál sitt af ríkulegri tillits- semi við bæði kynin, bæði einkum mannleg svo framarlega sem þau koma við sögu. Höfundur, Miriam Stoppard, gengur út frá jöfnum rétti karla og kvenna, en skikkar konum ekki vopn úr smiðju karlmanna til að verja heiður sinn með. Konur, sem ekki kæra sig um að bera sig eins og karlmenn, ættu að geta lesið þessa bók án þess að finnast metnaði sínum ögrað. Þær sem vilja njóta kvenleika síns og elska karlmenn fremur en hata. Konur sem njóta vilja jafnréttis á við karla án þess þó að fórna eðlislægri þörf sinni fyrir að eignast börn og heimili. Og þó njóta til jafns við karlmenn þeirra mann- réttinda að geta valið einlífi ef þeim sýnist. Bókin er gríðarmikið safn svara við spurningum um líffræðileg atriði sem að öllum líkindum leita á flestar konur einhvern tíma á ævinni. Kafla- heitin eru lýsandi um innihaldið: Heilbrigði og hreysti, Kyneðli og kynlíf, Frjósemisskeiðið. í kaflanum um sérmeðferð er reynt að komast fyrir hið sanna um ýmislegt sem er ofarlega á óskalista flestra kvenna: Er hægt að eyða hrukkum á snyrti- stofum? Er eitthvert gagn að horm- ónakremi? 1 sama kafla lýsir Miriam Stoppard af nákvæmni fegrunar- meðferðum og áhrifum þeirra, s.s. ýmiskonar grenningarmeðferð og húðmeðferð. Sennilega myndi bókin fljótlega skila aftur kaupverðinu og vel það þeim sem í þessum efnum hefur fremur látið stjórnast af aug- lýsingum en skynsamlegu viti, ef sami tæki upp á því að fara að ráðleggingum Miriam Stoppard. í kaflanum um sérstök vandamál kvenna eru greinargóðar lýsingar á sjúkdómum sem tengjast beint kyn- eðli konunnar. Þá er fjallað um lýtaskurðlækningar, öldrun, kynlíf á efri árum, ástvinamissi o.fl. o.fl. Ekki er farið pukurslegar með efnið en svo að karlmenn ættu að geta lesið án þess að finnast sér misboðið og áreiðanlega sér að gagni, t.d. kaflann um kyneðli og kynlíf, eða það sem segir í bókinni um tíðaverki. Kaflinn um meðgöngu og fæðingu er auðvitað jafn þörf lesning fyrir karla Sem konur. Ég las bókina mér til ánægju frá upphafi til enda. Málfarið er grein- argott og skýrt. Skýringarmyndir eru margar og glöggar. Uppsetning texta handhæg fyrir þann sem nota vill bókina sem uppsláttarrit. í bókarlok er nákvæm atriðisorða- skrá. Það eykur enn gildi bókarinnar fyrir íslenskar konur að þýðandi hefur staðfært efnið og lagað að íslenskum aðstæðum í samráði, eftir því sem segir í formálsorðum, við sérfróðar konur á viðkomandi sviðum. Að mínu mati og reynslu hefur sú staðfærsla tekist vel. Það sem einkum ber til tíðinda um útgáfu þessarar bókar er hversu vel hefur tekist til að gefa aðalpersón- unni, „Konunni", mynd, óháða goð- sögnum karla um hana eða pólitísk- um skýrgreiningum samtíðarinnar. Konurnar, sem fræðast um sjálfar sig af „Stóra kvennafræðaranum" fara þess þó væntanlega ekki duldar að bókin fjallar, eins og flestar á und- an förnum árum sem einhverja lýð- hylli hafa hlotið, aðeins um þátt í fari þeirra sem manneskja. Sam- kvæmt þeim bókum er konan flókin líffræðilegur samsetningur með sér- þarfir. Konan sem hluti af sama stofni og karlinn, í senn líffræðilegur samsetningur, tilfinninga- og vits- munavera, er óráðin gáta eftir sem áður. - Frágangur „Stóra kvennafræðar- ans“ og útlitshönnun er útgáfunni til sóma. María Anna Þorsteinsdóttir Ég veit hvað ég vil Höfundur Andrés Indriöason Útg. Mál og mennlng, 154 bls. Andrés Indriðason er einn þeirra höfunda, sem sett hafa svip á ís- lenska skáldsögugerð á þessum ára- tug. Samkvæmt skrá sem birt er í bókinni hafa þegar komið út eftir hann nærri 30 skáldverk á þessu tímabili og er áratugurinn þó ekki allur liðinn. Flest þessara skáldverka eru skrifuð fyrir börn eða unglinga og njóta margar bækur hans mikilla vinsælda hjá þeim. Bók sú sem hér um ræðir er framhald bókarinnar Með stjörnur í augunum sem kom út 1986. í henni eru þrjár aðalpersónur, Arnar, Sit og Gutti, öll á menntaskólaaldri. Sagan hefst á því að Sif elur Arnari barn. Hvorugt foreldrið er undir það búið að axla þá ábyrgð sem því fylgir. Það eru töggur í stúlkunni en barnsfaðirinn er sveim- hugi, ístöðulaus og reikandi og veit varla á stundum sitt rjúkandi ráð. Gutti kemur minna við sögu. Hann er léttlyndur „gæi“ og lætur hverjum degi nægja sína þjáningu. Heimilislíf allra þessara unglinga er hlaðið spennu. Arnar talar naumast við móður sína eða stjúpföður, Sif nær engu sambandi við móður sína, sem er útivinnandi húsmóðir í mikilli ábyrgðarstöðu. Það er faðirinn einnig svo tækifærin á því heimili eru fá til tjáskipta. Foreldrar Gutta eru skilin og býr hann einn með móður sinni í villunni stóru. Hún sést þar varla, því hún er komin í fast samband við væntanlegan maka. Þetta er saga um rótleysi, skiln- ingsleysi og sambandsleysi sem þjak- ar svo margar fjölskyldur á okkar tímum. Sagan gerist á örfáum dögum, en á þeim tíma ræðst framtíð söguhetj- anna. í sögulok virðist þó birta til. Ekki er hægt að segja að höfundur „kafi djúpt“ í sálarlíf unglinganna. Fiskar þar frekar á grunnu vatni. Sagan er mikið byggð á samtölum. Setningarnar eru stuttar og oftast lausar við mælgi. Það þykir mér kostur. Höfundur virðist reyna að velja orð og setningar sem ungling- arnir nota á þessum aldri og tekst honum býsna vel oftast nær. Fyrir allmörgum árum voru þýdd- ar á íslensku margar bækur eftir norsku skáldkonuna Margit Ravn. Fjölluðu þær jafnan um ástir og basl ungra elskenda, sem náðu saman að lokum. Þær bækur þóttu þá góðar til afþreyingarlesturs en léttvægar að öðru leyti. Ég get ekki að því gert að efni þessara bóka skaut upp í huga mér er ég las þessa bók. Ég hef þá trú að Andrés Indriða- son geti skrifað betra skáldverk en þetta. Spurningin er: Hvenær verður það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.