Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.12.1988, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. desember 1988 Tímjnn 3 Breytingartillögur fjárveitinganefndar við fjárlagafrumvarpið: 633 millj. kr. hækkun Fjárveitinganefnd Alþingis hefur lagt fram 235 breytingar- tillögur við fjárlagafrumvarpið sem vart geta talist stuðla að minni ríkisumsvifum og lækkun ríkisútgjalda. Verði tillögur fjárveitinganefndar samþykktar verða út- gjöld ríkisins tæpum 633 milljónum hærri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Þeir sem gleyma að létta á sér við Geysi geta brátt glaðst ef vilji fjár- veitinganefndar nær fram að ganga. Nefndin vill ekki að neinn lendi í hrakningum þegar að Gulifossi kem- ur og leggur til í breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið, að veitt verði einni milljón króna til að koma upp hreinlætisaðstöðu við fossinn. Athygli vekur að nefndin vill veita 14 milljónum króna til ríkisstofnun- Færri og stærri bílaumboö á íslandi viröist vera þróunin: Bílaborg og Sveinn Egilsson sameinast ar sem leggja á formlega niður um næstkomandi áramót- Bifreiðaeftir- lits ríkisins. Pá er lögð tuttugu og einnar milljónar króna fjárveiting til ný- byggingar mötuneytis við Fjöi- brautaskólann á Akranesi en fyrir henni var ekki ráð gert í fjárlaga- frumvarpinu sjálfu. Fjárfrekustu breytingatillögur nefndarinnar tengjast mennta-, kennslumálum og skólahaldi. Ffér koma nokkur dæmi: Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 1.560 þús. til þingmannasamtaka NATO. Fjárveitinganefnd bætir við einni milljón. Fjárlagafrumvarpið segir 2.590 þús. til þingmannanefnda Evrópur- áðsins, nefndin segir eina milljón til. Frumvarpið segir; Hús Jóns Sig- urðssonar 2.500 þúsund. Nefndin segir 2.730 þúsund í viðbót. Pá gerir nefndin ráð fyrir því að ýmsar sértekjur ríkisstofnana verði mun minni en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Þannig verði sértekjur Tilraunastöðvar Háskól- ans á Keldum 11,7 milljón kr. lægri, sértekjur Raunvísindastofnunar Háskólans 9,7 milljónum lægri, sér- tekjur íþróttakennaraskóla Islands 1,0 milljón lægri, sértekjur Stofnun- ar Árna Magnússonar verði einnig einni milljón lægri en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Þá vill nefndin kaupa tölvur og tölvubúnað í Framhaidsskólann á Húsavík fyrir 3,5 millj, veita til fasteignakaupa fyrir Iðnskólann í Reykjavtk 4,5 millj.. stofna til iðn- náms á ísafirði fyrir 1,5 millj., og hækka stofnframlag til héraðsskóla úr 26 í 39 milljónir. Til eflingar íslensku glímunni vill nefndin veita tveim milljónum til að kynna hana í skólum landsins sem er ekki krónu meira en hún vill veita til fundar íþróttaráðherra í Evrópu. Þá er í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir 70 þúsund króna framlagi til Menningarsjóðs íslands og Finn- lands en nefndin vill bæta við það 2.580 þús. kr. Til Ferðamálaráðs vill nefndin veita 20 milljónum í stað 15 milljóna, til nýrrar vörumerkjá- og einkaleyfa- skrifstofu vill hún veita rúmum 7 milljónum og 7 milljónum til iðn- þróunar- og markaðsmála. Til lands- hafna, sem er nýr liður vill nefndin veita 15 milljónum, til sjóvarnarg- arða vill hún bæta 21,3 milljónum við 10 milljónir fjármálaráðherra. Pá fellir nefndin niður 15 milljóna framlag til bókakaupa Háskólabóka- safns og réttir það til stofnunar Sigurðar Nordal undir nýjum lið sem heitir „Bókakaup og Óeira“ 15 milljónir. -sá Ákveðið hefur verið að sameina fyrirtækin Sveinn Egilsson hf. og Bílaborg hf. Nafn hins nýja fyrirtæk- is verður Sveinn Egilsson Bílaborg hf. Sameining fyrirtækjanna tekur gildi um áramót. Þetta er önnur sameining sem á sér stað á þessu sviði á skömmum tíma. Skemtnst er að minnast þess að Veltir og Brimborg sameinuðust. Pá hefur Tíminn vitneskju fyrir því að víðar standi yfir viðræður. Hið nýja fyrirtæki SEB verður mjög stórt á bílamarkaðnum hér á landi. Áætlað er að fyrirtækið muni þjóna u.þ.b. fjórðungi markaðarins, eða um 35.000 bílum. Samanlögð velta þessara tveggja fyrirtækja var í fyrra ríflega tveir milljarðar króna. Söludeildir SEB verða áfram starfræktar í núverandi húsnæði, við Fossháls og í Framtíð við Skeifuna. Viðgerða-, varahlutaþjónusta og skrifstofuhald verður sameinað að Fosshálsi. Telja forsvarsmenn fyrir- tækjanna að með þessu megi ná fram mikill hagræðingu í rekstri. -ES Metsölubækur Eymundssonar Þær bækur sem voru í þremur efstu sætunum, vikuna 5.-10. des- ember s.l. hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar eru: 1. Ein á forsetavakt 2. íslenskir nasistar 3. íslandsævintýri Himlers rAMBl aby-soin rlitlar bux ★Betra snið ★Pægileg " fyrir barnið [★Einstaklega rakadrægar Þurr I yfirflötur MAXI MAXIPLUS 6-11 kg. 32 stk./pk. 9-18 kg. 28 stk./pk. 15-25 kg. 25 stk./pk. HÁMARKS HREINLÆTI HAGKVÆMUSTU ULTRA BLEYJURNAR Láttu þínar tölur ekki { vanta í þetta sinn! f ..................r Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.